Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 5
LAUGAHDAGUR 23. OKTÓBER 1999 - S FRÉTTIR Bj amarflagsvirkjim „skelfileg tilhugsim“ Kolbrúu Halldórsdótt- ir alþmgismaður seg- ir tilhugsimina um Bj amarflags virkjuu skelfilega. Steingrím- ur Hermannsson segir ekki hægt að Hfa í landinu án þess að snerta það. Finnur Ingólfsson segir virkj- nnina fara í umhverf- ismat. Umhverfisverndarsinnar eru allt annað en hressir með þá frétt sem Dagur birti í gær að nauð- synlegt sé að virkja í Bjarnarflagi í Mývatnssveit vegna þess að Fljótsdalsvirkjun er ekki nógu stór fyrir álverið í Reyðarfirði. „Þetta hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Það er löngu vit- að að Fljótsdalsvirkjun er ekki nógu stór fyrir álver á Reyðar- firði. Ég hef haldið því fram í nokkra mánuði að menn myndu virkja í Bjarnarflagi eða Kröflu og mér finnst það skelfileg til- hugsun," segir Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður VG og öfl- ugasti umhverfisverndarsinninn á Alþingi. Athugum okkar gang Hún segir að nú tali allir um að Steingrímur Hermannsson: Ekki and- vígurþvíað virkjun verdi byggð í Bjarnarflagi enda fari verkefnið í lög- formlegt umhverfismat Bjarnarflagsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat og séu rólegir. „Erum við einhverju bættari með því að eyðileggja náttúruna með stimpli frá skipulagsstjóra. Hverju erum við bættari? Það vantar stefnu í verndarviðmiðun og verndarsjónarmiðum hér á landi. Það vantar orkunýtingar- stefnu. Við eigum að gera hlé á framkvæmdum. Við þurfum ekki á meiri orku að halda í landinu næstu 10 árin. Ég vil að við setj- umst niður og öll þjóðin taki þátt í að móta sjálfbæra orkustefnu til framtíðar, þar sem öll sjónar- mið, verndar og nýtingar verða tekin inn í myndina," segir Kol- Kolbrún Halldórsdóttir: Úll þjóðin setjist niður og taki þátt í að móta sjálfbæra orkustefnu til framtíðar og taki öll sjónarmið inn í myndina. brún Halldórsdóttir. Verðum að snerta landið Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, er for- maöur Umhverfisverndarsam- taka Islands. Hann segist ekki andvígur því að virkjun verði byggð í Bjarnarflagi enda fari verkefnið í lögformlegt umhverf- ismat. „Ég hef lengi talið að jarðhit- inn hafi alltof lítið verið skoðað- ur í þessum efnum. Það er Ijóst að einhver spjöll verða þegar virkjað er en menn verða að sætta sig við niðurstöður um- hverfismats auk þess sem minni spjöll verða af jarðhitavirkjun en vatnsaflsvirkjun. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum aldrei byggt þetta land án þess að koma við það því enginn getur bæði átt kökuna og borðað hana,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. í lögformlegt mat „I góðri sátt á Alþingi var í vor er leið samþykkt að fara af stað með fjóra virkjunarkosti, Vatns- fellsvirkjun, Búðarhálsvirkjun, Bjarnarflagsvirkjun og virkjunar- rétturinn var fluttur frá Lands- virkjun vegna virkjunar í Skaga- firði yfir til RARIK. Allar þessar framkvæmdir þurfa að fara í lög- formlegt umhverfismat. Það hef- ur alltaf Iegið lyrir að ef Bjarn- arflagið verður virkjað yrði það nýtt til raforkuframleiðslu og Landsvirkjun hefur þennan rétt þar,“ segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. Hann var spurður hvort hann óttaðist ekki mótmælaöldu vegna Bjarnarflagsvirkjunar eins og Fljótsdalsvirkjunar? „Alþingi veitti heimildina til virkjunar í Bjarnarflagi í vor er leið og það er alveg skýrt að Bjarnarflagið fer í lögformlegt umhverfismat. Ég geri mér grein fyrir því að hópur manna er á móti virkjunum aimennt og þeir munu eflaust mótmæla. Við því er ekkert að gera,“ segir Finnur Ingólfsson. - S.DÓR Davíð Oddsson kom Íslandssíma af stað í gær með því að hringja í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. íslands- símií loftið Islandssími hóf starfsemi sína formlega í gær með því að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hringdi fyrsta símtalið um dreifikerfi fýrirtækisins. Hringdi hann í Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra og handhafa eina hlutabréfs keppinautarins, Landssímans. Ætlun íslands- síma er einmitt að fara í sam- keppni við Landssímann á al- mennum símamarkaði. Tekjur af rekstri fastlínukerfisins hér á landi námu um 10 milljörðum á síðasta ári en það svarar til nærri 80% af veltu fjarskipta- markaðarins. Til að byrja með ætlar Islands- sími að bjóða fyrirtækjum upp á símaþjónustu. Áhersla verður lögð á betri þjónustu en til þessa hefur þekkst á markaðnum. Hrossakaup er Róm brcnnur Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi ríkisstjórnina harðlega í setningarræðu sinni á fyrsta reglulega Iandsfundi Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs sem hófst á Akureyri í gær. Hann kom víða við í ræðu sinni og fjallaði m.a. um umhverfis- mál, velferðarmál, utanrfkismál og byggðamál. Um byggðamálin sagði Steingrímur m.a.: „Davíð Oddsson, sem verið hefur yfir- maður byggðamála í talsvert á 9. ár, hyggst nú af klókindum sín- um losa sig út úr þeim mála- flokki og telur væntanlega ekki vænlegt til vinsælda til framtíðar litið að hafa hann lengur með höndum. Skv. formúlunni kem- ur Sjálfstæðisflokkurinn vanda- málunum af sér yfir á samstarfs- Hokkinn og Framsóknarflokkur- inn tekur glaður við. Davíð fær Seðlabankann í staðinn. Það er tímanna tákn og sláandi að stjórnarflokkarnir eyða kröftum sínum í hrossakaup um mála- flokkinn sem í hlut á, meðan Róm brennur.11 Steingrímur vék einnig að því að íslenskir vinstrimenn hefðu e.t.v. ekki verið nógu %ákveðnir í umræðunni um markaðslögmál- in og markaðsvæðingu og bvatti hann til ákveðnari stöðu félags- hyggjumanna á þeim vettvangi. Undir lok ræðu sinnar vék hann að framtíðarsýninni. „Ef við leik- um okkur með nokkur lykilorð sem gætu gefið innsýn í það sem raunverulega skiptir máli og við eigum að beita okkur fyrir þá gætu þau t.d. verið þessi: Lífs- gæði: að markmiðið verði inni- haldsríkt, gott og farsælt mannlíf en neysluhyggja og lífskjara- kapphlaup þoki til hliðar. Sjálf- stæði: að við varðveitum sjálf- stæði okkar, frelsi og fullveldi til að ráða sjálf áfram fyrir okkar málum og bera sjálf ábyrgð á okkur í heiminum. Umhverfi: að við mótum heilsteypta og heiðar- lega umhverfisverndarstefnu þ.m.t. sjálfbæra orkustefnu þar sem varðveisla hreinnar og ósnortinnar náttúru sé í öndvegi og öllum framkvæmdum, mann- virkjagerð og auðlindanýtingu verði þannig háttað að hún upp- fylli þær kröfur," sagðir Stein- grímur í ræðunni. I dag mun Hogni Hödal, ráð- herra sjálfstæðismála í Færeyj- um, ávarpa landsfundinn. Framsókn dalar, VG sækir á Ný skoðanakönnun sem DV birti í gær sýnir vaxandi fylgi Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokksins, en veru- legt fylgistap Framsóknarflokksins. Samfylkingin stendur í stað. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 51% atkvæða, Samfylkingin 17,7%, Vinstrihreyfingin 14,5%, Framsóknarflokkurinn 14,3% og Frjálslyndi flokkurinn 2%. Aðrir fengu 0,2%. Kortasala þrefaldast hjá LA Mikill áhugi er á aðgangskortum hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur salan þrefaldast frá síðasta leikári. Kortin gilda á þrjár sýningar, Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson, sem nú er sýnt í Ieikhúsinu, Blessuð jólin eftir Arnmund Backman og Tóbakströð eða Tobacco Road, eftir Erskine Caldwell. Nokkrar samstarfssýningar eru einnig á dagskrá vetrarins og fá kortagestir afslátt af miðaverði á þær sýn- ingar. Kortasala hjá Leikfélaginu hefur ekki gengið jafnvel í mörg ár og er greinlegt að fólk kann vel að meta verkefnin sem í boði verða þetta leikárið. - HI Nú hní hyggö á Sandá Allmikið hlaup varo í Jökulsá á Fjöllum 1. ágúst sl. sem tók veginn austan Ásbyrgis, vestan brúarinnar, í sundur. Ennfremur tók trébrú af Sandá í heilu lagi og flaut hún út á Oxarfjörð, en gríðarlegur vöxt- ur hljóp einnig í Sandána. Ný brú er í smíðurn og verður hún svipuð að lengd og gamla brúin, eða liðlega 41 metri, hæð hennar 4,70 metrar og breidd 3,60 metrar en áætlað er að byggingu brúarinnar verði lokið fyrir jól. Vegaframkvæmdir standa einnig yfir á Hólssandi, en verið er að hækka veginn þar sem hann er mest niðurgrafinn en frá neðri brúnni við Jökulsá á Éjöllum og nokkuð uppeftir er vegurinn allþokkalegur. Þetta er ekki síður gert til þess að auka þann tíma sem hægt er að fara þarna um upp á þjóðveginn um Möðrudalsöræfi og eins til þess að lengja þann tíma sem hægt er að komast að Dettifossi úr austri. Aukafjárveiting fékkst til þessara framkvæmda að upphæð 1 5 millj- ónir króna. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.