Dagur - 04.12.1999, Page 6

Dagur - 04.12.1999, Page 6
6 - LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELfAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRi, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar aug/ýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 55i 6270 (REYKJAVlK) LitrOdr prestar í íyrsta lagi Leiða má að því rök að mjög stór hópur landsmanna, jafnvel meirihlutinn, vilji að prestar Þjóðkirkjunnar séu litskrúðugar persónur sem láti að sér kveða og tekið sé eftir. Geðleysingjar eru illa til forustu fallnir og hvað svo sem annars má segja um erindi Þjóðkirkjunnar og trúarbragðanna við aldamótin 2000, þá er það einfaldlega staðreynd að sóknarprestar gegna mikil- vægu forustuhlutverki í því samfélagi sem þeir þjóna. Sem bet- ur fer eigum við marga tilkomumikla presta sem bæði gefa okkur dálítið aðra sýrt á hlutina en við erum vön, en eiga um leið traust sóknarbarnanna og geta veitt leiðsögn ef svo ber undir. í öðru lagi Lífrænt samband prests og sóknarbarna er grundvöllur þess að Þjóðkirkjan þrífist sem raunveruleg þjóðkirkja. Málið snýst um gangkvæmni. Ekki einhliða prédikun kirkju og prests. I því felst að Þjóðkirkjan má ekki leyfa sér um of sérviskulega boð- un fagnaðarerindisins, jafnvel þó hún sé litrík, heldur verður hún að taka þátt í og láta sig varða daglegt amstur og brauð- strit fólksins. Og laga sig að því. Slíkt krefst mikillar lagni og samskiptahæfileika af bæði forsvarsmönnum sóknarbarna og prestsins. Eðlilega klikkar slíkt stundum, eins og dæmin sanna. í þriðja lagi Óeðlilegt ástand hefur nú ríkt í Holtsprestakalli í Önundar- firði um skeið. Þó svo að hinn litríki sóknarprestur, Gunnar Björnsson, hafi lítið viljað kannast við samskiptaöðrugleika og prestsfrúin segi Degi í fullkomnu æðruleysi í gær að í Holti séu menn í rólegheitum að baka fimm sortir af smákökum fyr- ir jólin, þá er ljóst að grípa varð inn í málið. Sem betur fer virð- ist biskup hafa kjark til að taka á málinu, og því ber að fagna. Enn er málið sjálft þó óleyst og eina lausnin sem hugsanleg er felst í því að skapa á ný lífræn tengsl milli sóknarprestsins í Holti og sóknarbarnanna - jafnvel þó það þýði að skipta verði um sóknarprest. Birgir GuÖmundsson. Að meika sig og það Þegar Garri var að vaxa úr grasi var kvenpeningurinn stöðugt að meika sig. Sem fólst í því að maka einhverri leðju úr buðk sér á fés í fríkk- unarskyni. Mun þessi eðju- smurningariðja enn vera stunduð af konum sem nú eru á dögum. Garri og jafnaldrar hans í síðhippatímanum meik- uðu sig ekki með sama hætti og dömurnar. Þeir voru aðal- lega í því að meika love en ekki war, voru sum sé fíknari í og fúsari til hvílubragða en til fjöldamorða. Þetta var sem sagt það sem menn og konur voru að meika fyrir 25-30 áruni. Nú snýst víst allt um að meika það. Og áður en menn meika það þurfa þeir að meika sig. Sem felst ekki lengur í andlitssmurningu, heldur því að búa sér til markaðsvæna og söluhvetjandi ímynd út á við, óháð því hvað innra býr, ef eitthvað býr þá á annað borð undir yfirborðinu. Umbúðirn- ar og innihaldið hafa runnið saman í eitt Að meika