Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 19 9 9
Björn Halldórsson hjá fíkniefnalögreglunni sést hér með fikniefni sem lagt hefur verið hald á.
Vonandi færri
stómevtendiir
Stóra fíkniefnamálið
fækkar byrjendum í fiíkni-
efnaneysln. Fleiri og
smærri skammtar fluttir
inn en „stóra fíkniefna-
málið“ gefur tilefni til að
ætla.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segist ekki hafa orðið var við
aukna ásókn í meðferð í framhaldi af
minna framboði á fíkniefnum. „Það
sem við gætum væntanlega séð er
minni neysla hjá okkar fólki, sem
mældist þá í færri stórneytendum sem
eru að koma hérna inn. Sérstaklega á
nýkomufólkinu, þessu unga fólki sem
er búið að vera hálft til eitt ár í mikilli
neyslu."
Þórarinn segist vona
að því fólki fækki og
segir spennandi að
fylgjast með framhald-
inu að því Ieyti að von-
andi muni „stóra fíkni-
efnamálið" hafa þau
áhrif að erfiðara verði
fyrir ungt fólk að helja
neyslu. „Lögmálið er
að þú treystir kannski
illa þeim sem eru ung-
ir, lausmálir og þú
þekkir ekki. Það er
betra að versla við þá sem eru eldri og
reyndari í þessum heirni," segir Þórar-
inn. Hann segir ekki fjarri lagi að hóp-
urinn sem nú er rannsakaður gæti hafa
ráðið um tuttugu af hundraði markað-
arins en samkeppnislögmálin virki á
þessum markaði eins og öðrum, þegar
ein verslanakeðja fari á hausinn líði
ekki á löngu þangað til hinar auki um-
svifin.
Fleiri og smærri
Þórarinn segist ekki geta giskað á hve
margir séu hugsanlega að flytja inn og
selja fíkniefni en þeir séu mjög margir.
Hans tilfinning er að fíkniefni séu frek-
ar flutt inn í smærri skömmtum og oft-
ar heldur en athafnasemi þeirra sem
nú sitja í gæsluvarðhaldi virðist benda
til. Hann segir menn almennt ekki gera
sér grein fyrir því hve hin ólöglega
vímuefnaneysla sé orðin stór þáttur í
„ómenningu" okkar.
Eitthvert jafnvægi virðist komið aftur
á markaðinn ef marka má verðið. Verð
á hassi ætti að geta talist góður mæli-
kvarði því erfiðara er að drýgja það og
blanda en duftefnin. Upplýsingar Þór-
arins benda til að grammið af hassi
kosti nú um tvö þúsund krónur. — H1
Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfir-
læknir á Vogi.
Margir framsóknarmenn
eru nú farnir að verða
óþreyjufullir eftir frum-
varpi frá Finni Ingólfssyni
um Byggðastofnun - þar sem
stofnunin yrði vistuð hjá iðn-
aðarráðherra og nýtt embætti
yrði stofnað, sem talað hefur
verið um að Páll Pétursson
myndi setjast í. Pottverjar
telja sig vita að rætt hafi ver-
ið um að ráðherrasMpti yrðu
hjá framsókn um áramót,
Páll færi í Iiina nýju stöðu en
Valgerður Sverrisdóttir kæmi inn í félagsmála-
ráðuneytið. Er fullyrt að nokkur þiýstingur sé á
Finni að Mára málið sem fyrst...
Páll Pétursson.
Á sömu spýtu hangir hins vegar líka Seðla-
bankamálið en samið var um það milli stjómar-
flokkanna að Sjálfsæðisflokkur fengi Seðlabank-
ann til forsætisráðherra og framsókn Byggða-
stofnun til iðnaðarráðherra. Það frumvarp er
heldur ekM komið fram og fullyrt er í pottinum
að sjáflstæðismenn sýni því htirni skilning að
setja slíkt í flýtimeðferð...
Náist hins vegar að flytja
Seðlabankann fyrir áramót er
talið víst að Davíð muni
sMpa mann í lausa banka-
stjórasætið og eru þegar
komnar upp vangaveltur um
hver gæti hreppt hnossið.
Auk orðróms um að Davíð
æfli sér stólinn sjálfur hefur
nafn Vilhjálms Egilssonar
verið nefnt, en hann hefur verið formaður efua-
hags- og viðsMptanefndar um árabil. Auk þess
mun það greiða úr vandræðum sjálfstæðis
manna í núverandi Norðurlandskjördæmi
vestra fýrir næstu þingkosningar, sem verða
með breyttu sniði sem kunnugt er. Þá yrði senni-
lega einugis pláss fýrir annað hvort Vilhjálm eða
Hjálmar Jónsson í ömggu sæti, þannig að það
mál leysist í leiðinni...
