Dagur - 01.12.1999, Síða 13
MIDVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 - 13
XWht.
ÍÞRÓTTIR
ÓróleiM í austrmu
Rússneskir hermenn gera klárt fyrir órólegan lelk í Moskvu.
Úr leik S/avia Prag og Steaua Bukarest íþriðju umferð UEFA-bikarsins.
Spartak Moskva með
afgerandi forystu í
Rússlandi. Dyuamo
Kiev taplaust í Úkra-
ínu. ÓróleiM í Búlgar-
íu og Rúmeníu. Slavia
Prag á toppnum í
Tékklandi.
Eftir nokkra lægð austur-evr-
ópskrar knattspyrnu eftir póli-
tískar hræringar og ófriðarástand
síðustu ára er ástandið í boltan-
um heldur að breytast til hins
betra. Astandið er þó misjafnt
eftir löndum og hefur óróleiki
áhangenda liðanna í sumum
þeirra oftar en ekki sett leiðin-
legan svip á leiki. Má þar nefna
síendurtekið ofbeldi á leikjum í
rússnesku deildinni og einnig
síðustu uppákomur í Búlgaríu,
þar sem ástandið hefur verið
verst að undanförnu.
Hér að neðan Iítum við yfir
stöðuna í helstu úrvalsdeildum
Austur-Evrópu:
Hlé í Rússlandi
Að undanförnu hefur ekkert ver-
ið leikið í rússnesku úrvalsdeild-
inni á meðan leikið hefur verið í
bikarnum. Moskvu-Iiðin þrjú
Spartak, Lokomotiv og CSKA
raða sér í efstu sæti deildarinnar,
þar sem Spartak hefur afgerandi
forystu í efsta sætinu með 72
stig, sjö stigum meira en
Lokomotiv sem er í öðru sætinu.
Staðan á toppniun í Rúss-
landi:
Spartak Moskva 30 22 6 2 75-24 72
Lokom. Moskva 30 20 5 5 62-30 65
CSKA Moskva 30 15 10 5 56-29 55
Sigurganga Dynamo stöðvuð
Fyrir leiki 15. umferðar úkra-
ínsku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu, sem hófst um helgina,
höfðu meistarar Dynamo Kiev
unnið tólf deildarleiki í röð. A
mánudaginn mættu meistararn-
ir, sem eru taplausir á toppi
deildarinnar með tólf sigra og
tvö jafntefli, svo liði Shakhtar
Donetsk, sem er í fjórða sæti
deildarinnar og náðu aðeins 0-0
jafntefli á útivelli.
Þrátt fyrir að hafa hvílt flesta
af sínum bestu leikmönnum, var
Dynamo betra Iiðið í leiknum, en
tókst ekki að brjóta á bak sterka
vörn heimaliðsins.
Meistarar Dynamo Kiev hafa á
undanförnum mánuðum leitað
að nýjum framherja til að fylla
skarðið sem Andriy Shevchenko
skildi eftir sig í framlínu liðsins,
þegar hann gekk til liðs við AC
Milan í sumar. Ur því kynni að
rætast á næstunni, því mjög lík-
lega mun Georgfumaðurinn Ge-
orgi Demetradze, sem að undan-
förnu hefur leikið með rússneska
úrvalsdeildarliðinu Alania Vla-
dikavkaz, skrifa undir samning
við liðið í næstu viku.
Hlé verður nú gert á keppni í
úkrafnsku deildinni fram yfir
áramótin, en Dynamo á þó eftir
að leika einn frestaðan leik gegn
Prykarpattya Ivano-Frankivsk,
sem er í fjórtánda sæti deildar-
innar og fer sá leikur fram á
föstudaginn. Með sigri í leiknum
getur Dynamo náð tíu stiga for-
skoti í deildinni.
Staðan á toppnum í
Úkraínu:
Dynamo Kiev 14 12 2 0 31-6 38
Kryvbas Kryviy Rih 15 9 4 2 26-14 31
Vorskla Poltava 15 8 3 4 31-18 27
Hajduk Split í toppsætið
I Króatíu skaust Hajduk Split á
topp úrvalsdeildarinnar um helg-
ina, eftir 5-0 heimasigur á botn-
liði lowly Istra í 15. umferðinni.
Meistarar Króatía Zagreb, sem
lengst af hafa verið í toppsætinu,
töpuðu á sama tíma 3-1 á útivelli
gegn Rijeka, sem er í fjórða sæti
deildarinnar og féllu þar með
niður í annað sætið. Þeir eiga þó
einn leik til góða gegn Cibalia,
sem er í sjöunda sætinu og gætu
þar með sigri komist upp að
Hadjuk á stigatöflunni.
Drazen Ladic, markverði Za-
greb og króatíska landsliðsins,
var vísað af leikvelli fyrir gróft
brot á 36. mínútu leiksins, en
hann hafði áður fengið að líta
gula spjaldið fyrir mótmæli.
