Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Limdimarisamir á Stamford Bridge í dag „Leikur helgarinnar“ í enska boltanum fer fram á Stamford Bridge í dag, þegar Lundúnarisarnir Chelsea og Arsenal mætast þar í ensku úrvalsdeildinni. Mikið álag er á báðum liðunum þessa dagana, en bæði léku þau erfiða leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni og eiga svo aftur að leika þar í næstu viku. Chelsea gegn AC Milan á útivelli og Arsenal gegn Fiorentina heima. Chelsea, sem tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Liverpool í síð- ustu viku, vann góðan 0-5 útisigur á Galatasaray í Tyrklandi í meist- aradeildinni á miðvikudaginn og mun því örugglega mæta fullt sjálfs- trausts í leikinn gegn Arsenal, sem tapaði 2-4 gegn Barcelona í meist- " aradeildinni á þriðjudaginn. Báðum liðunum veitir ekki af öllum þremur stigunum úr leiknum, ef þau ætla að hanga í toppbaráttunni, ekki síst Chelsea sem nú er í sjötta sætinu með 19 stig, en með tvo leiki til góða á topplið Leeds, sem er með 25 stig. Arsenal er aftur á móti í fjórða sætinu með 22 stig eftir ellefu leiki. Arsenal, sem hreinlega var spilað upp úr skónum af leikmönnum Barcelona á þriðjudaginn, mætir sóknarmönnum Chelsea örugglega í miklum ham á „Brúnni" í dag, þar sem þeir gjörsigruðu Manchest- er United 5-0 í síðasta heimaleik. Ekki skemmir heldur stórsigurinn í Tyrklandi á miðvikudaginn þar sem þeir Gianfranco Zola og Tore Andre Flo sýndu góða takta og snéru ferðinni til vítis upp í meirihátt- ar sigursælu á meðan Tony Adams, akkerið í vörn Arsenal, festist í botni gegn sprækum Börsungum. Tíu sigurleiMr Leeds í röð Leeds United, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, heimsækir Everton á morgun og mun þar mæta til leiks eftir tíu sigurleiki í röð, sem er nýtt félagsmet. Alagið á Leeds, sem tekur þátt í UEFA-bikarnum, hefur ekki verið eins mikið og á Lundúnaliðunum, en þó verður að ætla að stöðug pressa við að halda sér í toppsætinu fari að segja til sín hjá ungum og efnilegum leikmönnum liðsins. Alla vega segir Dav- id O’Leary framkvæmdastjóri þess að hans menn séu ekkert minna þreyttir en leikmenn annarra liða. „Við erum alveg óhræddir við að beijast á toppnum, en ég viðurkenni að sumir leikmennirnir eru orðnir örlítið þreyttir. Það er vegna þess að hjá toppliðinu eru allir leikir eins og bikarúrslitaleikir,'1 sagði O’Leary. Giggs og Keane með United Meistarar Manchester United, sem heimsækja Tottenham í dag, eru nú í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir ellefu leiki. Gengi liðs- ins hefur ekki verið gott að undanförnu, en í vikunni tapaði það 1-0 úti gegn Marseille í meistaradeildinni, sem er þriðja tapið í fjórum síðustu leikjum. Þó þeir Ryan Giggs og Roy Keane séu aftur mættir í slaginn gæti Sir Alex Ferguson enn einu sinni þurft að stilla upp hálfgerðu varaliði, vegna stöðunnar í meistaradeildinni, en þar á Iið- ið erfiðan leik fyrir höndum gegn Króatía Zagreb á miðvikudaginn. Leikir helgarinnar - Laugardag: Aston ViIIa - Wimbledon, Brad- ford - Leicester, Chelsea - Arsenal, Sheff. Wed. - Coventry, Sout- hampton - Liverpool, Tottenham - Man. United. Sunnudag: Everton - Leeds, Watford - Middlesbrough,West Ham ' - Sunderland. Mánudag: Newcastle - Derby. Englendmgar sjá rautt Þegar ellefu umferðum er Tokið í ensku úrvalsdeildinni hafa enskir dómararnir 33var sinnum veifað rauða spjaldinu og 454 sinnum því gula í leikjum deildarinnar. Þetta er nýtt met í deildinni, sem gefur enskri knattspyrnu ekki góða einkunn á sama tíma og alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, er með sérstakt átak í gangi gegn grófum leik. Eins og gefur að