Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 7
Þegar elskendumir sukku með brakmu Frá opnun starfsstöðvar íslenskrar miðlunar á Stöðvarfirði í ágúst. í gamalli Hollywúddmynd sem ég sá einhvern tíma, en er löngu búinn að gleyma hvað heitir, var fjallað um ástir og grimmileg ör- Iög, eins og raunar er algengt í slíkum myndum. Þó skar þessi mynd sig nokkuð frá öðrum svip- uðum að því leyti að hún endaði frekar sorglega. Hún fjallaði um elskendur sem þurftu að fara í ferðalag á skipi. Til að gera Ianga sögu stutta, þá kom þar í mynd- inni að skipið með elskendunum hreppti hið versta veður og skip- ið fórst. Elskendurnir svömluðu hins vegar í sjónum einhverja stund og héldu sér dauðahaldi í einhvers konar brak eða vísi að bjarghring, sem þó var ekki meira flot í en svo að það hefði rétt dugað til að halda öðru þeir- ra uppi. En af því ástin var svo heit, þá gátu þau auðvitað ekki slitið sig hvert frá öðru og þau sukku bæði með sprekinu og dóu. Akaflega falleg ástarsena, en að sama skapi sorgleg - svona Hollývúdd að hætti Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Simsvönm Ef dæma ætti út frá umræðunni síðustu daga, mætti ætla að sím- inn væri nýleg uppfinning. Alla vega Netið og fjarvinnsla verk- efna í gegnum símalínur. Hin „nýja byggðastefna" virðist nán- ast hafa það að markmiði að fá alla þá sem ekki vilja eða geta unnið í fiski til að vera ýmist að svara í síma eða hringja úr síma. „Fjarvinnsla" er að verða slíkt töfraorð að helst er að skilja að það skipti ekki lengur máli hvort bátarnir liggi tómir við kajann - menn fari bara upp í þorp að svara í síma fyrir einhverjar stofnanir eða fyrirtæki fyrir sunnan. Þessu til viðbótar sé kaupið jafnvel hærra við símann en í fiskinum þannig að allir ættu að vera ánægðir! Bjartsýniskast Ný skýrsla lðntæknistofnunar um möguleika í fjarvinnslu og mikill fyrirgangur Islenskrar miðlunar á síðustu mánuðum með þátttöku þjóðkunnra fyrir- manna og sjálfs forsetans eru til- efni þessa bjartsýniskasts þjóðar- innar. Hvert sveitarfélagið á fæt- ur öðru hefur óskað eftir því að fá íslenska miðlun til að opna útibú hjá sér og má eiginlega segja að það sé að verða álíka eft- irsóknarvert að hreppa hnoss hinnar fslensku miðlunar og að fá senda til sín í fásinnið hóp af erlendum flóttamönnum. í það minnsta á við um bæði að færri fá en vilja. í frjóan jarðveg Islendingar eru flestum þjóðum veikari fyrir skjótum og einföld- um lausnum. Við dáumst að leiðtogum sem taka af skarið og eru ekkert að hika. Við viljum að hlutirnir séu einfaldlega annað hvort svona eða hinsegin. Þegar síðan lausnarorðinu um fjar- vinnslu er sáð í jarðveg vonleysis og áratuga árangurslausrar um- ræðu um byggðastefnu, þá fellur það í frjóan svörð. Svo ekki sé talað um, að það skuli ná að spíra á sama tíma og þjóðflutn- ingarnir af landsþyggðinni magnast um allan helming og ígildi tveggja fjölskyldna flytur suður á hverjum einasta degi. Fyrir áhyggjufullan almenning og stjórnmálamenn sem fyrir Iöngu urðu uppiskroppa með al- mennileg svör við spurningum um þjóðflutningana suður, er íjarvinnslan svo kærkomið inn- legg, að hún er gripin traustataki sem sá bjarghringur eða brak sem öllu getur haldið á floti. Hún er Ijós í myrkrinu - svar sem svo margir voru lengi búnir að bfða eftir - en aldrei kom. Og vissulega getur þetta sprek hald- ið einhverjum á floti, en þegar jafn margir eru skipreika og raun ber vitni er hætt við að fari eins og í Hollývúddmyndinni, að brakið muni sökkva með öllum þeim sem á það treysta. Ekki sjálfkrafa tækifæri Ofmat á þessari Iausn virðist býsna útbreitt og slíkt getur beinlínis verið hættulegt þegar fram í sækir því menn leggja þá ekki jafn ríka áherslu á annað á meðan. Fjarvinnsla í gegnum símalín- ur er ekki ný af nálinni. Sú tækniþróun sem verið er að tala um skapar heldur ekki sjálfkrafa tækifæri til stórra landvinninga eða stóraukinnar arðsemi hjá viðkomandi fyrirtækjum eða stofnunum, arðsemi sem bein- línis kalli á að hluti starfseminn- ar sé fluttur út á land. Ef svo væri