Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 8
8- FIMMTVDAGUR9. DESEMBER 1999
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
ro^ir
Tkyptr.
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Deiliskipulag og breyting á deiliskipulagi í Reykjavík
Reitur sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 26. október 1999 deiliskipulag fyrir reit sem
markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.
Tillagan var auglýst þann 6. ágúst og var til kynningar til 3. september 1999.
Athugasemdafrestur var til 17. september og bárust 8 athugasemdir og ein að
honum liðnum. Umsagnir sveitarstjórnar um þær hafa verið sendar þeim er þær
gerðu. Til að koma á móts við athugasemdirnar voru gerðar nokkrar breytingar á
tillögunni bæði varðandi form og efni. Engar efnislegar breytingar voru gerðar
nema til að koma á móts við þau sjónarmið sem fram komu í athugasemdunum.
Breytingarnar eru í grófum dráttum þessar: Kvaðir voru skýrðar, fallið var frá
breytingu á notkun bakhúsanna nr. 51 b og 53a við Laugaveg, húsið að Laugavegi
51 b var sett undir hverfisvernd, samþykktur skúr á Hverfisgötu 70 var teiknaður inn
á uppdrátt, skýrar var kveðið á um tilhögun bílageymslna við Hverfisgötu, leiðréttar
voru hæðarmerkingar á lóðunum nr. 53b og 55 auk þess sem formi og texta
tillögunnar var breytt til að gera hana skýrari.
Ártúnshöfði, athafnasvæði.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 1. júní 1999 deiliskipulag athafnasvæðis á
Ártúnsholti.
Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999.
Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust 7 athugasemdabréf. Borgarráð
Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu
verið sendar umsagnir.
Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri.
Ágúst Sigurlaugsson,
starfsm. Einingar-lðju.
Guðbjörn Arngrímsson,
bæjarfulltrúi.
Brynhiidur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir.
Hafdís Kristjánsdóttir, verkakona.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulögin og niðurstöður borgarráðs um þær
geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur.
í vanda
Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri.
Víðir Jónsson, skipstjóri.
Hnípinn bær
Ólafsfírðingar lenda í
miklu áfalli við gjald-
þrot fiskvinnslufyrir-
tækis Sæunnar Axels.
Dagur heyrði hljóðið í
bæjarbúunum í gær.
Gjaldþrot fiskverkunarfyrirtækis-
ins Sæunnar Axels ehf. í Olafsfirði
kemur heimamönnum flestum í
opna skjöldu og ekki sfður hversu
stórt það er, en skuldir fyrirtækis-
ins eru um 830 milljónir króna.
Um 60 Ölafsfirðingar missa at-
vinnuna nú á aðventunni í Olafs-
firði og fara á atvinnuleysisskrá.
Engin vinnsla var þar í gær, og
tóm og myrkvuð fiskvinnsluhúsin
báru þögult vitni um það sem
gerst hefur. Engar líkur eru tald-
ar á því að hjólin fari aftur á snú-
ast fyrr en á næsta ári, jafnvel
ekki fyrr en í mars.
Bæjarstjórinn, Asgeir Logi As-
geirsson, segir að í lengstu lög
hafi vonir staðið til að fyrirtækið
færi ekki í gjaldþrot. íbúarnir séu
almennt slegnir yfir þessum tíð-
indum og hafi áhyggjur af ástand-
inu, enda ekki í aðra vinnu fyrir
þetta fólk að Ieita. Af hálfu for-
ráðamanna fyrirtækisins var ann-
ara Ieiða, m.a. nauðasamninga,
auk þess sem leitað var eftir því
að fá byggðakvóta sem kunnugt
er auk fyrirgreiðslu frá Byggða-
stofnun. En til hvers að leita
nauðasamninga ef engin breyting
er í sjónmáli á rekstri fyrirtækis-
ins? Er það heiðarlegt gagnvart
skuldunautum?
