Alþýðublaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 10
Ingdlfsír Framhald úr opnu. í.Aðalfundur svd. „Ingólfs” samþykkir að skora á stjórn SV- FÍ, að beita sér fyrir aðgerðum til þess að draga úr hinum tíðu slysum og börnum í umferðinni — Sórstaklega vill fundurinn benda á, að á sl. ári var um helmingur barna, er slösuðust í umferðar- slýsum í Reykjavík innan við skólaaldur og leggur til, að stjórn- in beiti sér sérstaklega fyrir því að komið verði á svipaðri starf- semi fyrir börn og „Trygg Tra- fikk” gengst fyrir í Noregi, t. d. með Barnas Trafikklub.” Eins og fyrr er getið, var þessi fundur 25. aðalfundur svd. „Ing- ólfs”, en deildin verður 25 ára nú á miðvikudaginn, 15. febrúar. Var deildin stofnuð þann dag árið 1942 er skipulagi Slysavarnafé- lags íslands var breytt og það gert að landssamtökum. Fyrstu ktjórn deildarinnar skipuðu þessir menn: Formaður: Sr. Sigurbjörn Einarsson, núverandi biskup, gjald keri: Þorgrímur Sigurðsson, skip- stjóri, Ársæll Jónasson, kafari, Sæmundur Ólafson stýrimaður, Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Árni Árnason, kaupmaður. Auk síra Sigurbjörns Einarssonar hafa þessir menn verið formenn „Ing- Ólfs“. Dr. Jakob Jón6son, séra Óskar J. Þorláksson og Baldur Jóns.son vallarstjóri, núv. form. Höfuðverkefni deildarinnar frá stofnun hefur verið fjáröflun og öryggismál í Reykjavík til styrkt ar starfsemi Slysavarnafélags ís- lands og hefur deildin lagt af mörkum mikið fé í þessu skyni, sem einkum hefur verið aflað með merkjasölu og árgjöldum. Á sviði öryggismála hafa marg- ar tillögur og ábendingar komið frá Ingólfi, bæði að því er varð- ar öryggi á sjó og á landi, og hefur deildin fylgzt vel með nýj- „ungum á sviði björgunarmála. Má t. d. nefna að tillaga um notkun þyrlu við björgunarstörf hér á landi kom fyrst fram á aðalfundi Ingólfs. Árið 1944 var stofnað á vegum deildarinnar björgunarsveit, sem hefur starfað óslitið síðan og leyst af hendi mikið starf við leitar- ög þ.iörgpnarstörf. Hafa björgun- arsveitarmenn, alla tíð lagt á sig mikið erfiði, bæði við bjarg- anir og leitir sem við æfingar og látið alla sína cinnu í té end- urgjaldslaust. Fyrsti formaður björgunarsveitarinnar var Ár-sæll Jónasson, kafari, en núverandi •foi-maður er Jóhannes Briem. — Sveitin hefur nú á að skipa land- björgunar-, sjóbjörgunar-, fjar- skipta- og froskmanna-flokkum, sem eru þ.jálfaðir, hver á sínu sviði og hafa yfir góðum tækjum og útbúnaði að ráða. Helztu áfanga í sögu deildarinn- ar má m. a. nefna byggingu björg- unarstöðvarinnar í Örfirisey árið 1946 og komu björgunarbátsins „Þorsteins” sama ár, en allt frá Ingvarsslysinu mikla árið 1906 hafði það verið ósk Reykvíkinga að hér væri staðsettur fullkominn björgunarbátur. Síðan má nefna byggingu hins glæsilega húss S- ,yFÍ á .Grandagarði, en þar hefur „Ingólfur” og björgunarsveitin bækistöð, en vegna sívaxandi starfs björgunarsveitarinnar er nú svo komið, að það húsnæði, sem hún hefur, er orðið allt of lítið. Árið 1955 gefa hjónin Anna og Gísli J. Johnsen svo Slysa- varnafélaginu fullkominn björgun- arbát, sem skyldi staðsettur í Reykjavík, og hefur hann verið í umsjá „Ingólfs.” Þá er að geta hinnar glæsilegu sjúkra og fjallabifreiðar, sem deildin er nýbúin að taka í notk- un. Björgunarsveitarmenn hafa undanfarin ár unnið að innrétt- igu hennar. Samstarf Ingólfs við stjórn SVFÍ og aðrar déildir fé- lagsins hefur öll þessi ár verið mjög náið, og þakkar deildin stjórn SVFÍ fyrir góðan stuðning við málefni deildarinnar svo og þakkar hún öllum öðrum björg- unarsveitum landsins fyrir gott samstarf. Stjórn Ingólfs skipa nú þessir menn: Baldur Jónsson, formaður, Geir Ólafsson, gjaldkeri Ingólfur Þórðarson, Haraldur Henrýsson og Þorsteinn Hjaltason meðstjórn- endur. Varamenn eru: Lárus Þorsteinsson, Björn Jónsson, Ás- grímur Björnsson og Þórður Kristjánsson. Það verður áfram sem hingað til höfuðverkefni slysavarnadeild- arinnar „Ingólfs" að vinna að auknum slysavörnum á sjó og landi, og heitir deildin á alla Reykvíkinga að gerast þátttakend- ur í því starfi. Nátnskeið F ramhald úr opnu. ir kunnáttu þeirra og hæfni kom- ið, hvernig til tekst um nýtingu þessara verðmæt'a. Algengast er, að verkstjórinn ráði miklu um staðsetningu véla pg skipulag vinnusvæðis, vinnu- rás, vinnuaðferðir, flutningatæki og birgðahald. Ennfremur mun mjög vera farið að ráðum hans um innkaup á vélum, verkfærum og efni. í han.s höndum er svo nýtingin á þessum fjármunum öllum, við- hald og endurnýjun. Hér við bæt- ist svo skynsamleg nýting vinnu- afls og má ljóst vera, að í um- sjá hans verður rnikill hluti kostn- aðarins til, og að hann getur haft mikil áhrif á afrakstur starfsins. Með þessum orðum vil ég þó á engan hátt draga úr þöríinni á hagkyæmni í störfum annarra stjórnenda fyrirtækja og stofn- ana, en það er fjær efni þessa ávarps. Áður f.vrr var aðallega lögð á- herzla á verklega og faglega þekk ingu verkstjórans, sem oft mun hafa leitt til þess við val nýrra verkstjóra, að atvinnureksturinn .missti sjnn bezta verkmann, en fékk í staðinn lélegan stjórn- anda. Með eflingu nútíma stjórn- unarfræða hafa þessi viðhorf breytzt. Nú er mönnum ljóst, að verkstjórinn þarf jafnframt á að halda margvíslegri rekstrartækni- legri og rekstrarhagfræðilegri þekkingu. Hann þarf að kunna skil á undirstöðuatriðum vinnu- hagræðingar og ákvæðisvinnu. Gagnvart starfsfólki þarf hann að gæta margs. Hann þarf að annast verkkennslu og verkþjálf- un. Hann þarf ,að hafa nokkra ,|,0 15. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ þekkingu í atvinnuheilsufræði, öryggismálum, skaðabótaskyldu, vinnulöggjöf, launakerfum, kaup- samningum o. fl. Síðast en ekki sízt þarf hann að skilja óskir og tilfinnanlegar þarfir starfsfólksins og vera sá leiðtogi, sem er þess umkominn að skapa góðan pg jákvæðan anda á vinnustað. Án gagnkvæms trausts og virðingar verkstjórn- anda og verkafólks er varla unnt að ná góðum árangri og a.m.k. ekki samstilltu átaki til hagræð- ingaraðgerða. Af því, sem hér hefur verið rakið, má ljóst vera, að ábyrgð verkstjórans er mikil og úrlausn- arefni hans margvísleg og vanda- söm, og snerta í rauninni margar fræðigreinar. Verkstjórnarnámskeiðin hófu starfsemi sína haustið 1962. Til þessa hafa alls verið haldin 17 ^ilmenn námskqið og eiJtt sér- námskeið. Almenn námskeið eru ætluð öll- um verkstjórnendum, jafnt í hvaða starfsgrein, sem þeir starfa. Kennslugreinar hafa verið: Verkstjórn, vinnusálfræði, örygg- ismál, atvinnulöggjöf, vinnan og mannslíkaminn, hjálp í viðlögum og ýmsar greinar hagræðingar- tækni, svo sem vinnurannsóknir, vinnueinföldun, skipulagstækni, reksturshagfræði, launakerfi, o.fl. alls um 130 keimslustundir, dreift á 4 vikur. Þetta eina sérnámskeið, sem haldið hefur verið, var námskeið fyrir frystihúsaverkstjóra. Náms- efni þess námskeiðs var námsefni almennu námskeiðanna nokkuð stytt og samandregið, sleppt því, sem sú starfsgrein þurfti sízt á að