Vilhjálmur Egils-
son.
Pétur Hauksson
nýkjörinn formaðurMatinvemdar
Mannvemd berst áfram fyrir
breytingum á lögum um
gagnagmnn. Þekktur danskur
prófessor tekur undir sjónar-
nriðfélagsins.
Berjumst enu fyrir breytingimi
- Hvað er helst á döfinni hjá Mannvemd?
„Eins og áður höfum við verið að skoða
gagnagrunnsmálið frá ýmsum hliðum og
höfum leitað sáttaleiða en ekki fengið þau
viðbrögð sem við vonuðumst eftir, en von-
umst tii að hægt verði að breyta þessum lög-
um í samræmi við það sem gengur og gerist
erlendis og í samræmi við alþjóðlegar siða-
reglur. Þá er gengið út frá því að það verði
fengið upplýst samþykki fyrir hverri rann-
sókn og ef það á að gera einhverjar undan-
þágur frá því þá þarf óháð vísindasiðanefnd
og tölvunefnd að taka afstöðu til þess fyrir
hverja rannsóknaráætlun."
- Berst Mannvemd einkum fyrir per-
sónuverndinni í þessu sambandi?
„Mannvernd berst einkum fýrir persónu-
verndinni í þessu sambandi og hefur leitað
leiða til að færa þessi mál í það horf sem er
almennt viðurkennt í heiminum. Meðan
það hefur ekki gengið og ekki verið hægt að
fallast á þessar tillögur okkar höfum við
mælt með því við fólk að það segi sig úr
gagnagrunninum, eða segi sig frá honum
eins og sumir segja. Það hafa þrettán þús-
und manns sagt sig úr honum og eins og
einhver sagði á fundinum þá hcfur enginn
ennþá sagt sig í hann.“
- Það hefur veriðfrekar hljótt i kringum
félagið að tmdanfömu, það þýðir ekki að
þið séuð að gefast upp?
„Nei alls ekki. Við gerum okkur ennþá
vonir um að það verði hægt að færa þetta í
það horf sem er almennt viðurkennt í heim-
inum. Eftir aðalfundinn hélt Povl Riis frá
Danmörku opinn fyrirlestur um siðfræði
læknavísinda. Hann er þungavigtarmaður í
þessum málum og hefur tengst siðfræði-
vinnu í tuttugu til þrjátíu ár, fyrst í Dan-
mörku og svo núna á vegum Evrópuráðsins,
þar sem hann situr f siðfræðinefndum og er
að semja siðfræðileiðbeiningar meðal ann-
ars fýrir Austur-Evrópulönd. Hann tjáði sig
mjög skýrt um þetta. Sá misskilningur hef-
ur komið fram í fjölmiðlum síðustu daga að
f Danmörku væri til sambærilegur gagna-
grunnur og hér. Hann sagði að það væri alls
ekki. Sá gagnagrunnur sem vísað er til í
Danmörku er svipaður og innlagnaskráning-
ar eins og landlæknir er með hérna. Þar eru
skráðar allar innlagnir á sjúkrahús. I Dan-
mörku hefur sá gagnagrunnur verið notaður
til rannsókna í ákveðnum tilvikum en hann
tók það skýrt fram að rannsóknir með
gróðasjónarmið af einkaaðilum myndu ckki
verða Ieyfðar í þeim gagnagrunni til dæmis.
Hann talaði líka um að það er sérstök
siðanefnd og tölvunefnd sem heldur utan-
um jjennan gagnagrunn og getur hafnað
rannsóknum, getur sagt að Jiessa rannsókn
megi ekki gera nema fyrst fáist upplýst sam-
þyldd. Það er það sem vantar hér í þessum
fýrirhugaða íslenska gagnagrunni."
- Teljið þið ykkur þama hafa fengið við-
bótar liðsmann efsvo má segja?
„Já, hann staðfesti okkar sjónarmið og
studdi þau fannst mér.“
- I franthaldi af fréttum Stöðvar 2 ný-
lega, telur þú að sjúkraskýrslur séu nægi-
lega vel vemdaðar eða er varsla þeirra al-
mennt í molum?
„Hún er alls ekki í molum, alls ekki. Þetta
er afmarkað tilvik og er alls ekM dæmigert
fyrir það hvernig þessum málum er háttað.
Það er hins vegar sjálfsagt að athuga það
hvernig svona atvik getur komið fý'rir, hver
það var sem skildi eftir opið, hvers vegna og
hvernig Stöðvar 2 menn vissu af því og áttu
svona greiðan aðgang. Það er sjálfsagt að at-
huga það. Það þarf að skoða málið í heild
sinni og skoða svona atvik.“ — Hl