monnípeninga Garri Ias skemmtilegt viðtal í Degi í vikunni, þar sem ungskáldið Börkur Gunnars- son greindi frá nýrri bók sinni sem fjallar um það að meika það. Börkur þessi hefur m.a. gert fína sjónvarpsmynd um úrelti heimilisfeðra, þar sem einn af því sauðahúsi hengdi sig í stofunni heima hjá sér og var fagnaðarefni konu hans og dóttur. En nú er Börkur sem sé kominn með bók þar sem krufin er til mergjar mismun- andi afstaða kynslóðanna til þess „að meika það“. Kynslóð V. Garra vildi, að sögn Barkar, sem sé aðeins meika það ef hún átti það skilið, þ.e. bara ef árangurinn var laun erfiðisins, sem sé gegnum þrengingar til stjarnanna. En kynslóð Garra- barna, X-kynslóðin svokallaða, vill bara meika það, alveg sama hvernig, og helst með sem minnstri fyrirhöfn. Hlutabréf í vindimim Þannig setur X-kynslóðin þá helst á stall sem eru svo flínkir sölumenn að þeir geta selt fá- vísum almúga fánýtt rusl og breytt gerfi- þörfum í lífsnauð- synjar. Hámark manngildisins er þó að geta selt sem mest af hlutabréf- um í vindinum. Því nú er manngildi og auðgildi ekki lengur stillt upp sem and- stæðum, þau hafa runnið sam- an í eitt, manngildið er auð- gildið og öfugt. Garri og félag- ar voru hinsvegar ginnkeyptari fyrir hlutabréfum í sólarlagi Dags. Gömlum bongó- og gæru- hippa á borð við Garra er nátt- úrlega ekki skemmt og finnst harla holur hljómur í hugsjón- um og markmiðum æskufólks- ins. En svona gengur þetta, foreldrum Garra var heldur ekki skemmt þegar hann kom sauðdrukkinn eða útúr stónd úr mótmælagöngum bernsk- unnar, sligaður af öllum heimsins áhyggjum. Þannig er þetta bara. Og hver veit nema að barnabörn Garra verði frið- ardúfur og hugsjónahipppar sem snúast öndverð gegn efn- ishyggju foreldranna? Sagan endurtekur sig alltaf og fer hring eftir hring. - GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Fyrir mörgum eru nettengingar tölvukerfanna ekki annað en flækjur af netatrossum, sem hvorki finnst upphaf né endir á. Aðrir skilja tölvuheiminn í botn og bíða þess eins að tæknin rétti þeim matinn út um skjáinn og þá þarf aldrei að víkja frá honum meir. Trúin á tölvurnar er eins og hver önnur guðsdýrkun, þar sem hver og einn skapar guðinn í sinni mynd og jábræður tengjast f söfn- uði. Eins og hinir biblíuföstu trúa að ríki Guðs sé f nánd, eru netsöfn- uðirnir klárir á því, að Netið muni innan tíðar sjá oss vanmáttugum fyrir öllum þörfum andlegum sem jarðneskum. Vart líður svo dagur að ekki séu kynntar nýjungar og opinberanir um undramátt Nets- ins og giæstar framtíðarhorfur sem það mun veita um táradali gömlu trúarbragðanna. Netið Ieiðir til sparnaðar og hagsældar, það veitir atvinnu og það vinnur Netaflækjur eða fögur veröld? fyrir okkur. Það skapar jafnvægi í byggð landsins þar sem útmetinn staður Menntanetsins er á Kópa- skeri og svarsímaþjónustan á Suð- ureyri. Skólabygginar eru úreltar og kennarar þurfa ekki lengur að þola þá raun að horfa framan í nemendur sína, því fjar- kennslan er að taka við og rúðubrot og einelti hverfur með hefðbundnu skóla- starfi. Allt er hverfiilt En sem fyrr gengur Adam illa að tolla í sinni Paradís, því