Dagur - 04.12.1999, Síða 2

Dagur - 04.12.1999, Síða 2
2 -LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 FRÉTTIR Vaka-HelgafeU á öldur ljósvakans Ótafur Ragnarsson, nú stjórnarformaður Vöku-Helgafells, er á leiðinni með fyrir- tækið á útvarpsmarkaðinn Váka-Helgafell ætlar sér enn stærri hlut á fj ölmiðlamarkaðnum með kaup á þriðjungs- hlut í ljósvákafyrir- tækinu Fíiuim miðli. Samkvæmt áreiðaniegum heim- ildum Dags ætla forráðamenn Vöku-Helgafells að kynna á næstunni þátttöku sína í rekstri ljósvakafyrirtækisins Fíns miðils, sem rekur 6 útvarpsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem blaðið kemst næst þá ætlar Vaka-Helgafell að kaupa þriðj- ungshlut í fyrirtækinu af banda- rískum aðaleiganda þess, Saga Communications, sem er í eigu Vestur-Islendingsins Ed Christi- an. Bandaríkjamenn hafa átt 75% hlut í Fínum miðli og Út- varp FM, sem feðgarnir Arni Samúelsson og Björn Árnason f SAM-bíóunum eiga, á 25% hlut. Þessi fjárfesting Vöku-Helga- fells er í samræmi við fyrri yfir- lýsingar nýrrar stjórnar um að fyrirtækið ætli sér enn stærri hlut á fjölmiðlamarkaðnum hér á landi sem alhliða miðlunarfyr- irtæki. Uppstokkun var gerð á rekstrinum og eigendaskipti áttu sér stað þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, FBA, keypti 50% hlut af Ólafi Ragnarssyni og fjöl- skyldu. Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar var að kaupa út- gáfufyrirtækið Iceland Review. Auk hefðbundinnar tímarita- og bókaútgáfu þar er haldið úti dag- legri fréttaþjónustu á Netinu á ensku. Sjöunda rásiu í bígerð Fínn miðill varð til fyrir tveimur og hálfu ári er Aflvaki og Útvarp FM sameinuðust. Þeir SAM-bíó feðgar framseldu á sínum tíma 50% hlut til Saga Commun- ications sem þeir keyptu af Afl- vaka og síðan juku Bandaríkja- menn sinn hlut í 75%. Nýlega slitnaði svo upp úr viðræðum Fíns miðils og Islenska útvarps- félagsins um kaup þess síðar- nefnda á stórum hlut í Fínum miðli. Upp frá því hófust viðræð- ur við Vöku-Helgafell. Fínn miðill starfrækir nú sex stöðvar, eins og áður sagði, og hefur staðið til að fara með þá sjöundu í loftið. Stöðvarnar eru FM95.7, X-ið, Gull 90.9, Klassík FM, Skratz og Létt 96.7. - BJB SainiyUi- inyin lokar liriiigiiuiii Reykjavíkurfélag Samfylkingar- innar verður stofnað í dag og hafa þá félög verið stofnuð f öll- um kjördæmum landsins, en rætt er um flokksstofnun á fyrri hluta komandi árs. Stofnfundurinn verður hald- inn á Grand Hótel við Sigtún í dag kl. 14. Eftir að lög félagsins hafa verið samþykkt verður stjórn félagsins kosin. A fundin- um munu þingmenn Samfylk- ingarinnar flytja ávörp, auk tón- listarflutnings og upplesturs. Stjórn fundarins verður í hönd- um Össurar Skarphéðinssonar. Fundurinn er opinn öllum velunnurum og stuðningsmönn- um Samfylkingarinnar. - FÞG Hafnargjöld oröin 4,2 miUjónir Marel Trading hætti frá 1. desember sl. að greiða hafnargjöldin fyrir rúss- neska togarann Omnya, sem legið hefur í Akur- eyrarhöfn frá september- mánuði 1997, fyrst við Torfunefsbryggju, fáum til yndisauka, enda skipið haugryðgað. Hafnargjöld skípsins nema nú 4,2 milljónum króna. Breyting hefur orðið á samrekstri Marels og rússnesku útgerðarinnar KarelRybFlot AO í Mur- mansk hvað varðar ráðgjöf og veiðistýringu og því mun útgerðin sjálf greiða hafnargjöld skipsins. Tvö skip múrmönsku útgerðarinnar komu til minni háttar klössunar og viðgerða hjá Slippstöðinni á árinu en engin teikn eru á lofti um það að gert verði við Omnya. Eins og fyrri desembermánuði fara viðhaldsverkefni hjá Slippstöðinni vax- andi, þar sem útgerðarmenn vilja nota þennan tíma til viðhalds skip- unum. Unnið verður alla virka daga í desember hjá Slippstöðinni,- GG Lausn biskups kostar bálf lauu Sú lausn Karls Sigurbjörnssonar biskups í deilunni um sr. Gunnar Björnsson á Holti við sóknarbörn sín, að fela honum „sérverkefni", en fá prófastinn sr. Agnesi Sigurðardóttur til að sinna sókninni, mun kosta 70-80 þúsund krónur á mánuði. Sr. Gunnar hefur fengið starfsleyfi í þrjá mánuði til að sinna hin- um óskilgreindu sérverkefnum. Úmframkostnaðurinn úr ríkisjóði felst í því að sr. Agnes fær laun fyrir aukaþjónustu, sem samkvæmt heimildum Dags nema hálfum fastalaunum sóknarprests. í lögum um þjóðkirkjuna er reyndar skýrt kveðið á um fjölda sóknarpresta og