Dagur - 04.12.1999, Side 11

Dagur - 04.12.1999, Side 11
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR * Agreiningur innan NATO George Robertson framkvæmdastjóri Nató ásamt William Cohen varnar- málaráðherra Bandarlkjanna. Haiistíimdir varnar málaráðherra og vam- aráætlimamefndar Natd vora haldnir í Bmssel á fmuntudag. Nokkurs ágreinings varð vart milli Bandaríkjanna og Evrópu- ríkja á haustfundum Atlants- hafsbandalagsins, Nató, sem haldnir voru í Brussel á fimmtu- dag. Bandaríkin virtust ekkert ýkja hrifin af þeirri áætlun Evr- ópusambandsins að koma sér upp sérstökum viðbragðsher og styrkja þannig varnarsamstarf sitt, en ákvörðun um það verður væntanlega tekin á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Helsinki í næstu viku. William Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, Iagði einnig mikla áherslu á að önnur Natóríki áttuðu sig á þeirri hættu sem stafar af því að „óstýrilát" ríki komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þar á hann við ríki á borð við Norður-Kóreu, Iran, Irak og fleiri riki sem verið hafa að þróa hjá sér eða viða að sér tæknibún- aði og þekkingu sem þarf til þess að byggja upp kjarnorkuvopna- húnað. Evrópuríkin í Nató virðast ekki líta þessa hættu jafn alvarlegum augum og Bandaríkin og sérstak- Iega voru þau tortryggin á nýtt flugskeytavarnarkerfi sem Bandarfkin hyggjast koma sér upp. Cohen sá sér þvf ekki ann- að fært en að gefa félögum sín- um í Nató ítarlega lýsingu á því, í hverju hættan væri fólgin, og reyndi að fullvissa þá um að sú hætta steðjaði ekki eingöngu að Bandaríkjunum heldur líka að Evrópuríkjum. Einnig tók hann skýrt fram að nýja varnarkerfinu væri alls ekki beint gegn Rúss- Iandi. A fundinum kom einnig fram að fjárskortur er farinn að plaga Atlantshafsbandalagið nokkuð. Evrópuríki fylltust hjartsýni eftir að Kalda stríðinu lauk og drógu verulega úr fjárveitingum til varnarmála. Tvö stríð í Júgóslavíu hafa hins vegar kost- að sitt og sömuleiðis hefur van- máttur Nató í Kosovo sýnt fram á að Evrópurfkin verða að auka fjárframlög sfn ef þau ætla ekki að láta Bandaríkin ein um hit- una. I yfirlýsingum frá haustfund- um varnarmálaráðherra og varn- aráætlunarnefndar Nató var engu að síður Iögð áhersla á samstöðu bandalagsríkjanna. Þar var meðal annars fjallað um málefni Kosovo og Kákasushér- aðanna. litningur nihner 22 Merk tíðindi bámst frá líffræðmgum í vikiumi þegar skýrt var frá því að biíið væri að raðgreina einu af litningitm maunsins. í vikunni skýrðu vísindamenn frá því að þeim hafi tekist að rað- greina einn hinna 24 litninga, sem er að finna í öllum frumum mannslíkamans. Nánar tiltekið Iitning númer 22. Þetta þykja stórmerk tíðindi, og orða vís- indamennirnir þetta svo að þeim hafi nú loks tekist að „lesa fyrsta kaflann í bók lífsins." Vísindamennirnir eru meðal annars frá Englandi, Bandaríkj- unum og Japan, en vinna saman að svokölluðu Human Genome Project sem hefur það markmið að raðgreina alla litninga mannsins. Niðurstöður þeirra birtust í tímaritinu Nature, sem kom út á fimmtudaginn. Það er reyndar ofsagt að búið sé að raðgreina allan litninginn. Tæknin dugar ekki enn til að Ijúka því verki að fullu. Með þeirri tækni, sem nú er ráðið yfir, tókst vísindamönnunum þó að raðgreina 97 prósent hans og það þykir ákaflega merkilegur áfangi. Vitað er að bútarnir, sem ekki hefur enn tekist að rað- greina, eru 11 taisins og það er vitað hvar þessar eyður eru og hve stórar þær eru. En þótt búið sé að raðgreina litning 22 að mestu leyti er það bara rétt blábyrjunin, því ekki er vitað hve mörg gen er að finna í þessum litningi né hvaða hlut- verki þau gegna. Þó eru nú þegar þekkt 545 virk gen í þessum næst minnsta litningi mannsins. Auk þess er vitað um 134 óvirk gen í honum, en þau hafa einhvern tímann áður gegnt hlutverki í mannslík- amanum en gera það ekki Ieng- ur. Vxsindamennirnir telja líklegt að 200 til 300 gen f viðbót sé að finna í litningi númer 22. Hvert gen er afmarkaður bút- ur litnings og er í raun röð af svonefndum niturbösum. Ein- ungis fjórar tegundir eru til af þessum niturbösum, og eru þær táknaðar með bókstöfunum A, C, G og T. En genin eru ákaflega misstór. I litningi 22 reyndust þau vera allt frá 1.000 niturbös- um og upp í 583.000. Meðal- stærðin er 190.000 niturbasar. AIIs eru basarnir í