Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 - 31
Mikil ábyrgð
að ættleiða bam
Um 370 böm af erlend-
um uppmna hafa veríð
ættleidd hingað til lands.
„Við Islendingar eigum hátt á 4.
hundrað harna, sem á síðustu
áratugum hafa verið ættleidd er-
lendis ífá til Islands og sem þegar
hafa og eiga eftir að gera þjóðfé-
lag okkar enn ríkara. Reynsla mín
af mínum þrcmur börnum hefur
bæði gefið mér og kennt mér
meira en nokkuð annað sem hef-
ur komið fyrir mig á lífsleiðinni,"
sagði Valgerður Baldursdóttir,
barnageðlæknir, sem fjallaði um
sérstöðu ættleiddra bama af er-
lendum uppmna á fjölsóttri ráð-
stefnu Bamaheilla um börn af er-
lendum uppruna hér á landi, sem
haldin var í tilefni 10 ára afmælis
Barnaheilla.
Valgerður kvaðst ekki vita til að
neinar rannsóknir hafi verið gerð-
ar hér á landi á stöðu þeirra.
Sérstöðu ættleiddra barna segir
Valgerður margþætta. Eitt sé
framandi útlit, flest séu þau dökk
á brún og brá. Þau þekki ekki
þann lúxus að falla inn í hópinn,
vera ekki öðruvísi en hinir, sem
öllu máli skiptir í æsku, eins og
allir þekkja. Og þau skeri sig ekki
bara úr í samfélagi barna heldur
líka í eigin fjölskyldu. „Þetta getur
kallað á alls kyns athugasemdir.
Sennilega er sárast að heyra; þú
átt ekki alvöruforeldra, eða af
hveiju ertu ekki hjá alvöm-
mömmu þinni?“
Mesta sérstaða þessara barna
sé þó sú afdrifaríka lífsreynsla
sem þau hafa gengið í gegnum.
„Þau hafa í farteskinu lífsreynslu
sem hefur meiri áhrif á líf þeirra
en nokkuð annað sem þau eiga
eftir að upplifa síðar á lífsleiðinni.
Það er ekki hægt að hugsa sér
meiri missi í lífi nokkurs einstak-
lings heldur en þann sem þau
hafa orðið fyrir,“ segir Valgerður.
Ættleiðing eigi sér aldrei stað án
Mesta lífsreynsla
á lífsleiðinni
Valgerður Baldursdúttir.
missis og öllum missi fylgir sorg.
Barnið sé skilið frá kynforeldrum
sínum að eilífu og glati tengslum
við allan sinn uppruna. Þessi að-
skilnaður og missir hafi djúp áhrif
á barnið, jafnvel þó það viti ekki
hvað er að gerast. Sérhver missir
og aðskilnaður síðar í lífinu verði
fyrir hragðið erfiðari.
Mikilvægt
að vinna úr sorginni
Valgerður segir kjörforeldra oft
finna til sektarkenndar fyrir að
útsetja börnin fyrir þetta álag.
Mjög mikilvægt er að sérhver að-
ili í þessu ættleiðingarferli syrgi
sinn missi, sem geti þó verið erfitt
í samfélagi þar sem rík tilhneiging
er til að afneita þessum sársauka.
En sé ekki unnið úr sorginni þá
gerir hún vart við sig síðar og geti
þá birst sem kvíði, örvænting,
þunglyndi, reiði, hegðunarútrás
og jafnvel misnotkun vímuefna
svo nokkuð sé nefnt. Þessar til-
finningar gera gjarnan vart við sig
á hvers kyns tímamótum í lífinu.
„Allar þær tilfinningar sem ég
hef farið inn á hér geta haft trufl-
andi áhrif á þær tilfinningar sem
æskilegt er að myndist milli for-
eldra og barna." Sum þeirra, bæði
börn og fullorðnir, virðist forðast
nálægð. „Það er mikil ábyrgð að
ættleiða bam,“ sagði Valgerður
Baldursdóttir. - HEI