Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 6
6 -MIÐV4KUDAGUR 8. SKUT-EMBRR 1999
-Tk&ur
ÞJÓÐMAL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjórí:
Framkvæmdastjóri:
Skrífstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Simar auglýsingadeildar:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Ófridur um bankasölu
1 fyrsta lagi
Forsætisráðherra hefur nú staðfest fréttir Dags frá því fyrir
helgina um að til standi að drífa í því að selja 51 prósents hlut
ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) til valins
hóps peningamanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar sumra annarra
ráðherra um að doka eigi við og kæla málið, eins og það var
orðað, er ljóst að Davíð Oddsson er á öðru máli. Hann ætlar
að knýja þessa sölu í gegn sem allra fyrst. Augljóst er af um-
mælum forsætisráðherra að hann hyggst ákveða innan tveggja
vikna hverjir fái að kaupa bankann.
í öðru lagi
Eins og ítarlega hefur verið rakið í Degi töldu fjármálaöfl
tengd Sjálfstæðisflokknum sig illa svikin á dögunum þegar
Orca keypti hlut Kaupþings og sparisjóðanna í FBA. Þessi öfl
lögðu þá þegar allt kapp á að fá lokað útboð í meirihluta ríkis-
ins í bankanum þannig að tryggt sé að einungis útvaldir pen-
ingamenn fái að bjóða í hlut ríkisins. Ummæli forsætisráð-
herra verður að túlka sem staðfestingu þess að báðir stjórnar-
flokkarnir hafi fallist á slíka málsmeðferð. Enginn þarf að ef-
ast um að af hálfu sjálfstæðismanna er markmiðið að tryggja
að ráðandi hlutur í bankanum lendi í pólitískt séð réttum
höndum.
í þriöja lagi
Viðskiptaráðherra hefur lagt á það áherslu í íjölmiðlum að ekki
sé gott að vera með Fjárfestingarbankann í sölu í miklum póli-
tískum hávaða, og notaði það viðhorf sem rök fyrir því að
fresta um sinn sölu á hlut ríkisins. Sú stefna sem forsætisráð-
herra virðist vera að knýja í gegn í ríkisstjórninni miðar svo
sannarlega ekki að því markmiði að laégja öldurnar. Talsmenn
stjórnarandstöðunnar hafa hvað eftir annað lýst þeim sjónar-
miðum að sjálfsagt sé að fresta sölunni og skoða málið alveg
upp á nýtt. Þess vegna hlýtur að stefna í hörð pólitísk átök um
FBA á því þingi sem kemur saman í byijun næsta mánaðar.
Öllum ætti að vera Ijóst að um þá stefnu sem forsætisráðherra
er að knýja fram verður enginn pólitískur friður.
Elias Snæland Jónsson
aöur
kampýlóbakter
Ef Garri ætti að velja mann
ársins, eða í það minnsta
mann sumarsins, þá væri það
að sjálfsögðu enginn annar en
Kampýlóbakter sjálfur, þ.e.a.s.
ef hann væri maður, en ekld
veira eða vírus eða baktería
eða hvað sem hann nú er eða
hún eða það. Garri hefur, eins
og aðrir Islendingar, lesið
meira um Kampýlóbakter en
Davíð og Díönu heitina í blöð-
unum í sumar, en veit enn
harla fátt um fyrirbærið. Sam-
anber það að hann veit ekki
hvort það er karlkyns, hvorug-
kyns, kvenkyns eða
jafnvel bísexúal.
„Kampýlóbakter er
kjúklingavandamál!, “
argaði fyrirsögnin í
Degi í gær. Og má til
sanns vegar færa þó
Garri álíti reyndar að
fremur sé um sjúk-
lingavandmál að ræða,
a.m.k. hafa sjúklingar
kvartað meira en
kjúklingar yfir Kampýióbakter.
Sauðdrykkju-
menu
En hverjum er Kampýlóbakter
að kenna? Hver á sök á þessu
fyrirbæri sem svo mjög hefur
tröllriðið umræðunni í sumar?
Heimildir greinir raunar á um
það. Sumir vilja kenna
kjúklingabændum um, aðrir
kjúklingaslátrurum. Enn aðrir
telja að heilbrigðiseftirlitin
beri þarna mesta sök, heil-
brigðisráðherra er tilnefndur,
landlæknir og dýralæknar, svo
ekki sé talað um kjúklingana
og Kampýlóbakter sjálfan sem
hugsanlega bera alla ábyrgð í
málinu.
