Dagur - 11.12.1999, Qupperneq 2
fc
% V* Q. V V» * Nfc v* '* » v* **
N •» V, 5% 5V k U U H X » V
.r>
2- LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
FRÉTTIR
Jólamaturinn er nú næstum 7% dýrari en hann var fyrir síðustu jól.
Vonir ráðamanna um
árvissa verðbólgu-
lækkuu í desember
brugðust í ár. Lauds-
menn heilsa því nýrri
öld í næstum 6%
verðbólgu.
íslendingar heilsa nýrri öld í
5,6% verðbólgu. Verðbólgan er
nú á fullri ferð í jólamánuðinum,
öfugt við síðustu sex árin, þegar
vísitala neysluverðs hefur jafnan
lækkað nokkuð í desember, eink-
um matvöruverð. Matur og
drykkir hækkuðu nú um 0,3%
milli mánaða og jólamaturinn er
nú næstum 7% dýrari en fyrir
síðustu jól. Matar- og drykkjar-
vörur, aðrar en búvörur og græn-
meti, eru nú að jafnaði ríflega
9% dýrari en í desember í fyrra.
En svo er fremur hóflegum
hækkunum á kjötvörum (2,5%)
og mjólkurvörum (4,3%) íyrir að
þakka að búvöruliðurinn hefur
aðeins hækkað tæp 4% síðan um
sfðustu jól.
Mesta hækkun síðan 1991
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,4% milli mánaða, samkvæmt
útreikningum Hagstofunnar og
er nú 5,6% hærri en í desember-
byrjun í fyrra. Fara verður allt
aftur í desember 1991 til að
finna dæmi um meiri hækkun
vísitölunnar desember-desem-
ber. Síðan 1993 hefur vísitalan
aldrei hækkað meira en 2,1% og
samamlögð hækkun síðustu
fimm ára, desember 1993 til
desember 1998, er aðeins um
8%. Um 5,6% hækkunin á þessu
ári er þannig meira en þreföld
meðalhækkun síðustu fimm ára.
Um helmingur af hækkuninni
milli mánaða var vegna 2%
hækkun íbúðaverðs. Rúmlega
1% hækkun á bensíni hafði Ifka
sitt að segja og 1% hækkun á
snyrtingu og snyrtivörum vóg
litlu minna.
Jólaolið og gosið 11% dýrara
ení fyrra
Fróðlegt er að skoða nánar hvað
einstakir liðir matar og drykkjar-
vara hafa hækkað frá síðasta
jólamánuði. „Jólagosið/öIið“ er
nú 11,4% dýrara en fyrir ári og
feitmetið sömuleiðis. „Jólaávext-
irnir“ eru 10,5% dýrari, ýmsar
unnar matvörur sömuleiðis og
sætindi kosta jafnaðarlega 9%
meira en fyrir ári. „Jólabrauðið"
og aðrar kornvörur eru nú um
8% dýrari og grænmeti og kart-
öflur eru rúmlega 7% dýrari.
„Jólakaffið" er eitt af því fáa sem
ekki hefur hækkað fram úr hófi,
aðeins 2%, frá síðustu jólum.
Hvort 14% meðalhækkun á
fiskliðnum gildir líka um þor-
láksmessuskötuna, verður ekki
ráðið af vísitölutilkynningu Hag-
stofunnar. — HEI
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Mistök í
erfiðri
aðgerð
Kona sem metin er með 30%
varanlegan miska eftir Iækna-
mistök í skurðaðgerð við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
(FSA), fær samkvæmt niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur
1,5 milljón króna bætur, sem er
sama upphæð og konan krafði.
í máíinu var því ekki haldið
fram að viðkomandi læknir
hefði gerst sekur um stórkost-
legt gáleysi og lá fyrir að hol-
skurðsaðgerðin hefði verið mjög
erfið. Við uppkvaðninguna kom
fram það mat Qölskipaðs hér-
aðsdóms, að gera þyrfti miklar
kröfur til háskólamenntaðra sér-
fræðinga og taldi dómurinn að
læknirinn hefði ekki brugðist við
eins og gera yrði kröfu til og
voru þau mistök metin honum
til sakar. — fþg
Því midur haföi
ég rétt fyrir mér
„Raunverulega er þetta ekki ný
staða, þetta hefur gerst áður. Eg
hef haldið því fram fyrir daufum
eyrum að Vestfirðingar þurfi að
tryggja sig betur en þeir hafa gert
fyrir svona löguðu með því að al-
menningur í fjórðungnum ráði
yfir fyrirtækjum með aflaheim-
ildir. Því miður hafði ég rétt fyrir
mér í þessu Básafellsmáli. Það
hefur ræst að stórir aðilar áttu
hér allt of mikið af aflaheimild-
um og fóru með þær út og suður,
stungu peningunum í vasann og
eru sjálfsagt að braska með þá í
fjárfestingafélögum hingað og
þangað um heiminn. Fólkið situr
hér eftir tekjulítið og ekki með of
bjarta framtíð sem íbúar hér á
svæðinu. Eg vona að það sé til
nóg af vestfirskri seiglu í mönn-
um að þeir klóri nú í bakkann og
reyni að byrja upp á nýtt í smá-
um stíl,“ sagði Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða spurður um viðbrögð við
örlögum útgerðarfyrirtækisins
Básafells.
