Dagur - 11.09.1999, Side 6
VI-LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
-T>*gur
MINNINGARGREINAR
Bjaxni Snæland Jónsson
Bjami Snæland Jónsson, út-
gerðarmaður, fæddist á Hólma-
vík 30. janúar 1941. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu að
Hverfisgötu 39 að morgni laug-
ardagsins 4. september síðast-
liðinn. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Michael Bjarnason,
bóndi og starfsmaður Alþýðu-
sambands Islands, frá Skarði í
Bjarnarfirði f. 28. október
1907, d. 27. ágúst 1968 og
Hulda Svava Elíasdóttir, hús-
móðir, frá Elliða í Staðarsveit
f. 12. ágúst 1917. Systkini
Bjarna eru 1) Elías Snæland
Jónsson, ritstjóri og rithöfund-
ur, f. 8. janúar 1943 á Skarði í
Bjarnarfirði, kvæntur Onnu
Rristínu Brynjúlfsdóttur, fram-
haldsskólakennara og rithöf-
undi 2) Jóhannes Snæland
Jónsson, kerfisfræðingur f. 26.
janúar 1946, kvæntur Agnesi
Sigurþórs, bankastarfsmanni,
f. 17. mars 1951, frá Eskifirði
3) Valgerður Snæland Jóns-
dóttir, skólastjóri, f. 17. apríl
1950, á Skarði i Bjarnarfirði,
maki Kristján Kristjánsson,
viðskiptafræðingur, f. 22. sept-
ember 1951 á Akureyri.
Bjami kvæntist 16. maí 1970
Önnu Rósu Magnúsdóttur,
húsmóður, f. 14. júlí 1942 á
Isafirði. Foreldrar hennar voru
Magnús Astmarsson, prentari,
forstjóri Ríkisprentsmiðjunnar
Gutenberg og borgarfulltrúi í
Reykjavík f. 7. febrúar 1909 á
ísafirði d. 18. febrúar 1970 og
Elínborg Guðbrandsdóttir,
húsmóðir, f. 6. ágúst 1913 í
Viðvík, Viðvíkurhreppi í Skaga-
firði d. 3. desember 1979.
Börn Bjama og Önnu Rósu eru
1) Hulda Sigrún, sálfræðinemi
í Kaupmannahöfn, f. 2. febrúar
1971 í Reykjavík. Unnusti
hennar er Kjartan Þór Hall-
dórsson, viðskiptafræðingur f.
2. ágúst 1970 í Reykjavík, 2)
Magnús Þór, vélskólanemi f.
16. júní 1972 í Reykjavík 3)
Jón Bjami, eðlisfræðingur, f.
27. ágúst 1975 í Reykjavík.
Kjördóttir Bjarna og dóttir
Önnu er Bryndís f. 28. júní
1960 í Reykjavík, skrifstofu-
maður, gift Sigurði Jónssyni,
Ijósmyndara f. 1. febrúar 1959
á ísafirði. Bamabörnin eru tvö
1) Kolbrún Lilja Sigurðardótt-
ir, nemi og verslunarmaður, f.
12. febrúar 1980 í Reykjavík
og Karen Ósk Sigurðardóttir,
nemi, f. 7. september 1983 í
Reykjavík. Bjarni og Anna slitu
samvistum.
Bjarni ólst upp á Skarði í
Bjarnarfirði til 13 ára aldurs.
Fjölskyldan fluttist í fardögum
1954 að Svarfhóli í Borgarfirði
þar sem hún bjó um tveggja ára
skeið. I fardögum 1954 flutdst
Bjarni ásamt fjölskyldu sinni til
Ytri-Njarðvíkur og bjó þar til
vorsins 1963 er fjölskyldan
fluttist í Kópavog. Bjami og
Anna Rósa hófu búskap í
Kópavogi. Þau bjuggu um
nokkurra ára skeið á Höfri í
Hornafirði uns þau fluttust aft-
ur í Kópavoginn. Síðustu árin
bjó Bjarni ásamt Jóni Bjarna
syni sínum að Hverfisgötu 39 í
Reykjavík.Bjarni nam vélvirkj-
un við Iðnskólann í Keflavík og
í Vélsmiðju Jóns Valdimarsson-
ar í Ytri-Njarðvík. I framhaldi
af því stundaði hann nám við
Vélskólann í Reykjavík 1962-
1966 og lauk þaðan vélstjóra-
prófi. A námsárum sínum
starfaði Bjarni m.a. við síldar-
verksmiðjuna á Seyðisfirði og
sem annar vélstjóri á hvalbát-
um Hvals hf. Að loknu vél-
stjóraprófi starfaði hann sem
vélstjóri bæði hjá Hval hf. og
einnig á gömlu Eldborginni.
Hann settist aftur á skólabekk
rétt fyrir 1980 og lauk stýri-
mannaprófi. Bjarni starfaði við
eigin útgerð frá árinu 1974 til
hinstu stundar, lyrst á Höfn í
Hornafirði síðar í Reykjavík.
Hann gerði út Svöluna SF 3
síðar Jón Bjarnason SF 3. Hin
síðustu ár gerði Bjarni út tvo
smábáta, Jón Bjarnason KÓ 25
og Huldu RE 31. Magnús Þór,
sonur Bjarna, starfaði með föð-
ur sínum við útgerðina og rak
annan bádnn. Bjarni var mikill
áhugamaður um að rétta hlut
smábátaeigenda í kvótaveiði-
kerfinu og lagði samtökum
þeirra Iið. Hann var að Ieggja
síðustu hönd á ítarlega skýrslu
um þróun fiskveiða hjá smá-
bátaeigendum er hann lést.
Útför Bjarna fór fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 10.
september.
Margs er að minnast,margt er hér
að þakka.
Guði sé loffyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,margs er hér
að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
V. Briem.
Elsku bróðir, mig langar til að
þakka þér samveruna með
nokkrum orðum. Eg stíla pistiinn
á þig - „þú veist hvað ég meina".
Við höfum alltaf haft mjög svip-
uð viðhorf til lífsins og tilverunn-
ar - það hefur aldrei verið nokkur
vafi í okkar huga. Þetta hefur
alltaf verið mjög einfalt mál í
okkar augum.
Það er gífurlegur fjársjóður fal-
inn í því að eiga bróður eins og
þig. Það er gífurlegur fjársjóður
að eiga föður eins og þig. Það er
gífurlegur tjársjóður að eiga vin
eins og þig. Eg hef oft sagt þér
þetta. En á skilnaðarstundum
sem þessum er mikilvægt að geta
deilt því með vinum og vanda-
mönnum. Eg varðveiti minning-
una um þig, stóra bróður minn,
sem hefur alltaf verið mér lifandi
fyrirmynd. Það er ekki auðvelt að
feta í fótsporin þín en þau standa
mér fyrir hugskotsjónum eins og
ljóspóstar. Það geislar mismun-
andi mikið út frá fólki. Þú hefur
alltaf haft alveg einstaka útgeisl-
un sem einkennist af hlýju, um-
hyggju og væntumþykju í garð
annarra. Náungakærleikur hefur
verið þitt meðfædda lífsleiðar-
ljós. Lao-Tse segir á einum stað
„Hin æðri dyggð starfar ósjálfrátt
og þarf ekki að halda sér á lofti“.
Þetta á vel við um þig.
Atburðir liðinna daga hafa orð-
ið til þess að hugurinn hefur
ósjálfrátt reikað víða. „Margs er
að minnast" og gífurlega „margt
er hér að þakka“. Ymis atvik úr
lífinu sem legið hafa í gleymsku
hafa komið upp í hugann og
reynast nú ómetanlegir minning-
arbrunnar fyrir þann sem stend-
ur eftir við pollann.
Eg minnist t.d. hjálpasömu
bræðranna í sveitinni, sem voru
farnir að stjórna traktorum um
átta, níu ára aldur og tóku þátt í
öllum hefðbundnum sveitastörf-
um við hliðina á foreldrum sín-
um og afa nánast um Ieið og þeir
fóru að ganga. Bræðranna sem
veltu steinolíutunnunni langt
utan af túni heim að bæ, án þess
að vera beðnir um það, og voru
næstum búnir að kveikja í öllu
útgerðarmaður
saman af því að þeir ætluðu að
hjálpa til við að kynda bæinn.
Ég varðveiti minninguna um
skátana sem lifðu í ævintýra-
heimi á Suðurnesjunum undir
stjórn Jóns Valdimarssonar þess
mikilmennis sem gaf okkur svo
mikið á mikilvægum uppvaxtar-
árum.
Ég man eftir íþróttaköppunum
í Ungmennafélagi Njarðvíkur þar
sem lífið var tekið mjög alvarlega
við fótboltaæfingar í og við gamla
Krossinn og við körfuboltaæfing-
ar upp á Velli undir handleiðslu
Boga Þorsteinssonar.
Ég gleymi aldrei hvað ég var
stolt af stóra bróður þegar hann
stóð uppi á bekk í litla salnum í
Krossinum og þandi tvöföldu
harmonikkuna sína á skátaböll-
unum. Ég undraðist alltaf hvað
þú hafðir lítið fyrir að Iæra á
harmonikkuna, gítarinn og
hljómborðið, það bara kom ein-
hvern veginn af sjálfu sér. Og þú
varst alltaf að semja lög, sem
voru því miður ekki skráð á blað.
