Alþýðublaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 1
Míðvikudagur 15. febrúar 1967 - 48. árg. 37. tbl. - VERÐ 7 KR. jAfmælissýningin j IMyndin er tekin við opnun yfirlitssýning-arinnar á verkum Þórarins B. Þorlákssonar í gær. ' Til vinstri er Gylfi Þ. Gíslason i j menntamálaráðhérra og frú, dr.) Selma Jónsdóttir, Björn Þórar { insson, Guðrún Þórarinsdóttir \ Forseti íslands, Hr. Ásgeir Ás- y geirsson og Ðóra Þórarinsdótt) Þær breytingar, sem nefndin mælir með að verði á frumvarp inu eru helztar þessar: Nefndin leggur til að fellt verði niður á- kvæði um, að einungis verði veittir styrkir og lán til náms ytra, sem ekki er hægt að stunda hérlendis. Benedikt kvað nefndina telja rétt að veita einn ig lán til að nema erlendis náms greinar, sem kenndar eru hér. Þá leggur nefndin til að fulltrú ar stúdenta í stjórn Lánasjóðs verði aðeins skipaðir til 2ja ára og að lán námsmanna, sem lát- ast eða verða öryrkjar verði ó- endurkræf. Þá vill nefndin einn ig, að heimilt verði að veita framhaldsnámsstyrk eftir 4ra ára nám, en ekki 5 ára nám eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Gylfi Þ. Gíslason lýsti ánægju sinni með að nefndin skyldi hafa Framhald fi 14. eiðu. ♦ Heildaraðstoð rikisins við ís- lenzka stúdenta heima og erlendis nam á árinu 1966 20,1 mill. kr., en mun á yfirstandandi ári nema 29,8 milljónum, eða með öðrum orðum aukast um 9,7 milljónir króua, sagði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra í umræðum á Alþingi í gær, er frumvarp um námslán og námsstyrki kom til 2. umræðu í neöri deild AI- þingis. Benedikt Gröndal (A) formaður menntamálanefndar hafði fram- sögu fyrir nefndinni, sem mælir með nokkrum breytingum á frum varpinu, þó engum er snerta höf- uðþætti þess Benedikt kvað nefndina hafa fjallað mjög ítar- lega um málið, og væri frum_ varp þetta þýðingarmikið spor í rétta átt og til þess að tryggja það, að efnilegt æskufólk geti afiað sér nauðsynlegrar menntun ar hér heima og erlendis. London 14. 2. (NTB-Reuter). Harold Wilson forsætisráðherra Breta sagði í dag, að hann hefði lagt fram leynilega áætlun sem gæti leitt til þcss að friður kæm ist á í Vietnam þá og þegar. For- sætisráðherrann sagði þetta er hann svaraði spurningum í Neðri Mætti hálfnakin í brúðkaupið París 14. 1. (NTB-AFP). Kvikmyndaleikkonan Raguel , Welch, sem kölluð hefur verið j fallagasta k.ona heimsins, vakti í mikið uppnám þegar hún og umboösmaður hennar, Patrich McCurtiss, voru gefin saman í hjónaband í hinu virðulega ráð húsi í París í dag, þar sem hún ; var klædd stuttiim kjól úr nýju gagnsæju efni. Borgarstóórinn í sem gaf þau sanian, meinaði blaðamönnum að fylgjast með lijónavígslunni á þeirri for- Framhald á 14. síðu. málstofunni um viðræður lians og Kosygins, forsætisráðherra Rússa. Wilson sagði, að hann yrði að halda viðræðunum við Kosygin og samtölum er hann hefði átt við Johnson forseta leyndum. Hann sagði að tilraunir hans og Kosy gins til að koma af stað viðræðum um frið í Vietnam meðan á vopna hlénu stóð í síðustu viku hefðu verið mjög nálaégt því að heppnast En hann sagði, að vonbrigði vegna þess að bardagar væru hafnir að nýju mættu ekki koma í veg fyrir framhald á tilraunum til að finna Wilson harmaði að vopnahléð varanlega lausn. hefði ekki verið notað til þess að skapa þau skilyrði, sem nauð synleg væru til þess að friðarvið ræður gætu hafist. Hann sagði í spnrningatíma í Neðri málstof unni að hann teldi að bæði Banda ríkjamenn og Norður-Vietnam- menn vildu í einlægni frið, en það sem vantaði væri gagnkvæmur skilningur. Wilson sagði, að það hefðu einkum verið liinir miklu liðs- og birgðaflutningar Norður- til Suður-Vietnam, sem óganð hefðu hernaðarjafnvæginu. Emil Jónsson Jón Á. Iléðinsson Ragnar Guðleifsscn. Framboðslisti Alþýðuflokks- KJORDÆMISRAÐ , Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi Iiélfc aðalfund sinn sl. mánudag. Var m. a_ gengið frá framboði flokksins til AI- þingskosninganna að vori. Verð ur nánar skýrt frá aðalfundin um síðar, en framboðslisfcinn er þannig skipaður: 1. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, Hafnarfirði. 2. Jón Armann Héðinsson, • viöskiptafr., Kópavogi. I 3. Ragnar Gúðleifsson, form. ; verkalýðs- og sjómanr afé- ■ lags Keflavíkur, Kefluvík. I Framhald á 14. síöu. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.