halda, en í stað þess, sem sleppt var og að nokkru leyti til viðbótar, var tekin upp kennsla í hinum sérstöku faglegu og tækni- legu úrlausnarefnum frystihús- anna. Námskeiðið var skipulagt í samráði við samtök frystihúsaeig- enda og liina faglegu kennslu önnuðust verkfræðingar og aðrir kunnáttumenn frystihúsanna sjálfra. Alls liafa um 270 verkstjórar lokið námi í þessum námskeiðum og hlotið skírteini fyrir þátttöku sína. Námskeið það, sem nú er að hefjast, er því 19. námskeiðið, en 2. sérnámskeiðið. Það ber að með svipuðum hætti og frystihúsa námskeiðið og er á allan hátt hliðstætt því/Námskeið ið er haldið að frumkvæði Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og skipulagt í samráði við starfsmenn þeirra samtaka og vil óg þakka þá ágætu samvinnu og þetta á- nægjulega verkefni. Af námsefni almennu námskeiðanna verða hér á kennsluskrá um 100 kennslu- stundir í hinum sérstöku faglegu úrlausnarefnum verkstjóra sveit- arfélaganna og fer sú kennsla fram í þessum húsakynnum á- samt almennu kennslunni, en auk þess verður verkleg kennsla úti við og heimsóknir á vinnustaði Reykjavíkurborgar um 36 stundir eða alls milli 160 og 170 stundir. Þessi faglega kennsla úti við og inni við er skipulögð í samráði viðborgarverkfræðing og starfs- menn hans, einkum Guðlaug Stef- ánsson fulltrúa og munu verk- i kiL i fræðingar og aðrir kunnáttumenn borgarinnar að méstu annast þá kennslu. Ber sérstaklega að þakka borgarverkfræðingi og starfsmönn um hans fyrir þessa aðstoð, og er það þessi aðstoð, sem í raun og veru gerir þetta námskeið að sér- námskeiði. Það faglega námsefni, sem hér er um að ræða til við- bótar hinu almenna verkstjórnar- námi er: Um steinsteypu, spreng- ingar, umgengni á vinnustöðum og samskipti við íbúa sveitarfé- laganna, hreinsun, unglingavinna, vinnureikningar, hallakíkir og mælingar, flúktskífur, pípulagnir, gatnagerð og vinnuvélar. Iðnaðarmálastofnunin hefur svo að venju y.erið hægri hönd námskeiðanna um skipulag, und- irbúning og daglega starfrækslu. Hún sér um skrifstofuhald, leggur til ágæt húsakynni og aðgang að tæknibókasafni og kvikmynda- safni og vill svo vel til og er þó reyndar engin tilviljun, að liún býr vel að bókakosti og kvikmynd um um verkstjórn og vinnuhag- ræðingu með íslenzku tali. en það eru einmitt aðalkennslugrejnar námskeiðanna. Auk þess leggur stofnunin ftil drjújgan hluta, af kennsluliðinu. Væru námskeiðin, sem í raun og veru hafa ekki á að skipa nema V2 föstum starfs- manni, illa stödd án þessarar að- stoðar. Vil ég færa forstjóra stofn unarinnar, Sveini Björnssyni og starfsfólki þakkir fyrir frábæra samvinnu. Kennsluskrá fyrir fyrrihlutann, þessar tvær vikur, sem framundan eru, liggur í fjölrituðu formi í möppum á borðunum. Skráin nær aðeins yfir þann hluta kennsl- unnar, sem fram fer í þessum húsa kynnum. Kennslan stendur dag- (lega frá kl. 1.30 og framundir kl. 7, ef reiknað er með þeim verk- efnatímum, sem daglegt starf lýk- ur venjulega með. Útikennslan og heimsóknir á vinnustaði verða á- kveðin nánar í samráði við þá, sem leiðbeiningar annast. Verður það á morgnana frá kl. 9—12. Á fyrrihlutanum verða þetta 4—5 mongnar, en á síðari hlutanum virðist mér að flestir morgnar verði ásetnir. Kennslustundir eru 45 mínútur, en 5 mín. hlé á milli kennslu- stunda, þó er eitt 15 mín. hlé frá kl. 3.05 til 3.20. Því miður er ekki aðstaða til hressingar hér á staðn- um önnur en sú, að hér frammi í fataherberginu er sjálfsala á