Dagur - 09.12.1999, Síða 5

Dagur - 09.12.1999, Síða 5
FIMMTUDAGUK 9. DESEMBEK 1999 - S -D^ur. FRÉTTIR Bmgðust rétt við Bjöm Bjamason menntamálaráðherra skýtur föstum skotum að Lyijaeftirliti ríkis- ins í grein á vefsíðu sinni. Forstöðumaður eftirlitsins segist hafa orðið undrandi yíir lestrinum. I nýlegri grein á vefsíðu sinni kvartar Björn Bjarnason mennta- málaráðherra yfir viðskiptahöml- um hér á landi á innflutningi á vissum fæðubótarefnum. I fram- haldi af umfjöllun um viðskipta- hamlanir á ráðstefnu Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar í Settle segir Björn: „Þegar litið er til við- skiptafrelsis, stöndum við Is- lendingar illa að vígi á sumum sviðum. Nefni ég til dæmis regl- ur, sem banna okkur að kaupa hér á landi vítamín eða fæðubót- arefni, sem er að finna í verslun- um erlendis. Hér er litið þannig á af yfirvöldum, sem stýra inn- flutningi á þessum efnum, að þau viti betur en sambærilegar stofnanir erlendis, hvað Islend- Björn Bjarnason. ingum er fyrir bestu í þessu efni.“ Björn segir frá því að hann hafi á sínum tíma ákveðið að skrifa Lyfjaeftirliti ríkisins bréf vegna fæðubótarefnisins VM-75, sem framleitt sé af „hinu heims- viðurkennda" Solgar-fyrirtæki í Bandaríkjunum. „Skýtur skökku viö“ „Leitaði ég svara við því, hvernig á því stæði, að ekki væri unnt að kaupa þetta efni hér á landi, þótt það væri selt annars staðar á evr- ópska efnahagssvæðinu, þar á Guðrún S. Eyjólfsdóttir. meðal í Bretlandi. Mér hefur ekki enn borist lokasvar við þess- ari fyrirspurn, vafalaust telja ein- hverjir sérfræðingar, að mér eða öðrum kunni að verða meint af einhverju, sem er að finna í þess- um töflum. Sömu sögu er að segja um annað efni frá Solgar, V-2000, öflugt fæðubótarefni, sem unnt er að kaupa utan Is- lands og nýtur mikilla vinsælda hér, enda gerir það fólki ekki annað en gott og styrkir heilsu þess,“ segir Björn ennfremur á vefnum. Björn segir það skjóta skökku við á þeim tímum þegar leitað er allra leiða til að halda ríkisút- gjöldum í skefjum, að opinberir eftirlitsmenn banni sölu á fæðu- bótarefnum hér á landi, efnum sem séu til þess fallin að bæta heilsu manna og draga úr álagi á heilbrigðisþjónustuna. „Fróðlegur pistill“ „Þetta er fróðlegur pistill og vissulega beint til okkar. Satt að segja varð ég mjög undrandi er ég las þetta fyrst. Björn sendi hing- að fyrirspurn 10. maí 1998 og skömmu síðar, eða 26. maí, sendum váð honum svar þar sem m.a. kom fram að Lyfjaeftirlitið hefði ekki fjallað um þetta fæðu- bótarefni. Jafnframt var í því bréfi farið yfir þær almennu regl- ur um fæðubótarefni og lyf sem eru í gildi hér á landi. Þær byggja á Iögum og reglugerðum sem settar eru af íslenskum stjórnvöldum. Eg hefði reiknað með að hefði hann verið ósáttur við þessi svör þá hefði hann látið í sér heyra, en kannski ekki með þessum hætti. Síðan les maður þetta einu og hálfu ár síðar,“ sagði Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður Lyfjaeftirlits rík- isins, í samtali við Dag um um- mæli Björns á vefsíðu sinni. - BJB Lögreglunni er einungis kunn- ugt um eitt til- vik þar sem maöurinn sem framdi voða- verkið £ Espi- gerði 4 hafi hegðað sér með afbrigði- legum hætti í blokkinni sem gáfu lögregl- unni tilefni til að ætla að hann væri hugsan- lega hættulegur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík sendi frá sér í gær vegna umfjöllunar fjölmiðla um rnálið. Um þetta segir síðan í yf- irlýsingu Böðvars: „Það atvik eitt og sér gaf lögreglu ekki tilefni til sérstakra aðgerða, hvorki at- burðurinn sjálfur né það að hinn grunaði hlaut í árslok 1998 refsidóm, sem var skilorðsbund- inn að hluta, en málið sett í rannskókn með hefðbundnum hætti.... Meðferð lögreglu á um- ræddu máli var fullkomlega eðli- Ieg og ekkert í því gat gefið lög- reglunni tilefni til þess að ætla að það væri fyrirboði þess alvar- lega atburðar sem síðar varð.“ Enn fremur segir í yfirlýsingu Böðvars að sú túlkun Dags að orð dómsmálaráðherra annars vegar og fréttatilkynning lög- reglunnar í fyrradag stönguðust á væri röng. Þvert á móti taki lögregla undir ummæli ráðherra á Alþingi þann 6 desember. Böðvar Bragason, lögreglustjóri 100.000 á mánuði! Lágmaxkslaun hækki í 100 þúsund á mán- uði. Flóabandalagið ýtir úr vör. 140 manna samninga- nefnd. Kaupkröfur í janúar. Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, segir það persónu- lega skoðun sína að lægstu mán- aðarlaun verði að hækka úr 70 þúsund krónum í 100 þúsund krónur í næstu kjarasamningum. Hann bendir m.a. á að sfðasta kauphækkun verkafólks hafi numið um 3,65% um sl. áramót en verðbólgan sé um 5,1%. A sama tíma og verðbólgan sé búin að éta upp þessa kauphækkun verkafólks á árinu séu embættis- menn og ýmsir aðrir hópar búnir að fá 40-50% kauphækkanir um- fram það sem almennt verkafólk hefur fengið. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði Ýtt úr vör Stóra samninganefnd Flóabanda- lagsins kom saman til síns fýrsta fundar í fyrrakvöld. Alls eru um 140 manns í nefndinni frá Efl- ingu, Hlíf, Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og Iðju. Þar kom fram mikil óánægja með launaþróunina, þar sem hlutur almenns verkafólks hefur verið fyrir borð borin. Þar voru stjórn- völd gagnrýnd fyrir ábyrgð þeirra á verðbólgu og hafa misst mark- aða launastefnu úr böndum. Næsti fundur nefndarinnar verð- ur að öllum líkindum um miðja næstu viku. A þeim fundi er búist við að tillögur og hugmyndir að kröfugerð liggi nánar fyrir. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort krafist verður krónutölu- eða prósentuhækkun- ar í væntanlegri kröfugerð. Kaupkröfur í janúar Samkvæmt viðræðuáætlun félag- anna eiga aðilar að kynna óskir um breytingar á ákvæðum kjara- samninga öðrum en þeim sem lúta að kaupliðum 20. desember næstkomandi. Hins vegar verða hinar eiginlegu kaupkröfur að liggja fyrir eigi síðar en í þriðju viku næsta mánaðar þegar við- ræður eiga að hefjast um hinar eiginlegu launahækkanir. Á þeim tímapunkti verður um einn mán- aður eftir af gildistíma núgild- andi kjarasamninga, sem renna út þann 15. febrúar n.k. Þá er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir þann tíma. - GRH Lokun og frávísim hafnað Héraðsdómur hafnaði í gær kröf- um Þórhalls Olvers Gunnlaugs- sonar, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Agnari W. Agnars- syni í sumar, annars vegar um að flutningur málsins færi fram fyr- ir luktum dyrum og hins vegar um að málinu yrði vísað frá dómi vegna „ófullnægjandi lögreglu- rannsóknar." Fjölskipaður héraðsdómur úr- skurðaði fyrst um lokun réttar- haldanna og var kröfunni hafn- að. Ákæruvaldið lagði þá fram frekari gögn í málinu, fjóra hnífa og vitnalista og boðaði framlagn- ingu á myndbandsupptöku af vettvangi brotsins og afriti af Mannlífsviðtali. Verjandi Þór- halls fékk því framgengt að lögð yrði fram sem dómsskjal mappa frá ákæruvaldinu yfir gögn, sem það taldi ekki máli skipta fyrir flutning málsins. Hann boðaði og að bætt yrði við vitnalistann. „Það vantar eitt aðnlvifnið í þessu máli. Af hverju vill lögregl- an stinga honum undan,“ mælti Þórhallur stundarhátt. Hinn ákærði hélt því fram að vísa bæri málinu frá dómi þar sem honum hefði verið meinað að gefa skýrslu hjá lögreglu i upphafi málsins og taldi verjandi að ef hann hefði fengið að gefa þá skýrslu hefði rannsókn máls- ins orðið önnur og meint brot varðað aðrar lagagreinar en nú er kært út af. - FÞG Friðrik Sigþórsson, verslunarstjóri í Úrvali við Hrísalund, lengst til vinstri, ásamt vinningshöfum í samkeppni um nafn á fyrirbærið. Vinningshafarnir eru: Sigríður Ingvarsdóttir, Marija Milisic og Hanna Magnúsdóttir. Opnað í Hrísalundi Verslun KEA í Hrísalundi verður framvegis Úrval - stórmarkaður en í tengslum þróun og breytingar á verslunum KEA eru þær nú flokkað- ar niður í þrjá flokka, Nettó, Strax og nú til viðbótar Úrval. I þeim fiokki er verslun KEA í Hrísalundi og verslunin Þingey á Húsavík. Efnt var til samkeppni um nafnið og í liðinni viku voru þrír þátttak- endur verðlaunaðir af fyrirtækinu með 15 þúsund króna vöruúttekt í Úrvali. Nafninu er ætlað að lýsa vel þvf sem þessar verslanir standa fyrir en árhersla er lögð á mikið vöruval í matvöru þar sem ferskleik- inn er í fyrirrúmi. Islandsbanki mun opna afgreiðslu í viðbygginunni og verður opn- unarhátíð á vegum bankans frá hádegi á föstudag. Um tíma leit út fyrir að opnun viðbyggingarinnar myndi tefjast vegna þess að loftefni koinu ekki á tilsettum tíma en með átaki virðist áður ákveðinn opn- unardagur ætla að standast. Eftir áramótin mun Apótekið síðan bæt- ast við í viðbygginuna nýju við Hrísalund. - Hl Verðbréfastofan sektuð Verðbréfaþing hefur ákveðið að sekta Verðbréfastofuna um hálfa milljón kr. fyrir að hafa ekki staöið rétt að upplýsingagjöf til þingsins um kaup á hlutabréfum í Vinnslustöðinni hf. - Verðbréfaþingi barst 22. nóvember sl. vitneskja frá um að hlutur Verðbréfastofunnar í Vinnslustöðinni væri kominn yfir 5% mörk og var kallað eftir skýring- um. Svarbréf barst skömmu síðar, um að þann I. október hefði hlut- urinn farið í um 6,60%. Að mati þingsins geta þær skýringar sem gefnar voru um það hversvegna sleppt var að tilkynna um kaupin tal- ist fullnægjandi - og því er' sektum bdtt. SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.