Dagur - 09.12.1999, Side 2

Dagur - 09.12.1999, Side 2
2 -FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 ro^vr Aldraðir flytja utan Ný bílahús og stöðu- rnælar. Gjaldskrár- breyting. Tekjur aúkast um 200 millj- ónir á ári. Heildar- skuldir 700 miUjón- ir. Á næsta ári er gert ráð fyrir Bfla- stæðasjóður Reykjavíkur kaupi allt að 500 nýja stöðumæla og um 40 miðamæla vegna breyt- inga á gjaldskrá. Alls er um eitt þúsund mælar í borginni. Nýju stöðumælarnar eiga að geta tek- ið þrjár mismunandi myntir, 10, 50 og 100 krónur og miðamæl- arnir við KLINK korti banka og kortafyrirtækja. Þá er stefnt að því að sjóðurinn fjárfesti fyrir um 2 milljarða á næstu árum og þá einkum í nýjum bílastæðahús- um. Auk þess hefur verið keypt nýtt 360 fermetra húsnæði fyrir starfsemi Bílastæðasjóð að Hverfisgötu 14 sem kostaði um 29 milljónir króna. Árstekjur aukast um 200 miHjónir Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að áætlaður kostnaður vegna nýju mælanna sé eitthvað um 15-20 milljónir króna. Hann segir að hluta til séu nýju stöðu- mælarnir fyrir 100 krónu mynt- ina. Hinsvegar sé ekki búið að taka ákvörðun um hvað gjald- skráin hækkar mikið né útfæra þær breytingar sem því verða samfara. Það verður gert f sam- ráði við miðborgarstjórnina og síðan lagt fyrir borgarráð í upp- hafi næsta árs. Stefán segir að aðalástæðan fyrir þessari endur- nýjun á mælum og áformuðum breytingum á gjaldskrá sé til að bæta þjónustuna, reyna að stýra notkuninni á bílastæðum og ná fram meiri sveigjanleika. Hann segir að það verði til mikilla bóta fyrir viðskipavini að geta notað þessar þrjár myntstærðir eftir tímalengd í bílastæði. Þá sé hluti áformaðrar hækkunar til að auka tekjur Bílastæðasjóðs um 200 milljónir króna á ári vegna nýrra fjárfestinga og kostnaðarhækk- ana. Áætlaðar heildartekjur á næsta ári eru um 444 milljónir króna. Stefnt sé að því að fjár- festa fyrir um 2 milljarða króna á næstu árum og m.a. í nýjum bílastæðahúsum, tækjum og tól- um. I því samhandi sé Kvosin efst á blaði, enda talið brýnt að fjölga þar skammtíma bílastæð- um. Þvínæst sé áhugi fyrir því að fjölga bílastæðum við Hlemm og nágrenni. Áætlað er heildar- skuldir Bílastæðasjóðs nemi um 700 milljónum króna í árslok 1999 að meðtöldum lífeyris- sjóðsskuldbindingum fyrir 87 milljónir króna. - GRH Fjöldi íslenskra ellilffeyrisþega á Norðurlöndum tvöfaldaðist á tveim árum, úr rúmlega 60 árið 1996 í um 120 árið 998, sam- kvæmt skýrs- um almanna- tryggirlga- Hlutfallslega fjölgaði lang- mest í Noregi, úr 6 upp í 24 á þessum tveim árum. íslenskum ellilífeyrisþegum fjölgaði líka talsvert í Bandaríkjunum, í rúm- Iega 60 á síðasta ári. Alls fjölgaði þeim sem Tryggingastofnun sendi ellilífeyri til útlanda úr 150 upp í rúmlega 230 manns á þessum tveim árum. Aðeins 50 þeírra búa utan framangreindra landa, sem bendir til að tiltöllu- lega fáir Islendingar hafi komist á bragðið að eyða elliárunum í sólarlöndum, nema þá kannski á Flórída. Tryggingastofnun sendi líka hátt í 200 örorkulífeyrisþegum, þe. 2% allra ellilífeyrisþega og örorkustyrkþegum lífeyrinn sinn til útlanda í fyrra. Um 75% þessa hóps eru í Svíþjóð og Dan- mörku og sára fáir utan Norður- landanna. Alls greiddi Trygg- ingastofnun rúmlega 140 millj- ónir í Iífeyrisgreiðslur til útlanda á síðasta ári. - HEI Ekkert reknr á eftir samnma Bankastjóri Búnaðar- bankans segist ekki sjá neitt sem reki endilega á eftir því að ríkisbankamir sam- einist. „Það er mín skoðun að ef leitað er eftir samruna fyrirtækja þá hlýtur það að byggjast á jafnrétt- isgrundvelli. Umræða um annað er tæpast uppi á borðinu. Annars væri verið að tala um yfirtöku," sagði Stefán Pálsson, bankastjóri hjá Búnaðarbanka Islands, í samtali við Dag, aðspurður um viðbrögð við þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um sameiningu Landsbanka og Islandsbanka. Hvort sameina ætti ríkisbank- ana, Landsbanka og Búnaðar- banka, vildi Stefán ekki útiloka þann möguleika, búið væri að velta upp ýmsum kostum í stöð- unni. Vísaði hann til sinna fyrra orða að í sameiningarumræðu ættu menn að ræða saman á jafnréttisgrundvelli. Þannig gengju hlutirnir hugsanlega far- sællegra eftir. Annað væri yfir- Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans. taka. „Eg sé ekki endilega að eitt- hvað reki á eftir. Á meðan bank- ar eru reknir með hagstæðum hætti, bæði íyrir viðskiptavinina og