„Það sem er að gerast hér er
ekkert sér ólafsfirskt fyrirbrigði.
Við getum t.d. horft vestur á firði
til Rauða hersins og Básafells og
síðan Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum til að sjá að víða eru
stórkostleg vandræði í fiskvinnsl-
unni. Við Islendingar stöndum
frammi fyrir einu allsherjar
vandamáli, en byggðin hér í
Ólafsfirði, eins og viðar, byggir á
sjósókn og fiskverkun og er und-
irstaða þeirrar velsældar sem hér
hefur verið. Spurningin er hvort
það gerir það áfram.
- Mun bæjarstjórnin með ein-
hverjum hætti koma að þessu
mdli?
„Bæjarstjórn fundaði um málið
á þriðjudag, sama dag og fyrir-
tækið var úrskurðað gjaldþrota,
og hefur þungar áhyggjur af
þessu máli. Þetta kom bæjar-
stjórninni á óvart, en ég veit ekki
hvort hún mun með einhverjum
hætti koma að því að hjólin fari
aftur að snúast í þessari fisk-
vinnslu. En það verður ekki að
óbreyttu ástandi, það sjá allir. En
skilningur margra stjórnmála-
manna er mjög takmarkaður á
þessum vanda. Meira púður fer
til dæmis í Eyjabakkana," segir
Asgeir Logi Asgeirsson, bæjar-
stjóri.
Sparisjóður Ólafsfjaröar
greiðir laun
Sparisjóður Ólafsfjarðar og Spari-
sjóðabankinn eiga um helming
allra skulda Sæunnar Axels, eða á
fimmta hundrað milljónir króna.
Magnús Danfel Brandsson, spari-
sjóðssjóri, segir ekki gott að segja
til um hvort það sé glatað fé, en
hann voni að það verði sem
minnst, en auðvitað séu einhverj-
ar skuldir f uppnámi og undir
þeim hatti sé sparisjóðurinn eins
og aðrir kröfuhafar. Það er for-
gangsverkefni sparisjóðsins, bæj-
arfélagsins og fleiri aðila sem
hagsmuna eiga að gæta að þarna
verði komið af stað fiskvinnslu að
nýju sem allra fyrst,“ segir Magn-
ús Brandsson.
Magnús, telur að fyrsta skrefið
ætti að vera að tala við stærstu
aðilana í sjávarútvegi við Eyja-
fjörð, eins og Snæfell, Samherja,
Utgerðarfélag Akureyringa og
Þormóð ramma-Sæberg sem
gætu séð sér hag í því að nýta sér
húsnæði Sæunnar Axels og þá
verkþekkingu sem er til staðar hjá
starfsfólkinu.
„Það á ekki að fara út í það að
endurreisa þessa fiskvinnslu af
hjálpsemi við fólkið eða bæjarfé-
lagið, heldur til þess að hafa af
því hagnað. Fiskvinnsla á lands-
byggðinni er engin félagsmála-
starfsemi frekar en annar at-
vinnuvegur, menn eiga að hafa af
allri atvinnustarfsemi hagnað.
Það er eins og að pissa í skóinn
sinn, það er ekki volgt nema í
smá tíma. Ólafsfirðingum svíður
að sjá sértækar aðgerðir eins og á
Þingeyri þar sem komið er með
kvóta og fjármagn, en gagnvart
okkur virðast ríkja önnur sjónar-
mið. Mér finnst að Byggðastofn-
un hafi skyldur í því að koma hér
að endurreisninni,“ segir Magnús
Brandsson.
Sparisjóður Ólafsfjarðar hefur
boðist til að borga þau laun hjá
Sæunni Axels, sem átti að greiða
sl. föstudag. Þau geta starfsmenn
fengið með þvf að framselja til
Gjaldþrot fiskverkunarfyrirtækisins Sæunnar Axels í Úlafsfirði kemur heimamönnum flestum í opna skjöldu og ekki síður hversu stórt það er en skuldir fyrirtækisins eru um 830 milljónir króna.
