Dagur - 27.11.1999, Síða 3
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 -UI
SÖGUR OG SAGNIR
Kirkjustarf
Sunnudagur 28. nóvember
- fyrsti sunnudagur í aðventu
Læknishúsið á Hesteyri. Kagrafell ber hæst í baksýn. Ferðafólk á leið til
Staðar í Aðalvík. Guðríður Lára á Prestbakka og Aöalsteinn Eiríksson
skólameistari. Mynd: ÁS. júlí 1994.
Sigurði faktor tókst skjótt og vel
að koma upp kirkjunni vegna
gjafmildi og áhuga Markúsar
Bulls. En þegar reyndin varð, að
kirkjugarðurinn var mjög grýtt
jörð, hófu Norðurstrandamenn
einum rómi máls á heimagrafreit
í Höfn, sem mjög forn hefð var
fyrir, þó að ekki væri Iíksöngshús-
inu haldið við síðan á 18. öld.
Þegar menn þar aftóku að verða
gjaldskyldir í Hesteyrarsókn og
eiga þar kirkjuleg, en ekki framar
á Stað, gat alls ekki orðið úr
skiptingu Sléttuhrepps í 2 sóknir.
Og þeir áttu bandamann, sem
var síra Páll Sívertsen, prestur
Aðalvíkursveitar síðan 1876,
þegar hann fór norður úr Ogur-
þingum. Hornstrendingar komu
á bát fyrir Kögur og Straumnes
með kistu, minningar sínar og
söknuð, inn á Aðalvíkina. Gengu
svo berhöfðaðir, þessir styrku og
seigu Vestfirðingar, heim að
Stað. Nokkur bið varð þar, ef
óhætt virtist veðurs. Annars at-
höfn slík, sem skyldugt var í
skemmstan máta. Hin leiðin var
um Kjaransvíkurskarð, svo út
afar langan Hesteyrarfjörðinn,
sem er úr botni að nýja kirkju-
staðnum fullir 7 km. Aldeilis
ósvinna, eins og segir í aldamóta-
heimild norðanað. Þrautin var
ekki unnin, þótt komið væri að
Hesteyri. Utkirkjuvegur prestsins
var mjög langur og oft erfiður.
í greinaskrifum í Þjóðviljanum
unga kemur glöggt fram, hverjir
flokkadrættir voru um kirkju-
flutningsmálið á vígsluhaustinu.
60 heimili eru f Sléttuhreppi og
426 manns í hinni gamalgrónu
Staðarsókn. 10 heimili á Hest-
eyri og spáð, að þar yrði nokkur
fjölgun. Lögð er þung áherzla á
þetta: að Strandamenn fengi lík-
hús að Höfn, því að svo langt sé
að bera og draga kistu að Hest-
eyri, og hefði oft meiri kostnað í
för með sér en að flytja sjóleiðina
að gamla kirkjustaðnum. Einnig
stórlega dregið í efa, að nothæf
jörð fínnist á Hesteyri fyrir graf-
reit. Kom það á daginn eins og
þegar getur.
Fyrir rás viðhurðaiuia
Við svo búið sat og var Hesteyrar-
kirkja utan lagaramma sóknar-
kirkju, en þó alls ekki utan við
Iög og rétt. Hún var safnaðar-
laust guðshús til messuhalds,
reist í krafti hugsjónar hins fljót-
ráða faktors af fé atvinnurekand-
ans. Ekki hverful blekking, en
einstök þorpsprýði. Takmarkað
gagn. Sléttuhreppsbúar vildu
standa saman áfram í afskeldvt-
um víkum milli bjarga og fjalla-
virkja. Og nýja kirkjuhúsið varð
glæsilegt tákn lokanna. Aðalvík-
ursveit var ekki í framtíð þessa
lands og þjóðlífs. Þegar síra Páll
hafði látið gera þann minnis-
varða, sem kirkjan er á Stað sfð-
an 1904, var farið hægt og jafnt
upp á við eða haldið í horfinu í
38 ár, síðan hratt á undanhallinu
niður skriðuna. Ósjálfrátt, þar
sem enginn ræður ferð, nema rás
viðburðanna, sem er slík í blæ og
andbyr á mannlífsströndinni við
ómæli úthafsins. A alla grein í fé-
lagsveru, andlegu lífi og von eru
manninum sett mörk aðstæðn-
anna. Bæði hann og umhverfi
hans eru skapaður leyndardómur
Guðs. Síra Þorvaldur á Isafírði,
sem vígði kirkjuna við söng og
dýrð, hefur ekki getað ímyndað
sér glæsta framtíð á Hesteyri né
öran vöxt þorpsins og lét því
aldrei draga sóknamörk, er skipt
hefðu Aðalvíkursveit. - Fiskið
þverr, fólkið missir þolinmæði Iít-
illa tækifæra. Og það fer, þegar
styijaldarárin höfðu raskað lög-
máli aldalangrar kyrrstöðu.
