Dagur - 09.12.1999, Side 6
6 - FIMMTUDAGUB 9. DESEMBER 1999
ÞJÓÐMÁL
:: ::::: c:::;:::c
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
A ðstoöarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Netföng augiýsingadeiidar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: creykjav(K)563-1615 Ámundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK)
SýndarvemleiM
1 fyrsta lagi
Síðustu daga hafa mörg hvöss orð fallið um skýrslu Landsvirkj-
unar um þau gífurlegu áhrif sem virkjun í Fljótsdal mun hafa á
umhverfið þar eystra, sérstaklega á Eyjabökkum. Olafur Örn
Haraldsson, formaður umhverfisnefndar Alþingis, segir þannig
að við yfirferð á skýrslunni hafi komið í ljós alvarlegur skortur á
nýjum rannsóknum á gróðurfari og dýralífi á Eyjabökkum. Öss-
ur Skarphéðinsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að í
umhverfisnefnd hafi skýrsla Landsvirkjunar „verið tætt í sund-
ur“ vegna þess hversu mikið vanti upp á „að rannsóknir á nátt-
úrufari svæðisins standi undir nafni.“
í öðru lagi
Það vekur athygli að jafnvel sá minnihluti umhverfisnefndar
sem þó styður þá ákvörðun að keyra málið í gegn, telur að
Landsvirkjun eigi enn margt ógert í málinu. „Skoða" þurfi frek-
ari aðgerðir til að draga úr umhverfisspjöllum. „Kanna megi“
möguleika á að vernda vatnsföll. „Lögð (er) áhersla á“ upp-
græðslu og ræktun lands til mótvægis við þann gróður sem tap-
ast og að Landsvirkjun birti áætlun um hvernig það verði gert.
Einnig vanti áætlun um hvernig brugðist verði við meira foki af
bökkum nýja lónsins en Landsvirkjun hafi reiknað með. Þannig
er ljóst að jafnvel ákafir stuðningsmenn virkjunarinnar viður-
kenna að margt sé óljóst og ógert í skýrslu Landsvirkjunar.
í þriöja lagi
Ef Alþingi tæki þá ákvörðun að fara með Fljótsdalsvirkjun í lög-
formlegt umhverfismat mundi auðvitað gefast tækifæri til að
kanna nánar allt það sem á skortir í skýrslu Landsvirkjunar. Því
miður verður það ekki gert. Stjórnarmeirihlutinn er staðráðinn
í að hleypa Landsvirkjun á Eyjabakka. Þess vegna var umhverf-
isnefnd Alþingis knúin til að afgreiða þetta viðamikla mál á ör-
fáum dögum. Niðurstaða nefndarinnar skiptir heldur engu máli
fyrir framhaldið - er aðeins hluti af pólitískum sýndarveruleika.
Það er fyrir löngu búið að taka þá ákvörðun að Fljótsdalsvirkj-
un skuli rísa, hvað sem hver segir.
Elías Snæland Jónsson.
\
Síðasta vígið?
Garra þykir það nokkuð merki-
legt að þrátt fyrir að kaup-
menn reyni allt sem þeir geta
til að lengja jólavertíðina og fá
landsmenn til að versla meira,
þá virðist sem jólastemmning-
inn komi í rauninni ekkert fyrr
en hún gerði hér á árum áður,
þegar engum datt í hug - nema
Rammagerðinni - að stilla upp
jólaskrauti fyrr en á aðvent-
unni sjálfri. Þær virka einfald-
lega ekki nægjanlega vel þess-
ar endalausu afsakanir jóla-
sveinanna sem eru á
ferð í byggð í nóv-
ember og byrjun
desember, að þeir
„hafi nú stolist í bæ-
inn ofan úr fjöllum"
eða hafi „rétt
skroppið svona til að
kanna aðstæður"!
Þetta er einfaldlega
alveg jafn óekta og
skrumið sem fylgir
jólavertíð.
lengdr
Flatneskjan
Raunar hefur Garri þá kenn-
ingu að þessi jólagræðgi í
kaupmönnuni sé til þess fallin
að spilla fyrir þeim sjálfum, því
þeim er að takast að fletja svo
út jólastemmninguna í land-
inu, að þetta verður eintóm
hálfvelgja allan tímann - og
enginn sleppir sér almennilega
í verslununum lengur og eyðir
tvöföldum mánaðarlaunum í
gamaldags jólaörlæti. Þjóð-
kirkjan og trúarhópar virðast
allir Iöngu komnir inn í þessa
sölumennsku líka og svo virð-
ist að trúarlífið sé nú mælt í
fjölda jólasería í gluggum,
görðum og á húsum lands-
manna. Það er sjálfsagt mál að
færa stórmynd af Kristi úr
Kringlunni inn í Húsdýragarð
úr því Kristur skyggir á jóla-
skrautið og hjálpræðisherinn á
Akureyri syngur í hoði Sjóvár-
Almennra! Og auglýsingarnar í
útvarpi og sjónvarpi dynja á
fólki með slíku offorsi að fólk
hefur ekki undan að skipta um
rásir og hópum saman grípa
menn nú til þess að slökkva
einfaldlega á tækjunum því
alls staðar er verið að selja jól-
Svo kregðast krosstré?