Sparisjóðsins þann hluta Iauna-
kröfunnar á Ríkisábyrgðasjóð.
Um 50 manns áttu að fá greidd
Iaun sl. föstudag hjá Sæunni Ax-
els, að upphæð 2,3 milljónir
króna.
Hábölvað mál
„Eg er mjög undrandi á þvf að fyr-
irtækið skuli vera komið í gjald-
þrot. Ég kom hingað fyrir fimm
árum og fannst þá að Sæunni Ax-
els væri með betri fiskvinnslufyr-
irtækjum landsins. Þetta er mikið
áfall fýrir íbúanna, og ekki síður
hvað þetta er há upphæð sem fyr-
irtækið skuldar. Þetta gæti orðið
meira en einn milljarður króna
þegar öllum kröfum í þrotabúið
hefur verið lýst. Eg er ekki trúað-
ur á að þetta áfall þjappi Ólafs-
firðinum saman og að það komi
aðrir rekstraraðilar að þessum
fiskvinnslurekstri, eins og t.d.
sjávarútvegsfyrirtæki við Eyja-
fjörð eins og talað er um hér í
bænum. Þetta er ekki svona ein-
falt. Hér er t.d. ekki hagkvæmt að
gera út smábáta sem gætu verið
að draga að töluvert hráefni.
Þetta er alveg hábölvað mál, alls
ekkert grín,“ segir Víðir Jónsson,
skipstjóri á Kleifarbergi.
Heift út í kerfið en ekki
eigendur Sæunnar Axels
Agúst Sigurlaugsson er starfs-
maður verkalýðsfélagsins Eining-
ar-Iðju í Ólafsfirði. Hann segir
þetta gjaldþrot mikið áfall fyrir þá
félagsmenn sem nú horfi fram á
atvinnuleysi, og raunar Ólafsfirð-
inga alla. Fólk hafi almennt Iifað
í þeirri von að það tækist að leysa
vanda Sæunnar Axels og halda
fýrirtækinu gangandi. Fólkið sé
þó ekki með neina heift út í eig-
endurna, heldur miklu fremur
kerfið og aðgerðarleysi stjórn-
valda, enda hafi uppsagnartími
þess verið margendurnýjaður en
fyrst átti það að hætta I. október
síðastliðinn.
„Þetta er dugnaðarfjölskylda
sem hefur rekið fyrirtækið og
unnið mikið sjálft í vinnslunni. Ef
þau geta ekki rekið svona vinnslu
þá óttast ég að það sé yfirleitt
erfitt hvar sem er á landinu. Að
þetta skuli koma upp nú rétt fyrir
jól er ennþá erfiðara. Það hefur
ekki verið vinna hjá fiskverkun
Sigvalda Þorleifssonar síðasta
mánuð vegna hráefnisskorts og
fólkið hefur verið heima. A
mánudaginn kemur fer það fólk
einnig á atvinnuleysisskrá, hátt í
20 manns og 5 manns hjá Garð-
ari Guðmundssyni svo það verða
margir Ólafsfirðingar atvinnu-
lausir um jól og fram á nýja öld.
Það er aðeins verið að vinna fisk
hjá Stíganda, innan við 10
manns. Það er skelfilega lítið í
svona útgerðarplássi," segir Agúst
Sigurlaugsson.
Ef ekki aftur vtnnsla fer allt
í klessu
„Eg bjóst ekki við því að ástandið
væri svona svart. Ég hélt að Sæ-
unn væri bara að mótmæla því að
hún fengi ekki byggðakvóta. Hún
tók við miklum rekstri og var
skyndilega orðinn stærsti atvinnu-
rekandinn, við hlið frystitogar-
anna. Kannski hefur það verið of
stór biti að kyngja og því ætti
þetta kannski ekki að koma á
óvart. Ef það byrjar ekki aftur
vinnsla þarna fer allt í klessu hér.
