Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
%L ífJÐ / LAj'JmjU U j
Ólafur aflar frétta árið 1975. “Það var tilviljun að ég byrjaði f frétta-
mennsku eins og flest annað sem hefur komið fyrir mig í tífinu."
Þeir fylgjast með því
helsta sem við ber í
heiminum, bræðurnir og
prestssynirnir Ólafur
Sigurðsson og Gissur
Sigurðsson. Þeirra hlut-
verk er að miðla því
áfram til landsmanna
gegnum sjónvarp og út-
varp.
ÓIi: „Það var tilviljun að ég byrj-
aði í fréttamennsku eins og flest
annað sem hefur komið fyrir
mig í lífinu. Eg hef aldrei haft
stór og skýr plön um lífið og
eitthvert Iokatakmark framund-
an. Hefur þú haft það Gissur?
Ert þú búinn að ákveða hvar þú
verður sjötugur?"
Gissur (hneykslaður): „Nei, ég
veit ekki einu sinni hvar ég
dansa næstu jól. Einu sinni
dreymdi mig um að verða flug-
maður og var húinn að eyða dá-
litlum tíma í að
læra það en á
þeim árum var
svo löng bið eftir
almennilegu
starfi að ég gafst
upp á að bíða.“
Óli: „Eg byrjaði
á Vfsi þegar hann
var endurreistur
fyrst, 1962.
Gunnar Schram
var ritstjóri,
ásamt Hersteini
Pálssyni. Þá voru gerðar mjög
miklar breytingar á blaðinu og
þetta var í fyrsta skipti á Islandi,
sem myndir voru mjög mikið
notaðar. Það mæltist ákaflega
vel fyrir. Vísir var til dæmis
fyrsta blaðið sem birti hálfs
dálks myndir af greina- og
dálkahöfundum. Þetta var fyrir
daga sjónvarps og menn urðu
dálítið þekktir á þessu. Eg var á
Vísi í tvö ár og það var skemmti-
legur tími.“
Gissur: „Ég byrjaði á Alþýðu-
blaðinu. Fór þaðan á Sjávarfrétt-
ir og helgaði mig svo því starfi
að rífa niður uppbyggingu Óla
og félaga á Vísi með harðri sam-
keppni á Dagblaðinu, sem síðan
yfirtók Vísi. Þannig að það var
til lítils fyrir Óla að vera að
byggja upp.“
Hundurinn
passaði Gissur
Þeir fæddust báðir í Hraungerði
í Flóa, þar sem faðir þeirra, sr.
Sigurður Pálsson, síðar vígslu-
biskup, var þjónandi prestur.
Móðirin var Stefanía Gissurar-
dóttir og börnin alls sjö, Qórir
drengir og þrjár stúlkur. Þegar
Gissur var 9 ára flutti fjölskyld-
an til Selfoss. Ólafur stóð þá á
tvítugu og búinn að hleypa
heimdraganum. „Maður Ienti í
því að fara að heiman 16 ára
gamall og vera fyrstu árin eftir
það í heimavistarskóla á veturna
og vinnubúðum á sumrin."
Gissur: „En við áttum ágæta
æsku í Hraungerði og þar var
frjálsræðið svo mikið að lítið
þurfti að hafa fyrir að passa
mann, hundur-
inn sá um það.“
Óli: „Já, hund-
urinn á heimil-
inu hafði mikla
ánægju af að
passa Gissur. Það
var dálítið merki-
leg sjón, sem
fleiri en ég urð-
um vitni að.
Gissur var að
klöngrast í stiga
sem var í húsinu og datt niður
en hundurinn hljóp undir hann
og tók af honum höggið."
Sunnlenskan varð ofan á
Óli: „Móðir okkar var frá Byggð-
arholti í Flóa en faðir okkar af
Snæfellsnesi. Þau töluðu ekki
alveg sama málið, mamma sagði
hvítur hvalur en pabbi kvítur
kvalur. Við bræður erum í hópi
þess fólks sem kann að nota hv
framburðinn. Arni Böðvarsson
sagði reyndar einhverntíma að
best talandi íslendingur væri
Sunnlendingur, sem ætti annað
foreldri að norðan."
