Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. desember 1999 82. og 83. árgangur - 235. tölublað Buitaðarbanka þarf að styrkja Guðni Ágústsson fyrrum formaður bankaráðs Bunaðar- bankans, segir að ef inenn ætli að sameina íslands- og Lands- banka verði að styrkja Búnaðarbankann til að gæta mótvægis á markaðnum. Hann hafnar sameiningu Búnaðarbanka og sparisjóðanna. Það eru ekki allir jafn ánægðir með þá hugmynd að Islands- banki og Landsbanki verði sam- einaðir í einn bankarisa. Meðal þeirra er Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra. Guðni sat lengi í bankaráði Búnaðarbank- ans og ber hag hans fyrir brjósti. Hann segir að ef menn ætli að sameina lslands- og Landsbanka Guðni Ágústsson. verði að styrkja Búnaðarbank- ann til mótvæg- is við risann. „Ég tel það umhugsunar- efni og að menn verði að gæta sín í því að ef einn slíkur bankarisi verð- ur til er nauð- synlegt að tryggt sé að sam- keppni ríki á markaðnum. Þá hugsa ég til þess að menn verða að styrkja Búnaðarbakann til mótvægis, svo fólk og fyrirtæki eigi eitthvert val í þessum efn- um. Það má ekki líta fram hjá því að sameinaðir Islands- og Lands- banki yrðu með 60-70% hlut- deild af bankamarkaðnum," seg- ir Guðni. Bastarður í kerfinu Hann var spurður hvernig hann sæi fyrir sér að hægt verði að styrkja Búnaðarbankann ef af sameiningunni verður? „Ég get ef til vill ekki svarað Guðmundur Hauksson. því hér og nú en ef til vill væri hægt að gera það með því að flytja einhver verkefni frá Landsbankan- um yfir til Bún- aðarbankans, sem hann yrði ekki látinn fara með f samein- inguna. Svo er eitt sem verður að vera tryggt ef af sameiningu verður. Landsbankinn er afar verðmætt fyrirtæki. Fólkið í landinu á hann og það verður að vera tryggt að þjóðin tapi ekki eign sinni heldur verði hún efld. Guðni var þá spurður hvort hann teldi koma til greina að sameina sparisjóðina Búnaðar- bankanum? „Ég er enn dálítið hræddur við sparisjóðina vegna þess að það veit enginn hver á þá. Þeir eru bastarður í kerfinu. Þeir segjast vera frjálsir og þeir segjast vera allt á milli himins og jarðar. Það veit enginn hver á þá og þeim er stjórnað eftir gömlu formi, sem hefur gengið áratugum saman," sagði Guðni Agústsson. Ýmsir aunmarkar Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri í SPRON, sagðist í samtali við Dag sjá ýmsa ann- marka á því út frá samkeppnis- sjónarmiðum að Islandsbanki og Landsbanki sameinuðust. Menn þyrftu að gæta sín. Það gæti orð- ið mikið slys ef horft yrði fram- hjá samkeppninni og því frelsi sem ríkt hefði á fjarmagnsmark- aði hér á landi. Ekkert mætti gerast sem raskaði þeirri stöðu. I því sambandi benti Guðmundur á hlutverk Samkeppnisstofnunar að fylgjast með markaðnum. Hann minnti á að sameiginlega ættu Islandsbanki og Lands- banki um 60% af almennum inn- og útlánum og 75-80% markaðs- hlutdeild í gjaldeyrisviðskiptum. Verði af sameiningu yrði ekki um markaðsmyndun á verði krón- unnar að ræða með svo stóran aðila. - S.DÓr/bjb — Sjá nánar á bls. 2 og 6. Fiðrildaslóð í fimni lundum Slóð fiðrildanna, nýútkomin skáld- saga Olfs Jóhanns Ólafssonar, kem- ur út í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Italíu á næsta ári og árið 2001. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfuréttur á íslenskri bók hefur verið seldur svo víða samhliða fyrstu útgáfu á Islandi. Sömuleiðis standa yfir viðræður um útkomu bókarinnar á Norður- löndurn og í öðrum Evrópulönd- um. Vaka-Helgafell, útgefandi bókarinnar fékk Victoriu Cribb til að þýða skáldsöguna á ensku samtímis því sem höfundurinn gekk endanlega frá hendriti henn- ar á íslensku og því var unnt að kynna verið á bókakaupstefnunni í Frankfurt í október, en þar fékk bókin góðar undirtektir. Úlafur Jóhann Úlafsson. [«■■! 11 n rnimm nwiB Þrátt fyrir að gjaldþrot Fiskverkunar Sæunnar Axels i Úlafsfirði með tilheyrandi atvinnubresti sé mikið áfall fyrir bæinn héldu börnin i Barnaskóla Úlafsfjarðar ótrauð áfram við undirbúning litlu jólanna. Þau voru að æfa söng þegar tíðindamann Dags bar að garði í gær, en ítarlega er fjallað um stöðu mála í Úlafsfirði á blaðsíðum 8-9 í blaðinu í dag. - mynd: gg Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 Páll Pétursson. Ætlar aftur í framboð Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Dags stefnir Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra að því að bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Þegar leitað var eftir ummælum Páls um þessi mál neitaði hann að tjá sig. Nær fullvíst má telja að í kosn- ingum árið 2003 verði kosið í nýrri kjördæmaskipan. Samkvæmt þeirri tillögu sem nú er ofan á þá munu Norðurland vestra, Vestfirð- ir og Vesturland renna í eitt kjör- dæmi. Þetta er Páll farinn að taka með í reikninginn, samkvæmt því sem biaðið kemst næst, og því til sönnunar má nefna að hann sótti nýlega opinn fund með framsókn- armönnum á Vesturlandi. Páll hefur verið þingmaður óslit- ið frá 1974, eða í aldarljórðung, og lengur en nokkur annar á Alþingi í dag. Hann er 62 ára og samkvæmt því nær hann einu kjörtímabili eft- ir næstu kosningar áður en hann verður sjötugur. „Páll er íiilliir starfsorku“ Magnús Ólafsson, formaður kjör- dæmisssambands Framsóknar- flokksins á Norðurlandi vestra, sagði við Dag að þar á bæ væru framboðsmál vegna næstu kosn- inga ekki komin á dagskrá. „Páll er fullur starfsorku núna og ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Einu sinni sagði maður að \ika væri langur tími í pólitík. Páll er ekki farinn úr ríkisstjórninni og við skulum nú sjá fýrst hvort hann fer og þá hvenær,“ sagði Magnús í samtali frá Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu. — bjb in

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.