Það má vel íhuga það að bæjar-
sjóður komi að endurreisninni
með einhverjum hætti, en dragi
sig síðan út. Mér líkar mjög vel í
Ólafsfirði og vil búa hérna með
minni fjölskyldu, eiginmanninum
sem er á sjó og tveimur drengjum,
öðrum nýfæddum og tveggja ára,“
segir Brynhildur Vilhjálmsdóttir,
heimavinnandi húsmóðir.
HryUHegt ef ekM verður
fiskviunsla í Ólafsfirði
Guðbjörn Arngrímsson situr í
minnihluta bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar. Hann segist ekki vita
hvort hægt hefði verið að forðast
þetta gjaldþrot því aldrei hafi
komið inn á borð bæjarstjórnar
neitt erindi frá Sæunni Axels,
hvorki um stuðning né annað.
Það hafi hins vegar komið á óvart
að fyrirtækið skyldi verða gjald-
þrota þó honum hafi verið kunn-
ugt um að fyrirtækið væri ekki
í góðum málum vegna kvótaleysi
og þurft hefði að kaupa allt
hráefni á mörkuðum dýrum dóm-
um.
„Bæjarstjórnin mun öll freista
þess að halda hér uppi atvinnu
fyrir þá sem þess æskja, en mér er
ekki Ijóst hvort sveitarstjórnin get-
ur eitthvað gert í málinu þar sem
við búum orðið við þannig kerfi í
fiskvinnslu. Það er illmögulegt að
ná í kvóta án þess að borga fyrir
hann óheyrilegt verð þó svo for-
ráðamenn þjóðarinnar tali um
það á gamlárskvöld og 17. júní að
við allireigi fiskveiðikvótann. Þró-
unin í fiskvinnslu á landinu öllu
Háskóli íslands, austan Suðurgötu.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 28. september 1999 deiliskipulagsvæðis
Háskóla íslands austan Suðurgötu.
Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999.
Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust tvö athugasemdabréf. Borgarráð
Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu
verið sendar umsagnir
Deiliskipulög þessi hafa verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og hlutu gildi við
birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
AKUREYRARBÆR
er mjög slæm og ég hugsa til þess
með hryllingi ef staður eins og
Ólafsfjörður fer að byggjast upp
öðru vísi en að hér verði fisk-
vinnsla. Ég sé ekkert að því að
sveitarfélag eins og Ólafsfjörður
eigi í fyrirtækjum en því miður
eru menn þannig þenkjandi í
meirihlutanum að bærinn eigi
ekki að vera að vasast f atvinnu-
rekstri. Fyrir 10 árum átti Ólafs-
fjarðarbær hlut í frystihúsi og tog-
ara og hefði bærinn átt hlutinn
tveimur árum lengur þá ætti hann
hugsanlega kvóta í dag eins og Ak-
ureyri gegnum UA, og þá væri
staðan hér öðru vísi,“ segir Guð-
björn Arngrímsson.
Sæium ekki með bæjarfélagið
áherðunum
„Eg hef verið heima í 4 vikur
vegna hráefnisskorts hjá mínum
vinnuveitenda, Sigvalda Þorleifs-
syni, en á Iaunum. Það var allt og
djúpt tekið í árinni hjá Sæunni að
segja að hún væri með bæjarfélag-
ið á herðunum. Ég hvíldi aldrei á
herðunum á henni, en hún var að
bjarga sínu fyrirtæki. Eg held að
það það bíði mín vinna eftir ára-
mót en þá verður aftur farið að
kaupa fisk á mörkuðum,“ segir
Hafdís Kristjánsdóttir.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 13. desember 1999 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Valgerður Hrólfsdóttir og Oktavía Jóhannesdóttir til viðtals á
skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 1. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem
aðstæður leyfa.
Síminn er 460 1000.
Aðalfundur
knattspyrnudeildar
Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn
9. desember 1999 kl. 20:30 í fundarsal KA heimilisins.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórn Knattspyrnudeildar KA.
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON