Dagur - 09.12.1999, Qupperneq 4

Dagur - 09.12.1999, Qupperneq 4
4 - FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 FRÉTTIR Góðgerðastofnanir eru farnar að taka við hjáiparbeiðnum frá þeim sem minna mega sín. Mæðrastyrksnefnd er einn þeirra aðila en þangað streyma beiðnirnar, iíkt og til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þegar safnast á finuntu milljón Fátækum sem þurfa að leita aðstoðar Mæðra- styrksnefndar og Hjálpar- starfs kirkjunnar virðist ekki fækka í góðærinu nema síður sé. „Við byrjuðum skráningu í gær og það er búið að skrá nálægt 200 umsóknir nú þegar, á einum og hálfum degi,“ sagði Jónas Þórisson hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar, í viðtali um hádegið í gær. „Þetta er svipað eða kannski heldur fleiri en á fyrsta degi í fyrra. Það er líka mjög mik- ið hringt, síminn rauðglóandi. Svo þó maður voni auðvitað að hagur fólks hafi batnað svo færri þurfi á aðstoð að halda þá sýnist mér allt útlit fyrir að umsóknir verið ekki færri en í fyrra. Við höldum áfram skráningu út þessa viku og lofum aðstoð til þeirra sem geta skráð sig í tíma." Jólasöfnun vel af stað Jólasöfnunin Hjálparstarfs kirkjunnar segir Jónas komna vel í gang. „Það er strax komið inn töluvert á fimmtu millj- ón króna. Þannig að þetta hefur tekið mjög vel við sér og skilar sér ljómandi vel - svipað og í fyrra, sem var metár.“ Varð- andi aðra aðstoð sagði hann: „Við erum að bytja að safna að okkur kjötmetinu, sem er það dýrasta í hverjum matar- pakka. Bæði kaupum við mikið af kjöti, en fáum líka stuðning frá bændum og öðrum framleiðendum sem veita okkur góða aðstoð.“ Næstu viku segir Jónas verða notaða til að vinna úr umsóknum, safna matvörunum og undirbúa matar- búrið sem verður á sama stað og í fyrra, inni í Skúlatúni hjá K. Karlssyni. Út- hlutun matarpakkanna verði svo vænt- anlega frá 20. til 23. desember. Margir til Mæðrastyrksnefndai Mæðrastyrksnefnd byrjaði að taka við beiðnum um jólaaðstoð um mánaðamót- in. „Við búumst við sama fjölda umsókna og í fyrra, ef ekki fleirum, því góðæri nær aldrei til allra,“ sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, nýr formaður nefndarinnar. I fyrra sóttu um 1.100 einstaklingar um aðstoð nefndarinnar og áætlað er að 2-3 aðrir séu að baki hveijum þeirra. Tekið verður við umsóknum til 13. desember, en eftir það hefst síðan úthlutun í formi matarúttekta í verslunum. Hver einasta króna fer i aðstoð Ásgerður Jóna segir þá breytingu á starf- seminni að hún sé nú öll komin á einn stað, að Sólvallagötu 48. Sú nýbreytni er cinnig í Qáröflun nefndarinnar, að að- standendur Jólasveinasíðu, sem hefur verið opnuð á netinu, hafa heitið Mæðrastyrksnefnd þeim fjármunum sem koma inn gegnum síðuna. Ásgerður segir nefndina líka njóta velvilja margra fyrirtækja, sem gefi bæði matvöru og ýmsan annan varning. Hún bendir á að allt starf Mæðrastyrksnefndar er unnið í sjálfboðavinnu, þannig að hver liróna sem inn kemur hún fer út aftur í aðstoð; til einstæðra mæðra, aldraðra kvenna og öryrkja. - HEI -Ð^ur Umiiverfisvenidarsimi- uðum pottverjum fiimst það skrítlð liversu gjamir þingmemi Reykjaneskjör- dæmis virðast á að skipta um skoðun varðandi Fljóts- dalsvirkjun. SinnasMptin hjá Siv eru fræg, en minna hefur borið á Kristjáni Pálssyni þar til nú að hann ep orðimi einn talsmanna virkjunarsinna á þingi. Fyrir kosningar skrifaði hann í Moggann merka grein og sagði þar: „Eyjabakkana verður að vernda.“ Nú vill hann hins vegar sökkva þeim. Og hefur það samt ekM sér til afsökunar að vera orðinn ráðherra eins og Siv... Kristján Pálsson. í pottinum var sögð góð saga af vandræðum sem ungir fram- sóknarmemi lentu í þegar þeir ætluðu að koma sér upp vefriti á Intemetinu. Þeir sóttu um það til Intís að fá að nota lénið „maddaman.is" en eitthvað stóð það í yfirvaldi Netsins hér á landi. Framsóknarmemúmir migu dóu ekM ráðalausir og leituðu á náðir Vilhjálms Hjáhnarssonar frá Brekku, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins. Vilhjálmur ku hafa skrifað Intís-möimum nótu með þeim orðum að „maddaman" væri gott og gilt íslenskt orð með tilvísun