Dagur - 11.09.1999, Qupperneq 8

Dagur - 11.09.1999, Qupperneq 8
VIII-LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR GREINAR ro^tr Hafsteinn Jonsson Hafsteinn Jónsson fæddist 12. júlí 1956 og lést að heimili sínu þann 31. ágúst síðast liðinn. Foreldrar Hafsteins eru þau Elín Sólmundardóttir f. 28.08 1929 og Jón Bárðarson smiður, f. 5.12 1925. Systkini Hafsteins eru: Guðlaug Erna f.. 05.04 1955; Birna f. 27.12 1958; og Guðmundur Ingi f. 13.05 1968. Árið 1978 kvæntist Hafsteinn Selmu Haraldsdóttur f. 09.08 1958. Þau skildu. Hafsteinn og Selma eignuðust dótturina EI- ínu Jónu f. 05.05. 1978.Árið 1990 hóf Hafsteinn sambúð með Lindu Björk Hreiðarsdótt- ur f. 08.10 1962 og eignuðust þau dótturina Sóleyju f. 09.09 1994. Fyrir átti Linda Birki Sig- yrðsson f. 18.09 1985. Haf- steinn og Linda slitu samvistum. Hafsteinn var stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð árið 1977. Hann lauk BA prófi í félagsfræði frá háskólan- um í Essex árið 1981. Hann kenndi um skeið í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi og í Menntaskólanum á Isafirði en hélt síðan til framhaldsnáms í Kirkjustarf Sunnudagur 12. september AKUREYRARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir messar. HJÁLPRÆÐISHERINN, HVANNAVÖLLUM 10, AKUREYRI Bæn kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00. Allir alltaf velkomnir á her. EYRARBAKKAKIRKJA Messa kl. 14:00. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA Messa kl. 11:00. Morgunbænir þriðjudag til föstudags kl. 10:00. Septembertónleikar þriðjudaginn 14. september kl. 20:30. Sókn- arprestur. REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA Sameiginleg guðsþjónusta á vegum safn- aða i Reykjavíkurprófastsdæmi eystra verð- ur í Árbæjarkirkju kl. 20.30. Altarisganga. Beðið fyrir vetrastarfinu. Héraðsnefndin. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA Útvarpsmessa kl. 11. Laufey Geirlaugsdóttir syngur stólvers. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Prestursr: GunnarSigur- jónsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta ki. 11. Ath. breyttan messu- tíma. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. HJALLAKIRKJA Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Hrönn Helgadóttir. SELJAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskars- dóttir prédikar. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Sóknarprestur. GRAFARVOGSKIRKJA Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK Guðsþjónusta kl. 14:00. Barn borið til skírn- ar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Fundur með foreldrum ferming- arbarna í lok guðsþjónustu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Árni Bergur Sigur- björnsson. Lundi í Svíðþjóð. Hafsteinn hóf þar doktorsnám sem hann hafði ekki lokið er hann lést, en hann tók samhliða phil. cand próf í hagfræði. Skólaárið 1995-1996 var Hafsteinn við nám sitt í Bretlandi, en frá 1996 er hann fluttist til Islands var hann kennari bæði í Reykjavík og á Húsavík. Réttlæti er stórt orð. Oldum saman hefur þetta orð verið upp- spretta heilabrota hjá heimspek- ingum, tilefni dáða hjá hetjum og andhetjum, yrkisefni skálda, og drifkraftur hugsjónamanna. Sjaldgæft er að allar þessar ólíku hliðar réttlætisins nái að einkenna æviskeið eins manns, æviskeið sem þar að auki reyndist allt of stutt. Heimsspekingurinn, hetjan, andhetjan, skáldið, hugsjónamað- urinn og vinur minn til 35 ára, Hafsteinn Jónsson er látinn, langt fyrir aldur fram. Hafsteinn hafði til að bera marga góða kosti. Fljúgandi gáfur. Tryggð. Hógværð. Milda presónu- töfra. Umhyggjusemi. En það var þó tvennt sem mér fínnst núna, BÚSTAÐAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Otganisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00 í Fríkirkjunni í Reykjavik. