Dagur - 11.09.1999, Side 4

Dagur - 11.09.1999, Side 4
TV-LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 MINNINGARGREINAR > Vilborg Guðmimdsdóttir Vilborg Kristín Guðmundsdótt- ir fæddist á Akureyri 7. október 1922 og hún lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri að- faranótt fimmtudagsins 29. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, mál- ari á Akureyri, f. 27. maí 1889 í Hólagerði í Fáskrúðsfirði, d. 7. sept. 1977 á Akureyri, og kona hans Sigurhanna Jóns- dóttir, f. 12. janúar 1895, alin upp í Miðgerði í Höfðahverfi, d. 5. maí 1931 á Kristneshæli. Bróðir Vilborgar var Svein- björn Guðmundsson, f. 3. des. 1927 á Akureyri, d. 18. ágúst 1949. Fósturforeldrar Vilborgar voru Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við EyjaQörð, f. 1. febr. 1996, d. 22. ágúst 1970, og k.h. Ólína Marta Jónsdóttir Þormar, f. 1. mars 1898, d. 19. febr. 1991. Uppeldisbræður hennar í Laufási eru Guttormur, f. 7. okt. 1925, Halldór, f. 9. mars 1929 og Hörður, f. 20. mars 1933. Vilborg giftist í Laufási 6. maí 1944 Guðmundi Jörunds- syni, bifreiðarstjóra og slökkvi- liðsmanni á Akureyri, f. 8. sept. 1918 á Akureyri, d. 20. mars 1984 á Borgarspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jörundur Guðmundsson og Engilráð Sigurðardóttir, sem bjuggu um skeið í Hrísey. Börn Vilborgar og Guðmund- ar eru: 1) Hanna Guðrún, f. 25. október 1944, d. 8. sept- ember 1947. 2) Jörundur Arn- ar, f. 4. júní 1947, eiginkona hans er Guðrún Kolbeinsdóttir og fyrrverandi eiginkona Am- dfs Birgisdóttir, hann á 4 börn. 3) Sveinbjörn Þorvarður, f. 16. febrúar 1952, eiginkona hans er Þorgerður Halldórsdóttir og eiga þau 3 dætur. 4) ÞórhaHa Laufey, f. 17. nóverpber 1964, eiginmaður hennar er Stefán Stefánsson og fyrrverandi sam- býlismaður Ólafur Harðarson, börn hennar eru 3. Vilborg ólst upp í Laufási frá 8 ára aldri og bjó síðan alla sína ævi á Akureyri, lengst af húsmóðir á Eyrarvegi 17. Útför hennar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 11. maí sl. Ég á enn í huga mínum eina svipmynd frá vorinu 1931, þótt flest annað sé gleymt frá þeim tíma. Ókunnugur maður og dótt- ir hans standa á hlaðinu í Lauf- ási. Hún er í stuttum kjól með tvær fléttur og heldur á lítilli tösku í hendinni. Þetta er Guð- mundur Halldórsson, málari frá Akureyri, sem hingað er kominn með dóttur s|na Vilborgu til þess að koma henni í fóstur. Hún er tæplega níu ára gömul og hafði nýlega misst móður sína. Það er hægt að ímynda sér hugarástand hennar og Iíðan þessa fyrstu daga í Laufási, þar sem hún var ein með vandalausu fólki, þótt ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því þá. Vilborg eða Vilía, eins og hún var alltaf kölluð, varð þó fljótlega eins og ein af fjölskyldu okkar og hún var mér og bræðr- um mínum eins og raunveruleg systir. Sveinbjörn bróðir hennar fór í fóstur í Miðgerði í Höfðahverfi, en þar hafði Sigurhanna móðir þeirra alist upp hjá Vilborgu Ivarsdóttur, húsmóður, og var Villa látin heita í höfuðið á Vil- borgu í Miðgerði. Það var bót í máli fyrir systkinin að ekki var nema um hálftíma gangur á milli bæjanna Miðgerðis og Laufáss, og á þessum árum var mikill samgangur þar á milli. Miðgerð- iskrakkarnir voru aðalleikfélagar okkar krakkanna í Laufási, þótt við værum á ýmsum aldri, og var mikil vinátta á milli heimilanna. Minningar frá æskuárunum í Laufási eru margar. Villa hafði verið á Grenjaðarstað eftir að móðir hennar veiktist og þar hafði hún numið margvíslegan fróðleik af eldra fólkinu. Af þess- um fróðleik miðlaði hún okkur minni krökkunum óspart og kunni ógrynni af sögum af álfum og huldufólki, sem bjuggu í stór- um steinum, og af hafgúum í djúpu pyttunum, sem sumir voru botnlausir og komu upp ein- hversstaðar hinumegin á hnett- inum. Villa hafði sérlega mikla og lifandi frásagnarhæfileika og við hlustuðum með óttabland- inni athygli á frásögn hennar og lifðum okkur inn í ævintýrin og þjóðtrúna. Samkvæmt þessari álfatrú mátti til dæmis aldrei tína bláber hjá stóru steinunum, því að þá reiddist huldufólkið og eitt- hvað slæmt gat komið fyrir, en í dældunum við stóru steinana var einmitt mest af berjum. Villa og við bræðurnir þrír ól- umst upp saman í Laufási við leik og störf. Byggt var bú uppi í brekku og þar voru kjálkar, legg- ir, horn og skeljar