Garri er hinsvegar á annarri
skoðun og hefur fundið raun-
verulega sökudólga í þessu
Kampýlóbakter
lifir fyrir sopann.
flókna ferli, eftir að hafa lesið
litla grein um efnið í einu dag-
blaðanna fyrir skömmu. Þeir
sem bera mesta ábyrgð á
Kampýlóbakter í mönnum og
fjölmiðlum, eru að sjálfsögðu
engir aðrir en sauðdrukknir
grillmeistarar.
Áfengisvanda-
mál
Það hefur sem sé komið fram
að til að verjast Kampýlóbakt-
er þarf að sjóða og steikja kjúk-
Iinga inn í merg og bein, eigin-
lega logsjóða þá. Við
þessa meðhöndlun
drepst aumingja
Kampýlóbakter. Séu
kjúklingar hinsvegar
linsoðnir eða létt-
steiktir þá er voðinn
vís og Kampýlóbakter
lifnar allur við og fer
að grassera.
Og hverjir léttsteikja
öðrum fremur? Jú, að
sjálfsögðu horngrýtis drykk-
felldu útigrillararnir. Þessir
menn hafa staðið við grillin í
sumar og slengt á þau hálf-
frosnum kjúklingabitum. Stutt
er í ölkönnur og snafsa sem
draga athygli drykkjumann-
anna frá því sem er að gerast á
grillinu. Þeir mega því ekki
vera að því að grilla nógu
lengi, þessir sístaupandi sig
andskotar, og því koma
kjúklingabitarnir nánast fljúg-
andi upp af grillinu stútfullir
af spriklandi Kampýlóbakter.
Kampýlóbakter er því hvorki
kjúklinga- né sjúklingavanda-
mál. Kampýlóbakter er áfeng-
isvandamál og ætti að vera við-
fangsefni SÁA. GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Stjómlyndir markaðsmeim
ævintýrinu lærdómsríka um
lætisvein galdrameistarans segir
frá þegar meistarinn fór af bæ og
skildi lærling sinn eftir með það
verkefni að bera vatn í höllina
sem meistarinn galdraði handa
sjálfum sér. Til að létta sér verk-
ið notaði strákur sér takmarkaða
kunnáttu sína til að láta sópinn
sækja vatnið og bera það inn í
skjóðum. Gekk það vel í fyrstu
en þegar sópurinn var búinn að
fylla þróna á efstu hæð kom
babb í bátinn. Hann kunni ekki
að stöðva vatnsburðinn og hélt
sópurinn áfram að bera vatn í
hús þótt það flóði um öll gólf og
hæðir. Þessi ágæta saga er rifjuð
upp í teikningum og tónum í
kvikmyndinni Fantasíu, sem
þótti góð skemmtun áður en
rokki og síbylju var hellt yfir kyn-
slóðírnar.
Svo sýnist sem forsætisráð-
herra og einkavæðingarnefnd
hans standi nú í svipuðum spor-
um og Iærisveinn galdramanns-
ins. Komið er af stað einkavæð-
ingarferli með ákvörðunum
kunnáttulítilla apparata og
flóknum lagasetningum en þegar
búið er að setja taðkvörnina í
gang mylur hún stjóm-
laust og fá þeir sem
ætluðu að ráðskast
með í hvað hana er lát-
ið og út úr henni kem-
ur ekki við neitt ráðið.
Kvörnin mylur og verð-
ur henni hvorki stjóm-
að né hún stöðvuð.
Ráðabrugg ráð-
stjómar —
Búinn var til ríkisbanki
og settir í hann digrir sjóðir til að
selja einkavinum og bréf sett á
markað. En svo komu einhverjir
ótýndir strákar sem trúa á frjáls-
hyggju og fijálst markaðskerfi og
keyptu djúgan slatta af sjóðun-
um. Einkavinavæðingin gekk
ekki upp og aulabárðarnir reyna
allt hvað þeir geta til að stöðva
Davíö á enn margt
ólært.
það ferli sem þeir komu sjálfir af
stað, en ráða ekki við að stýra.
Enn á ríkið nauman meiri-
hluta í Framkvæmdabanka at-
vinnulífsins og rembist ráð-
stjórnin við að brugga
þau ráð sem eiga að
duga til að hann lendi
í réttum höndum. Far-
ið er stóran sveig um-
hverfis viðurkennd
markaðslögmál til að
fá þóknanlega útkomu
og er nú einkavæðing-
arnefnd að súrra niður
reglur sem eiga að
tryggja að frjálst fram-
tak komi hvergi nærri
þegar ríkiseignin verður seld.