hann er gæddur þeirri mannlegu náttúru að fara sér að voða. Tölvuguðinn Microsoft í Ameríku er dæmdur og tröllum gefinn fyrir einræðistil- hneijgingar og nú er Isiandssfma og Islandsbanka hótað öllu illu fyrir að veita ókeypis aðgang að Netinu. Minni spámenn netteng- inga missa þar með spón úr sínum öskum og mun nú reyna á Sam- keppnisstofnun að kveða upp enn einn Salómonsdóminn. Fyrir nokkrum vikum var sett upp símasvarþjónusta til að bjarga byggð á Vestfjörðum. Nú kvað sú atvinnu- bótavinna vera orð- in úrelt eins og flest annað sem tengist Netinu, þar sem tæknin í dag treðst í sífellu yfir tækni gærdagsins. Bankar og símafyrirtæki ryðjast yfir og gleypa hina minni spámenn og ekki mun líða á löngu þar til tvíeyki síma og banka fari að stjaka hvort við öðru, sem endar á þann eðlilega veg, að einn banki og einn sími munu taka að sér allar tengingar og upplýsingaflæði, að sjálfsögðu gratís eins og nú hefur gerst. Auðæfi dánaxheima Þeir sem ráða margmiðluninni safna sálunum til sín. A þeim vett- vangi gleypir nú hver annan og allt er til sölu ef nógu vel er boð- ið. Hlutabréfamarkaðir gegna þar lykilhlutverki og gagnalindirnar skipta um eigendur samkvæmt lögmálum markaðarins og sjúkra- skýrslur og dánarvottorð eru orðin að einum helstu gullnámum upp- lýsingaaldar. Hvern dreymdi um það þegar enn Iifðu tíu ár af þús- öidinni? En það er varlegast að spá sem minnstu um hvort netin flækjast í eina bendu eða vísa mönnunum greiðfæra leið til þeirrar paradísar sem fyrirheit eru gefin um. Or- stutt reynsla af framþróun alteng- ingarinnar sýnir að við vitum álíka mikið um þá nýju, fögru veröld og hinir fornu Grikkir um frum- myndaheim sinn, sem enn er ráð- gáta. -Ðagur spurt 'tm sva]ra<ð Hvem viltu sjá sem næsta seðlabanhastjóra? Benedikt Johannesson framkvæmdastjóriTalnakönminar. „Helst vildi ég að bankastjórun- um væri fækkað í einn. En úr því að þeir eiga áfram að vera þrír finnst mér líklegast að Páll Péturs- son verði ráðinn. Hann yrði ekki lakari seðlabankastjóri en Steingrímur var.“ ÓlafurÞ. Jónsson Jv. vitavörðnr. „Helst vildi ég fá Finn Ingólfsson sjálfan, til þess að losna við hann úr ráðuneyt- inu. Það skiptir sjálf- sagt ekki máli hvort hann sé rétti maðurinn í starfið, menn verða hvort sem er allir harla líflitlir þegar þeir komast í þetta musteri á Arnarhóli. Sfðan er Finnur líka mikið upp á heilsuræktina og það ætti því að fara vel að hann færi í bankann, sem er þekktur fyrir góða líkams- ræktaraðstöðu í kjallaranum." AuðurHaralds rithöfnndur. „Væri ekki alveg upp- lagt að fá Sverri Her- mannsson. Heiðarlegur, pottþéttur, hógvær, lítil- látur og læt- ur sér duga lág laun. Eg mæli með Sigurúur G. Guðjónsson lögmaðw. „Eg vil sjá Má Guð- mundsson. Ég tel að hann hafi sýnt það í störfum sín- um sem efnahags- ráðgjafi Ólafs Ragn- ars Grímssonar í Ijármálaráðu- neytinu og í síðari störfum sín- um hjá bankanum að hann hafi þá menntun og reynslu sem þarf til þess að gera bankann að því stjórntæki sem þarf í íslenku efnahagslífi/1 þessum manni.“ ni ín Ls' a rk; n tii ii u mó li

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.