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Bjarni Jónatansson. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. GRENSÁSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11:00. Sögustund fyrir börnin. Organisti Kári Þormar. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Eftir messu verður opnuð sýning í fordyri kirkjunnar á verkum Jóns Áxels Björnssonar undir yfirskriftinni „Him- inn og jörð“ og áhugahópur um kristniboð og hjálparstarf Hallgrímskirkju selur súpu og brauð í safnaðarsal til ágóða fyrir kristni- boðið. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Eftir messu mun organisti leika á nýja orgel kirkjunnar en það verður vígt 19. september nk. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskólí kl. 11:00. Við messuna verða fermingarbörn vetrarins tek- in formlega inn í safnaðarstarfið ásamt fjöl- skyldum sínum. Að messukaffi loknu er stuttur fundur með fermingarfjölskyldum. Fyrsta kvöldmessa vetrarins kl. 20:30. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur. Kór Laugarneskirkju syngur og Þorvaldur Halldórsson syngur einsöng. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Djassinn hefst l húsinu kl. 20:00. Létt sveifla í helgri alvöru. Morgunbænir mánudag kl. 6:45.12 spora hópur mánudag kl. 20:00. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jónsson. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10- 12. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Verið öll hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Messa kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. Friðrikskapella Kyrrðarstund í hádegi mánudag. Léttur málsverður i gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. að hafí öðru fremur einkennt hann og ég held að hafí valdið því að ég sóttist snemma eftir félgs- skap hans. Annars vegar var það óvenju sterk og smitandi réttlætis- kennd. Hins vegar þessi stork- andi, uppreisnargjarna, en rök- fasta hugsun, sem efaðist um allt sem var talið sjálfgefið eða viðtek- ið og náði því alltaf að draga fram nýjar og óvæntar hliðar á málum. Þessir eiginleikar hans fínnst mér að hafi einkennt samtöl okkar 8 ára gamalla í Álftamýrinni í Reykjavík, og þetta einkenndi samtöl okkar rúmlega fertugra hér norður á Akureyri. Hafsteinn var uppreisnar- og andófsmaður af guðs náð. Hann hristi ekki bara upp í óréttlætinu i kringum sig heldur hristi hann líka upp í koll- inum á vinum sínum þegar þyngdarkraftur vanans var að því kominn að botnfella sjálfstæða hugsun. Sína fyrstu þjóðfélgsuppreisn gerði Hafsteinn 11 eða 12 ára í Álftamýrarskóla. Við höfðum í sameiningu komist yfir bók Magnúsar Kjartanssonar um bylt- inguna á Kúbu. I bókinni var dregin upp fögur mynd af því hvernig byltingin kom hinum þurfandi til hjálpar og hvernig réttlætið var haft í hávegum. Castro og Che Guevara komust í huga okkar Hafsteins í flokk með þeim Hróa hetti og Zorro - þeir voru menn alþýðunnar. Þegar Hafsteinn svo skaust inn í skólastofu í frímínútum og skrif- aði stórum stöfum á töfluna „Viva Ia revolution!" var það vitaskuld gert í nafni réttlætis, jafnvel þótt hann væri ekki nema í meðallagi viss um hvað þessi framandlegu orð þýddu. Ranglætið lét hins veg- ar ekki standa á sér þegar húmors- laus skólayfirvöld refsuðu honum harðlega íyrir „glæpinn" og fluttu hann svo auk þess tímabundið í „tossa“ bekk! í Menntaskólanum við Hamra- hlíð lagði hin róttæka vinstri hreyfing um skeið beisli við rétt- lætiskennd