húsdýrin okk- ar. Við vorum snemma látin vinna alla almenna sveitavinnu eins og hún tíðkaðist þá. Á sumr- in var oft mikill gleðskapur í Laufási, þegar þar var sumarfólk við heyskap og kaupstaðarbörn voru þar í sveit. Villa, sem var elst okkar, tók mikinn þátt í þeim gleðskap. Hún var mjög félags- lynd og sótti skemmtanir unga fólksins í sveitinni. A þessum árum kynntist hún mörgum, sem hún hélt síðan kunningsskap við alla ævi. Barnaskólanámíð fór að mestu fram heima á vetrum, en Villa fór síðan í barnaskólann á Sval- barðseyri og tók þaðan fullnaðar- próf. Eftir það lá leiðin í hús- mæðraskólann á Laugum og þar eigaðist hún margar af sínum bestu vinkonum. Hún var þó alltaf heima í Laufási á sumrin við sveitastörfin. Eftir veruna á Laugum réði hún sig í vist á vetrum, en vetur- inn 1943-1944 vann hún sem gangastúlka á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Þá hafði hún kynnst til- vonandi eiginmanni sínum, Guð- mundi Jörundssyni bifreiðar- stjóra og síðar slökkviliðsmanni á Akureyri, og opinberuðu þau trú- lofun sína 4. des. 1943. Þau komu svo út í Laufás vorið 1944, þar sem fósturfaðir hennar gaf þau saman þann 6. maí. Þau stofnuðu heimili sitt á Akureyri, og bjuggu þar alla tíð síðan, Iengst af á Eyrarvegi 17. Heimili Villu og Mumma, eins og við alltaf kölluðum hann, bar allt vott um gestrisni og einstaka snyrtimennsku bæði inni og úti og þau voru mjög samtaka í öllu því, sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Það var mikil hamingja og gleði þegar þeim fæddist dóttir haustið 1944. Hún var skírð í Laufási 22. júlí 1945 og hiaut nafnið Hanna Guðrún. Sorgin átti þó brátt eftir að knýja dyra hjá ungu hjónunum, því Hanna litla dó aðeins tæplega þriggja ára gömul, en skömmu áður hafði þeim fæðst sonurinn Jör- undur. Sveinbjörn, bróðir Villu, dó svo tveimur árum seinna. Mummi var einstaklega um- hyggjusamur og góður eiginmað- ur og heimilisfaðir. Fósturfor- eldrum Villu var hann sem besti tengdasonur og var þeim mjög hjálpsamur, þegar á þurfti að halda. Guðmundur, faðir Villu, bjó hjá þeim lengst af þangað til hann lést haustið 1977. Það var mikið áfall þegar Mummi greindist með illvígan sjúkdóm, sem leiddi hann til dauða snemma árs 1984. ViIIa var mikil draumamanneskja og var það sem kallað er berdreym- in. Draumar hennar voru ein- staklega skýrir og lifandi. Mér er sérstaklega minnisstæður draumur, sem hún sagði okkur frá og hana dreymdi skömmu áður en Mummi greindist með sjúkdóminn. Drauminn túlkaði hún svo, að eiginmaður hennar færi bráðlega til litlu dótturinnar, sem þau höfðu misst. Villa var mjög minnug og hafði gaman af að segja frá. Hún hafði góða Ieikhæfileika og átti auðvelt með að líkja eftir fólki, þó alltaf á græskulausan hátt. Eg man hana sérstaklega sem léttlynda og glaða, þótt hún gæti líka verið al- varleg á stundum. Eg hafði í gamla daga þótt nokkuð stríðinn, en hún minntist þessarar stríðni minnar samt alltaf með gaman- semi, þegar við töluðum um fyrri tíma. Henni þótti mjög vænt um æskuheimili okkar í Laufási og bar alltaf mjög mikla umhyggju fyrir staðnum og allri umgengni þar. Þegar ég heimsótti hana á Akureyri bæði fyrr og síðar, var umræðuefnið oft sveitin, og þá sérstaklega Laufás. Þangað fór- um við saman til að heimsækja gamlar slóðir og rifja upp æsku- árin. Þá fórum við í gamla bæ- inn, þar sem við höfðum átt heima, og þar þekkti Villa hvern krók og kima. Samband Villu við fósturfor- eldra sína var mjög náið. Þegar móðir okkar veiktist snemma árs 1991 og séð varð að hverju dró, brá Villa skjótt við og kom hingað suður til að vera hjá henni síð- ustu þrjár vikurnar. Skömmu seinna fór að bera á þeim óhugn- anlega sjúkdómi, sem að lokum leiddi hana til dauða og síðustu árin urðu henni erfið. Hún, sem alltaf hafði verið svo minnug og fróð og sagði svo skemmtilega frá, fór smámsaman að missa minnið og að lokum gat hún ekki tjáð sig með orðum. Nú hefur hún verið leyst frá þrautum sín- um og fengið hvíld. Eg þakka henni fyrir allar góðu samveru- stundirnar á Iífsleiðinni bæði fyrr og síðar. Við Guðrún þökkum henni fyrir margar góðar stundir bæði fyrir norðan og hér í Reykjavík og sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Vilborgar Guðmundsdóttur. Guttormur Þormar. Islendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.