Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 1
Anteríka fundin
ððrasinni
„Á öðru ári prestdóms síra
Lafranz gjörðiz þat til tíðinda
at Eiríkr konungr sendi Hrólf
til Islands at leita Nýjalands."
Svo segir í Lárentíusar sögu
biskups um landafundi og
landaleit í Vesturálfu. Var
Hrólfur þessi sendur til Is-
Iands árið 1289. Síðar segir:
„Á þriðja ári prestdóms
Laurentii krafði Hrólfr um Is-
land menn til Nýjalandsferð-
ar.“ Þar var árið 1291.
Þessi stuttorða frásögn í Lár-
entíus sögu, sem skrifuð er á
14. öld, sýnir að menn voru
ekki afhuga landnámi í Vestur-
heimi þótt Þorfinnur Þórðar-
son og kona hans Guðríður
Þorbjarnardóttir hafi gefist
upp á sínu landnámi þrem öld-
um fyrr. Það var Noregskon-
ungur, sem einnig var konung-
ur Islands, sem sendi mann út
af örkinni til að finna Iandið í
vestri handan hafsins og til að
fá íslenska menn til að flytja
þangað búferlum. Það tókst
ekki enda er ætlað að veðurfar
hafi farið kólnandi og farið að
sverfa að norrænum mönnum
á Grænlandi. Því mun Iítt hafa
þótt fýsilegt að nema enn fjar-
lægara land, sem að auki var
byggt skrælingjum, sem ekki
tóku nýjum landnemum nema
mátulega vel.
Þá er þess að geta að um
svipað leyti voru menn hvattir
til krossferða til að frelsa hina
helgu gröf úr höndum vantrú-
aðra og mun ferðafúsum
mönnum ekki síður hafa þótt
fysilegra að fara þangað en í
Iítt þekkt lönd í vestri.
Sjá næstu st'ðu
Leifur Eiríksson sté fyrstur Evr-
ópumanna á land í þeirri álfu
sem síðar hlaut nafnið Amer-
íka. Sagan af för hans er vel
þekkt og skráð í fornum
heimildum. Talið er að Leifur
hafi verið á ferð fyrir einni þús-
öld. Enn eru til sagnir um að
Ameríka hafi fundist aftur
skömmu fyrir 1300 og þá hafi
verið gerð tilraun til landnáms
samkvæmt konungsboði. Þá
var Landa-Hrólfur á ferð. Um
hann og hans ferðir er allt
meira á huldu enda heimildir
og fásagnir af skornum
skammti.