Hafsteins og ögrandi hugsun. Fórnfús sala á Neista, blaði Fylkingarinnar, tók talsverð- an tíma hjá okkur báðum, jafnvel þótt byggingaverkamenn sem unnu við að búa til Breiðholts- hverfið og sjómenn á síðutogurum Bæjarútgerðarinnar hefðu nánast engan áhuga á skilaboðum blaðs- ins um díalektíska efnishyggju, al- ræði öreiganna og sögulega nauð- syn stéttlauss samfélags! Sjálfsagt sváfu þeir með málefnasamning vinstristjórnar Olafs Jóhannes- sonar undir koddanum og síðar stefnuskrá stjórnar Geirs Hall- grímssonar og létu sig dreyma um pláss á einhverjum nýju skut- togaranna. Hver veit? Við af- greiddum þetta hins vegar með því að stéttarvitund íslenskra ör- eiga væri enn fölsk og héldum ótrauðir áfram. Hafsteinn var alltaf eldheitur baráttumaður, flutti mál sitt með dramatískum hætti, (nánast ný- rómantískum) hvort sem það var uppi á borði í mötuneyti skólans til styrktar skúringakonum í verk- falli, eða í ræðupúlti á málfundum með Geir Hallgrímssyni eða öðr- um landsfeðrum, sem heiðruðu menntskælinga með heimsókn. Einhvern tíma sagði Hafsteinn í ritgerð eða verkefni sem við skrif- uðum sameiginlega í MH um ljóðabókina „Sól tér sortna" eftir Jóhannes úr Kötlum: „Fyrir ungan mann, sem þar að auki er ofan úr sveit, er sannleikurinn slíkt lausn- arorð að það nægir að hafa hann yfír á torgum.“ Mér þótti þetta svo vel að orði komist um uppljómun Jóhannesar gagnvart réttlætinu, sem menn á þeim tíma sáu í sósí- alismanum, að ég man setninguna enn! Það merkilega er, að trúlega átti þessi lýsing þó mun betur við um Hafstein sjálfan en Jóhannes, nema hvað Hafsteinn var ekki úr sveit. En þegar lengra leið missti sós- íalíski sannleikurinn töframáttinn og smám saman hætti hann að vera það lausnarorð sem við höfð- um áður talið hann. Þegar í há- skóla kom og við Hafsteinn geng- um saman á skóla í Essex í Bret- landi voru efasemdirnar orðnar verulegar. Ymislegt í hinum marxíska sannleik virtist í raun tóm Iygi. Það breytti samt ekki því hvað réttlætiskenndin var ávallt áberandi hjá Hafsteini. Ástríða hans fyrir félagslegu rétt- læti var söm. Hún fór þó aldrei í svo Iitlausan farveg, að hann gerð- ist hefðbundinn sósíaldemókrat. Einhvers konar húmanískur anar- kisti væri réttari skilgreining, enda hæfði það mun betur skapferli hans og uppreisnareðli. í háskóla naut Hafsteinn rök- hugsunarinnar og síns uppreisn- argjarna, sígagnrýna sjónarhóls. Enda gekk honum vel. Leiðir okk- ar skildu um hríð eftir Bret- landsárin. Hann fór til Svíþjóðar og ég vestur um haf. Hafsteinn hafði valið sér félagsfræði sem að- alfag. Ur félagsfræðinni þróaðist hann sfðan yfir í hagfræði eftir einhveijum sérsænskum akadem- ískum leiðum. En eftir að hafa Iokið prófi í henni líka var hann svo kominn á mjög heimspekileg- ar nótur í doktorsnámi sínu. Það kom ekki á óvart, að í doktors- náminu var Hafsteinn orðinn bergnuminn af hugtakinu rétt- læti, í öllum sínum myndum. Réttlætið var jú það minni, sem var með einum eða öðrum hætti gegnumgangandi í öllu hans Iífi. Áð hann ætlaði sér að skrifa dokt- orsritgerð í félagsfræði um rétt- læti fannst manni því í raun eðli- legt framhald annars hjá honum. Eftir að hann kom heim til Is- lands, flutti hann þennan áhuga auðvitað með sér. Og að sjálf- sögðu var hann á móti öllum þeim kennismiðum sem voru orðnir virðulegir og viðurkenndir á sviði réttlætis - hvort sem þeir hétu John Rawls eða Þorsteinn Gylfason. í þeim efnum var hann samur við sig. Hafsteinn var orð- inn mikil sérfræðingur f réttlæti og hann var með sínar eigin kenn- ingar. Þegar við ræddum þessi mál á góðri stund heima hjá mér á Ak- ureyri fyrir nokkrum misserum