Hesteyrarkirkjan, sem var ein
hinna snotru, nýju trékirkna í
landinu í ári aldarinnar, varð að-
eins stundartákn í Aðalvíkursveit.
En samt til allrar þjónustu búin í
hinu unga útgerðarþorpi. Þar
voru 49 manns, þegar kirkjan var
reist, 74 á vísitazíusumri herra
Þórhalls, 59 við heimsókn herra
Jóns Helgasonar. - Ekki var þó
ofninn enn kominn í kirkjuna
1928, þegar síra Sigurgeir Sig-
urðsson prófastur visiteraði, og
það, sem honum fannst enn
verra: ekki hljóðfæri. Bauðst þá
læknisfrúin til að vera organisti,
sem hún hafði endranær vikizt
vel við, en stofuorgel hennar þá
borið út í kirkju. Frú Martha Sig-
urðardóttir Bachmann, söngfólk-
ið og síra Runólfur Magnús gáfu
sjaldgæft færi hátíðarinnar í hinu
fámenna plássi í mikilli einangr-
un Hesteyraríjarðar. Af því líka,
að húsið messaði sjálft eins og
sagt er um fallegar kirkjur. Allt
var málað bjart og ljóst, stóll og
altari einnig, skreytt gylltum list-
um og var til þess tekið, hve stórt
og haglegt smíðið var. - Hvorki
Hesteyringum, Strandamönnum
né öðrum í Aðalvíkursveit gat
blandazt hugur um vegleik þessa
húss né kirkjuhelgi. Bezt var, að
öll sóknarbörn Staðarkirkju ættu
hina stóru kirkjugjöf, en ásamt
heimakirkjunni, þ.e. nýja guðs-
húsið yrði kapella í sókninni.
Slík samheldni og einurð, hrifn-
ing hins nýja, glæsta og reista, en
varhugurinn og virðingin fyrir því
fyrra, sem gæti verið á förum,
sýnir tryggðirnar, sem voru með
mönnum í Aðalvíkursveit. Lfka
óttann við björgin og hafið, sem
þó voru grundvöllur lífsins norð-
ur við heimskaut.
800 manna prestakallið, sem
herra Þórhallur biskup sá fyrir sér
með höfuðkirkju og prestsetur á
Hesteyri 1913, varð aldrei nema
hugmynd. Þó rak að því, að
Grunnavíkur- og Aðalvíkurbrauð-
in voru sameinuð. - Af því að
mannlaust var að verða 1952.
Vegna hinnar afar löngu og
merku þjónustu síra Runólfs
Magnúsar Jónssonar, 33 ár, eru
þeir fljótlega taldir prestarnir,
sem þjónuðu Hesteyrarkirkju.
Síðasti Staðarpresturinn var síra
Finnbogi L. Kristjánsson, sem
vígðist til sóknarinnar 1941 og
var í hálft fjórða ár. A undan
honum og eftir gegndi síra Jón-
mundur á Stað í Grunnavík ná-
grannaþjónustu. Loks síra Þor-
bergur Kristjánsson. Sóknirnar
fyrir norðan voru lagðar til Bol-
ungarvíkurbrauðs með lögum
1970. Þá var Iöngu orðið kirkju-
laust á Hesteyri og guðshús fram-
tíðarvonanna flutt til Súðavíkur,
en mannauðar hinar fornu sóknir
norðan Rits og Vébjarnarnúps.
AKUREYRARKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Strengja-
sveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri leikur.
Hlaðborð í Safnaðarheimilinu eftir guðs-
þjónustu þar sem hiver leggur sitt til á borð-
ið. Drykkir í boði safnaðarins. Fundur í
Æskulýðsfélaginu kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI
Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 16:30.
Almenn samkoma kl. 17. Unglingasamkoma
kl. 20. Heimilasamband kl. 15 mánudag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, AKUREYRI
Messa laugardag kl. 18. Messa sunnudag
kl. 11.
SJÓNARHÆÐ, AKUREYRI
Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al-
menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barna-
fundur kl. 18 mánudag.
HRlSEYJARKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 20.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11. Barnakórsæfing kl.
