Dagur - 03.11.1999, Síða 1

Dagur - 03.11.1999, Síða 1
 Karl Ágúst hejur brotið heilann um íslensku þjóðarsálina síðustu 25 ároggreip þvífeg- ins hendi tækifæri til að komallOO árasögu þjóðarinnarí revíuform - „Ó þessi þjóð“ er frumsýnd íKajfileik- húsinu á morgun. Ný íslensk revía með ekki ómerkara innihaldi en helstu við- burðum Islandssögunnar frá land- námi verður frumsýnd í Kafíileik- húsinu annað kvöld. Tónlistin er frumsamin af Hjálmari H. Ragn- arssyni og fjórir leikarar sjá um að bregða sér í um 80 hlutverk sam- tals undir leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Þau Agnar Jón Egils- son, Karl Agúst Ulfsson, Erla Ruth Harðardóttir og Vala Þórs- dóttir setja sig m.a. í spor Ingólfs Arnarsonar, Egils Skallagrímsson- ar, danskra gengilbeina, Jónasar Hallgrímssonar og fegurðardrottn- inga. Dagur greip Karl Agúst, sem ber ábyrgð á texta revíunnar, glóð- volgan í gærmorgun þar sem hann var staddur með gemsann sinn í bíl inni á Sundlaugavegi og spurði hvort þetta væri ekki fremur an- kannalegt revíuefni, 1100 ára saga þjóðarinnar... Fjórir leikarar- 80 hlutverk „Jú, jú, en ég Iít þannig á að ef maður ætlar að komast að ein- hveiju sannleikshroti um íslensku þjóðina og hennar karakter þá verður maður að líta á söguna. Eg held að sagan skýri út ýmislegt í okkar fari.“ - Ertu að leita að þjóðarsálinni? Karl segist ekki hafa lagst í sögubækur til að finna einhver vel falin stórtíðindi úr sögu þjóðarinnar fyrir revíuna - hins vegarséu viðurkenndir stórviðburðir skoðaðir frá óhefðbundnum sjónarhóli. „Við lítum t.d. á víg Hjörleifs út frá sjón- arhorni uxans sem þrælarnir drepa." „Já, já, ég er alltaf að þvf, hef verið að því í ein 25 ár,“ segir Karl, en upphaflega kom revían þó þannig til að Asa Richardsdóttir, fyrrum fram- kvæmdastjóri Kaffileikhússins, nefndi við hann að sniðugt væri að semja söngleik eða revíu um ís- lensku þjóðina. „Mér leist nú strax vel á hug- myndina, sérstak- lega þótti mér spennandi að semja einhvers konar söngverk fyrir svona lítið hús, lítið svið og fáa leikara vegna þess að söngleikir eru nú oftast fjölmennir og hafa gríðarlega mik- ið umleikis." Ákveðið var að land- vættirnir, Griðungurinn, Bergris- inn, Ornin og Drekinn, yrðu þungamiðja verksins og að Is- landssagan yrði tekin í „nokkrum kollhnísum". Revían stildar því á stærstu stundum Islandssögunn- ar, m.a. landnámi Ingólfs og lands- ins alls, stofnun alþingis, Vín- landsfundinum, kristnitökunni, siðskiptunum, svarta dauða o.s.frv. Aðall hvers ástarsambands Leiknum lýkur svo á Þingvöllum árið 1944 og var ákveðið að halda ekki lengra í átt til nútímans enda segist Karl eiga erfitt með að greina í sundur nútíð og fortíð. „Við erum í gegnum allt verkið að sundurgreina nútímann en mér finnst spennandi að líta á fortíð og nútíð sem óijúfanlega heild - að skoða nútímann ekki nákvæmlega út frá atburðum nútímans, það er meira hlutverk áramótaskaupa og fréttaannála.'1 - Þtí segist hafa verið að leita að þjóðarsál íslendinga síðustu 25 ár - hefurðu komist að einhverri niður- stöðu? „Eg er nú ekki kominn að end- anlegri niðurstöðu. Mér þykir svo óskaplega vænt um þessa þjóð að mig langar til að skilja hana og ég held ég sé alltaf að færast fetinu nær því - en samt tekst henni alltaf að koma mér á óvart. Sem betur fer. Það er nú kannski það sem gerir ástarsamband spenn- andi þegar það heldur alltaf áfram að koma á óvart.“ — Gætirðu dregið saman ífáum orðum þínar bráðabirgðaniðurstöð- ur? „Við erum óskaplega mótuð af sögu okkar, umhverfínu og lofts- laginu sem við búum við. Við erum öll sprottin úr þessu bænda- og sjómannasamfélagi, þar sem það gildir að taka snarpar tamir. Þetta einkennir held ég allt okkar Iíf og allt sem við tökum okkur fyr- ir hendur og mótar þar af leiðandi þjóðarkarakterinn töluvert mikið. Við erum tamafólk. Annars held ég að ég láti þetta nægja af stórum yfirlýsingum í bili... Eg vil helst að fólk skiÍji verkið á sinn hátt og dragi sínar eigin niðurstöður," sagði Karl Agúst og kvaddi en hér að neðan má sjá brot úr söngtexta revíunnar, sem tekur einmitt fyrir tarnaeðli þjóðarinnar. Pottur er býsna víða brotinn, betur má víst ef duga skal - ossfyrir rass er refur skotinn reyndar, við fyrsta hanagal. Hreyfum þó hvorki legg né liði, látum það danhast, kæru böm - allt má í svaðiðfara’ ífriði þar til upp við sprettum ermar upp við brettum í óverdrævið dettum og drífum okkur í að taka töm. LÓA ® Nýtt eldhús fyrir jól '■ • ■■ E y;:.: ■ I'' * Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREHDSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmlði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI f ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RAÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að þv( hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar f fyrirrúmi. Lfttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lðgmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 Æ Ð Lágmúla 8 • Sími 530 2800 .íiitiL S cí*-"1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.