gos- drykkjum. Mappan, sem liggur á borðunum, er ætluð til þess að safna í þeim kennslugögnum ,sem útbýtt verður smám saman. Ég vil svo að lokum láta í ljós þá trú mína ,og von, að dvölin hér megi verða ykkur til ánægju og sveitarfélögunum til nokkurs gagns. í því efni treysti ég ekki bara á hina venjulegu kennslu- kraftanámskeiðanna heldur einnig á þá aðstoð og aðstöðu, sem R- hvorttveggja bregzt vonum mín- víkurborg leggur til, og ef þetta um, þá treysti ,ég örugglega á það, að það sé mikilsvirði fyrir ykkur sjálfa að hittast hér og dvelja saman í 4 vikur. Þið getið örugg- lega lært margt hver af öðrum. Verkefni ykkar og vandamál eru þau sömu, og þið hafið margir hverjir í löngu starfi aflað mikil- vægrar reynslu. Berjð saman bæk- ur ykkar. Gerið frímínúturnar og kennsluhléin að mikilvægustu kennslustundunum. Notið tækifær ið til ,að kynnast og stofna til sam skipta og samvinnu eftir því, sem við verður komið. Það m'á kannski ekki búast við því, að hægt sé að öðlast mikla tæknilega þekkingu á 4 vikum. Vinnuhagræðingar- og verkstjórnarfræðin reyna þó að opna ný viðhorf, skerpa kerfis- bundna gagnrýni á skipulag og vinnubrögð, skapa skynsamlegt og vakandi mat á verðmætum at- vinnulífsins og þýðingu þess fyrir þjóðfélagið í heild og einstaklinga þess. Þessi fræði fullyrða að alls- staðar megi bæta verkstjórn, skipulag og hagkvænmi, ia.m.k. þar sem ekki hefur óður verið beitt kerfisbundinni hagræðingu. Þau fullyrða að allsstaðar megi bæta hagkvæmni um 10—20% og viða um 30—40%, en það gæti þýtt styttan vinnutíma eða með öðrum hætti bætt lífskjör, eða aukna þjónustu fyrir sama fé. Mér virðist oft gert meira úr gildi hagkvæmrar framleiðslu en •gildi hagkvæmrar þjónustu. Þessi fræði gera engan greinarmun á því. ÖUum er okkuv sárt um skatt peninginn og útsvörin. En við meg um ekki gleyma því, að því fé er varið -til samneyzlu iborgaranna og að oft jafnar það að nokkru muninn milli þeirra, sem meira og minna mega sín. Aukin hag- kvæmni í þjónustu þýðir bætt lífs- kjör ekki síður en aukin hag- kyaemni í framleiðslu. Markmiðið í atvinnulífinu er allstaðar aukin framleiðni, eða eins og einhver hefur orðað það, að strita með viti. Vandinn liggur ekki í því að endurbæta slt^pulagíiB o)j verk- stjórnina, það geta verkhyggnir og reyndir menn alltaf gert, vand inn liggur í því að uppgötva skipu lagsgallana, sem maður er orðinn samgróinn og verkstjórnarveilurn- ar, sem orðnar eru að vana, en til þess hjálpa þessi fræði. Andinn á vinnnustaðnum og vinnusiðferðið er ekkert annað en þær venjur, sem verkstjórinn er smátt og smátt að skapa, daglega í sam- skiptum sinum við starfsmennina og mér liggur við að segja á hyerju augnabliki þeirra sam- skipta. í gamla daga nægði til góðs árangurs, að verkstjórinn væri miskunnarlaus, nú verður hann að vera leiðtogi með jákvæð lífsviðhorf og milda kunnáttu. Ég vil svo að lokum endurtaka þakklæti mitt til allra þeirra, sem að því hafa stuðlað að nú er ver- ið að setja þetta sérnámskeið verk stjóra sveitarfélaganna, ég geri mér nokkrar vonir um þetta nám- skeið og býð þátttakendur hjart- anlega velkomna til starfa. Að svo mæltu lýsi ég þetta 19. nám- skeið okkar og annað sérnámskeið , sett. Kennsla hefst eftir lítið hlé ki. 2.20. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hiólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborar — Vibratorar. Vatnsúælur o.m.fl. LEIGAN S.F. Simi 23480.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.