Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 2
U-LAUGASDAGUR 30. OKIÓUER 1999 Thgur SÖGUR OG SAGNIR Landa-Hrólfur Framhald afforstðu í íslenskum annálum segir að Ei- ríkur konungur prestahatari hafi sent Hrólf til íslands 1289 til að leita Njgalands og að næsta ár hafi Hrólfur farið um Island og krafið menn til að fylgja sér og hef]a landnám á Nýjalandi. Þess ber að gæta, að höfundur Lár- entíus sögu var einnig annálarit- ari og er Iíklegt að þarna sé að- eins um eina heimild að ræða en ekki tvær. Espólín segir í sínum fræðum, að Hrólfur þessi hafi fundið landið, en Hannes Þor- steinsson þjóðskjalavörður bend- ir á að þeir Aðalbrandur og Þor- valdur Helgasynir hafi fundið „nýja land“ árið 1285. Þeirra er getið í Arna biskups sögu. Hann- es minnir á, að í tveim öðrum handritum annálsins standi „fundust Dúneyjar", og er Hrólfs hvergi minnst. Hannes telur að Hrólfur hafi verið norskur mað- ur, en ekki íslenskur, og hafi ver- ið mikils háttar þótt hans sé ekki víða getið. Leitt hefur verið get- um að því að Dúneyjar séu eyj- arnar Baccalao og Penguin við Nýfundnaland. Sé það rétt sem fáorðar heimildir segja um landa- fundina 1285, þá sýnst sem Is- Iendingar hafi fundið Ameríku tvisvar áður en Kólumbus sté á land á eyjum Vestur-Indía og að hugur hafi verið í mönnum að hefja landnám þar í annað sinn. Það er að segja frá Evrópu því Indíánar og Innúítar voru búnir að hafast lengi við f Vesturheimi áður en norrænir menn höfðu pata af hinum miklu löndum þar. Gísli Konráðsson er sá sagna- ritari sem mest hefur skrifað um Landa-Hrólf og landaleit hans. Hann blandar saman fáorðum heimildum um efnið og þjóð- sagnakenndum ýkjusögum, sem hann hefur annaðhvort samið sjálfur eða sótt í smiðju Jóns lærða Guðmundssonar, sagnarit- ara, sem var hjátrúarfullur með afhrigðum og trúgjarn eftir því. Ekki er til neitt af skrifum Jóns læraða um Nýjaland og Landa- Hrólf, en Jón Espólín lætur þess getið í sínum skrifum um efnið að Jón hafi látið eitthvað eftir sig um Iandaleit fyrir vestan haf um 1300. Sagan um Hrólf hefur reynst býsna lífsseig þótt áreiðanlegar heimildir séu af skornum skammti. Sfra Einar Hafliðason, sem skrifaði Látentíus sögu var upp á árunum 1307-1 393. Hann skrifaði einnig Lögmannsannál og var sögufróður í besta lagi. Síra Einar sat Breiðabólsstað í Vestur-Hópi í um hálfa öld. Hann var handgenginn einum fimm Hólabiskupum. Sagnaritar- inn er svo nærri Hrólfi og leitinni að Nýjalandi í tímanum, að segja má að hann hafi verið samtíðar- maður þeirra atburða og svo glöggur maður var ekki líklegur til að skálda upp landaleit eða skrökva því upp á Eirík konung, að hafa gert út mann til íslands til að leita Iandsins, sem síðar var nefnt Amerfka. Jón lærði var uppi 1574-1658. Eiríkur konungur Magnússon tók við ríki í Noregi 1280 og dó 1299. Hann sendi Hrólf til íslands til að leita landa í vestri og fá menn til að nema það. Samkvæmt síðari tíma frásögn reyndi hann líka að fá norska menn til að gerast land- nemar, en hvorki Norðmenn né ís- lendingar höfðu löngun í sér til að leita svo langt til nýrrar búsetu. Þá var og að drepsóttir plöguðu fólk á norðurslóð og að marga fýsti fremur að fara fara í krossferðir til Jórsala sér til frama og sáluhjálpar