Dagur - 13.11.1999, Page 10

Dagur - 13.11.1999, Page 10
10-LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 Dagur ERLENDAR FRÉTTIR S ainvel d i sríkjiuiuni sagt að taka sig á Líklegt er að leiðtoga- ítmdiiT Samveldisríkj- anna staðfesti brott- vikningu Pakistaus. Leiðtogafundur Samveldisríkj- anna hófst í Durban í Suður-Afr- íku í gær, og stendur fram á mánudag. Elfsabet II. Breta- drottning hóf samkomuna með ávarpi, en aðalumræðuefni fund- arins verður einhvers konar end- urskilgreining á hlutverki sam- takanna. Einnig verður tekið fýrir mál Pakistans, en líklegt þykir að brottvikning landsins úr samtök- unum verði staðfest. Skömmu eftir að Pervez Musharraf hrifs- aði til sín völdin í landinu var Pakistan útilokað frá þátttöku í starfsemi samtakanna, en endan- leg ákvörðun um brottvikningu beið leiðtogafundarins sem hófst í gær. Akvörðunin er í höndum átta ríkja framkvæmdahóps, og Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fréttamönnum í gær að í þeim hópi hafi ákvörðun um brottvikningu þegar verið tekin. Fjölmörg önnur umræðuefni eru á dagskrá fundarins, svo sem skuldasöfnun þriðja heimsins, baráttan gegn fátækt og alnæm- isvandinn í Afríku. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, Ieggur mikla áherslu á það að settar verði strangari regl- ur um lýðræðisfyrirkomulag í að- ildarríkjum samtakanna. Hann hyggst hvetja aðildarríkin til þess að nútímavæðast hið fyrsta og segir nauðsynlegt að takast á við þau erfiðu verkefni sem fylgja al- þjóðavæðingunni. Tony Blair hyggst þó ekki dvelja lengi á fundinum, en ætl- ar fyrst og fremst að brýna aðild- arríkin til þess að bæta ráð og gæta þess að ekki fari svo að til- gangur samtakanna rjúki út í veður og vind. Fimmtíu og Qögur ríki eiga nú aðild að samtökum bresku sam- veldisríkjanna, en þau voru stofnuð í árslok árið 1931 af þeim ríkjum sem tilheyrt höfðu Breska heimsveldinu. Skipulag Elísabet Bretadrottning er þarna í góðum hópi. þeirra hefur jafnan verið laust í reipunum, en aðaláhersla í starfi þeirra hefur verið að efla sam- vinnu aðildarríkjanna, vera vett- vangur fyrir skoðanaskipti og gagnkvæma ráðgjöf. Samstarf ríkjanna hefur einkum verið á sviði efnahagsmála og baráttu gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og eiturlyfjaviðskiptum. Engin skylduaðild er að samtökunum, og sum ríki sem áður tilheyrðu Breska heimsveldinu eru ekki meðlimir í þeim. Thabo Mbeki, forsætisráð- herra Afríku, var fyrsti ræðumað- urinn í gær, og minnti hann á að flest ríkjanna eru fátæk og eiga við mikla erfiðleika að glíma. Annars tók hann í sama streng og Tony Blair. Verkefni samtak- anna sé fyrst og fremst að vernda réttindi almennings í ríkjunum. Hann hvatti Ifka leiðtoga samtak- anna til þess að reka af sér slyðruorðið og sýna í verki fram á að samtökin eigi sér enn tilveru- rétt, en þau hafa haft á sér það orð að vera fyrst og fremst dýr en áhrifalítill kjaftaklúbbur, sem litlu máli skipti fyrir heimsbyggð- ina. Engiirn sanrningur við Kína KINA - I gær slitnaði upp úr viðræðum Bandaríkjanna og Kína, en fulltrúar ríkjanna hafa undanfarna daga setið á fundum í Peking til að reyna að semja um aðild Kína að Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO). Litlar vonir virtust til þess í gær að takast mætti að ná sam- komulagi, þótt hugsanlega verði reynt frekar áður en leiðtogafundur WTO hefst í lok mánaðarins. Bandaríkin reyndu að fá Kínverja til þess að semja á grundvelli þeirra tilboða, sem Kfnverjar gerðu í apríl síðastliðnum, en afstaða þeirra hefur harðnað síðan þá. Um fimmtín fórust ITALIA - Síðdegis í gær var búið að bjarga 15 manns á lífi úr rústum fjölbýlishússins sem hrundi til grunna á Italíu á fimmtudagsnótt. Þrjátíu lík höfðu fundist í húsinu, en 27 manns var enn saknað. Allt benti því til þess að meira en fimmtíu manns hafi farist. Svo virðist sem grunnur hússins hafi ekki verið nægilega traustbyggður og gefið sig. Sprengjutilræði í jámbrautarlest INDLAND - 14 hermenn létust og meira en hundrað manns slösuð- ust í gær þegar sprengja sprakk í járnbrautarlest í indverska hlutan- um af Kasmír-héraði. Indversk stjórnvöld telja að íslamskir skærulið- ar beri ábyrgð á sprengjutilræðinu, en þeir hafa barist fyrir því að Kasmír losni undan yfirráðum Indverja. A svipuðum tíma var fimm sprengjum skotið á