hefði það gerst fyrir löngu. Hins vegar eru vissir möguleik- arnir í stöðunni og þá ber að sjálfsögðu að skoða og benda á. A það hefur verið bent, t.d. í nýlegri fréttaskýringu á vísi.is, að ýmis þau verkefni, sem talað er um í frægri skýrslu Iðntækni- stofnunar sem hugsanleg fjar- vinnsluverkefni, séu af stjórn- endum viðkomandi fyrirtækja og stofnana alls ekki talin henta til slíkrar vinnslu. Það á eflaust við um fjölmörg fleiri verkefni sem nefnd eru í skýrslunni. Slíkt er ágæt áminning um að skýrsla er bara skýrsla og að verið er að tala um ákveðinn hugmyndabanka, sem alls óvíst er að gangi upp nema að litlu leyti. Aðrar hug- myndir þarna kunna hins vegar að henta betur og gætu þess vegna náð sér á strik fljótlega - sérstaklega þær sem flokkast undir að vera minna sérhæfð vcrkefni. Eftirsóknarverð verkefni A hinn bóginn eru það þó flóknu verkefnin, sem menn telja eftir- sóknarverðari og skipta miklu meira máli fyrir byggðaþróunina til lengri tíma litið - ekki síst vegna unga fólksins, sem allt sest meira og minna að fyrir sunnan. En til að vinna þau störf þarf sérhæft starfsfólk, og vilji menn koma upp miðstöðvum eða kjörnum á landsbyggðinni sem eru raunverulegur valkostur við böfuðborgarsvæðið og þar sem fólk með sérþekkingu og lengri menntun er tilbúið til að setjast að, þá skipta aðrir hlutir miklu meira máli en fjarvinnslu- tæknin. Tæknin er einugis af- Ieidd stærð - nánast afgangs stærð. Það sem mestu máli skiptir er að unnt sé að bjóða fólki upp á sambærileg eða betri og kannski öðruvísi lífsgæði en því býðst á höfuðborgarsvæðinu. Þá koma til sögunnar þættir eins og almennt starfsumhverfi (sem fjarvinnslan getur haft áhrif á), skólar fyrir börnin, heilbrigðis- þjónusta, menning, samgöngur o.fl. Út úr Iiremmingiun ákafans Byggðavandinn er gríðarlega flókið og margslungið fyrirbæri og það duga engar einfaldar leið- ir til að bregðast við honum. Hvorki loðdýra- né fiskeldi reyndust þær töfralausnir sem rnenn eitt sinn héldu að þessar greinar myndu verða. Hins vegar hafa þær sýnt sig að vera gagn- Iegar í bland. Eftir að hafa fram- an af lent í hremmingum ákafans, sem einkennir svo oft lundarfar þjóðarinnar, þá hefur færst ró og skynsemi yfir þessar búgreinar. Svipað á ellaust líka eftir að verða með verkcfni sem unnin eru í fjarvinnslu af ýmsu tagi, þau vcrða góð í bland við annað. Fjarvinnsla mun hins vegar aldrei koma í staðinn fyrir upp- byggingu íyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni sjálfri. Lifandi og gagnvirkt samband þarf auð- vitað að vera milli höfuðborgar- innar og landsbyggðarinnar en það gengur aldrei upp að hafa landsbyggðina sem einhvers konar „útstöð" frá höfuðborgar- svæðinu - þar sem hjáleigan þríf- st á símasamskiptum við höfuð- bólið. Skyndileg tröllatrú á tækn- ina má því ekki draga úr slag- kraftinum við að byggja upp mik- ilvægar stofnanir og fyrirtæki á Iandsbyggðinni, sem eðli málsins samkvæmt stuðla að sérstöku samfélagi, auknum lífsgæðum og traustari atvinnugrundvelli á þessum stöðum. Þar getur póli- tísk forusta líka skipt sköpum varðandi uppbyggingu t.d. fjórð- ungssjúkrahúsa, framhaldsskóla og síðast en ekki síst Háskólans á Akureyri. Það sem skiptir þó mestu er að fólkið sjálft trúi á og vilji búa þar sem það býr, en Iíti ekki á sig sem fanga eigin fast- eigna og heimabyggðar. Verði slíkt viðhorf almennt ofan á er alveg eins gott að hjálpa bara fólki að flytja suður, því þá er málið hvort sem er tapað. Stórt sjóslys Það ber ekki að vanmeta þá möguleika sem nútíma tækni býður upp á með fjarvinnslu ým- issa misjafnlega flókinna verk- efna um símalínur. Búseturösk- unin er hins vegar slíkt sjóslys að það dugar ekki að benda á eitt- hvert eitt sprek ef bjarga á bæði áhöfn og farþegum. Það þarf mikið af braki og ýmis konar bjarghringi ef ekki á illa að fara. Það kann að vera fallegt og sorg- legt í bíómyndum að elskendur sökkvi í sæ vegna þess að þeir hanga á einu og sama brakinu. 1 veruleikanum er það bara sorg- legt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.