Dagur - 11.09.1999, Side 1
Laugardagur 11. september - 34. tölublað
Viðbygg-
ingar við
viðbygg-
ingar
Landsbanki Islands tók til starfa 1. júlí
1886 í húsi Sigurðar Kristjánssonar
bóksala við Bakarastíg; sem nú er
Bankastræti. Þar hafði Isafoldarprent-
smiðja bækistöðvar sínar. A fyrstu
árum bankans var hann opinn tvisvar í
viku, tvo tíma í senn. Fyrsti bankastjór-
inn var Lárus E. Sveinbjörnsson. Hann
var skipaður í stöðuna af landshöfð-
ingjanum. Aður en Lárus tók við stöð-
unni fór hann utan og kynnti sér banka-
starfsemi í Danmörku. Gjaldkeri við
hinn nýja banka var Halldór Jónsson
cand. theol. og fyrsti bókarinn Sighvat-
ur Bjarnason. Fljótlega var farið að
huga að því að bankinn eignaðist sitt
eigið húsnæði og var keypt lóð á horni
Pósthússtrætis og Austurstrætis. A lóð-
inni hafði áður verið athafnasvæði
verslananna sem voru í Flensborgar-
húsunum. Síðan var þar kálgarður, en
þegar Landsbankinn eignaðist lóðina
var hún notuð undir leikvöll fyrir barna-
skólann sem var til húsa í nýja skóla-
húsinu sem nú er pósthús.
Austurstræti 11, hús Landsbankans,
var byggt eftir teikningum Christin Tur-
nes árið 1899. Hann var danskur arki-
tekt sem teiknaði nokkur hús í Reykja-
vík sem enn standa, og má af þeim
nefna Islandsbankahúsið, sem síðar
hýsti Útvegsbankann og sjúkrahúsið á
Akureyri. Yfirsmiður á Landsbankahús-
inu var Valdimar Bald timburmeistari,
sá hinn sami og var yfirsmiður Laugar-
nesspítala og Alþingishússins ásamt
fleiri merkum byggingum. Bygging
Landsbankans var hlaðin úr tilhöggnu
grágrýti og múrhúðuð. Talsvert skraut
var í kringum glugga og víðar á húsinu.
I brunavirðingu frá árinu 1899 segir
meðal annars að húsið sé allt byggt úr
steini og jafnað að utan með steinlími,
með járnþaki á plægðri súð og með
pappa í milli. Niðri í húsinu eru sex
herbergi auk inngangs, allt sléttað með
steinlími. A gólfi í innganginum og í
helmingi afgreiðslusalar er flísagólf, í
hinum helmingnum er steinsteypugólf.
I afgreiðslusalnum eru tvö stálaf-
greiðsluborð, eitt mahoníborð þversum
yfir afgreiðslusalinn og þrjú fóðruð
sæti. I einu herbergi eru tveir innmúr-
aðir skjalaskápar með tvöföldum járn-
hurðum. Uppi eru þrjú herbergi, öll
sléttuð að innan með steinlími og með
múrloftum. Efsta loftið er allt þiljað og
málað. Kjallari er undir rúmlega helm-
ingi hússins; í honum eru fjögur her-
bergi. Allir milliveggir eru úr stein-
steypu. I einu herberginu er járnskápur,
fyrir því herbergi er tvöföld járnhurð.
Allir stigar eru úr steinsteypu með eik-
arborðum ofan á tröppum. I kjallaran-
um er vél sem hitar upp húsið, sem er
með sautján ofnum.
Sjá bls. 2 og 3