Staðan á toppnum í Króatiu:
Hajduk 15 11 3 1 39-15 36
Rróatía 14 10 3 1 39-10 33
Osijek 15 8 2 5 27-23 26
Höfuðborgarliðin í efstu
sætum
Þegar 15 umferðum er lokið í
júgóslavnesku úrvalsdeildinni
eru höfuðborgarliðin Obilic
Belgrad og Partizan Belgrad jöfn
að stigum í toppsætum deildar-
innar með 40 stig, þar sem bæði
Iiafa unnið 13 leiki, gert eitt
jafntefli og tapað einum leik.
Þriðja liðið frá höfuðborginni
Belgrad, Rauða Stjarnan, er svo í
þriðja sætinu með 34 stig, tíu
stigum meira en Sutjeska sem er
í fjórða sætinu. Það má því ætla
að risarnir frá Belgrad, Obilic og
meistarar Partizan muni enn
sem oftar berjast um meistaratit-
ilinn og ólíklegt að Rauða Stjarn-
an muni blanda sér í þann slag í
ár.
Staðan á toppnum í
Júgóslavíu:
Obilic 15 13 1 1 30-11 40
Partizan 15 13 1 1 30-1 1 40
Red Star 15 10 4 1 35-9 34
Ólæti í Búlgaríu
I Búlgaríu er Levski Sofia í
toppsæti úrvalsdeildarinnar með
37 stig eftir tólf Ieiki, þremur
stigum meira en CSKA Sofia,
sem er í öðru sætinu með 34
stig.
Ofbeldi meðal stuðnings-
manna hefur sett ljótan blett á
búlgörsku knattspyrnuna í vetur
og virðist það engan endi ætla að
taka. Um helgina kom síðast til
óláta fyrir útileik CSKA Sofia
gegn Belasitsa Petrich, sem end-
aði með miklum látum og of-
beldi, þar sem lögreglan á staðn-
um fór hamförum gegn óeirða-
seggjunum.
Lögreglan greip í taumana
þegar áhangendur heimaliðsins
hófu að kasta grjóti að áhang-
endum gestanna, sem svöruðu
með því að kasta öllu lauslegu úr
áhorfendasvæðunum, eins og
setum og öðru dóti, til baka.
Sjónvarpsupptökur sýndu lög-
regluna lemja á áhangendum
gestanna með kylfum, þegar þeir
hugðust gera gagnárás á svæði
heimaliðsins.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að átta manns hefðu verið hand-
teknir og tólf hefðu meiðst í lát-
unum. Þar af fjögur börn.
CSKA Sofia tapaði leiknum 2-
0 og þar með náði Levski þriggja
stiga forystu á toppnum með 4-1
heimasigri á Botev Plovdiv, sem
eru um miðja deild.
Staðan á toppnum í
Búlgariu:
Levski Sofia 14 i2 1 1 40-7 37
CSKASofia 14 11 i 2 27-8 34
Nefto. Bourgas 14 9 4 1 22-9 31
Dinamo með öragga forystu
Eftir nítján umferðir í rúmönsku
úrvalsdeildinni er Dinamo
Búkarest Iangefst á toppi deild-
arinnar með 50 stig, 11 stigum
meira en Rapid Búkarest sem er
með 39 stig í öðru sætinu. Fátt
virðist því geta komið í veg fyrir
að meistaratitillinn lendi hjá lið-
inu, þó enn séu fimmtán um-
ferðir eftir í keppninni. Liðið
hefur skorað 56 mörk og fengið á
sig 14 sem sýnir að yfirburðir
þess eru miklir. Það tapaði þó
sínum fyrsta leik í deildinni um
helgina, þegar það mætti Gloria,
sem er í fimm sæti deildarinnar
og tapaði 0-1 á sjálfsmarki Giani
Chirita.
Nokkur óróleiki var meðal
stuðningsmanna Iiðsins, sem
beindu spjótum sínum að Corn-
el Dinu þjálfara, sem nýlega
seldi tvo sterka leikmenn frá fé-
laginu. Það voru framherjarnir
Adrian Mutu, sem fór til Inter
Milan og Ioan Vladoiu sem fór
til þýska liðsins Kickers Offen-
bach.
A sama tíma vann annað liðið
í deildinni, Rapid Bukarest, 2-1
sigur á FCM Bacau, sem er í sjö-
unda sætinu.
Staðan á toppnum í
Rúmeníu:
Dinamo Bukarest 19 16 2 1 56 14 50
Rapid Bukarest 19 12 3 4 32 20 39
Ceahlaul P. Neamt 19 11 4 4 27 22 37
Slavia Prag á toppnum
Eftir 15 umferðir í tékknesku úr-
valsdeildinni er Salavia Prag eitt
á toppi deildarinnar með 37 stig
og fjögurra stiga forystu á meist-
ara Sparta Prag, sem er í öðru
sætinu. Eftir 2-0 tapið gegn
Porto í Meistaradeild Evrópu,
vann Sparta Prag mikilvægan 0-
1 útisigur á Drnovice, sem er í
fjórða sætinu, þar sem framherj-
inn Vratislav Lokvenc skoraði
sigurmarkið á 33. mínútu leiks-
ins.
