Dagur - 03.11.1999, Qupperneq 2

Dagur - 03.11.1999, Qupperneq 2
18- MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 LÍFID t LANDINU ■ SMATT OG STÚRT UMSJÓN: GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR „Ég hef átt mér þann draum að þjálfa erlendis við betri aðstæður. Allt frá árinu 1993 hafa mér borist fyrirspurnir erlendis frá. Það var á þeim tíma sem ég fór að velta því fyrir mér að af þessu gæti orðið. Þá setti ég mér það markmið, að áður en ég yrði 45 ára gamall myndi ég reyna fyrir mér erlendis. Ég á enn eitt ár í það. Ég set mér alltaf markmið og þau hafa hingað til náðst.“ Guðjón Þórðarson í Mogganum í gær. Á M ennþá? Gamall fylliraftur sem hafði verið vel stæður en drukkið allt frá sér og var búinn að vera lengi í ræsinu kom staurblankur og illa hald- inn inn á bar f London. Hann sest við barinn og segir við barþjóninn að hann geti sagt til um hvaða tegund af víni hann setji í glasið bara með því að þefa úr því og ef hann geti rétt til hvort hann fái þá ekki að drekka úr því án þess að borga. Þjónninn segist til í það og hellir sjaldgæfri víntegund í glasið og viti menn, karlinn þekkir það eins og skot og svolgrar því í sig á augabragði. Barþjónninn reynir nokkrar tegundir en allt fer á sama veg. Hann man þá eftir því að hafa eignast íslenskt Hvannarótarbrennivin fyrir langa löngu, hellir því í glas og er nú viss um að vera laus við karlinn. Karl þefar af vfninu og er nú heldur lengur að koma fyrir sig vínteg- undinni en segir svo: ég hélt að Islending- arnir væru hættir að framleiða Hvannarótar- brennivínið og sturtar svo í sig úr glasinu. Nú er þjóninum farið að leiðast þófið en sér þá hvar gömul og tötraklædd götumella kem- ur inn. Hann bendir henni að koma á bak við og Iætur hana míga í glas. Nú er hann handviss um að vera loksins laus við karl- skömmina, lætur glasið fyrir f'raman hann og glottir við tönn. Karlinn þefar úr glasinu og fyrst kemur á hann undrunarsvipur en svo breiðist sælubros yfir gamalt og skorpið and- litið og hann segir: Er hún á lífi ennþá... Hvers vegna flóð ogfjara? Vefir fyrirtækja og stofnana eru svo misjafnir að það vekur alltaf ánægju að sjá vel unninn og spennandi vef á netinu. Einn slíkur er vefur Hafnarfjarðarbæjar, þar sem áherslan er meðal annars á sérkenni bæjarins, sumsé það að skondnar sögur séu sagðar um fólk á ákveðnu svæði sem þykir sérkennilegt á einhvern hátt. Skemmtisögur af Hafnfirðingum virðist óþrjótandi gnægtabrunnur gárunga um allt land en kunna Hafnfirðingar þessu best. Hér koma tvö sýnishorn úr Firðinum: - Hvers vegna setja Hafnfirðingar alla stóla út á svalir þegar degi tekur að halla ? - Auðvitað til þess að sólin geti sest! - Hvers vegna erflóð ogfjara t Hafnarfirði ? - Þegar Hafnfirðingar komu niður að sjónum í fyrsta sinn þá hrá sjónum svo mikið að hann hörfaði hið snarasta. Núna kemur hann tvisvar á sólarhring til að athuga hvort þeir séu þarna ennþá! „Á þessu námskeiði er bæði fólk sem er að vinna við þýð- ingar og hefur hug á því að vinna við þýðingar, “ segir Geir- laug Þorvaldsdóttir, formaður félags háskólakvenna. Endumýj andi námskeið „ Við lifum í svo litlu málScLmfélcLgi að það ersvo mikið afþví sem við sjáum og heyrum dags daglega þýtt,því þurfum við að vanda okkurþegar að við þýðum. “ SPJALL námskeiði. Islendingar lifi í svo litlu málsamfélagi og því séu þýð- ingar nauðsynlegar og góðar þýð- ingar séu tungumálinu hollar. „Það er ákveðin endurnýjun að koma svona saman. Þannig að á þessu námskeiði er bæði fólk sem er að vinna við þýðingar og hefur hug á því að vinna við þýðingar. A námskeiðinu verður farið í ýmis hugtök um þýðingar og þar fá þátttakendur tækifæri til þess að æfa sig að þýða.“ Félag Háskólakvenna hefur starfað í sjötíu ár og segir Geirlaug að námskeiðin séu meðal annars Ijáröflunarleið fyrir félagið, jafnt sem þau stuðla að símenntun þjóðarinnar. „Við höfum meðal annars staðið tvisvar sinnum fyrir námskeiðum sem kallast að njóta „Námskeiðin sem að félagið held- ur eru íyrir alla. Það skiptir cngu máli hver bakgrunnurinn er. Það þarf ekki að vera í félaginu, ekki hafa háskólapróf, þetta er fyrir karla og konur og unga sem aldna,“ segir Geirlaug Þor- valdsóttir, formaður Félags há- skólakvenna. Hún segir að karl- menn geti sannarlega tekið þátt í námskeiðum félagsins og að þeir eigi ekki að láta nafn félagsins fæla sig frá því að taka þátt í nám- skeiðum á vegum þess. Félagið stendur