skilja I hefur málið fengið mikla umfjöllun og eru skiptar skoðanir um það i hvað valdi þessari þróun. Sumir vilja halda því fram að sökin Iiggi hjá | dómurunum og að þeir séu að eyðileggja leikinn á meðan aðrir ásaka I leikmennina og hið mikla álag sem hvílir á þeim. En þrátt fyrir allt I umtalið virðist engin breyting ætla að verða á og fengu sex Ieikmenn 1 að sjá rauða spjaldið um síðustu helgi. Það voru þeir Warren Barton, Newcastle, Kevin Davies, Southampton, Shaka Hislop, West Ham, Mark Williams, Watford, Dennis Wise, Chelsea og Marcel Desailly einnig hjá Chelsea. Þjálfarastyrkir ÍSÍ ^ íþróttasamband íslands hefur úthlutað 10 þjálfarastyrkjum, hverjum að upphæð 50 þúsund kónur, úr verkefnasjóði sambandsins. Þeir sem hlutu styrkina eru Reynir Stefánsson til þess að sækja námskeið í handknattleik á vegum FC-Magdeburg í Þýskalandi, en þjálfari þess félags er Islendingurinn Alfreð Gíslason; Leifur S. Garð- arsson til þess að kynna sér uppbyggingu unglingastarfs hjá úrvals- deildarliðum í knattspyrnu í Þýskalandi, Hollandi og Englandi; Védís Gröndal til þess að sækja þjálfaranámskeið í heilsurækt og almenn- ingsíþróttum í Böson í Svíþjóð; Olga Bjarnadóttir til þess að sækja námskeið í trompfimleikum í Gladstrup í Danmörku; Karl Jónsson til að fylgjast með þjálfun og undirbúningi skólaliða kvenna í körfuknattleik f Bandaríkjunum; Kara Arngrímsdóttir til að sækja dansráðstefnu í Hollandi; Aðalsteinn Ornólfsson til þess að kynna sér unglingaþjálfun á Spáni og í Portúgal; Freyr Sverrisson til að kynnast þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu á Englandi; Hörður D. Harðarson til að sækja þjálfaranámskeið barna- og unglingaþjálf- v ara í handknattleik í Danmörku og Jón Karlsson til þess að sækja golfkennaranámskeið í Svíþjóð. i i * ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 23. okt. ■ körfubolti Eggiabikarinn Kl. 16:00 Grindavík - KR 1. deild karla Kl. 14:00 Höttur - ÍS Kl. 16:00 ÍR - Valur Kl. 15:30 ÍV - Selfoss ■ handbolti Úrvalsdeild karla Kl. 16:00 Haukar - Víkingur 2. deild karla Kl. 17:00 ÍRb -ÍH Kl. 14;00 Fram b - Selfoss KI. 14:00 Völsungur - Grótta/KR ■ blak 1. deild kvenna Kl. 14:00 ÍS - Víkingur Sumiiid. 24. nkt. ■ körfubolti Eggiabikarinn Kl. 16:00 Þór Ak. - Njarðvík Kl. 20:00 Keflavík - Haukar Kl. 20:00 Tindastóll - KFÍ ■ handbolti 1. deild karla Kl. 15:00 Stjarnan - Breiðabl. ÍÞROTTIR Á SKIÁNUM Laugard. 23. okt. Fótbolti Kl. 13:25 Þýski boltinn Kaiserslaut. - Bayern Miinchen Handbolti Kl. 16:00 Leikur dagsins Haukar - Víkingur Fótbolti Kl. 12:00 Alltaf í boltanum KI. 13:45 Enski boltinn Chelsea - Arsenal Hnefaleikar Kl. 23:55 Hnefaleikakeppni Naseem Hamed - Cesar Soto (Endursýnt frá í gærkvöld.) KI. 02:00 Hnefaleikakeppni Utsending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Meðal þeirra sem mætast eru Mike Tyson og Orlin Norris. SiiTiTiiid. 24. nkt. BlWll Fótbolti Kl. 16:00 Markaregn Kl. 21:20 Helgarsportið Hnefaleikar Kl. 11:45 Hnefaleikakeppni Endursýnt frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Meðal þeirra sem mætast eru Mike Tyson og Orlin Norris. Fótbolti KI. 14:45 Enski boltinn Watford - Midddlesbr. Kl. 17:00 Meistarak. Evrópu Fjallað almennt um keppnina og farið yfir leiki. Kl. 18:25 ítalski boltinn Torino - Roma Golf Kl. 20:30 Golfmót í Evrópu Mánud. 25. okt Fótbolti Kl. 18:55 Enski boltinn Newcastle - Derby .UNGfílUI N GOÐA. OGHUSlÐ Sýnd kl. 19 tífYíp <u->turi-oS svö’t'ur ÍTVírur körtór kcftuT Sýnd kl. 17,19,21 og 23 Sýnd um helgina kl. 15 Sýnd kl. 23 Sýnd kl. 16.50 Sýnd kl. 21 RÁÐHÚSTORGI □0[^] SÍMI461 4666 TFTX Sýnd um helgina kl. 15 B P

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.