Slavia Prag náði svo á mánu-
daginn fjögurra stiga forystu á
toppi deildarinnar með 3-1
heimasigri á Boby Brno, sem er í
áttunda sæti deildarinnar.
Staðan á toppnum í
Tékklandi:
Slavia Prag 15 11 4 0 25-7 37
Sparta Prag 15 10 3 2 37-13 33
Bohem. Prag 15 6 6 3 15-9 24
Spennandi barátta í
Ungverjalandi
I Ungverjalandi fer nú fram
spennandi barátta þriggja liða á
toppi úrvalsdeildarinnar og eftir
14. umferðina sem lauk um
helgina voru Dunaferr og MTK
Budapest með 29 stig eftir 14
leiki og Vasas með 28 stig eftir
jafnmarga leiki.
A mánudaginn hófst svo 16.
umferðin með útileik Dunaferr
gegn Gyor, sem lauk með 4-2
sigri toppliðsins, sem þar með
náði þriggja stiga forystu í deild-
inni.
Meistarar MTK, hafa verið að
leika mjög vel að undanförnu
undir stjórn Hollendingsins
Henk ten Cate og spá flestir
þeim sigri í deildinni, þegar upp
verður staðið.
Vasas náðu 3ja sætinu í deild-
inni cftir síðustu umferð þegar
þeir unnu 3-0 heimasigur á Tata-
banya þar sem Attila Szili, fyrr-
um leikmaður 1860 Múnchen,
ásamt þeim Imre Aranyos og Fer-
enc Szilveszter skoruðu mörkin
fyrir Vasas.
Staðan á toppnum í
Ungverjalandi:
Dunaferr 15 9 5 1 37-14 32
MTK Budapest 14 8 5 1 26-11 29
Vasas 14 9 1 4 25-11 28
Burt með eftirlitið
„Ofvirkir dóm-
arar sem eru
skíthræddir við
„Stóra bróður"
í~ áhorfenda-
stúkunni eru
að gera út af
við enska bolt-
ann,“ segir Ge-
orge Graham,
framkvæmdastjóri Tottenham.
„Eg tel að dómararnir séu
undir allt of mikilli pressu og að
allt frumkvæði til að taka réttar
ákvarðanir og meta hlutina rétt
út frá Ieiknum, sé þess vegna
horfið," sagði Graham við enska
fjölmiðla í gær.
„Það er eins og þeir hafi það á
tilfinningunni að „Stóri bróðir"
sé að fylgjast með þeim og að
þeir þurfi að gera allt eftir bók-
inni. Þeir eru því sífellt hræddir
um að fá slæma dóma frá eftir-
litinu og reyna því að fara ná-
kvæmlega eftir reglunum eins
og þær eru skráðar, án tillits til
þess hvað er að gerast inni á
vellinum," bæti Graham við.
Nokkrir þjálfarar í úrvalsdeild-
inni hafa að undanförnu lýst óá-
nægju sinni yfir dómgæslunni í
vetur og þá sérstaklega vegna
óvenjulegs fjölda gulra og
rauðra spjalda sem farið hafa í
loftið. Gott dæmi er Ieikur
Leeds gegn Southampton um
helgina, þar sem David Jones sá
sig tilneyddan til að gera at-
hugasemdir við störf dómarans
og sagði að það væri nógu erfitt
að leika gegn Leeds, án þess að
hafa dómarana líka á herðun-
um. „Staðreyndin er sú að dóm-
aranir fá það á tilfinninguna að
eftirlitsmennirnir séu settir
þeim til höfuðs og þeir vita að
Philip Don, yfirmaður dómara-
mála, hefur vald til að setja þá af
ef honum dettur það í hug,“
sagði George Graham, sem
horfði upp á sína menn hjá
Tottenham fá sex gul spjöd f
leiknum gegn Newcastle um
helgina.
Við það tækifæri sagði hann:
„Losið okkur við eftirlitsmenn-
ina og gefið dómurunum tæki-
færi til að vinna sína vinnu í
friði.“
Arsenal býður í
Spánverja
Arsene Wen-
ger, knatt-
spyrnustjóri
Arsenal, hefur
boðið spánska
annarrar deild-
ar liðinu
Lavante, tvær
milljónir punda
fyrir framherj-
ann unga, Vicente Rodriguez,
eftir því sem Pedro Villaroel,
forseti spánska félagsins, sagði
við fjölmiðla í gær.
Villaroel segir að tilboð
Arsenal sé langt frá því sem fé-
lagið vill fá fyrir þennan 18 ára
gamla markaskorara, sem þeir
verðleggja á þúsund milljónir
peseta, sem er um 3,8 milljónir
punda. „Ef þeir bjóða þá upp-
hæð, yrðu allir ánægðir," sagði
Villaroel, sem bætti því við að
helmingur upphæðarinnar rynni
til fjárfestingarfélags, sem keypti
helmings hlut í leikmanninum á
sfðasta ári.