lýrir námskeiði í þýðing- um sem hefst annað kvöld í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Geirlaug segir að fólk geti ennþá skráð sig á námskeiðin. „Þetta verða allt í allt átta skipti, fjögur skipti fyrir jól og fjögur eftir jól. Það er gott að gefa nemendum verkefni inn á milli. Það er Halldóra Jónsdóttir sem sér um námskeiðið. Hún hefur áður kennt á svona námskeiðí og tókst það mjög vef. A nám- skeiðinu verður farið í alls kyns texta. Það verður farið í jafnt nytjatexta sem bókmenntatexta. Það eru blaðagreinar, auglýsingar, leiðbeiningar, sögur og Ijóð. Eftir jólin þá verðum við með svolitla mál- stofu, þá koma til okkar starfandi þýðendur. I fyrra komu menn eins og Pétur Gunnarsson, Árni Bergmann og Astráður Eysteinsson. Þannig að Halldóra er ekki eini kennarinn á námskeiðinu, þó hún stjórni því.“ Tekjumar reirna í styrktarsjóð Geirlaug segir að það sé almenn þörf á svona leiklistar, þar var Jón Viðar umsjónarmaður. Svo hefur Helga Kress bókmenntafræðingur stjórnað námskeiði hjá okkur um konur á Grænlandi. Það hafa líka verið námskeið um dulhyggju í listum og stjórnun fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Allt sem við gerum og allur peningur sem kem- ur inn rennur beint inn f styrktarsjóðinn. Það á Iíka við um tekjur af þessum námskeiðum ef þær verða einhvetjar fara þær í þennan sjóð. Við erum nýbúnar að veita fjóra styrki úr styrktarsjóðnum þannig að þessi peningur Iiggur ekkert inná bankabók hjá okkur. Styrkirnir fara til kvenna í háskólanámi. Það voru tvær sem voru í doktors- námi í Bandaríkjunum og tvær þeirra voru í mastersnámi, sem fengu þessa styrki." -PJESTA ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Venjulega er ekkert frekar að hafa til merkis um jafna dreifingu á neinu en að allir séu ánægðir með sinn hlut. Thomas Hobbes Þau fæddust 3. nóvember • 1801 fæddist ítalski óperuhöfundur- inn Vincenzo Bellini. • 1879 fæddist Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. • 1901 fæddist franski rithöfundurinn André Malraux. • 1951 fæddist Birgir Svan Símonarson skáld. • 1952 fæddist bandaríska leikkonan og skemmtikrafturinn Roseanne Thomas. • 1954 fæddist breski pönkarinn Adam Ant. Þetta gerðist 3. nóvember • 1660 hófst gos í Kötlu sem stóð fram á vetur. • 1868 var fyrsti húðdökki maðurinn kosinn á Bandaríkjaþing. • 1907 fór fram fyrsta þyrluflug heims í Frakklandi. • 1921 helltu bandarískir mjólkubíl- stjórar í verkfalli þúsundum lítra af mjólk niður á götum New York borg- ar. • 1957 skutu Sovétmenn á loft geim- farinu Sputnik 2, og var hundur um borð sem lifði ferðina ekki af. • 1968 var Alþýðubandalagið stofnað sem stjórnmálaflokkur. • 1970 tók Salvador Allende við emb- ætti forseta í Chile. • 1991 hittust fulltrúar Israelsstjórnar og Palestínumanna í fyrsta sinn augliti til auglitis á fundi í Madrid á Spáni. Vísa dagsins Hann hélt uppi tjaldinu meðan hún gekk inn. Hún sló honum hengipústur undir hvora kinn. Ur fornu Kvæði af karli og kerlingu Afmælisbam dagsins Charles Bronson fæddist í bænum Ehrenfeld í Pensilvaníufylld 3. nóv- ember árið 1922. Hann var skírður Charles Buchinsky. Hann er einn af 15 bömum innflytjenda af Litháe- nskum ættum. Hann fór ungur að vinna í kolanámum en þegar hann var 16 ára gekk hann í flugherinn og var stélskytta á sprengjuflugvél í Síð- ari heimstyrjöldinni. Eftir stríðið flutti hann til Kalifomíu þar sem hann hóf að leika í B-myndum. Hann lék í myndum eins og Death Wish og Hard Tiines. „Þegar ég var nngur..." Þórður var nýbyrjaður að æfa golf og var að leika móti gömlum manni, sem var reyndur golfspilari en orðinn dálítið hrum- ur. Leikurinn var hnífjafn allt fram á síð- ustu holu, en þá lendir Þórður í vanda: Kúlan hans stöðvaðist rétt hjá stóru tré sem er beint í skotlínunni. Bæði Þórður og karlinn velta því fyrir sér hvernig best sé að leysa úr þessum vanda. Þá segir karl: „Þegar ég var ungur þá sló ég nú kúluna bara yfir þetta tré.“ Þórður tekur áskorun- inni, og reynir að slá kúluna þannig að hún fari sem hæst og komist yfir tréð. En kúlan lendir beint í trénu og nemur staðar nánast á nákvæmlega sama stað og áður. Þá segir karl: „En þegar ég var ungur, þá var þetta tré reyndar ekki nema tæpur metri á hæð.“ Veffang dagsins Til er fólk sem hefur gaman af stærð- fræðileikjum. Nokkrir góðir eru á www.cs.uidaho.edu/~casey931/conway/ games.htrnl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.