eigendurna, þá tel ég allt vera í góðum málum. Á þessari stundu sjáum við ekki vandamál í bankakerfinu sem brýnt sé að hraða einhverjum aðgerðum vegna,“ sagði Stefán. Samkeppni frá útlöndiun rekur ekki á eftír I tengslum við umræðu um hag- ræðingu í bankakerfinu og mögulegar sameiningar hafa menn, einkum stjórnmálamenn, sagt að innlendar bankastofnanir þurfi að styrkja sig gegn sam- keppni erlendis frá. Aðspurður um þetta sagði Stefán: „Samkeppni frá útlöndum hef- ur lengi verið í sambandi við stórar lánveitingar til sterkra fyr- irtækja hér. Hvorki almenningur eða minni fyrirtæki eiga kost á viðskiptum við erlenda banka. Við höfum verið að byggja ís- lenska bankakerfið til að þjóna Islendingum. Ég sé ekki að f dag reki samkeppni frá útlöndum eft- ir því að innlendir bankar sam- einist. Stærsti eigandi bankanna er ennþá ríkið, þótt verið sé að undirbúa sölu á 1 5% til viðbótar til almennings. Sala til almenn- ings á síðasta ári gekk vel og við erum í þjónustu við bæði eigend- urna og viðskiptavinina. Rekstur- inn hjá okkur gengur prýðilega og ekkert sem knýr á. Hins vegar eiga menn að vera vakandi yfir því að leita eftir hagkvæmni í rekstri," sagði Stefán Pálsson. - BJB Hátæknisjukrahús á VíHlsstöðuin Framsóknarmenn í Garðabæ og Bessastaðahreppi vilja að skoð- aður verði í fullri alvöru sá kost- ur að nýtt hátæknisjúkrahús verði staðsett á Vífilsstaðasvæð- inu. Samþykkt var á aðalfundi Framsóknarfélags Garðabæjar og m*5*Afáðáb6'p'jA 'n'ð' sk'ofíí á'rtk- isstjórn og heilbrigðisyfirvöld að skoða þennan kost. I samþykktinni segir að vaxtar- möguleikum Landspítalans séu takmörk sétt og eldri byggingar Ríkisspítala henti illa breyting- um að kröfum tímans. Framtfð- arhátæknisjúkrahús þurfi að vera að únifefðítltiðir að þvf séu greiðar og að þar sé nægt Iandrými til framtíðar. Víf- ilsstaðasvæðið uppfylli vel þessi skilyrði og því sé rökrætt að gera ráð fyrir sjúkrahússtarfsemi við Vífilsstaði á því svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, sem nú sé í vinnslu. - GG Raimsókn á villibráð Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heí’ur hlotið forverkefnastyrk, frá Rannsóknarráði Islands, til athugunar á íslenskri villibráð, nýtingu, gæðum og öryggi. Megin markmið verkefnisins er að kortleggja vandamál er lúta að nýtingu villibráðar á Islandi. Skoða á meðferð, vinnslu, geymsluþol, og markaðsetningu hennar. I lok forverkcfnis á að meta áhuga og þörf á þróunarverkefni um bætta nýtingu villibráð- ar á Islandi. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi er lúta að þessu viðfangsefni en vaxandi áhugi er fyrir hendi. Rannsóknastofnun fiskiðaðarins stígur hér fyrsta skrefið í átt að frekari skilningi á verkun, betri nýtingu og bættu öryggi á íslenskri villibráð. Að verkinu koma Gunnar Páll Jónsson matvælafræðingur og Guðjón Þorkellsson matvælafræðingur. Gunnar Páll Jónsson er verkefnisstjóri. - GG Háttsettur Rauðákrossmaður kemur Forseti alþjóðaráðs Rauða krossins, Cornelio Sommaruga, er vænt- anlegur til Iandsins í opinbera heimsókn f boði Halldórs Ásgrímsson- ar utanrfkisráðherra og Rauða kross Islands. Tilefni heimsóknarinn- ar er 75 ára afmæli RKI og sérstakt málþing helgað alþjóðlegum mannúðarmálum. Málþingið verður haldið í Odda í Háskóla Islands í hádeginu á morgun. Comelio verður þar frummælandi ásamt aðal- framkvæmdastjóra alþjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, George Weber. Þeir munu einnig eiga fundi með forseta Islands og forsætisráðherra. Stærsta stéttarfélagið Um sl. helgi var haldinn formlegur stofnfundur sameinaðs félags Efl- ingar - stéttarfélags og Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Guð- mundur Þ. Jónsson, stjórnarmað- ur í Eflingu og fráfarandi formað- ur Iðju, segir að hið sameinaða fé- lag sé trúlega það fjölmennasta innan raða ASI með um 17 þús- und félagsmenn. Hann telur líklegt að húsnæði Iðju verði selt en stefnt er að því að flytja f nýtt húsnæði Eflingar við Borgartún um mitt næsta ár. Með stofnfundinum um helgina hafa fimm stéttarfélög sem áður voru sjálfstæð félög sameinast í eitt öflugt stéttarfélag á Reykjavík- ursvæðinu. í desember 1997 sameinuðust Dagsbrún og Framsókn og ári’seinna-bættust-svo'viðSókn *og> Félagfstar.fsfólks-í.'veitngahúsum.- Formaður Ellingar - stéttarfélagS er Halldór BjörnsSon. - GHH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.