Ég varðveiti minninguna um
ykkur sætu strákana í Njarðvík-
unum sem kepptuð í róðri fyrir
hönd Njarðvíkinga á sjómanna-
daginn. O, hvað ég fann til með
ykkur þegar þið töpuðuð fyrir
Keflvíkingunum. En þið tókuð
tapinu eins og sannkallaðar hetj-
ur. Þið stefnduð bara að því að
sigra næst. Þannig var andinn
alltaf hjá ykkur - auðvitað vilduð
þið sigra. Ég geymi minninguna
um nóttina þegar við sátum með
gítarana okkar og sungum hjart-
næmt saman tveimur röddum
„mamma ætlar að sofna" - en
gættum okkar ekki á því að með
þessu yndislega lagi héldum við
einmitt vöku fyrir þeirri sem við
vorum að syngja um. Við höfum
oft brosað að þessu síðan.
Það var eftirminnilegt þegar
þið bræðurnir fóruð að læra dans
- hvílík forréttindi fyrir okkur
mæðgurnar að fá að æfa sveifl-
una með ykkur. Þá var húsgögn-
unum vippað til hliðar svo nóg
væri dansplássið á stofugólfinu
og æft út í eitt. Dansnámið var
tekið með trompi eins og flest
annað.
Ég gleymi aldrei nóttinni þegar
þú hringdir utan af sjó og sagðir
mér að Jón Bjarnason SF 3 hefði
farið niður við Papey. Það var
mikill léttir þegar mér varð ljóst
að þið höfðuð allir komist lífs af
úr þeim sjávarháska. Ég minnist
með hlýju þess hvað þið bræð-
urnir voruð miklir félagar, allt frá
þeim tíma er við bjuggum á
Skarði, fram til þess sfðasta.
Leikirnir breyttust örlítið með ár-
unum - traktorinn var ekki með í
leiknum eftir að flutt var suður,
skilmingaleikirnir með heimatil-
búnu sverðunum og skjöldunum,
í anda krossfaranna, hurfu. En
karfan og fótboltinn voru alltaf
innan seilingar og þegar tækifæri
gafst var tekin rúberta, yfirleitt
nokkrar í einu, með Jón Hersi
sem fjórða mann. Það er yndis-
legt að ilja sér við minningarnar
um hláturinn í ykkur við spila-
borðið. Maður fer ósjálfrátt að
brosa þegar maður hugsar til
ykkar.
Þegar þú eignaðist Qölskyldu
sjálfur sýndir þú henni sömu
kærleiksríku umhyggjuna sem
þér hefur ætíð verið svo eðlileg.
Það hefur verið þitt hlutskipti í
lífinu að hlúa að fólki. Börnin í
kringum þig hafa notið þess ríku-
lega ekki síður en fullorðna fólk-
ið, það hændust allir að þér án
þess að þú gerðir nokkuð í því.
Það er þessi sérstaka meðfædda
manngæska sem hefur alltaf
streymt frá þér.
Margt annað hefur komið upp
í hugann síðustu daga sem ég
mun eiga með sjálfri mér eða
rifja upp með okkar nánustu
undir nokkur augu. Elsku bróðir,
þakka þér fyrir þá góðu, lifandi
fyrirmynd sem þú ert mér og okk-
ur öllum. Þakka þér fyrir kær-
leiksríku minningarnar, augna-
ráðið, brosið, léttu lundina, lát-
Ieysið, hláturinn, hlýjuna, hvatn-
inguna, umhyggjuna og væntum-
þykuna, - allt þetta er og mun
ætíð verða hluti af okkar lífi. -
Ómetanlegt veganesti fyrir okk-
ur, sem stöndum eftir, við poll-
ann, þegar þú hefur lagt frá landi
- einn, að þessu sinni, á vit hins
æðsta. Við eigum eftir að ljúka
nokkrum málum hér áður en við
leggjum upp í sömu ferð.
Elsku frændsystkin, þegar frá
liður mun koma enn betur í ljós
hvað allar góðu minningarnar
sem þið eigið um kærleiksríka,
einstaka pabbann ykkar eru og
verða ykkur mikill fjársjóður í
framtíðinni.
Far þú ífriði, friður Guðs þig
blessi,
hafðu þökkfyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,Guð þér nú
fyig*>
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Valdimar Briem.
Þtn systir.
***
Hvað er það sem við munum
um pabba oklcar?