litningi númer 22 um það bil 33,5 millj- ónir, en í „bókinni“ allri, það er öllum þeim 24 litningum sem eru í manninum, eru nitur- basarnir eða „bókstafirnir“ sam- tals um það bil þrfr milljarðar talsins. Vegna þess hve þetta er gífur- legt magn af upplýsingum þá er afar ólíldegt að raðgreining allra litninganna verði nokkurn tím- ann prentuð, en hún verður að- gengileg á Internetinu og nú þegar er reyndar hægt að skoða þar allt sem vitað er um litning- ana 24 í mannslíkamanum. Þannig er til dæmis hægt að skoða allar upplýsingar um litn- ing 22 á slóðinni: www.ncbi.nlm.nih.gov/ genome/guide/HsChr22.shtml Þar sést meðal annars að fyrstu sextíu „stafirnir" í litn- ingnum eru „gatctgataa gtc- ccaggac ttcagaagag ctgtgagacc ttggccaagt cacttcctcc“. Og þan- nig heldur röðin áfram, alls 33,5 milljónir stafa. innwj' Ivriri .nð ivefía ukevpis að Yfir Atlantshaf á árahát Bandaríska konan Tori Mur- den varð í gær fyrst kvenna til þess að sigla yfir Atlantshafið á árabát. Hún er búin að vera nærri þrjá mánuði á leiðinni, lagði úr höfn frá Kanaríeyjum þann 13. september sl. A hverj- um degi reri hún í 12 til 14 klukkustundir. 1 gær náði hún svo landi á eyjunni Gu- adeloupe, sem er ein af Litlu- Antillaeyjum á mörkum Karí- bahafs og Atlantshafs. Tori Murden. Rússar skutu á flóttamaimalest RUSSLAND - Rússneskir hermenn drápu um það bil 50 óbreytta borgara þegar þeir hófu skothríð á flóttamannalest í Téténíu. Flótta- mennirnir voru að reyna að komast út úr Grosní, höfuðborg Tétén- fu, en Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgina. Dóp í taunkremi ÞYSKALAND - Þýski íþróttamaðurinn Dieter Baumann virðist hafa fengið uppreisn æru eftir að í ljós kom að steraefni hafði verið kom- ið fyrir í tannkremi sem hann notaði. Steraefnið fannst í blóðprufu sem tekin var úr honum og lá Baumann þvf undir grun um steranotk- un og hafði verið meinuð þátttaka í mótum. Gassprengiug í Vín AUSTURRÍKI - Ibúðarhús í bænum Wilhelmsburg í Austurríki hrundi til grunna í fyrrakvöld eftir að gassprenging varð í því. Síðdeg- is í gær höfðu fjögur lík fundist í húsinu og fimm manns var enn saknað. Tveir höfðu fundist á lífi. Viðgerðarmenn höfðu verið að eiga við gasleiðslur í húsinu, en nokkrum tfmum áður en sprengingin varð sögðu þeir að öll hætta væri liðin hjá og sögðu íbúum hússins að fara aftur inn. Lending á Mars BANDARÍKIN - Milljónir manna fylgdust með á Netinu í gærkvöld þegar geimfar frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA Ienti á plánetunni Mars. Síðdegis í gær benti allt til þess að lendingin myndi heppnast, en stutt er síðan geimfar frá NASA hvarf rétt fyrir lend- ingu á Mars. Farinu er ætlað að senda upplýsingar til jarðar sem meðal annars geta nýst við rannsóknir á því hvort vatn sé á plánet- unni. IRA tilnefndi sammngafulltrúa NORÐUR-ÍRLAND - Á fimmtudagskvöld tók írski Iýðveldisherinn (IRA) fyrsta skrefið í áttina að viðræðum um afvopnun, samkvæmt því sem samið hafði verið um, með því að tilnefna fulltrúa sinn í við- ræðurnar. Fulltrúinn var tilnefndur aðeins nokkrum lduld<.ustundum eftir að sameiginleg heimastjórn kaþólskra og mótmælenda tók til starfa á Norður-írlandi. Samningafulltrúinn var ekki nafngreindur, en viðræðurnar eiga að hefjast nú um helgina undir stjórn kanadísks hershöfðingja, John de Chastelain. Stevie Wonder fær sjónina BANDARÍKIN - Blindi tónlistar- maðurinn Stevie Wonder hefur skýrt frá því að læknar ætli að veita honum sjónina að nýju. Ekki fær hann þó fulla sjón, en nægilega góða til þess að geta greint um- hverfi sitt í grófum dráttum. Hann ætlar að gangast undir aðgerð, sem felst í því að lítilli tölvuflögu verður komið fyrir á sjónhimnu augans. Flagan á að örva þær sjón- frumur, sem ekki eru ónýtar, en Wonder missti sjónina skömmu eftir fæðingu. Sams konar aðgerð hefur hingað til aðeins verið gerð á 15 manns. Málamiðlanir í Seattle BANDARÍKIN - Ráðherrar frá 135 ríkjum reyndu eftir bestu getu að hitta á málamiðlanir sem allir gætu sætt sig við á fundi Heimsvið- skiptastofnunarinnar f Seattle í Bandaríkjunum í gær. Síðdegis í gær leit aflt út fyrir að sameiginleg yfirlýsing yrði afgreidd, en ágreining- ur um stór mál var enn það mikill að ólíklegt var að sú yfirlýsing myndi beinlínis marka tímamót. Stevie Wonder.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.