Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 4

Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 4
20-FIMMTVDAGVR 21. OKTÓBER 1999 Pistilhöfundur hafði mátu- lega sleppt orðinu um frum- stæðan verðbréfamarkað hér á landi í fimmtudagspistli fyrir skömmu þegar dró til tíðinda á þeim bæ. Markað- ur þessi hefur frá öndverðu haft á sér gullnemabrag og minnir öðru fremur á ís- lenskar vídeóleigur í árdaga myndbandavæðingar. En fyrst víkur sögunni að launakjörum íslenskra emb- ættismanna: Skólameistari slær út sýsliunenn Fyrir skömmu úrskurðaði kjaranefnd laun æðstu embættismanna ríkisins og gætti inn- byrðis samræmis á milli embætta með hlið- sjón af ábyrgð og sambærilegu starfi, eins og segir í blaðafrétt um málið. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að skólameistari Bændaskólans á Hvanneyri er með hærri laun en helftin af sýslumönnum landsins og slagar hátt upp í sjálfan Ríkislögreglustjór- ann. Er þar lifandi komið enn eitt dæmið um forgang sveitanna að ríkissjóði og varla eru bændasynirnir erfiðari kúnnar en við- skiptavinir sýslumanna. En það er nú önnur sýsla. Þrátt fyrir rúman fjárhag skólameistarans er Davíð Oddsson áfram í fyrsta sæti eins og vera ber hjá forsætisráðherra þjóðar. Sem betur fer er ráðherrann ekki lengur hálf- drættingur á við ráðuneytisstjórann sinn í launum og tíu ár eru nú liðin síðan forveri Davíðs í embætti náði með herkjum sæti á topp eitt hundrað Iista tekjuhæstu ríkis- starfsmanna. Hlutabréf og Mannsal En launin segja ekki alla söguna um völlinn á embættismönnum hér á landi. Fyrir nokkrum dögum kom nefnilega í ljós að for- stjóri fjárfestingarbanka í eigu íslenska ríkis- ins hafði selt umtalsverð hlutabréf í vinnu- staðnum sínum upp á milljónir og aftur milljónir króna á myndbandamarkaði alias hlutabréfamarkaði landsins. Fréttamönnum þótti salan vera saga til næsta bæjar og spurðu forstjórann hvort hann hefði fengið fyrirmæli um að selja hlutinn sinn frá hópi fjárfesta, sem keypti rúman fjórðung af hlutafé bankans á sama tíma og forstjórinn seldi bréfin sín. Með öðrum orðum var forstjórinn spurður að því hvort hann hafi verið seldur mannsali með hlutabréfunum sem fjárfestarnir keyptu í bankanum. Sé raunin sú er strákgreyið fyrsti Islendingurinn sem gengur kaupum og sölum hér á landi síðan Tyrkja-Gudda var leyst úr ánauð í Alsírmannalandi og gefin Hallgrími Péturssyni passíuskáldi. En for- stjórinn svaraði því til að ekki væri samhengi þar á milli og hann hefði sjálfur ákveðið að selja hluta af hlutabréfum sínum í vinnu- staðnum þennan sama dag. Við svo búið sat og fréttamenn höfðu ekki frekari áhyggjur á forstjóranum úr því UMBUDA- LAUST “Þrátt fyrir rúman fjárhag skólameistarans er Davíö Oddsson áfram f fyrsta sæti eins og vera ber hjá forsætisráöherra þjóðar. Sem betur fer er ráð- herrann ekki lengur hálf- drættingur á viö ráöu- neytisstjórann sinn í launum og tíu ár eru nú liðin síðan forveri Davíðs í embætti náði með herkjum sæti á topp eitt hundrað lista tekjuhæstu ríkisstarfsmanna." GuUgrafarar í ríkisstofnunum mannsalið og Guðríður Gudda Símonardótt- ir voru úr sögunni. Spumingamar sem gleymdust