Dagur - 04.12.1999, Side 1
Laugardagur 4. desember 1999
82. og 83. árgangur - 232. tölublað
Verð ílausasölu 200 kr.
Helga sSgð á
leið í banKann
Allar líkur taldar á
því að Helga Jónsdótt-
ir borgarritari verði
bankastjóri í Seðla-
bankanum í stað
Steingríms Her-
mannssonar.
Miklar sögur hafa verið í gangi
síðustu daga um það hver verði
þriðji Seðlabankastjórinn, en sá
stóll hefur verið laus síðan Stein-
grímur Hermannsson lét af
störfum á sfðasta ári. Vangavelt-
urnar fóru af stað vegna frum-
varps sem lagt hefur verið fyrir
Alþingi um flutning Seðlabank-
ans frá viðskipa- til forsætisráðu-
neytis. Málið hefur verið að
velkjast hjá stjórnarflokkunum
síðan Steingrímur hætti. Það
hefur sætt gagnrýni að banka-
stjóri skyldi ekki ráðinn þar sem
þeir eiga að vera þrír, lögum
samkvæmt.
Mörg nöfn hafa verið nefnd í
samhandi við væntanlegan
bankastjóra. Samkvæmt heim-
ildum, sem Dagur telur áreiðan-
legar, eru allar líkur taldar á því
að Helga Jónsdóttir borgarritari
verði þriðji banka-
stjóri Seðlabank-
ans. Hún hefur í
gegnum tíðina
gegnt mörgum
ábyrgðarmiklum
embættum. Hún
var aðstoðarmaður
forsætisráðherra,
þegar Steingrímur
Hermannsson geg-
ndi því embætti.
Helga var líka for-
setaritari, stjórnar-
formaður Lands-
virkjunar og hún
starfaði um árabil
sem einn af stjórn-
endum hjá Alþjóða-
bankanum, sem fulltrúi lslands.
Safna plúsum
Með því að ráða Helgu Jónsdótt-
ur í starf bankastjóra telja fram-
sóknarmenn sig safna plúsum en
æði margir mínusar hafa hlaðist
á flokkinn undanfarið og útkom-
an í skoðanakönnunum eftir því.
I fyrsta lagi yrði Helga fyrsta
konan sem gegnir bankastjóra-
starfi á Islandi. I
öðru lagi er Ilokk-
urinn þá ekki að
ráða pólitíkus í
embættið og í þrið-
ja lagi er Helga
sögð afar hæf
manneskja í þetta
starf.
Staðan auglýst
Davíð Oddsson
sagði í umræðum á
Alþingi sl. fimmtu-
dag að ákveðið
hefði verið að aug-
lýsa stöðu Seðla-
bankastjóra lausa
til umsóknar, en
það verður að gera lögum sam-
kvæmt. Þessi yfirlýsing forsætis-
ráðherra þýddi að búið er að
ákveða hver fær stöðuna. Hann
sagði líka að það yrði viðskipta-
ráðherra, Finnur Ingólfsson,
sem myndi skipa í stöðuna.
Margir nefndir
Mjög hefur verið sótt að Finni
Ingólfssyni viðskiptaráðherra að
skýra frá því hver verði næsti
Seðlabankastjóri. Hann hefur
varist allra frétta og gerir það
enn. Þó opnaðist örlítil glufa á
fundi hjá framsóknarmönnum í
Kópavogi á dögunum. Þar var
Finnur spurður um málið og
svaraði hann því til að það væri
ekki búið að ákveða hver það yrði
en þegar spurningin var ítekuð
sagði hann að bankastjórinn yrði
úr „réttum Ilokki."
1 vor og sumar var mikið rætt
um það að Halldór Guðbjarnar-
son, fyrrum Landsbankastjóri,
fengi stöðuna, framsóknarmenn
hefðu lofað honum henni. Sjálf-
stæðismenn voru því andvígir og
þess vegna var Halldór gerður að
forstjóra VISA. Síðustu daga
hafa mörg nöfn verið nefnd í
sambandi við Seðlabankastjóra-
stöðuna; Halldór Asgrímsson,
Finnur Ingólfsson, Davíð Odds-
son og jafnvel Páll Pétursson og
að þannig yrði ráðherravandamál
framsóknarmanna Ieyst. - s.DÓR
Helga Jónsdóttir borgarritari
er sögd á leiðinni í banka-
stjórastól í Seðlabankanum.
57%
styðja Pál
Samkvæmt
niðurstöðum
síðustu
spurningar
Dags á frétta-
vef Vísis.is
sögðust 57%
þeirra sem
þátt tóku það
rétt hjá Páli
Péturssyni
félagsmála-
ráðherra að
hætta ekki
sjálfviljugur í
ríkisstjórn-
inni. Alls tóku hátt í 2.500
manns þátt í að svara, sem telst
mjög góð þátttaka. 43% þeirra
töldu Pál ekki gera rétt með
þessari ákvörðun.
Ný spurning Dags hefur verið
sett á Vfsi.is. Hún hljóðar svo:
„A að gera enn einn stjórnmála-
manninn að Seðlabankastjóra?“
Slóðin er www.visir.is
Páll Pétursson.
IbtfMT
. mom
vísir.is
Jólaundirbúningur er kominn í fullan gang hjá landsmönnum og eru leikskólarnir engin undantekning þar á.
Síðustu tvo daga var sett upp jólaverkstæði í leikskólanum Hálsaborg í Reykjavík. Þangað komu foreldrar og tóku
þátt í gleðinni með börnunum og hjálpuðu meðal annars til við piparkökubaksturinn. mynd: e.ól.
Galdur var lif
andi veruleiM
„Galdur var hluti af veruleika-
skynjun fólks. Hér var ekki um
sjúkleika, óeðli eða afkimabar-
dús að ræða heldur óumræðilega
staðreynd. Engum kom til hugar
að draga mátt galdurs í efa þótt
deilt væri um krafta einstakra
galdramanna." Þetta segir
Matthías Viðar Sæmundsson,
einn helsti sérfræðingur þjóðar-
innar í galdraöldinni, f viðtali við
helgarblað Dags - en þar skegg-
ræðir hann við annan áhuga-
mann um galdra, Hrafn Gunn-
laugsson, kvikmyndaleikstjóra.
I dag leggur Asbjörg Kristins-
dóttir af stað áleiðis til Tókýó í
keppni um titilinn Miss
International 1999. En hvað
skyldi fegurðardrottning á leið í
alheimskeppni taka með sér og
hvaða aðstoð fær hún? Þú lest
allt um það í helgarblaði Dags.
Feðgarnir Hörður Helgason
og Helgi Jónsson hafa brallað
ýmislegt saman sem feðga er sið-
ur og nú hafa þeir gefið út hroll-
vekju eftir sig. Þeir segja frá því í
helgarblaðinu.
Gísli Marteinn Baldursson og
Ólafur Teitur Guðnason eru höf-
undar Bókar aldarinnar sem hef-
ur að geyma rúmlega 270 topp
tíu lista yfir margvísleg svið sem
tengjast öldinni sem nú er að
Ijúka. Helgarblaðið birtir for-
vitnileg sýnishorn.
Og svo er það allt hitt í helgar-
blaði Dags: Kynlífspistill, bók-
menntagagnrýni, matarupp-
skriftir, veiðiþáttur, bíórýni,
spurningaþáttur, krossgáta,
poppsíða og margt margt fleira.
Góða helgi!
wmmmmm
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524