fann ég að málið var orðið flókn- ara en svo að ég gæti almennilega náð því nema með frekari um- ræðu. Oðruvísi mér áður brá - réttlætið var aldrei svona flókið í Álftamýrinni, eða í MH, eða jafn- vel í Essex! Því miður komum við því aldrei í verk að taka þessa framhaldsumræðu með þeim hætti að hún yrði mér til gagns. Eg hafði það þó upp úr krafsinu að fá sterka tilfinningiu fyrir og skilning á því að réttlætið er stórt orð, merkilegt og óendanlega áhugavert. I rauninni alveg eins og Haffi. Hafsteinn er mörgum harm- dauði, en þó engum sem dætrum hans tveimur, Elínu Jónu og Sól- eyju. Eg og íjölskylda mín vottum þeim okkar dýpstu samúð á þess- ari átakanlega erfiðu stundu. For- eldrum Hafsteins, þeim Elínu og Jóni, systkinunum Guðlaugu Ernu, Birnu og Guðmundi vottum við líka okkar innilegustu samúð. Birgir Gudmundsson * * * Minningarnar streyma fram, við heima á eldhúsgólfí að strauja buxurnar þínar, settum straujárn- ið í samband, lögðum það á bux- urnar og fórum svo að leika okkur. Þú fórst ekki meira í þær buxur og brúna blettinum á gólfinu man ég vel eftir. Við í sveitinni hjá afa og ömmu, þar sem þér leið alltaf svo vel. Núna síðast á ættarmótinu, sem haldið var í sveitinni gömlu, ennþá sami strákurinn, til í smá áhættuleik fyrir okkur hin við að láta ótemju kasta sér af baki í tví- gang. Eg sé þig koma á móti mér, létt- stígan, með dálítið fjaðrandi göngulag, í leðuijakkanum, galla- buxunum og strigaskónum, bros- andi, til í smá grín og gott kaffi, og jafnvel heimspekilegar vangavelt- ur. Við sitjandi í eldhúsinu heima hjá mér, heimsóknir þínar voru ómetanlegar, þú varst eitthvað svo notalegur, eins og þú bara yrðir einn af okkur um leið og þú gekkst inn um dyrnar. Og alltaf þegar þú fórst fylltist ég bjartsýni á að nú væri allt á leið til betri vegar því ég vissi af þjáningunni sem oft blossaði upp innra með þér og olli því að þú misstir stjórn á lífinu og tilverunni. Þú barst vel- ferð mína og drengjanna minna fyrir bijósti og munu þeir sakna þín mikið, sérstaklega Janus. Fyrr í sumar settumst við inn í stofu heima hjá mér og þú baðst mig að spila lag fyrir þig sem heitir „Tell my ther is a heaverí1 með Chris Rea og snart það mig mjög djúpt því ég skynjaði leit eftir einhverju betra f veröld þar sem stríð og hörmungar eru daglegt brauð. Þú hafðir svo góða nærveru og þurft- ir oft ekki að segja mikið. Þótt sorgin og söknuðurinn nísti hjarta mitt þá finn ég líka fyr- ír svo mikilli gleði, gleði yfir því að hafa átt þig sem bróður, gleði yfir því að hafa átt þetta sérstaka sam- band við þig, gleði yfir öllum góðu minningunum um þig, gleði yfir þeim kærleika sem ég ber til þín og mun alltaf gera. Eg skammaði þig oft vegna þess að þú hafðir svo mikið til að bera og margt til að gleðjast yfir en einhvern veginn tókst þér ekki að höndla það. Aldrei gastu þó orðið mér reiður en erfiðast er að horfast í augu við að hafa svo gjarnan viljað hjálpa þér en ekki getað það. Elsku vinur, mikið óska ég þess og trúi að þér Iíði betur núna. Dætur þínar Elín Jóna og Sóley sem voru þér svo kærar, eiga um sárt að binda og Iofa ég að standa við hlið þeirra í þessari miklu sorg eins og ég veit að þú hefðir viljað. Eg veit að Sólmundur afí tekur vel á móti þér með þessum ljóðlín- um sínum sem hann orti stuttu fyrir andlát sitt „Seinna er þú ferð sörmi leið og ég, að sama landi, huldulandsins strönd, tír brimsins gný þinn bát á land ég dreg brosandi þér ég rétti mtna hönd" (höf: Sólmundur Sigurðsson) Eg finn fyrir tómleika, heimur- inn er fátækari án þín og ég sakna þín. þtn systir Erna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.