Dagur - 13.11.1999, Page 12

Dagur - 13.11.1999, Page 12
12- LAUGARDAGVR 13. NÓVEMBER 1999 Britannia Stadium. Speimingiir í Stoke Á mánudagsmorgun boða nýir eigendur Stoke City til blaðamanna- fundar á Britannia Stadium, heimavelli félagsins í Stoke on Trent, þar sem ný stjóm félagsins og framtíðaráform verða kynnt nánar. Eigendaskipin á félaginu hafa vakið mikia athygli ytra og hafa áhangendur þess þegar Iýst yfir mikilli ánægju með þau. Ætlunin er að BBC sjónvarpsstöðin í Stoke verði með beina útsendingu frá fundinum, sem sýnir að áhuginn og spenningurinn í borginni er mik- m. Islensku íjárfestarnir auk blaðamanna frá helstu Ijölmiðlum munu snemma í fyrramálið halda með leiguflugi til Stoke, þar sem fyrst verður íylgst með heimaleik liðsins gegn Bristol City í 1. deildinni, sem fram fer á morgun. Eftir leik verður boðið til hátíðarkvöldverð- ar með forvígismönnum Stoke City, þar sem borgarstjórinn í Stoke og Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, verða meðal gesta auk ís- lensku fjárfestanna og fréttafólks. Á fréttavef Stoke City segir að „íslensku víkingarnir" séu væntan- legir til Stoke um helgina til að fylgjast saman með leiknum gegn Bristol City. „Ég vona að áhangendur okkar taki vel á móti Islending- unum, svo þeir fái virkilega tilfinningu fyrir því að þeir séu velkomn- ir til félagsins. Sunnudagurinn verður áhangendum liðsins örugglega mjög eftirminnilegur, auk þess að þetta er stór stund í sögu félags- ins,“ segir Jez Moxey, núverandi aðalframkvæmdastjóri félagsins. Eggjabikariim í Smáramini um helgina Úrslitakeppni Eggjabikarsins í körfuknattleik karla fer fram í Smár- anum í Kópavogi um helgina. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og hefst fyrri leikurinn milli Keflvíkinga og Grindvíkinga klukkan 15:00, en sá seinni milli Njarðvíkinga og Tindastóls frá Sauðárkróki, klukkan 16:45. Sjálfur úrslitaleikurinn verður svo á morgun kl. 16:00, þar sem sigurvegarar leikjanna í dag munu keppa um þennan eggjandi titil „Eggjabikarmeistarar" í síðasta skipti á þessari öld. Lið Keflvíkinga, sem er núverandi handhafi titilsins, hefur reynd- ar alltaf unnið hann ffá upphafi og eru þeir því ósigraðir í keppninni frá upphafi í 22 leikjum. Það verður því örugglega keppikefli and- stæðinganna að verða lyrstir til að slá þá út úr keppninni og spurn- ing hvort Grindvíkingum takist það fyrstum liða í dag. Njarðvíkingar hafa alltaf komist í undanúrslit keppninnar, en aldrei alla leið í úrslitaleikinn. Þeir hafa leikið nítján leiki í keppninni frá upphafi, unnið sextán og tapað þremur. Grindvíkingar eru nú að taka þátt í undanúrslitum í þriðja sinn, en í fyrra komust þeir alla Iið í úrslitin og töpuðu þar fyrir Keflvíkingum í úrslitaleiknum. Þeir hafa Ieikið nítján leiki í keppninni frá upphafi, unnið sextán og tapað þremur, eins og Njarðvíkingar. TindastóII leikur nú í annað skipti í undanúrslitum, en árið 1998 komst Iiðið alla leið í úrslitaleikinn gegn Keflvíkingum eftir sigur á Njarðvíkingum í undanúrslitum. Tindastóll hefur leikið átján leiki í keppninni ffá upphafi, unnið tíu, gert eitt jafntefli og tapað sjö. Fyrstu funleikamót vetrarins Fyrstu tvö fimleikamót Fimleikasambands Islands í vetur verða hald- in í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi um helgina. Fyrra mótið er haust- mót FSI sem hefst með upphitun í dag kl. 09:30, en sjálf keppnin ld. 11:10. Keppendur eru frá Ármanni, Björk, Gerplu, Gróttu og Stjörnunni. Keppni í íslenska fimleikastiganum fer síðan fram á sama stað á morgun, þar sem keppt verður í þrepum 1.