Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 6

Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 6
VI-LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 SÖGUR OG SAGNIR Fratnhald af hls. 3 Kristín M. Jónsdóttir kaupkona var fædd 17. desember 1891 að Syðstu-Móum, Fljótum í Skaga- firði. Foreldrar hennar voru Jón Þorfinnsson, skipstjóri, og kona hans Björg Sæmundsdóttir. Kristín var á öðru ári þegar faðir hennar lést. Tólf ára fluttist hún með móður sinni til Vesturheims. Þegar Kristín var átján ára kom hún aftur heim til Islands og var hjá Elínu Briem á Sauðárkróki. Elín útvegaði Kristínu skólavist í hinum þekkta Kunstilyd-skólp í Eyjótfur og Ingibjörg Eyfelds. Kaupmannahöfn, þar sem Krist- ín fékk verðlaun fyrir sérstaklega góða frammistöðu. Þar balderaði hún meðal annars tösku sem lengi var höfð til sýnis í skólan- um. Kristín nam síðan fatasaum í Kristín Jónsdóttir. Skotlandi. Þegar hún kom heim til Islands fór hún til Blönduóss og kenndi þar við Kvennaskólann fram til frostayetursins 1918. í Kvennaskólanum kynntust þær Kristfn ogTngrbjörg, sem varð til þess að saman stofnuðu þær og ráku verslunina Baldursbrá í meira en hálfa öld. Kristín hafði svítu í húsi Eyjólfs og Ingibjargar og bjó þar á meðan hún gat hugs- að um sig sjálf. Eftir að kraftar þrutu var hún á heimili Einars Eyfells, sonar Eyjólfs og Ingi- bjargar. Hún lést 18. maí 1979. A síðustu árum sem verslunin Baldursbrá var starfrækt var hún flutti framan úr húsinu og geng- ið inn sundið að dyrum verslun- arinnar hafði þá reksturinn dreg- ist nokkuð saman, en þessar dugnaðar konur gátu ekki hugsað sér að hætta á meðan stætt var. íslenska þjóðin á þeim mikið að þakka, t.d. það að halda til haga gömlum hefðum með því að kenna konum að sauma og ldæð- ast hinum glæsilega íslenska þjóðbúningi. Eftir áður nefndan flutning var kjólaverslunin Fix í plássinu sem Baldursbrá var fyrst. Síðan kom þar gallerí. Núna er þar tískuverslunin StíII. Arið 1990 fóru fram talsverðar endurbætur á húsinu. Eldvarnar- veggurinn sem skipti húsinu í tvo hluta var tekinn niður. Kvistir voru settir á efri hæðina og þar er nú stór íbúð. Arkitekt að þessum breytingum, sem eru afar smekk- fegar, var Andrés Narfi Andrés- son. Eins og getið var um hér að framan var húsið byggt af Ólafi Magnússyni, trésmið, árið 1904. Upphaflega var það byggt fyrir smíðaverkstæði. Arið 1908 selur Ólafur Jóhanni Lárussyni smíða- húsið. Jóhann breytir því í fbúð árið 1910. I virðingu segir meðal annars að húsið sé byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 1” borðum á tvo vegu, með pappa, listum og járni yfir á tveimur hliðum og þak klætt járni. Eld- varnarveggir eru að sunnan og vestan. I útveggi er fyllt með sag- spónum og í milligólfi í báðum bitalögum. Húsið er einlyft með tveimur kvistgluggum og fimm álna háu risi. Niðri í húsinu eru tvö herbergi, eldhús og gangur sem er þiljað með pappír á veggjum en striga og pappa í Ioftum og málað. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi á lofti eru tvö herbergi, eldhús og gangur, allu frágangur sá sami og niðri. Uppi eru tveir ofnar og eldavél. Undir-öffu húsinu er kjallari með steyptu gólfi, 2m alín á hæð. I honum er þvottahús með vatns- -potti, tvær geymslur og gangur. Skólavorðu- stígur 4 c Verslunin Vfkingur var í hús- inu árið 1911. Kristín Johnsen og Lárus Benediktsson bjuggu þar árið 1912. Eyjólfur Björns- son átti húsið frá 1913 til 1940 en þá verður eigandi þess Kristín Jónsdóttir í Baldursbrá. Kristín bjó aldrei sjálf í húsinu en þar var alltaf búið. Um tíma var á neðri hæðinni tannsmíðastofa, þá var settur stór gluggi á austur- gafl og þiljað fyrir annan glugga á hliðinni sem snýr að Skólavörðu- stíg. Einar Eyfells, sonur Eyjólfs og Ingibjargar, verður eigandi að Skólavöðrustíg 4 c, árið 1962 og átti húsið þar til hann seldi nú- verandi eigendum, Gylfa Ægis- syni rithöfundi og tónlistarmanni og fjölskyldu hans árið 1990. Gylfi Iét gera húsið upp í sinni upphaflegu mynd. Stóri glugginn var tekinn af og í hans stað settir tveir gluggar eins og var í upp- hafi. Þiljur sem voru fyrir öðrum glugga voru teknar niður. Skólavörðustígur 4c er smekk- Iegt hús sem er ákaflega vel við haldið og eigendum sínum til sóma. I umsögn Húsadeildar Arbæj- arsafns segir. „Húsið er fallegt ný uppgert í bakgarði við Skóla- vörðustíg og er góður fulltrúi timburhúsatímabilsins í Reykja- vík.“ Heimildir emfrá Árbæjarsafni, Þjóðskjalasafni og Borgarskjala- safni. Skólavörðustígur 4c baka til. RP ® i '■ i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.