Þá eru blöðin skömminni
skárri - þar er þó hægt að velja
sér síður með lesefni og sleppa
auglýsingasíðunum
eða geyma að skoða
þær þar til maður er
upplagður í það. En
blöðin hafa líka tek-
ið þátt í þessum
dansi og í vaxandi
mæli eru jólin boðin
þar til sölu líka. Það
var alveg sérstakt
áfall fyrir Garra að
sjá að Morgunblaðið - seni
hefur til þessa talið sig a.m.k.
jafn mikinn máttarstólpa í ís-
lensku þjóðfélagi og þjóðkirkj-
an - er nú búið að gefa eftir
pláss á forsíðu sinni fyrir jóla-
auglýsingar. Fyrst bregst þjóð-
kirkjan og nú Morgunhlaðið!
Eða hvað? í frétt Morgunblað-
isins á dögun var talað um að
blaðið treysti sér ekki til ann-
ars en að láta eftir þrýstingi
auglýsenda og setja auglýsingu
á forsíðu blaðsins. Aðeins ein
auglýsing hefur hins vegar
birst síðan á forsíðunni, sem
vekur þá von í brjósti Garra að
enn sé hinn eini sanni jólaandi
svo sterkur á Mogganum að
þetta forsíðuvígi sé þrátt fyrir
allt enn ekki fallið! Jólin séu
ekki seld á forsíðu Mogga! Til-
hugsunin ein kemur Garra í
jólaskap. Því sendir hann jóla-
baráttukveðjur til þeirra á
Mogganum - gleðileg jól!!
- GARRI
BIRGIR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR
Mikill hvellur hefur nú orðið
vegna umframkeyrslunnar í heil-
brigðiskerfinu. Samkvæmt nýj-
ustu tíllögum fjárlaganefndar til
fjáraukalaga fýrir yfirstandandi
ár er gert ráð fyrir 2 milljörðum í
heilbrigðiskerfið og koma þessir
tveir milljarðar til viðbótar þeim
tveim milljörðum sem fyrir voru í
frumvarpinu. Fjáraukalögin gera
þannig ráð fyrir um 4 milljörðum
til heilbrigðiskerfisins. Skýring-
arnar á þessum svimandi auka-
fjárveitingum eru þær að launa-
samningar við sumar heilbrigðis-
stéttir fóru gjörsamlega úr bönd-
unum. Nú skella menn skuldinni
á stjórnendur sjúkrastofnana, og
segja að þeir hafi farið langt út
fyrir sín eðililegu mörk. Vissu-
lega má til sanns vegar færa að
stjórnendur hafi ekki staðið sig í
stykkinu, en úr því nú á að fara
að negla mcnn fyrir gerðir sínar
er eðlilegt að spyrja örlítið fleiri
spurninga Ifka.
Handritið var ónýtt
111 a uiuiið mál
Samningarnir sem geröir voru
við heilbrigðisstéttir fólu í sér að
framhaldssamningar eða „fram-
gangssamningar"
yrðu útfærðir á
einstökuni stofn-
unum og fólk rað-
aðist þar í launa-
flokka með sér-
stökum hætti
miðað við starfs-
aldur, námskeið og
fleira sem máli
skipti. Heildar-
samninga eða
rammann gerðu
hins vegar ekki for-
stöðumenn stofn-
ana, heldur fjár-
málaráðherra eða
fulltrúar hans. Sú aðstaða sem
forstöðumenn stofnana voru í til
að takast á við þessi mál var mjög
samningaramminn, sem var
sendur út til stofnana var hálf-
kláraður og öll viðmið við út-
færslu vantaðí, þannig að menn
höfðu hreinlega
ekkert til að styðj-
ast við. Með öðrum
orðum, þá var mál-
ið einfaldlega mjög
illa unnið. Án þess
að ég hafi neinn
sérstakan áhuga á
að taka upp hansk-
ann fyrir stjórn-
endur heilbrigðis-
stofnana, þá er
nauðsynlegt að
benda á að það eru
fjármálaráðherrar
sjálfstæðisflokksins
þeir Friðrik Soph-
usson og Geir Haarde, sem eru
ábyrgðarmenn þessara samn-
inga, og skoðanabræður þeirra á
um aumingjaskap þessara for-
stöðumanna.