-4. Keppnin í 4. þrepi hefst kl. 09:30 og lýkur kl. 13:00 en keppni f 1.-3. þrepi hefst ld. 14:30 og lýkur kl. 18:00. Keppendur eru um 80 og koma frá Ár- manni, Björk, Fylki, Gerplu, Gróttu, KR, Keflavík og Stjörnunni. Golfþiug í Sandgerði iim helgina Ársþing Golfsambands Islands er haldið í Sandgeroi um helgina og var þingið sett í grunnskólanum ld. 16:00 í gær. I upphafi þingsins afhenti útbreiðslu- og kynninganefnd GSI, Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, fyrsta eintakið af nýju kennslu- myndbandi „Skólagolf'1 sem sambandið hefur látið gera, til að leið- beina íþróttakennurum grunnskóla, við golfkennslu. Myndbandið ásamt ýmsu fleiru sem til þarf er liður í átaki GSI til að fjölga börnum og unglingum í golfi. ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 13. nóv. Fimleikar Kl. 12:00 HM í fimleikum Sýnt frá HM í Kína. Fótbolti Kl. 13:50 EURO-2000 Skotland - England Handbolti Kl. 16:30 Leikur dagsins ÍR - Haukar Körfubolti Kl. 12:00 NBA-tilþrif Körfubolti Kl. 15:00 Eggjabikarinn Undanúrslitaleikir Eggjabikarsins. Hnefaleikar Kl. 00:00 Hnefaleikakeppni Sýnt m.a. frá bardaga Prins Naseem Hamed og Cesar Soto. Kl. 02:00 Hnefaleikakeppni Bein útsending frá Las Vegas. Þar mætast m.a. Evander Holyfield og Lennox Lewis. (Endursýnt sunnud. kl. 21:15) Sunmid. 14. uóv. Körfubolti Kl. 12:20 NBA-leikur vikunnar Körfubolti Kl. 15:50 Eggjabikarinn Urslitaleikur Eggjabikarsins. Fótbolti Kl. 17:45 Meistarak. Evrópu Fjallað almennt um keppnina og farið yfir leiki. Ameríski fótboltinn Kl. 18:45 Ameríski boltinn Buffalo Bills - Miami Dolphins ■■■1 ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 13. uóv. ■ körfubolti Eggiabikar ka. - Undanúrslit I Smáranum Kópavogi Kl. 15:00 Keflavík - Grindavík KI. 16:45 Njarðvík - Tindastóll ■handbolti Úrvalsdeild karla Kl. 16:30 ÍR - Haukar Úrvalsdeild kvenna KI. 14:30 ÍR - ÍBV Kl. 16:30 Stjarnan - FH Kl. 15:30 Fram - Haukar Kl. 16:30 KA - Valur Kl. 16:30 Víkingur - Afturelding 2. deild karla Kl. 14:15 ÞórAk.-Framb ■ BLAK 1. deild kvenna Kl. 14:00 Þróttur Nes. - ÍS Suuuud. 14. nóv. ■ handbolti Úrvalsdeild karla Kl. 20:00 FH- Stjarnan Kl. 20:00 Víkingur - Fram ■ körfubolti Eggjabikar karla - Úrslit I Smáranum Kópavogi Kl. 16:00 Úrslitaleikur 1. deild karla KI. 14:00 Stjarnan - Þór Þorl. Kl. 20:00 ÍR - ÍS KJ. 20:00 Breiðablik - Selfoss Kl. 15:30 ÍV-Valur ■blak 1. deild kvenna Kl. 19:30 Þróttur - Víkingur BlUí STBIAK Sími 462 3500 * Hölabraut 12 • www.nett.is/borgarbio ÖÖLBY Sýnd um heigina kl. 15 Sýnd laugard. kl. 17,19,21 og 23. Sýnd um helgina Mánud. kl. 17 og 19 Sýnd um helgina kl. 17 Sýnd um helgina kl. 15 og 16.15 ■ ■■■■■■■■ ■■■■!■ .......... ■■■■■■ ■■■■■»■■■■■■■■ ■■ ■■■■»!■■■■«■»■ |i i u iLliuniiniiiniiiiiiiiniiiíiiiiiiniiiInli i ÍII ]

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.