Dagur - 09.12.1999, Side 7
%«■
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
Tvær þjóðir, en
einnþjóðfáni
BENETIKT
VILHJÁLMS
SON
rafeindavirkjameistari
á Egilsstödum skrifar
í öllu fárinu um Eyjabakka, flug-
völlinn í Reykjavík og byggingar í
Laugardal vaknar efi í huga okk-
ar landsbyggðarmanna og
kvenna, um hvort ein þjóð eða
fleiri búi í þessu ágæta landi.
Nokkrar spurningar vakna óhjá-
kvæmilega þegar litið er í Morg-
unblaðið og ljóst er hvernig
múgseQunin hefur náð tökum á
fólki, sem jafnvel aldrei hefur
komið austur á Iand, hvað þá á
Eyjabakkana. Þetta fólk er allt í
einu orðið „sérfræðingar" í nátt-
úruvernd og Austfirðingar eru
„vondu kallarnir" sem vilja „sökk-
va öllu hálendinu". Nú er ekki
lengur í tísku að vera á móti ráð-
húsinu, mótmæla misvægi at-
kvæða né færslu ríkistofnana út á
land og löngu úrelt að mótmæla
NATO. Hér virðist hinsvegar
vera að taka sig upp gamalt mót-
mælaofstæki í anda hernámsand-
stæðinga, nema hér eru menn
„landsbyggðarandstæðingar".
2% hálendisins undir vatn
Itrekað hefur verið fullyrt að ver-
ið sé að sökkva hálendinu, en
samkvæmt rannsóknum munu
um 2% hálendisins fara undir
vatn, ekki við virkjun Eyjabakka,
heldur ef allir nýtanlegir virkjun-
arkostir landsins verða notaðir.
Blekkingarleikur öfgasinna á sér
engin takmörk. ítrekað tala þeir
um að sökkva öllu hálendinu, og
ef hlutirnir eru sagðir nægjanlega
oft, fer fólk að trúa því.
Áróðursmaskínan
Flestir landsbyggðarmenn bera
virðingu fyrir höfuðborg sinni,
njóta þess að heimsækja hana og
eru stoltir að sjá hana vaxa og
dafna. Það er því dapurlegt að
sjá og finna hvernig hroki og
smáborgaraháttur Reykvíkinga
vex í réttu hlutfalli við fjölgun
borgarbúa. Landsbyggðarmenn
bera fulla virðing fyrir vali ein-
staklinga, sem
vilja búa í
Reykjavík og
krafa okkar er að
Reykvíkingar
geri okkur það
ekki erfiðara fyr-
ir, sem viljum
búa út á landi.
Það er óþolandi
að sitja undir
linnulausum að-
dróttunum fólks,
sem aðeins hafa
kynnt sér aðra
hlið málsins og
telja sig þar með
geta fjallað hlut-
laust um afkomu
fólksins á lands-
byggðinni og eru
með sleggjudóma
og gífuryrði í
garð þess. Þess-
ir einstaklingar
hafa hreiðrað þannig um sig, að
þeim tekst með stöðugum áróðri
að ná til fjölda fólks.
Geislabaugar dagskrárgerð-
ar- og fréttamauna.
Dagskrárgerðar- og fréttamenn
telja sig vera píslavotta þegar gerð
er athugasemd við efnistök þeirra
í viðkvæmum málum og telja sig
verða fyrir aðkasti vegna þess að
þeir þurfi að vera „boðberar íllra
tíðinda". Þeir koma málflutningi
sínum hins vegar stundum á
þann veg, viljandi eða óviljandi,
að hann verður hlutdrægur, ef
ekki í máli þá myndum nema
hvorutveggja sé. Oft hafa t.d.
verið sýndar myndir af Hafra-
hvammagljúfri þegar verið er að
fjalla um Eyjabaltkana þó tugir
kílometra séu milli þessara
svæða. Hafrahvammagljúfur
munu ekki fara undir vatn þegar
virkjað verður við Eyjabakka né
Greinarhöfundur spyr hvort það séu tvær þjóðir í þessu landi vegna alls
fársins sem Eyjabakkar, flugvöllurinn í Reykjavík og byggingar í Laugardal
hafa valdið.