Sukkleikrit
Það er svo sem ekki við því að
búast að Geir Haarde og félagar
taki upp á því við þessi tímamót
að ástunda sjálfsgagnrýni að
maóískum hætti fyrir að hafa
sýnt slíkt dugleysi. Það er heldur
ekki von á því að stjórnarliðar á
Alþingi taki sig til og gagnrýni
sína menn fyrir hálfkák og hroð-
virkni. Hins vegar hefði maður
reiknað með að stjórnarandstað-
an væri ekki að hlífa fjármálaráð-
herradúóinu við þeirri gagnrýni
sem þeir hafa unnið fyrir. Stjórn-
endur sjúkrastofnana verð-
skulda vissulega ekki góða dóma
fyrir sitt hlutverk í því sukkleik-
riti sem sett var upp í íslensku
heilbrigðiskerfi. Þessa frammi-
stöðu ber hins vegar að meta í
ljósi þess að þeir léku eftir ömur-
legú hándyiti1 (járrfiáláráliéf¥á‘ ;
■. f 1 tHidnA(hni)isfU')fI ígt) 'rlriB'/lrtód
misjöfn eins og fram helur kom-
ið. SannIeikurinn' Vxf líka sá 'að
nú d - í ((ö"MtKJi/A' ð f /' úijla 11 i 1 irtrtiui
Alþingi eru að kasta grjóti úr
glerhúíii ■ þegár* þtiir' 'fara mikinn 1
'• frliiitfégiiifeiitiiitiilb ítiij
Jlvort er betra að Lands-
banhinn sameinistís-
landsbanha eða Búnað-
arbanha?
Friðbert Tmustason
fomiaðurSambands íslenskra baitka-
manna.
„Persónulega
myndi ég telja
það vænlegri
leið að sameina
ríkisbankana
tvo. Með því
yrði meira úr
eign lands-
manna og það myndi skila meiri
arði til jijóðarinnar. Þegar sam-
eining Landsbanka og Búnaðar-
banka var rædd á sínum tíma
þótti eigendum Islandsbanka
það alveg útilokað, vegna þess
hve sú eining yrði stór. Nú þykir
þeim hinsvegar alveg sjálfsagt að
búa til enn stærri einingu með
sameiningu Landsbanka og ls-
landshanka, en sá banki hefði
65% hlutdeild á almennum
bankamarkaði. Hver skilur þessa
röksemdafærslu?"
Sverrír Hermannsson
þ ingmaðurFrjálslynda flokksins.
„Ut frá sjónar-
miði eiganda,
ríkisins, tel ég
það Iiggja bein-
ast við að sam-
eina ríkisbank-
anna tvo,
Landsbanka og
Um sameiningu
Landsbankans og Islandsbanka
þá tel ég að Kristján Ragnarsson
hafi skotið loku fyrir þann mögu-
leika með þeim framgangi sínum
að segja að Islandsbanki ætti að
hafa forystuhlutverkið í samein-
uðurn banka. Svona gera menn
ekki, einsog margfrægt er orðað.
Ekki nema þá að Kristján vilji
jiað ekki í hjarta sínu að bank-
arnir sameinist."
Lúðvtk Bergvinsson
þingmaðurSamfylkingar.
„Menn vcrða að
byrja á því að
spyrja sig þeirrar
spurningar
hvort almennt
sé rétt að sam-
eina banka. Við
sameiningu eru
menn fyrst og fremst að hagræða
í rekstri, en þegar stórfyrirtæki
eru sameinuð vill brenna við að
frumkvæði joeirra og nýsköpun-
arkraftur minnki - og afleiðingin
getur einnig verið minni sam-
keppni sem neytendur þurfa þá
að greiða fyrir. Því hef ég ekki
gert það upp við sjálfan mig
hvort rétt sé að sameina þessa
stærstu banka landsins."
Margeir Pétursson
framkvsemdastjóriM.P. verðbréfa.
„Mér sýnist
mun æskilegra
að Landsbank-
inn sameinist
Islandsbanka
fremur en Bún-
aðarhankanum.
Það er stórt
skref fram á við í efnahagsmál-
um Islendinga að ábyrgð á
rekstri bankanna færist yfir á
herðar einkaaðila. Að sameina
tvo ríkishanka fyrst yrði til að
flitíkjú þáði'fer.lí dg'TðM'' í "'“j
öidniáudJUiililI iRsfj 'or/íH uiö^b;
Búnaðarbanka.