Fréttamenn hefðu vel mátt vera hnýsnari en miðlungs saumaklúbbur og spyrja forstjór- ann þrem spurningum: I fyrsta lagi hve stór- an hlut pilturinn á samtals í vinnustað sín- um úr því hann sagði að hlutabréf upp á margföld milljónaverðmæti væru aðeins hluti af bréfaeign sinni í bankanum. A hann hlut upp á fimmtíu milljónir króna eða hundrað eða kannski einhverja aðra og hærri upphæð? I annan stað mátti spyrja hvar forstjórinn hefur fengið öll þessi bréf og hvernig. Fékk hann þau í vinnulaun, að láni, eða í fermingargjöf? Varla komu þau í launaumslaginu eftir aðeins eins árs vinnu hjá hinu opinbera og miðað við laun sýslu- manna hér að framan. Forstjórinn er nú enginn bændaskólastjóri þó hann hafi sjálf- sagt rúman fjárhag. Þriðja spurningin er hvort forstjóranum hafi sjálfum dottið í hug að selja hlutabréfin sín á þessum degi eða fengið ráðgjöf utan úr bæ í því sambandi eða bara utan úr sal? Fyrir nokkrum árum var bankamanni sagt upp störfum fyrir að versla á erlcndum pen- ingamarkaði í kaffitíma sínum í afgreiðslusal ríkisbanka sem hann vann hjá. Ekki þótti við hæfi að hann þjónaði tveim herrum í bank- anum: Ríkissjóði og sjálfum sér. Eins þótti óljóst hvort hann fékk upplýsingar um kaup- in á eyrinni í bankanum eða utan úr hinum stóra heimi. Hlutabréf og önnur verðbréf eru þannig í laginu að kaupa verður þau og selja á réttum tíma til að halda verðgildi þeirra eða auka það og hver og einn getur séð sjálfan sig í þeim sporum. Forstjóri fjárfestingabankans er vitaskuld barn síns tíma og væntanlega barn myndbandamarkaðarins í gömlu vídeó- leigunum. Sá markaður á hins vegar ekki er- indi inn í bankakerfi landsins. A meðan for- stjórar ríkisstofnana eru að kaupa og selja hluti í vinnustað sínum á kvöldin er óljóst hvort þeir líta á stofnunina sem vánnustað eða skóflu til að grafa upp gull á mynd- bandamarkaðnum. Stutt til Klondtke Oft er stutt á milli viðskipta og innherjavið- skipta og mörkin stundum óljós. Ríkisbanki sem hefur gullgrafara innan horðs er hins vegar á gráu svæði ekki sfður en á Klondike svæðinu íYukonfylki í Kanada. .Dgwr IMENNINGAR LÍFID Salka Valka frumsýnd Salka Valka nýrri leikgerð Hilmar Jónssonar og Finns Arnars Arnarsonar verður frumsýnd undir heit- inu „Salka ástarsaga" í Hafn- arfjarðarleikhúsinu annað kvöld og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Salka Valka kemur með einstæðri móður sinni í sjávarpláss, fer ung að vinna fyrir sér í salt- fiskverkun, kaupir svo bát og berst fyrir sjálfstæði sínu sem útgerðarmaður. Salka Valka lærir margt um lífið og ástina í sjávarplássinu litla cn stend- ur ein eftir í Ieikslok. Sýningin er samstarfsverk- efni Hafnarfjarð- arleikhússins Hermóðs og Háðvarar og leiklélagsins Annað svið sem María Ellingsen tylana Ellmgsen. stendur J f helstu hlutverk- um eru: María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Gunnar Helgason, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Jóhanna Jónas, Dofri Hermannsson, Jón St. Kristjánsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Margrét Ornólfsdóttir semur tónlistina í sýningunni, sem fjöldamargt annað gott fólk kemur að. Hörður Torfa i Reykjavík Hörður Torfa heldur fljótlcga af landi brott eftir vel heppn- aða tónleikaför um landið. Síð- ustu forvöð að upplifa hann á tónleikum í Reykjavík að þessu sinni verður fimmtu- dagskvöldið 21. október kl. 21 í sal Norræna hússins. Á laugardagskvöldið verður Hörður með tónleika í sal Leildelags Keflavíkur, Frum- leikhúsinu að Vesturbraut 17, og hefjast þeir ld. 21. Hörður Torfa. Bíóblokkin Þó ég muni ekki svo langt aftur þá skilst mér að einu sinni hafi íslensk kvikmyndahús verið fyrir þjóðina. Nú eru þau bara fyrir 18 ára og yngri. Meðan Island er á blússandi ferð inn í fram- tíðina, með nettengdustu þjóð í heimi sem hefur það svo bráð- skemmtilega gott og býr í svo dúndurfallegu landi með svo ósnortinni náttúru, þar sem hvert skuð verður að skara orku að sínu áli eins og Andri Snær Magnason orðaði það í DV í vik- unni - meðan allt er hér loksins, loks- ins að komast í bullandi samkeppni sem er jú það alheilbrigðasta er komið getur fyrir nokkurn mann, skepnu eða fýrirtæki, þá hafa margir slökkt á skynjaranum og lokað augunum fyrir réttmæti kennisetninga markaðstrúar- innar. Eitt Iffseigasta boðorð íslenskra markaðsofsatrúarmanna er að aukin samkeppni leiði til aukinnar fjölbreytni og þess vegna séu t.d. ríkisfjölmiðlar - sem vænt- anlega viðhalda þá einsleitni á markaðnum - óttalegt svfnarí. En nú virðist það hafa gerst í gróskupytti samkeppninnar að hér er komin upp miðstýrandi- bíóblokk, sem virðist teygja anga sína í öll helstu kvík- myndahús landsins og hafa það helsta markmið að sýna sömu myndirnar á sömu tímunum og þá náttúrulega bara helstu burstablokkirnar sem selja sig sama- sem sjálfar því ræmufabrikkan í Kali- forníu lagði svo mikla elju og dugnað í að kynna afurðirnar. Hvert einasta kvikmyndahús í borg- inni virðist nú hafa samstarf við SAM- bíóin um sýningu mynda. Hvernig stendur á því að menn hafa haft fyrir því að reisa 7 kvikmyndahús í borginni með hátt á þriðja tug bíósala til að MENNINGAR VAKTIN Um daginn var stjörnustríð nr. fjögur eina myndin í bíó, nú eru WiHis og Zeta-Jones í öðru hverju bíói. sýna þar nokkrar myndir með Bruce Willis og kó? Var það ekki einhvern veginn svoleiðis í markaðstrúnni að markaðurinn hefði þann kost umfram miðstýringu ríkisbatteríis að hann þjónaði h'ka hinum, og þ. á m. þeim sem vildu sjá smettið á fleirum en Bruce karlinum, með fullri virðingu fyrir þeim karlmannlega Ieikara? Með hjálp markaðssjónarmiða og sam- keppni yrði þjóðh'fið ekki að útflattri pönnuköku heldur margra hæða hnall- þóru með konfekti úr öllum áttum? Og þó að við grátum og gröfum öll prinsipp um að samkeppni eigi að Ieiða til fjölbreytni og sættum okkur við Bíó- blokk Islands hf. - af hverju geta bi'ó- stjórnendur hér þá ekki séð sóma sinn í að nýta sína minnstu sali (eins og Há- skólabíó gerir þó gjarnan) til að þjóna hinum, sem ekki vilja Brúsa eða þá að skipta örar út myndum svo fólk 18 ára og eldra hafi þá a.m.k. um 10-14 ný- Iegar myndir um að velja þegar Agata frænka rekur inn nefið eftir kvöldfrétt- ir og hýðst til að passa svo fullorðna fólkið geti skroppið í bíó? loa@ff.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.