Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur - 202. tölublað BLAÐ Laugardagur 23. október 1999 Sákaði dómara iim árásargimi Björgvin Þorsteinsson verjandi Péturs Þórs Gunnarssonar krafð- ist þess við dómtöku málsins í Hæstarétti í gær að meðferð undir- réttar yrði ómerkt vegna stórvægilegra gaUa á meðferð þess. Björgvin sagði að ómerkja bæri málið vegna meðal annars hót- ana Arnars Jenssonar rannsókn- arlögreglumanns og árásar- gjarnrar framkomu Ingibjargar Benediktsdóttur héraðsdómara í garð vitnisins Patriciu Augren. Arnar kom enn fremur við sögu þegar Pétur las upp yfirlýsingu, þar sem hann benti m.a. á að hver sem er gæti keypt mynd í Danmörku í nafni annars manns og framvísaði hann því til stuðn- ings reikningi frá Bruun Rasmussen í Danmörku um að Arnar hefði keypt þar málverk - einhver hafði því keypt mynd í nafni Arnars. Pétur var í undirrétti dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir m.a. að blekkja þrjá einstaklinga til að kaupa málverk, sem með fölsun á höfundarmerkingu töldust verk eftir Jón Stefánsson, en voru í raun eftir Wilhelm Wills. Bogi Nilsson ríkissaksóknari krafðist þess í gær að refsingin yrði þyngd, en verjandinn krafð- ist þess að málið yrði ómerkt, til vara að Pétur yrði sýknaður og til þrautavara að refsingin yrði milduð og skilorðsbundin. Ótrúverðug og ómarktæk Engin ný gögn sem máli skipta voru kynnt við málflutninginn í gær. Bogi lýsti sönnunargögnum og framburði vitna sem leitt hefðu til sakfellingar. Hann lýsti framkomnum skýringum ákærða og vitna varnarinnar sem ótrú- verðugum og sagði fulla sönnun liggja fyrir um skipulagða brota- starfsemi Péturs. Verjandinn fór mikinn í vörninni. Hann krafðist þess að meðferð undir- réttar yrði ómerkt. Meðal fullyrðinga sem Björgvin bar á borð voru, að end- urrit yfirheyrslna væri „vægast sagt hörmung", að aðal- meðferð í héraði hefði dregist úr hömlu, að sækjandi og dómsformaður, Ingibjörg, hefðu yf- irheyrt vitni eins og um sakborning væri að ræða, Ingibjörg hefði ekki verið beint blíðleg í rödd og auðsýnt árásar- gjarna framkomu í garð vitnis, að vitni sækjanda hefði verið yfir- heyrt á ólöglegan hátt þegar hresst var upp á minni þess, að eitt vitni sækjanda hefði hlustað á framburð annarra vitna áður en það bar vitni - og fleira. Hann kvað nær öll vitni sóknarinnar ýmist ótrúverðug, ómarktæk ojg/eða vanhæf, þeirra á meðal Olaf Inga Jónsson og Viktor Smára Sæmundsson forverði, Júlíönu Gottskálksdóttur og Ólaf Kvaran listfræðinga, Þorgeir Ólafsson meðdómanda og hann sagði efnagreiningu sérfræðings Raunvísindadeildar vafasama og aðrar rannsóknir haldlausar. Gæti falsað miklu betur! Ríkissaksóknari svaraði þessum fullyrðingum, en síðan las Pétur Þór upp yfirlýsingu, þar sem hann benti meðal annars á að hann hefði Iokið fimm ára lista- akademíunámi og taldi að ef hann vildi gæti hann merkt mynd án þess að forverðir yrðu þess varir. Ef einhver hefði fals- að þá væri það ekki hann og krafðist hann þess að vera sýkn- aður. - FÞG Pétur Þór Gunnarsson dró fram tllbúinn reikning á Arnar Jensson rannsóknar- lögreglumann vegna lista- verkakaupa í Danmörku. Vetrardekkin ekkert hækkað Meðalverð á bæði sóluðum og nýjum vetrardekkjum á fólksbíla er óbreytt frá því fyrir ári, sam- kvæmt nýrri könnun Samkeppn- isstofnunar á 26 verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal- kostnaður við dekkjaskiptingu á fólksbíl er 4% hærri en í fyrra- haust - en hins vegar 4% lægri en meðalverð þessarar þjónustu var haustið 1992. Algengasta verðið á sóluðum dekkjum (tvær stærðir) er 4.200 og 4.800 krónur ónegld en 5.400 og 5.900 negld. Gjaldið fyrir skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á fólksbíl er lægst 3.000 krónur. Verðmunur á fjórum dekkjum ásamt skipt- ingu getur verið allt upp í 5-6 þúsund krónur. Verð á nýjum dekkjum er (líkt og bensínlítr- inn) næstum alls staðar það sama. - HEI Sjá einnig á bls. 8-9 umfjöllun um bílaflóðið á Islandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vígði í gær nýjan vatnspóst hjá Grímsstaðavör við Ægissíðu. Vatnspósturinn er sá fyrsti afmörgum sem Vatnsveita Reykjavíkur ætlar að setja upp í borginni á næstu árum. Vatnspósturinn sem vígður var í gær er einn fjögurra sem unnu til verðlauna í hugmyndasamkeppni vegna 90 ára afmælis Vatnsveitunnar. Höf- undur verksins er Kristinn E. Hrafnsson og kallar hann vatnspóstinn Aqua-Aqua, eða Vatn-Vatn. mynd: gva Þarfbara að blása á pappa- verkiö „Davíð Oddsson er tígrisdýr úr pappír. Þegar andstæðingar hans hafa skilið eigin styrk þá þarf ekki annað en að blása á pappa- verkið og um leið er það hrunið. Staða Davíðs er sterk meðal ann- ars vegna þess að vinstri öflin hafa verið veik. Þau hafa fyrst og fremst verið veik vegna þess að jafnaðarhreyfínguna hefur skort sameiginlegt skipulag og því hef- ur hún ekki getað farið af fullum krafti í gegnum þá stefnulegu endurnýjun sem henni er nauð- synleg áður en hún fær fulltingi þjóðarinnar til að stjórna land- inu og móta samfélagið á nýrri öld.“ Þetta segir Mörður Arna- son, varaþingmaður Samfylking- arinnar, í helgarviðtali Dags. Þar segir hann tæpitungulaust álit sitt á stjórnmálamönnum og flokkum hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Og talar um væntanlegan foringja Samfylkingarinnar. Það má heita ótrúlegt hvað lítill líkami þolir - og lítil sál. Það sannast á Heklu Björgu Jónsdótt- ur, sem nýfædd ferðaðist til ann- arrar heimsálfu og fór þar í sex tíma áhættusama skurðaðgerð vegna alvarlegs hjartagalla. AUt um það í helgarblaðinu. Hörður Bergmann leggur til að laun lælcki með aldrinum, launa- munur verði aldrei meiri en þre- faldur og að nám færist meira yfir á vinnustaðina. Um þetta og margt fleira fjallar hann í viðtali við helgarblað Dags. Ragnheiður Eiríksdóttir fjallar um einlyndi og fjöllyndi í kyn- lífspistli dagsins. Svo minnum við líka á híórýni og bókahillu, spurningaþáttinn, poppsíðuna, veiðiþáttinn og allt hitt fasta efnið. Góða helgil nHHHHHHnHBBB Afgreiddir samdsegurs i Venjulegirog f demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.