Pétur sagði að það væri reynd-
ar ekki jafn auðvelt að byrja upp
á nýtt og á árum áður. Nú þurfi
menn ekki bara fagurt fley,
dugnað og áræði heldur leyfi til
að fiska, þ.e. kvóta. Það leyfi sé
ekki í höndum neinna athafna-
manna heldur allskonar fjárfesta
um allar trissur.
Hvort menn væru að byrja upp
á nýtt á réttan hátt sagði Pétur
að það hefði verið rangt að berja
ekki í brestina og reyna að safna
fé til að halda eftir einhverjum
aflaheimildum Básafells. Ekki að
pakka saman og flytja suður.
Láta frekar reyna á vestfirsku
seigluna. — BJB
Nauðasanmingiir KÞ í næstu viku
Héraðsdómur Norðurlanas eystra
tekur fyrir ltröfu um staðfestingu
nauðasamnings Kaupfélags Þing-
eyinga á Húsavík gagnvart kröfu-
höfum þann 15. desember nk.
Samkvæmt samningnum þarf að
greiða 65% af nauðasamningsupp-
hæðinni, sem er 232 milljónir
króna, innan þriggja vikna, en
heildarupphæð nauðasamnings er 357 milljónir króna en skuldir KÞ
námu 458 milljónum króna. Bændur í Suður-Þingeyjarsýslu, sem
margir eiga stórar kröfur á KÞ, hafa gert sér vonir um að fýrsta greiðs-
lu yrði innt af hendi fyrir jól, en samkvæmt þriggja vikna reglunni
eiga þeir það ekki víst. Því kann svo að fara að bændur fái ekki þær
greiðslur sem þeir væntu fyrir jól. Þó er vitað að allt kapp verður lagt
á að greiða sem fyrst, en til þess þarf að fá fjármagn frá Landsbank-
anum.
Eftirtstöðvarnar á að greiöa með þremur jiilnum afborgunum, fyrs-
ta greiðsla 1. febrúar árið 2000, önnur greiðsla I. ágúst 2000 og þrið-
ja og síðasta greiðsla 1. apríl 2001. — GG
Sprengiefnið ófundið
Enn hefur ekki tekíst að upplýsa um hvarf mikils magns sprengiefnis
í Kópavogi um síðustu helgi. Málið er enn f rannsókn en engar áþreif-
anlegar vfsbendingar hafa komið fram.
Brotist var inn í sprengiefnageymslu við Hagasmára 1 og úr henni
stolið 25 túpum af dínamíti og svipuðum fjölda af hvellhettum. Þetta
gera um 50 kíló af sprengiefninu. Sennilegast er talið að sprengiefn-
ið hafi horfið milli kl. 16 á Iaugardag og fram á mánudagsmorgun.
- FÞG
Vaka-Helgafell 1 Fíiunn miðli
í samræmi við frétt Dags frá því
um síðustu helgi var það gert op-
inbert í gær að Vaka-Helgafell
hefði keypt þriðjungshlut í Ijós-
vakafyrirtækinu Fínum miðli,
eða 34%. Um nýtt hlutafé er að
ræða og halda fyrri eigendur sín-
um eígnarhlutum, þ.e. banda-
ríska fyrirtækið Saga Commun-
ications og Samfélagið efh, fyrir-
tæki SAM-bíó feðganna Arna
Samúelssonar og Björns Arna-
sonar. I tilkynningu frá samn-
ingsaðilum segist Vestur-Islend-
ingurinn Ed Christian, aðaleig-
andi Saga Communications,
vera mjög ánægður með inn-
komu Vöku-Helgafells. Olafur
Ragnarsson, stjórnarformaður
Vöku-Helgafells, tekur í sama
streng og segir þetta íyrsta skref
útgáfufyrirtækisins í útvarps-
rekstri. - bjb
Bimaðarbankiim í ókeypis-slagiim
Búnaðarbanki íslands hefur nú bæst í slaginn um netverjana og mun
í samstarfi við Landssímann bjóða landsmönnum upp á ókeypis net-
aðgang frá áramótum. Eins og hjá öðrum bönkum mun þessi þjón-
usta standa öllum til boða, óháð því hvort viðkomandi er í viðskiptum
hjá bankanum eða ekki, einungis þarf að greiða lýrir símanotkunina.
Hægt er að skrá sig nú þegar, á slóðinni www.binet.is eða með því að
hringja í Búnaðarbankann. Með í „kaupunum" fylgir það tilboð til
viðskiptavina Búnaðarbankans að þeir geta nýtt sér tölvukaupatilboð
frá ACO, þar sem ekkert þarf að greiða út en sfðan 3.550 krónur að
meðallali á mánuðí í þrjú ár.