Vanburða galdrakúnstir
Búið er til hugtakið „dreifður
hópur" sem lenda skal í forvali
sem einkavæðingarnefnd ákveð-
ur síðan að fái að kaupa meiri-
hluta ríkisbankans. Stjórnlyndir
pólitíkusar sjá ekkert athugavert
við svona hundakúnstir, en eru
fullir upp af forakt og reiði þegar
annar „dreifður hópur“ keypti
nokkur bréf í sama banka áður
en ráðstjórnin lét sér detta forval
í hug. Það telja Davíð og skutil-
sveinn hans í einkavinavæðing-
arnefndinni ólögleg viðskipti, en
þegar þeir fá sjálfir að velja
„dreifða hópinn" er farið að
landslögum. Eitthvað eiga þeir
ólært í galdrakúnstunum þessir.
Réttast væri að ráðstjórnin
legði frekari hugmyndir um sölu
ríkisbanka á hilluna þar til hún
verður fullnuma í markaðslög-
málum og siðareglum kapítal-
ismans. Það er óþarfi að leita fyr-
irmynda í Rússlandi nútímans
eða til Rómönsku Ameríku þegar
farið er að feta sig inn á brautir
frjálsa markaðarins. Póli-
tíkusarnir okkar eiga langt í Iand
að verða fullnuma í alvöru kapít-
alisma og ættu að varast mark-
aðskerfið svo lengi sem þeir ráða
ekkert við eigið stjómlyndi.
svaurað
Er launamönnum sið-
ferúilega shyltað endur-
greiða atvinnurehanda
ofreikmu) laun?
Kjartan Magnússon
borgatjulltrúi Sjálfitæðisflokks.
„Launamanni ber
tvímælalaust sið-
ferðileg skylda til
þess, á sama hátt
og atvinnurek-
anda ber skylda
til að greiða van-
greidd laun. Þrátt
íyrir að um skattfé sé að ræða tel
ég þó eðlilegt að koma að ein-
hverju leyti til móts við kennara í
umræddu tilviki þar sem of-
greiðslur ná yfir nokkurra ára
tímabil. Mér var kennt það í
Melaskólanum að maður ætti
ekki að græða á mistökum ann-
arra og ég vona að sú siðaregla sé
enn haldin í heiðri í grunnskól-
um Iandsins."
Kristján Kristjánsson
heimspekingur og prófessorvið
Háskólann áAkureyri.
„Ef ljóst er að
mistökin eru
þannig vaxin að
þau séu nokkuð
sem atvinnurek-
andinn gat ekki
borið neina sið-
ferðislega ábyrgð
á, heldur eru tilfallandi, þá er
svarið já. En ef um vítaverða
vanrækslu atvinnurekandans er
að ræða horfir málið öðruvísi
við.“
Heiðrún Jónsdóttir
staifsmannastjóri KEA. .
„Þegar fólk hefur
gert sér grein fyr-
ir því eða það
hefði mátt gera
sér grein fyrir að
það hefur fengið
ofgreidd laun,
ber því að mínu
mati siðferðisleg skylda að end-
urgreiða upphæðina. Á sama
hátt leiðrétta vinnuveitendur
mistök sín þegar launamaður
fær greidd of lág laun. Siðferðið
á að vera gagnvirkt."
Guðmundur Gunnarsson
formaðurRafiðnaðarsamb. tslands
„Nei, og það er
misskilningur hjá
borgaryfírvöldum
í þessu máli.
Kjarasamningar
eru um lágmarks-
laun og ef vinnu-
veitandi greiðir
launamanni hærri laun en kveð-
ið er á um í samningi og gerir
það í einhvern ákveðinn tfma, til
dæmis þrjá mánuði sem oft er
viðmiðunartími, er kominn á
samningur um hvaða launakjör-
um viðkomandi launamaður eigi
að vera á. Því verður að segja
viðkomandi samningi upp og það
verða borgaryfirvöld nú að gera
og miðað við uppsagnarfrest geta
borgaryufírvöld í fysta Iagi eftir
þrjá mánuði tekið upp breyttar
launagreiðslur. Mér finnst
kostulegt að stilla þessu máli
upp þannig að kennarar séu nán-
ast þjófar greiði þeir ekki meinta
ofborgun til baka.“
1