sérþjónustupresta, og mun hafa myndast svigrúm innan ramma lag- anna með sameiningu sókna og ætti þessi lausn sem slík ekki að raska fjárlögum að ráði. - fþg Eimskip fær nýtt skip Eimskip hefur tekið á svokallaða purrleigu gámaskipið Ossian. Leigusamningurinn er til tveggja ára og á þeim tíma hefur Eimskip rétt á að kaupa skipið. Félagið mun sjá um rekstur, viðhald og mönn- um skipsins sem mun bera nafnið Mánafoss. Skipstjóri verður Guð- mundur Kr. Kristjánsson og Valdimar Jóhannsson yfirvélstjóri. yiánaigssi cr ætlað að sigla í strandsigiingum í stað Bakkafoss, sem ’fer’ í brinur verkefni. Skiþið verður afhcnt í Rotterdam í næstú'viku og er væntanlegt til íslands fyrir jól. Jdn Steinar kærður Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur, verjandi sýknaða há- skólaprófessorsins í kynferðis- brotamálinu, hefur veríð kærður til úrskurðarnefndar Lögmanna- félags Islands, vegna málflutnins síns í fjölmiðlum í kjölfar dóms- ins. Kærandinn er Margrét Kr. Jónsdóttir sálfræðingur, einn sér- fræðinganna sem rannsökuðu stúlkuna sem kærði og Iögðu mat á trúverðugleika sakargifta. Jón Steinar bar brigður á hlut- leysi sérfræðinganna í pistli á Bylgjunni á dögunum og sagði meðal annars: „Var augljóst að skýrslur sérfræðinganna sem ég nefndi voru greinilega litaðar af mikilli samúð þeirra með kær- andanum. Við málflutning í hér- aði var farið yfir þetta. Raunar höfðu sérfræðingarnir komið fyr- ir dóm til að svara spurningum um skýrslur sínar. I þeim ítarlegu yfirheyrslum taldi ég koma mjög skýrt fram að skýrslurnar væru ekki hlutlausar.“ Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu: Margt í málflutn- ing Jóns hljómar fráleitlega frá sjónar- hóli barnaverndar þótt það kunni að vera gott og gilt frá lagalegu sjónarmiði. Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndarstofu, hefur opinberlega gagnrýnt málflutn- ing Jóns Steinars í kjölfar dóms- ins. Bragi telur umræðuna frá hans hendi áreiðanlega hafa „veruleg fælingaráhrif á þá sem hugleiða að leggja fram kæru vegna kynferðisofbeldis". Hann segir gagnrýnivert að draga fram og túlka einhliða upplýsingar, eins og „ástúðlegt" bréf dóttur- innar til hins kærða og nefna til sögunnar mál sem kom upp varðandi kcnnara. Bragi telur anda bréfsins megi allt eins túlka sem óskhyggju hennar um eðli- legt fjölskyldulíf og að ásökun í garð kennara megi túlka sem óbeint ákall um hjálp, slíkt sé þekkt fyrirbrigði í rannsóknum. Bragi hafnar algjörlega þeirri túlkun á sýknu mannsins að framburður stúlkunnar hafi verið upploginn. „Margt annað í hans málflutningi hljómar fráleitlega frá sjónarhóli harnaverndar þótt það kunni að vera gott og gilt frá lagalegu sjónarmiði,11 segir Bragi. - FÞG 42 óupplýst mannshvörf Samkvæmt svörum Sólveigar Pétursdðttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sig- urðssonar varaþingmanns Sam- fylkingarinnar og bráðabirgða- samantekt embættis Ríkislög- reglustjóra eru horfnir menn á árunum 1945-1999 taldir vera 42. Hér er átt við óupplýst mannshvörf, að sjómönnum frá- töldum. Af þessum 42 tilvikum eru 30 frá 1971 og síðar; 13 á áttunda áratugnum, 12 á þeim níunda og 5 frá 1991. Sérstök vinna hófst hjá Ríkislögreglustjóra í maí sl. við að taka þessar upplýsingar saman, en þeirri vinnu er ekki lokið og hér því um bráðabirgða- tölur að ræða. Takmörkuð gagna- skráriing fyrrí áfá~hámlár þvTað unnl var að gefa tæmandi upp- Björgvin G. Sigurðsson varaþingmað- ur: Það fjársvelti sem lögreglan hefur búið við krystallast í getuleysinu við að upplýsa þessi mannshvörf. lýsíngar um ýmsÍlegT þáð sem Björgvin spurði um. Þannig var aðeins hægt að styðjast við minni Iögreglumanna um rannsóknir mannshvarfa, þar sem taliö var að um hugsanlegt sakamál (morðmál) væri að ræða og mundu menn aðeins eftir tilvik- unum tveimur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og hvarfi Val- geirs Víðissonar 1994, sem enn sætir rannsókn og er óupplýst. „Svörin eru áfellisdómur yfir dómsyfirvöldum síðustu áratug- ina. Það fjársvelti sem lögreglan hefur búið við kristallast í getu- leysinu við að upplýsa þessi mannshvörf. Það vantar sjálfsagt ekki viljann hjá lögregluyfirvöld- um, en þvf miður hefur löggæsl- an verið fjársvelt til tjóns,“ segir Björgvin, aðspurður um svörin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.