Hláturinn. Hnerrarnir. Olfu-
blettir á handsápunni. Glettnis-
brosið þegar eitthvað sérstaldega
gáfulegt hrökk upp úr afkvæm-
unum. Útsjónarsemin og kímni-
gáfan, eins og þegar jólasteikin
var skorin með dúkahníf því eitt-
hvað var fátæklegt af eldhúsá-
höldum. Við vitum að við áttum
besta pabba í heimi og í hugan-
um eigum við ljóslifandi myndir
af honum. Bernskuminningar:
þrír litlir gríslingar að veltast um
á gólfinu með pabba í heimatil-
búnum leik sem kallaðist Bilaður
ljósastaur. Stór og hlý hönd,
hrjúf af vinnu, sem umlauk okk-
ar litlu hendur - allar í einu ef því
var að skipta. Pabbi hestur sem
auðveldlega gat brokkað um
stofugólfið með þrjá krakkaorma
á bakinu. Pabbi með gömlu 8
mm kvikmyndavélina og sterku
Ijósin á jólunum, á afmælum og í
ferðalögum. Verkaskiptingin þeg-
ar reyna átti að koma í veg fyrir
að pabbi færi á sjóinn: eitt okkar
lá fyrir dyrunum meðan hin tvö
héngu í sitt hvorum fætinum.
Pabbi með gítarinn, pabbi með
harmónikuna. Pabbi við orgelið
að semja tónlist við ljóð úr Skóla-
ljóðunum. Pabbi í símanum með
bláan kúlupenna í höndinni,
krotandi litlar örvar og fleka með
fána. Stórar kippur af Iyklum
sem enginn hafði lengur hug-
mynd um að hverju gengu. Pabbi
að elda jólamatinn, alltaf með
pakkasósu til vara ef vera skyldi
að sósan mislukkaðist, en það
gerðist reyndar aldrei. Pabbi við
bókhaldið með stóru reiknivélina
sína. Frímerkjakassinn hans sem
hann sagðist ætla að dunda sér
við í ellinni.
Það voru margar heitar rök-
ræður sem við áttum við hann
um framhaldslíf og eðli tilver-
unnar og hann brosti alltaf út í
annað, umburðarlyndur við efa-
semdarbörnin sín. Sjálfum
fannst honum að það hlyti að
vera eitthvað fyrir handan - það
væri of tilgangslaust ef þetta Iíf
væri allt og sumt. Hann var for-
vitinn um hvað tæki við, en
aldrei hræddur. Það var gott að
muna að hann skildi hluta af sér
eftir í okkur öllum. Við vitum að
það sem við getum gert í minn-
ingu pabba er að vinna vel úr
þessu lífi, því það var alltaf efst í
huga hans að gleðja okkur og
gera sitt allra besta fyrir okkur.
Það eina sem hann óskaði sér í
laun fyrir allt sem hann gerði fyr-
ir okkur var Ioforð um að smygla
kannski viskýflösku til hans á
elliheimilið þegar þar að kæmi.
Brosið hans mun fylgja okkur
alla ævi.
Hulda Sigrún, Magnús Þór
og Jón Bjami.
***
Stundum Iæðist dauðinn að
mönnum óvænt og fyrirvaralaust.
Þannig var það síðastliðinn Iaug-
ardag þegar Bjarni varð bráð-
kvaddur á heimili sínu i Reykja-
vík. Hann var aðeins 58 ára að
aldri. Daginn áður var allt í góðu
lagi, hann hafði gert áætlanir um
að líta inn á sjávarútvegssýning-
una í Kópavogi sem lauk þennan
Iaugardag. En þá var lífinu
skyndilega lokið.
Þótt Bjarni væri enn á miðjum
aldri hafði hann langa starfsævi
að baki. Brauðstritið hófst
snemma. Fyrst i sveitinni norður
í Strandasýslu þar sem hann átti
sín fyrstu bernskuár. Eins og títt
var í þá daga var Bjarni farinn að
vinna á gömlu dráttarvélinni á
Iitla túninu á Skarði á meðan
hann var enn á fyrsta áratug æv-
innar. Hann var íjórtán ára þegar
fjölskyldan fluttist á Suðurnesin
og þá tók ekki við skólaganga
heldur hörkuvinna. Seinna fór
hann í Vélskólann og aflaði sér
einnig skipstjórnarréttinda. Sjó-
mennskan varð hans ævistarf,
fyrst í skipsrúmi hjá öðrum en
mörg undanfarin ár á eigin bát-
um.
Allir sem kynntust Bjarna
þekktu hann af góðsemi, glað-
værð og hjartahlýju. Hann var
alltaf reiðubúinn að rétta öðrum
hjálparhönd. Þau einkunnarorð
um Bjarna sem oftast hafa
hljómað í mín eyru síðustu dag-
ana eru þessi; hann var góður
maður. Betri eftirmæli getur eng-
inn óskað sér.
Við skyndilegt fráfall Bjarna sjá
uppkomin börn hans að baki ást-
ríkum föður langt fyrir aldur
fram. Við færum þeim innilegar
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
stundu.
Eltas Snæland Jónsson