þegar virkjað verður við Kára-
hnjúkavirkjun, sama hversu oft
því er haÍdið fram. Stíflan við
Kárahnjúka mun ekki sjást frá
þeim stað við Hafrahvamma, sem
ítrekað er sýndur með fréttum frá
Eyjabökkum. Ef dagskrárgerðar-
og fréttamenn eru það illa upp-
lýstir að þeir viti ekki hvaða
myndir tilheyra þeim svæðum,
sem þeir eru að fjalla um, eru það
óvönduð vinnubrögð. Slíkar birt-
ingar gegn betri vitund er hrein
og klár fölsun og ber að taka mjög
alvarlega. Ef dagskrárgerðar- og
fréttamenn sýndu alltaf mynd af
flóðhesti þegar þeir fjölluðu um
hreindýr á Brúaröræfum, endaði
það með því að þorri fólks mundi
trúa því að flóðhestar „skokkuðu"
um hálendið austanlands, en
ekki hreindýr. Þannig geta frétta-
og dagskrárgerðarmenn blekkt,
án þess að vera beinlínis að ljúga.
Mismimaiidi
mat eftir
hagsmimiun?
Náttúruvendar-
samtök Islands
skulda þjóðinni
skýringu á því,
að ítrekað sé
gefið í skyn að
ekkert umhverf-
ismat fari fram
á Eyjabökkum.
I hvað hafa þrír
milljarðar af
fjármunum
þjóðarinnar þá
farið og fyrir
hvað hafa nátt-
úrufræðingar og
aðrir sérfræð-
ingar þjóðarinn-
ar, fengið greitt?
Náttúruverdar-
samtök Islands
skulda þjóðinni
skýringu á því, að ekki skuli vera
farið fram á sambærilega með-
höndlun á framkvæmdum á
Nesjavöllum og Svartsengi ann-
ars vegar og á Eyjabakkasvæðinu
hins vegar. Náttúruverdarsamtök
Islands skulda þjóðinni skýringu
á því, hvers vegna þeir börðust
ekki fyrir því að lögformlegt mat
á umhverfisáhrifum í skógrækt á
Islandi, færi fram. Náttúru-
verdarsamtök Islands skulda
þjóðinni skýringu á því, að ekker
heyrist frá samtökunum um ný-
byggingu þjónustuhúss við Al-
mannagjá á Þingvöllum, helgasta
stað landsins.
Tvískiiiinmj<ur
Fyrir nokkrum misserum ætlaði
allt vitlaust að vera út af Land-
mælingum ríkisins, vegna flutn-
ing þess á Akranes. BorgarfuII-
trúar áttu ekki orð til að lýsa
vandlætingu sinni á þessu „ger-
ræði“ ráðherra. Þarna voru um
tuttugu störf í húfi. A sama tíma
hömuðust borgarfulltrúar ( sömu
borg við að sannfæra borgarbúa
um nauðsyn þess að leggja niður
Reykjavíkurflugvöll. Þar eru
meira en hundrað störf, sem
mundu færast í annað sveitarfé-
lag, ef starfsemi flugvallarins yrði
lögð niður á núverandi stað.
Þetta er tvískinnungur. Það er
li'ka tvískinnungur hvað varðar
virkjunarframkvæmdir á Eyja-
bökkum, enginn mótmælti fyrir
sunnan, fyrr en ljóst var að nota
ætti orkuna á Reyðarfirði, ekki
Keilisnesi.
Lögformlegt itmhverfismat.
Tískuorðið í ár er „Lögformlegt
umhverfismat" og Iepja menn
það upp hver eftir öðrum og virð-
ist það einhver töfralausn á öllum
vandamálum á Eyjabökkunum og
sé það eina sem getur sameinað
þjóðina. Það er hins vegar morg-
un Ijóst að lögformlega umhverf-
ismatið ætla umhverfissinnar
eingöngu að nota sem tæki til að
tefja verkefnið svo, að ekkert
verði af framkvæmdum. Þeir láta
sem ekkert umhverfismat sé í
gangi og ekkert sé gert til að
draga sem mest úr neikvæðum
áhrifum framkvæmdanna. Loka-
spurningin er, hefur skógrækt í
landnámi Ingólfs farið í LÖG-
FORMLEGT UMHVERFIS-
MAT?
STJÓRNMÁL Á NETINU
Sameining banka á hálum ís?
„Maddaman" nefnist nýr stjórn-
málavefur Sambands ungra
framsóknarmanna. Þar var í gær
fjallað um framkomnar hug-
myndir um að Íslandsbanki fái
Landsbankann til sfn:
;,Kristján Ragnarsson formaður
LIU og stjórnarformaður Is-
Iandsbanka sagðist í viðtali í
kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær
fagna því mjög að Islandsbanki
fengi að yfirtaka Landsbankann.