en leggja í óvissar langferðir yfir úfin höf. Hinu má svo velta fyrir sér hvort krossferðir reyndust giftudrýgri þegar frá leið. Skipsmynd úr Jónsbókarhandriti. Líklega má telja að farkostur þeirra Eiríks rauða, Leifs Eiríkssonar og Landa- Hrólfs hafi verið líkari þessari bússu en þeim glæsilegu langskipum, sem alla jafna prýða efni frá víkingatíð. Sé það rétt að hann hafi skrifað eitthvað um landaleit um 1300 hefur hann það eftir annálum, biskupsasögum eða munnmæl- um, sem telja má sennilegt ef tekið er tillit til þess að Gísli hafi leitað í smiðju Jóns. Hafa þeir þá báðir barnað söguna og bætt í hana vættum og ókindum. Jarðvist Jóns Espólíns sýslu- manns og sagnaritara spannaði árin 1769-1836. Hann mun hafa sótt sinn fróðleik um Hrólf og landaleit hans í forna annála. Gísli Konráðsson var aðeins yngri í tímanum en hann fæddist 1787 og dó 1877. Síðan hafa fleiri sagnaritarar fjallað um sannleikisgildi þeirra gömlu tíð- inda, að land þeirra Bjarna Herj- ólfssonar, Leifs Eiríkssonar og Þorfinns Þórðarsonar, þar sem Snorri sonur hans og Guðríðar fæddist, hafi verið Ieitað á ný kringum 1300 í því augnamiði að hefja þar landnám hvítra og kristinna manna. Enn sem kom- ið er komast menn ekki mikið lengra til að færa sönnur á að Landa-Hrólfur hafi siglt vestur um haf og hvatt Islendinga til að flytja þangað búferlum. En vel má gæla við þá hugsun, að hafi það tekist, hefði vcraldarsagan verið farin á annan veg en raun ber vitni. um við Grænlendinga. Hófst för hans með því að tveir hirðmenn Eiríks konungs Magn- ússonar, Gauti og KetiII, fóru í kaupferð, og fundu Hrólf á báti úti fyrir Hornbjargi og tóku hann um borð til hafnarleiðsögu eftir að hafa Ient í hrakningum. En hrakningum hélt áfram og náðu þeir hirðmenn með Hrólf innan- borðs til Grænlands. Þar féllu þeir Ketill og Gauti. Skal nú grip- ið niður í þátt Gísla Konráðsson- ar um landafundi hans: „Hrólfur lagi nú út frá Græn- landi við níunda mann. Var það ekki allskamma hríð, að þá velkti úti. Hugði Hrólfur fast á í fyrstu að ná Vestfjörðum á Islandi, en fyrir því að veður bægðu þeim mjög, bar þá langt vestur í haf, að því er Hrólfur hugði, en er þeir höfðu lengi siglt og meira en viku, að sumir segja, þá sá þeir Iand mikið og beittu undir það. Komu því næst inn í fjörð einn og vörpuðu þar akkerum. Hrólfur fór á landi á báti sínum við fimm- ta mann, að vita það, ef hann Hrólfur finnur land Gísli Konráðsson rekur sögu Hrólfs í Þætti sínum af Landa- Hrólfi og telur hann hafa verið skagfirskan, sonur Skíða á Skíða- stöðum. Uppvexti hans og ævin- týrum er Iýst með þeim þrag að sagan verður Iítt trúleg. Ungur missir hann foreldra sína og Iendir í miklum mannraunum, berst við skrýmsli og forynjur, hraktist til Grænlands og vann þar á flagðkonu og Ienti í útistöð- Kristófer Kólumbus sté á land á eyjunni San Salvador 12. maí 1492. Er talið að þar með hafi landnám Evrópu- manna í Ameríku hafist, því þótt íslendingar og aðrír Norðuríandamenn hafi komið þar fyrr hófst fyrst samfellt landnám með för Kólumbusar. Myndin sýnir er hann stígur á land og innfæddir færa honum gjafir. Vel vopnaðir hermenn reisa merki krossins i nýja heiminum. á Njjalandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.