11:50.
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL
Aðventukvöld I Möðruvallakirkju í Hörgár-
dal kl. 20:30. Kór kirkjunnar syngur. Lesin
verður jólasaga, fermingarbörn flytja helgi-
leik og telpur úr kór Þelamerkurskóla syng-
ja um heilaga Lúsíu. Ræðumaður verður
Sigurður Guðmundsson vígslubiskup. Eftir
athöfnina selja fermingarböm friðarljós frá
Hjáiparstarfi kirkjunnar.
LAUFÁSPRESTAKALL
Svalbarðskirkja: Kirkjuskóli laugardaginn
27. nóv. kl. 11. Guðsþjónusta 1. sunnudag í
aðventu kl. 14. Fermingarfræðsla í safnað-
arstofunni kl. 11. Fjölskyldur fermingar-
bama eru hvattar til að koma til messu.
Grenivíkurkirkja: Kirkjuskóli laugardag kl.
13:30. Kyrrðar- og bænastund sunnudags-
kvöldkl. 21.
Grenilundur: Guðsþjónusta 1. sunnudag í
aðventu kl. 16.
HVERAGERÐISKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Aðventusam-
koma kl. 20:30. Aðventutónlist í flutningi
kirkjukórs og organista. Ræðumaður Anna
Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tekið
verður við samskotum tii styrktar Hjálpar-
starfinu.
SELFOSSKIRKJA
Aftansöngur á aðfangadag aðventu, laug-
ardaginn 27. nóv. Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11 fyrsta sunnudag í aðventu. Tón-
leikar Unglingakórs Selfosskirkju kl. 20.
EYRARBAKKAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta i Eyrarbakkakirkju kl.
11. Messa kl. 14.
LÁGAFELLSKIRKJA
Aðventukvöld kl. 20:30. Ræðumaður Salóme
Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis. Einsöng-
ur Margrét Árnadóttir sópran. Flautuleikur
Martial Nardeau og Guðrún Bingisdóttir.
Skólakór Mosfellsbæjar. Kirkjukór Lágafells-
sóknar. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu.
Barnastarf i safnaðarheimilinu kl. 11.
ÞINGVALLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11, ath. breyttan messu-
tíma. Að lokinni messu er aðalsafnaðar-
fundur í Þingvallasafnaðarheimilinu á Þing-
vallabæ.
ÁSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón-
usta kl. 14:00. Kaffi eftir messu. Aðventu-
kvöld kl. 20:30. Þorgeir Andrésson syngur
einsöng. Kórsöngur, almennur söngur, hug-
vekja. Kirkjubíllinn ekur.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Kveikt á fyrsta kerti
aðventukransins. Hátiðarguðsþjónusta kl.
14:00. Eftir messu verður vöfflukaffi í safn-
aðarheimili. Aðventukvöld kl. 20:30.
Kirkjukórinn, barnakór, stúlknakór og bjöl-
lukór leika fyrir kirkjugesti. Frá kl. 19:30
mun Bjöllukór kirkjunnar ásamt fjölda
söngvara stytta okkur biðina. Ræðumaður
kvöldsins er Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
DÓMKIRKJAN
Messa kl. 11:00. Dómkórinn syngur. Stutt
helgistund kl. 12:00 fyrir börn. Kveikt verð-
ur á fyrsta kerti aðventukransins. Aðventu-
kvöld kl. 20:30. Ræðumaður verður Einar
Benediktsson, sendiherra. Skólakór Kárs-
ness og Dómkórinn syngja.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Guðsþjónusta kl. 10:15. Rangæingakórinn
leiðir söng. Organisti Kjartan Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA
Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl.
11:00. Kirkjukór Grensáskirkju. Organisti
Árni Arinbjarnarson.
HÁTEIGSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Messa kl. 14:00.
Helga Krabbe, einkabarn Þorvalds vitamálastjóra, rakti minnin frá sumrum
bernsku sinnará Hesteyri.
I löfundur er prófastur cí
LANDSPÍTALINN
Messa kl. 10:00. Sr. Maria Ágústsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA
Hátíðarmessa kl. 11:00. Biskup Islands,
herra Karl Sigurbjörnsson prédikar.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Helgað-
ur verður steindur gluggi yfir kirkjudyrum.
Glugginn er eftir Leif Breiðfjörð og er dán-
argjöf Stefaníu Guðríðar Sigurðardóttur. Að-
ventutónleikar Barna- og unglingakórs Hall-
grímskirkju kl. 17:00.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11:00. Gradualekórinn syngur.
Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Aðventuhá-
tíð kl. 20:00. Guðrún Ásmundsdóttir flytur
ræðu. Börn úr kórskólanum flytja lúsíuleik.
Kór Langholtskirkju syngur.
LAUGARNESKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Börn
tendra Ijós á aðventukransinum. Kór Laug-
arneskirkju syngur. Messukaffi og djús fyrir
börnin á eftir. Messa kl. 13:00 með altaris-
göngu i dagvistarsalnum Hátúni 12. Þor-
valdur Halldórsson syngur. Aðventukvöld
kl. 20:00 og afmælishátíð Laugarneskirkju.
Kór og Drengjakór Laugarneskirkju syngur.
Að athöfninni lokinni býður sóknarnefnd
upp á súkkulaði og smákökur.
NESKIRKJA
Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 13:00.
Steingrímur Hermannsson fyrrverandi for-
sætisráðherra og seðlabankastjóri segir
sögur. Reynir Jónasson leikur undir fjölda-
söng á harmoniku. Kaffiveitingar. Sunnu-
dagaskólinn kl. 11:00. Börn úr Do Re Mi
koma í heimsókn. Átta til níu ára starf á
sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Að-
ventustund kl. 17:00. Ávarp sr. Örn Bárður
Jónsson. Kór Melaskóla og Kór Neskirkju
syngja. Telpurnar Helene Inga og Catherine
María Stankiewicz leika á pianó og selló
með móður sinni Unni Maríu Ingólfsdóttur,
fiðluleikara. Hugleiðing Geir H. Haarde, flár-
málaráðherra. Lokaorð sr. Frank M. Hall-
dórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA
Messa kl. 11:00. Fermingarbörn kveikja á
fyrsta kertinu á aðventukransinum. Helgað
verður textillistaverk eftir Herdísi Tómas-
dóttur. Barnastarf á sama tíma. Aðventu-
kvöld kl. 20:30. Sigurgeir Sigurðsson, bæj-
arstjóri Seltjarnarness, flytur aðalræðu
kvöldsins. Selkórinn og Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju flytja tónlist. Þuríður G. Sig-
uröardóttir syngur einsöng. Hljóðfæraleikar-
ar eru Symon Kuran á fiðlu, Zbigniew Dubik
á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á lagfiðlu og
Lovísa Fjeldsted á selló. Veislukaffi eftir
stundina.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINNN
Þjóðlagamessa kl. 14:00. Gitar, bassi og pí-
anó. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir
messu.
ÁRBÆJARKIRKJA
Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13. Kveikt á aðventukransinum.
Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 14.
Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Organleikari
Pavel Smid. Kristín R. Sigurðardóttir syngur
einsöng. Kaffisaia Kvenfélags og skyndi-
happdrætti Líknarsjóðs Kvenfélagsins eftir
guðsþjónustu. Aðventuhátíð í kirkjunni kl.
20.30. Barnakór, kirkjukór og gospelkór
kirkjunnar syngja. Þór Magnússon þjóð-
minjavörður flytur hátíðarræðu. Rarikkórinn
syngur í 20 mínútur í kirkjunni, áður en að-
ventusamkoman hefst.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Organisti: Daniel Jónasson.
Tómasarmessa kl. 20. Fyrirbænir og fjöl-
breytt tónlist. Kaffisopi að messu lokinni.
DIGRANESKIRKJA
Kl. 11. Messa. Organisti: Bjarni Jónatans-
son. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur
málsverður eftir messu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11.Kór Fella- og Hóla-
kirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová.
Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
GAFARVOGSKIRKJA
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11.
Sunnudagaskóli i Engjaskóla kl. 11. Guðs-
þjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson héraðsprestur, prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA
Messa kl. 11. Félagar úr kór kirkjunnar syn-
gja. Organisti Jón Olafur Sigurðsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 13 og í Lindaskóla
kl. 11.
KÓPAVOGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prest-
ur sr. Guðni Þór Ólafsson. Organisti: Hrönn
Helgadóttir. Aðventuhátíð kl. 17.
SEUAKIRKJA
Kl. 11 Krakkaguðsþjónusta. Kveikt á fyrsta
aðventukertinu. KI.14 Guðsþjónusta.
Barnakór Seljakirkju og Kór Seljakirkju syn-
gja. KI.16 Guðsþjónusta í Skógarbæ. Kl.
20. Aðventukvöld. Kór Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og sönghópurinn Kangasystur
syngur. Haukur ísfeld flytur hugvekju.