byggingar Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkj- anna í Islamabad, höfuðborg Pakistans. Nokkur hópur manna slas- aðist. Heilsu Tudjmans lixaJkar KRÓATÍA - Franco Tudjman, forseti Króatíu, er alvarlega veikur og fer heilsu hans stöðugt hrakandi. Hann liggur á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Zagreb, höfuð- borg Króatíu, en þar gekkst hann undir aðgerð fyrir tveimur vikum. Orðrómur hefur verið um að hann sé haldinn krabbameini, en það hefur ekki fengist staðfest. Franco Tudjman, forseti Króatíu. Rússar hafa Gudermes á valdi sínu RUSSLAND - Rússneski herinn hefur hertekið borgina Gudermes í Téténíu, en það er næst stærsta borg landsins. Vladimír Pútín skýrði frá því í gær að rússneski fáninn hafi verið dreginn að húni í borg- inni. Ivan Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði að Rússar ætli sér í eitt skipti fyrir öll að binda endi á hryðjuverkastarfsemi, sem væri því nauðsynlegra með tilliti til þess að Rússar eru kjarnorku- veldi. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á fundi með Knut VoIIebæk, utanríkisráðherra Noregs, í Helsinki í gær að Rússar hafni alfarið allri samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) varðandi átökin í Téténíu. Suharto getur ekki tapað Wahid segist fyrir- fram ætla að náða Wa- hid, en ekki fjöl- skyldu hans og vini. Abdurrahman Wahid, hinn ný- kjörni forseti Indónesíu, skýrði frá því að hann myndi náða Suharto, fyrrverandi forseta landsins, ef hann yrði fundinn sekur um glæpsamlegt atferli í kjölfar rannsóknar á spillingar- málum sem nú stendur yfir. Samt vill Wahid að rannsókninni verði haldið áfram, hið sanna verði að koma fram í málinu og hann geti hvort eð er ekki náðað hann fyrr en eftir að réttarhöld hafa farið fram. Rannsóknin snýst um það hvort Suharto og fjölskylda hans hafi stolið milljörðum úr ríkis: kassanum meðan Suharto var við völd, en hann stjórnaði landinu Suharto: Börnin hans eru sögð geta greitt öll fjárlög Indónesíu. með harðri hendi í meira en þrjá- tíu ár áður en hann neyddist til að segja af sér í kjölfar fjöldamót- mæla á síðasta ári. Suharto er 72 ára gamall. Wahid tók einnig fram að hann myndi ekki náða aðra úr fjöl- skyldu og vinahóp Suhartos, verði þeir fundnir sekir. Suharto yrði einungis náðaður vegna þess að hann var forseti landsins, seg- ir Wahid. Suharto hefur staðfastlega neitað því að hafa flutt stórfé úr Iandi, en ásakanir um það hafa verið þrálátar og áttu verulegan þátt í því að hann hraktist frá völdum. Fjölskylda og vinir Suhartos áttu greiðan aðgang að valdastöðum í landinu meðan hann stjórnaði þar, og komust f góðar álnir nokkuð fyrirhafnarlít- ið að því er best verður séð. Wahid forseti orðaði það sjálf- ur svo að Suharto væri auðugri en ríkið, og sagðist telja að hann hafi í raun flutt fé úr landi. Wa- hid hefur ennfremur sagt að börn Suhartos væru svo rík að þau gætu greitt úr eigin vasa þá upphæð sem ætluð er til allra út- gjalda á fjárlögum Indónesíu. Haider hiðst afsökimar AUSTURRÍKI - Jörg Haider, leiðtogi hægri flokks þjóðernissinna, sem vann mikinn kosningasigur fyrir skömmu, hef- ur opinberlega beðist afsökunar á mörg- um fyrri ummælum sínum, sem hann segir að hafi verið ónærgætin og getað valdið misskilningi. Haider hefur oft ver- ið yfirlýsingaglaður og meðal annars hef- ur hann borið Iof á stefnu þýsku nasista- stjórnarinnar í atvinnumálum og einnig talað vinsamlega um þýska hermenn frá seinni heimsstyrjöldinni. Eftir kosninga- sigur sinn um daginn hefur hann Iagt áherslu á að hann vilji íylgja í einu og öllu reglum lýðræðisins í Austurríki og ekki taka sér Hitler til fyrirmyndar, enda legg- ur hann áherslu á að komast í stjórn landsins ásamt flokki sínum. Nú hefur hann sem sé beðist afsökunar og segist ekki vilja hafa neinn „brúnan skugga“ hangandi yfir sér. Jörg Haider vill ekki neinn „brúnan skugga"yfir sér. Sykursvkisfaraldri spáð Alpjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) spáir því að sykursjúku fólki muni fjölga mjög á næstunni. Stofnunin telur að eftir 25 ár muni um 300 milljónir manna um heim allan þjást af þessum sjúkdómi, en nú er fjöldi sykursjúkra um 135 milljónir. Astæður þessarar þróunar eru meðal annars þær að meðalaldur fólks hækkar og sykurneysla eykst með aukinni velmegun.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.