Enda fór hann ekki leynt með þá
ánægju sína að slíkum stórbanka
yrði stjórnað af þeim Islands-
bankamönnum í krafti stærri
eignarhluta eftir sameiningu. I
mikilli fréttaskýringu um banka-
málin í Mogganum sl. sunnudag
kemur fram að eftir boðaða sölu
ríkisins á hlutafé sfnum í bank-
anum á næstu vikum myndi ríkið
eiga um 40% í hinum sameinaða
stórbanka, en núverandi hluta-
hafar Islandsbanka 44%. Það sjá
það því aðrir en Kristján Ragn-
arsspn hvað þeir Islaodsbanka-
menn kæmust í feitt ef þessi
sameiningarkostur yrði ofan á.
Einn af forustumönnum spari-
sjóðanna segir í fréttaskýring-
unni: „Það sér hver maður í
hendi sér, að með því yrði sam-
keppnismarkaðurinn eyðilagður.
Við verðum að gera það upp við
okkur hvernig þjóðfélag við vilj-
um skapa. Við höfum búið við
frjálst hagkerfi þar sem sam-
keppnin befur ráðið. Því yrði
stefnt í voða.“
Þctta segir talsmaður spari-
sjóðanna, sem ekki vill láta nafn
síns getið af skiljanlegum ástæð-
um. Þau eru hins vegar afar skilj-
anleg í ljósi þess að sameiginleg
hlutdeild Landsbanka og Is-
landsbanka á íslenska banka-
markaðinum yrði rétt um 60%,
eða nærri þrefalt meiri en keppi-
nautanna Búnaðarbankans og
sparisjóðanna.
Eini rétti leikur ríkisins í þess-
ari stöðu er að sameina Lands-
bankann og Bppaðarbanbann.
Ná þannig fram hagræðingu og
skapa verðamætari eign sem síð-
an yrði seld. Tilgangurinn yrði
tvíþættur. I fyrsta lagi að fá sein
mesta fjármuni fyrir þessar eigur
landsmanna og í öðru lagi að rík-
isvaldið léti markaðinn sjálfan
um hagræðingu í bankakerfinu
með sölu á nýja stóra ríkisbank-
anum f stað þess að hjálpa einni
bankastofnun í einkaeigu um-
fram aðra að ná yfirburðarstöðu
á íslenskum bankamarkaði.
Maddaman segir: Fótumtroð-
um sérhagsmuni, stöndum vörð
um altpannahagsmuni."
,,Græn hryöjuverk“
A vefsíðu Grósku er hins vegar í
gær fjallað um svokölluð „græn
hryðjuverk" svohljóðandi:
Rökstuðningur opinberra
starfsmanna fyrir fjárveitingum í
störf þeirra geta verið ansi fjöl-
breytt eins og menn vita. Nýjasta
dæmið um þetta hugarflug er sú
beiðni sýslumannsins á Seyðis-
firði um að fá aukið fé til lög-
gæslu vegna hættu á „grænum
hryðjuverkum" í hans umdæmi.
Nú má vera að Gróskuvefurinn
sé með gullfiskaminni en hann
minnist þess ekki að mörg
hryðjuverk hafi verið framin í
umdæmi sýslumannsins á Seyð-
isfirði að undanförnu. Aldrei er
þó of varlega farið og því gáfulegt
að óska eftir fé til varnar hryðju-
verkum á Seyðisfirði.
Græn hryðjuverk eru þó ekki
framin þar eystra nú um stundir
heldur í miðborg Reykjavíkur eða
nánar tiltekið við Áusturvöll. Þar
eru hryðjuverk gagnvart náttúru
landsins í fullum gangi eins og
flestum er kunnugt. Það er
spurning hvort Reykjavíkurlög-
reglan hafi gert ráðstafanir til
þess að stöðva þessi hryðjuverk
eða hvort það sem nú fer fram á
Alþingi telst ekki falla undir störf
Iögreglunnar. Það er að minsta
kosti okkar skilningur að þeir
sem brjóta lög eigi að þola refs-
ingu samfélagsins enda eru lög
og reglur sú stoð sem við byggj-
um samfélag okkar á. Græn
hryðjuverk Finns lngólfssonar
virðast þó ætla að njóta samþykk-
is þeirra sem gæta eiga laga og
því Ijóst að réttlætið mun verða
skilgreint útfrá þröngum hags-
munum stjórnvalda þegar kemur
að Fljótsdalsvirkjun. Að minsta
kosti er það alveg ljóst að græn
hryðjuverk falla vart undir sýslu-
mann Seyðfirðinga að þessu
sinni hvað sem síðar verður."