Dagur - 27.11.1999, Qupperneq 1
Laugardagur 27. nóvember - 45. tölublað
Ktrkjudagur í logni
og sátt í Súðavík
vió Djup
ÁGÚST SIGURÐSSON
frá Möðruvöllum
skrifar
Þegar Þórhallur Bjarnarson bisk-
up kirkjuvitjaði á Hesteyri hinn
10. júlí 1913, var vegur hins
unga sjóþorps á gamalgróinni, 18
hundraða tvíbýlisjörð, Heima-
bæjar og útbýlisins Langavallar,
einna mestur alla sögu. Voru 15
heimilishús og fólk hálfur átt-
undi tugur. I Sléttuhreppi 455
manns í lok ársins.
Jón Þorvaldsson héraðslæknir
hafði setið á Hesteyri frá 1901,
Sigurður verzlunarstjóri útibús
Asgeirsverzlunar lengi fastasetur,
bróðir Gests Pálssonar skálds,
sem kunnugt er. Voru báðir, Jón
læknir og Sigurður Pálsson,
framfarasinnar, læknirinn með
sæmd háskólamannsins og kyn-
borinni varsemd, en útibússtjór-
inn fór geyst í félagsmálum og að
veraldarráðum. Ekki þarf að taka
fram, að búsetumenn á Hesteyri
aldamótanna voru sjósóknarar og
studdust við svolítinn landbú-
skap, en atvinnan, sem hið nýja
þorp byggði á, var við hvalveiði-
stöðina fyrir innan á. Nefnd
fyrst Gimli, svo Hekla, reist á
tryggu leigulandi 1894 á Stekk-
eyri og byggðu Norðmennirnir
Brödrene Bull, breytt síðar í síld-
arsöltunarstöð, loks sfldarverk-
smiðju. Allt varði það skammt,
sem alþekkt er í landinu, við ým-
ist gjöfult Norðurhafið og duttl-
unga sjávarspendýranna og
fiskjarins, en sókn vor, eyjarbú-
anna, í silfur hafsins og gull á
raunar hvergi upphaf og alls eng-
an endi. Kemur og fer. Þannig
líka fólkið á sandfjöruströndinni
á Hesteyri. Fjölgar upp, eins og
oft er sagt, því að dæmin sanna.
Fækkar og flyzt, líkt og lífið í
sjónum, sem landlífið elzt af og
nærist.
Hesteyrarþorpið var fjölmenn-
ara heimafólks og enn líflegra
vegna sjóverkamannanna, en
nokkru sinni, þegar biskup Þór-
hallur skráir mjög svo stuttara-
lega kirkjuskoðunina. Augu hans
voru að vísu fest við hin miklu,
ytri umsvif. Tvímælalaust er, að
guðshúsið er veglegt í augum
biskupsins og það er sjaldgæflega
vel búið. Byggingarfræðilegar
línur skerast í réttum punkti hins
forna húsagerðar-Iögmáls gull-
insniðs, 14 álnir að lengd, 10
breiddin og tæplega 10 álnir
undir mæninnn. Kirkjuskipið
um 45 m2 . Breiðar panelþiljur,
málaðar ljósbláar, trapisu-hvelf-
ingin hvítmálaður panell. Gólf-
borð gul, 14 fastabekkir dökk-
brúnir.
Miðstöð mannlífsms norðan
Djúps
Hitt er morgunljóst þennan há-
sumardag við Hesteyraríjörð, að
biskupinn hefur trú á framtíð
þorpsins, þar sem eru iðgræn tún
og 25 nautgripir, en engjar upp-
vinnanlegar fyrir meir en 220
fjár. Og það var hægt að sjá af
tuggu í 18 brúkunarhesta. Fáir
áttu þar nema litla jarðneska
hlutdeild, en nú var sú gnægð
hvítu og kjötmetis á hinni fornu
tvíbýlisjörð, að vel var fyrir séð.
Biskupinn velktist ekki í vafa um,
Staður í Aðalvík. Kirkjan, sem séra Páll Sívertsen reisti 1904 og prestshúsið, sem séra Runólfur Magnús byggði
fáum árum síðar. Mynd: Á.S. jútí 1994.
Á kirkjudaginn í Súðavík 19. sept. sl. Frá v. séra Magnús Erlingsson ísat,
séra Baldur Vilhelmsson fv. prófastur, séra Sigurður Skúli Ólafsson ísaf.,
séra Agnes M. Sigurðardóttir prófastur ísfirðinga, séra Ágúst Sigurðsson
prófastur Húnvetninga og Strandamanna, séra Valdimar Hreiðarsson, Suð-
ureyri. Mynd: séra Brynj. Gíslason.
að framtíð Aðalvíkursveitar og
Grunnavíkurhrepps í hinu af-
skaplega dreifbýli Hornstranda
og Jökulfjarða, væri á Hesteyri.
Guðshúsið í grýttum garðinum
ætti að verða höfuðkirkjan,
heimastaðar- og prestbólsins í
sameinuðum brauðunum norðan
Vébjarnarnúps og Rits.