Ekki telja þeir bræður þó að
málfar þeirra hafi ráðið úrslitum
um að þeir réðust á fréttastofur
og segja ekkert í uppeldinu hafa
gefið til kynna að það yrði þeirra
hlutskipti. Þó hafi þeir snemma
haft gaman af fréttum og mikið
hafi verið hlustað á útvarp og
lesið af blöðum á æskuheimil-
inu.
Óli: „Svo var afskaplega mikill
gestagangur heima hjá okkur.
Margir málsmetandi menn í
þjóðfélaginu á ferð og reyndar
allar tegundir af fólki. Oft gam-
an í kirkjukaffi í Hraungerði. Þá
komu bændurnir og ræddu mál-
in. Mér fannst þeir eiga það
sameiginlegt að vera skynsamir
menn, sem hugsuðu mál skýrt
og hafði gaman af að fylgjast
með umræðum."
Gissur: „Eitt af vandamálun-
um sem maður býr við í fjöl-
miðlastarfinu er að maður hittir
alltof sjaldan fólk en situr þess
meira við tölvur og skjái. Sam-
skipti hafa versnað stórlega með
bættri samskiptatækni.“
Óli: „Já, svo einangrast frétta-
menn dálítið í að tala við þing-
menn og forstjóra og að þeim
ólöstuðum þá eiga þeir auðvitað
ekki að vera eina tengingin við
veröldina."
Gissur: „I fjölmiðluninni verð-
ur alltaf að hugsa um hvað selur
og bullsetning úr ráðherra selst
betur en gullkorn úr einhveijum
bónda úti í mýri.“
Kapphlaup við tímann
Þeir bræður segjast eiga það
sameiginlegt að hafa áhuga fyrir
sjávarútvegi og fréttum tengdum
honum. Kannski vegna þess að í
uppvextinum í sveitinni hafi
hann verið þeim framandi og
spennandi heimur. En skyldu
þeir oft spjalla saman um þetta
áhugamál eða önnur?
Gissur: „Ekki reglulega. Við
vinnum báðir mikið og erum á
vöktum, ég á Bylgjunni og Óli í
sjónvarpinu. En mér finnst alltaf
gaman þegar við hittumst."
ÓIi: „Ég segi sama. Samskipt-
in eru góð þótt þau séu ekki
mjög mikil. Vinnan heldur okkur
föngnum og hún er skemmtileg
en erfið. Flestir skemmtilegir
hlutir eru þannig að það þarf
eitthvað fyrir þeirn að hafa.“
Gissur: „Klukkan er samt
alltaf yfir manni. Við hugsum
ekki í klukkutímum, heldur
mínútum og sekúndum. Við
miðum skrif okkar við sekúndur
og vinnum í kapphlaupi við sek-
úndur í lokin."
Óli: „Enda er tímaskynið
þannig að það er Ijarlægt að
hugsa um citthvað sem á að ger-
ast eftir mánuð. Mér finnst
meira að segja orðið erfitt að
ákveða að ég ætli að eyða tveim-
ur klukkutímum í eitthvað eins
og það að horfa á bíómynd. Þeg-
ar ég skrifaði um kvikmyndir í
Vísi á árum áður fannst mér
eðlilegt atferli að fara f bíó 1 50-
200 sinnum á ári. Nú vil ég
helst gera eitthvað annað um
leið og ég horfi á þátt í sjónvarp-
inu, t.d. skoða tímarit."
Gissur: „Það er ágætt að
strauja við sjónvarpið. Mér
finnst svo leiðinlegt að strauja
en sjónvarpið linar þjáningarn-
ar.“
GUN.
í fjölmiðluninni verður
alltaf að hugsa um
hvað selur og bullsetn-
ing úr ráðherra selst
betur en gullkorn úr
einhverjum bónda úti
í mýri.