til „framsóknar- maddömunnar" margfrægu... Pottverjar héldu áfram tali sínu frá því í blaðinu í gær um Halldór Blöndal þingforseta. Höfðu þeir áhyggjur af aga- vandamálum í þingsölum eftir að hafa orðið vitni aö orða- sennu Halldórs og Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur svaraði þar þingforseta fullum hálsi og pottverjum fannst sem eitthvað skorti á virðingu þingmannsins íyrir þessu háa emb- ætti... FR ÉTTA VIÐTALIÐ Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands Kjarasamningar verkafólks framundan. Áhyggjuraf loónu- og síldveiðum. Mjög slæmtástand í afurðaverðL Verðnvyndun ofarlega í kom- andi kröfugerð. THgá verkfall sjómanna ífyrra skilaði engu. Mála skrattann á vegginn - Formaður LÍÚ hefur tulað um að menn séu ú leið niður góðærisbrekkuna. Ertu sammála þvt? „Eg vil ekkert úttala mig um það að við séum komnir niður brekkuna. Hitt er annað mál að maður hefur áhyggjur af því hvernig loðnu- og síldveiðarnar ganga. Það hefur svo sem gerst áður að það veiðist ekkert fyrr en eftir áramót. Þá er auðvitað mjög slæmt ástand líka í afurðaverði þessara tegunda. Það er viðurkennt af okkur og ekkert nema staðreyndir. Ég get hinsvegar ómögulega að því gert þegar ég heyri í talsmanni LIÚ og stjórnarformanni Islandsbanka að þá finnst mér vera einhver keimur af því að það séu framundan kjarasamningar hjá verkafólki á næstu mánuðum. Þá er viðleitni þessara ágætu manna til þess að mála skrattann á vegginn. Það er líka rétt að rækjan er í lægð. Þær skýringar sem við höfum fengið á því hjá fiskífræðingum er aðallega það að þorskstofninn sé að vaxa og það er í sjálfu sér af hinu góða.“ - Vita rnenn eitthvað um ástæður þess að loðnanfinnst eklti? „Nei, það hefur enginn tjáð sig opinber- lega um það. Hitt er ajveg vitað að ástandið , í sjóijutp, er, t.öluvprt frgþfflgðið því sem, oft ■i > ' '"i V .. ; J.l , !\ "... hefur verið undangenginn mörg ár. Sjórinn er heitari og við vitum að þetta er kaldsjáv- arfiskur. Þá er hætt við því að hann dreifi sér norður í hafið og þéttist ekki og gerist ekM veiðanlegur fyrr en kuldaskilin verða greínilegri í sjónum og færast sunnar. Það held ég að flestir olckar sem hugsa um þessi mál vonumst til að gerist.“ - Mettn eru þvt ekkert búnir að gefa upp alla von, eða hvað? „Nei, alls ekki. Það er líka lífsmottó hjá mér að gefa ekki upp alla von fyrr en full- reynt er.“ - Hvenær eru kjarasamningar ykkar lausir? „Það er 15. febrúar n.k. Við erum farnir að huga að okkar málum í J)ví sambandi en það gerist mest hjá aðildarfélögum olekar milli jóla og nýárs Jiegar sjómennirnir eru í landi. Þá mótast kröfurnar. Við þurfuni hinsvegar að gera viðræðuáætlun við út- vegsmenn sem ég reikna með að við gerum í dag (í gær). Það er bara stundarskrá við- ræðna enda almennt orðuð og engin vanda- mál né ágreiningur henni samfara. Báðir aðilar telja sig þurfa svolítinn tíma. Við höf- um heldur ekki leynt því að við viljum að •okkar kacjar. jnarki vinnyna .fjýuiaundan ,og þeir eru ekki í Iandi fyrr en á milli jóla og nýárs.“ - Á aðalfundi LIÚ kom fram að lielsta krafa þeirra yrði um fækkun í áhöfn og lækkun liostnaðar. Hvað finnst þér um það? „Eg þekki kröfurnar þeirra enda eru þær ekkert nýjar. Þetta er bara svona hjal sem ég persónulega geri ekkerl með á Jæssu stigi málsins og vísa bara til föðurhúsanna. Eg tek hinsvegar undjr það að það þarf að taka alveg virkilegt tak á kjarasamningunum, enda hafa þeir ekki fengist til þess í áratugi. Einhverjar lækkanir á skiptaprósentu ofan í kostnaðarhlutdeildina, eins og ])eir eru að fara fram á því hafna ég.“ - Verður kvótabraskið og allt það áfratn á oddinum hjá ykkur? „Það er alveg klárt mál í mínum huga að verðmyndunin, lagasetningin og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lyrra á verkfalí sjómanna hala engum árangri skilað. Það liggur alveg fyrir og er ekM umdeilt í okkar hópi. Þess vegna hlýtur það mál að verða ofarlega á baugi hjá okkur. Eins og ég sagði þá ætla ég að láta karlana eiga síöasta orðið í því hvernig þeir vilja leggja upp málin.“ — GfíH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.