Þó var þessi viðfelliga þorps-
kirkja á hjara heimslífsins enn
ofnlaus 1913. Og hún átti ekki
harmóníum. Ella búin góðum
gripum á stóru, hvítmáluðu altar-
inu; samt forgengilegt silfurp-
lett, þríarma stjakarnir, kaleikur
og patína. I rúmgóðum kórnum,
3ja hluta kirkjuskipsins, er kostu-
leg skrúðakista. Norsk eins og
kirkjuhúsið, sem kom tiltelgt frá
Tönsberg við Oslóarfjörð. A kist-
unni var fóðrað set með bláu
flaueli líkt og knébeðurinn við
gráturnar og bænaskammel
prestsins við altarið. Klukkur 2 í
turni og er önnur frá 1691 úr
bænhúsinu, sem fyrrum var á
Hesteyri. Yfrið prýddi altaristafl-
an, málverk af göngunni á vatn-
inu í gylltum, breiðum ramma,
sem síra Þorvaldur Jónsson pró-
fastur Norður-ísfirðinga kallaði
„Pétur gengur á sjó“, þegar hann
vígði kirkjuna 3. september
1899, 14 árum áður en herra
Þórhallur kirkjuvitjaði vestan og
norðan Djúps. - Minnir
myndefnið alla stund á höfuð-
kirkju Aðalvíkursóknar, en Stað-
arkirkja var, með Vorri frú, hel-
guð Pétri postula. Er svo enn,
þótt hann tæki að sökkva á at-
burðartíma.
Markus C. Bull verksmiðju-
stjóri við Stekkeyrina fyrir innan
á, þar sem áður hét Kálfeyri, fékk
altaristöfluna til kirkjunnar und-
ireins og hann pantaði húsvið-
inn, sagaðan, tilhöggvinn frá
heimalandi sínu, þiljur plægðar,
hreið, réhncL og móiuð gölfborð.
Var allt hið vandaðasta, af því að
Bull gat ekki virzt annað, en að
nýja kirkjan umsvifanna á Hest-
eyri tæki alfarið við af Staðar-
kirkju Aðalvíkursveitar. - Kirkja
er fólk, ekki land, og Hesteyri er
mjög afskekktur bær í Staðar-
sókn. Þannig horfði þetta samt
við herra Þórhalli, að Staðirnir
gömlu væruúr leik. Nú væri mið-
stöð mannlífsins í Aðalvíkur- og
Grunnavíkursveitum á Hesteyri.
Verksmiðjureksturinn, búskapur
meiri á Heimabænum og Langa-
velli en nokkru sinni hafði
þekkzt, fólksfjölgun 25 manns
frá aldamótum, barnaskóli,
læknissetrið með apóteki og
Það er fallegt í margri verstöð-
inni, þegar vel veiðist. Víða hvar
við ströndina byggilegt, þegar vel
viðrar. Sýndist biskupi álitlegt
að sigla sléttan sjó á vélbáti Hest-
eyrarprestsins Jökulfirði þvera að
Maríukirkjunni í Grunnavík. En
gönguleiðin í Aðalvíkina er sú
hindrun, sem tefur framgang
hinnar nýju prestakalla- og
sóknaskipunar. Uppbótin vegna
vænhússins í Furufirði hafði ver-
ið tryggð 1902.
Astæða er til að staldra við
þetta, sem þó varð ekki úr, fyrr
en aðeins þau Sölvi Betúelsson,
Sigrún Bjarnadóttir kona hans og
vinnukona þeirra, Dagmey Jóns-
Síra Jónmundur Júlíus Halldórs-
son, f. 1874, d. 1954.
sjúkrastofu. 800 manna presta-
kall, að samanlögðum brauðun-
um. Þó þyrfti svo nefnda erfið-
leika-uppbót vegna bæjanna og
bænhússins á Austurströndum,
sem fullbyggt var síðsumars
1899 í Furufirði. Þá var óhægð
með afbrigðum fyrir Hesteyrar-
prestinn að vitja gamla heima- og
prestsetursstaðarins reglubundið
hvern fjórða sunnudag. Ytri-
Hesteyrarbrúnir síga í og veður-
næmt á Sléttuheiði. Fannardal-
úFvérstur allan ársíns hring.
Sr. Finnbogi L. Kristjánsson. Síðasti
Staðarpresturinn I Aðalvík.
dóttir, voru eftir á Hcsteyri - og í
öllum Sléttuhreppi og fóru burt
1952, en 10 árum fyrr voru þar
420 manns. Mannauðn var
einnig fyrirséð í Grunnavíkur-
sveit, en þegar prestaköllin sam-
einuðust sjálfkrafa með alauðn
Aðalvíkursóknar, var síra Jón-
mundur Júlíus Halldórsson enn
á Stað, nær áttræður. Færðist
stundin að, þegar tími hans
breyttist í eilífð.
Framhald á hls 2 og 3