Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 11.12.1999, Blaðsíða 4
I r t r r \ y F 4 - LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 FRÉTTIR Þetta gæti orðið æ algengari sjón á landsbyggðinni ef fram heldur sem horfir. Unga fólkio flýr landsbyggðina FlóttafólMð af landsbyggð- iniii er allt ungt íólk, 16- 35 ára, en þeiin eldri hefur hlutfailslega fjölgað síð- ustuárin. Ungu fólki, 16-35 óra, fækkaði á lands- byggðinni um 5.500 manns (18%) á síð- ustu fjórum árum, 1994-98. A sama tíma fjölgaði þessum aldursbópi um 7% á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsskýrslu Hagstofunnar. Aft- ur á móti hefur hlutfallslega fjölgað í eldri aldurshópunum á landsbyggðinni, allra mest í hópi þeirra sem nú nálgast ellilaunaaldurinn. Sláandi er að háskóla- menntuðum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði um 3.900, rúman Ijórðung, þessi Ijögur ár á sama tíma og þeim fækkaði um 100 á landsbyggðinni, þar sem að- eins 16% háskólamenntaðra eru búsettir, en 45% fólks með grunnskólamenntun. Unga fólkið flýr - með bðrnin Skýrslan leiðir glöggt í ljós að allan fólks- flóttann af landsbyggðinni má rekja til þess að unga fólkið hefur yfirgefið hana þúsundum saman síðustu íjögur árin. Arið 1994 var nánast jafnvægi í hlutfalli einstakra aldurshópa í sveit og bæ. Þá bjuggu um 40% allra landsmanna á starfsaldri á landsbyggðinni, raunar eilít- ið hærra hlutfall unga fólksins (16-35 ára), eða 41%. En í fyrra hafði hlutfall þessa unga fólks hrunið á landsbyggðinni í aðeins 34,5% og þar með hækkað að sama skapi fyrir sunnan. Þessi breyting svarar til þess að ungu fólki á lands- byggðinni hafi fækkað um 4.800 manns (16%), auk þess sem við er að búast að þessi aldurshópur hafi tekið með sér suð- ur ein 2-3 þúsund börn (sem nú eru væntanlega að sprengja utan af sér leik- skóla og grunnskóla höfuðstaðarins). Landsbyggðin eldist A hinn bóginn hefur hlutfall fólks á aldr- inum 35-75 ára heldur hækkað á lands- byggðinni, eða úr tæpum 40% allra landsmanna á þessum aldri fyrir fjórum árum í 40,5% í fyrra. Allra hæst er hlut- fall landsbyggðarmanna raunar í hópi þeirra sem nú nálgast ellilaunin (55-65 ára) því 43% allra á þessum aldri bjuggu á landsbyggðinni en aðeins 57% á höfuð- borgarsvæðinu - þar sem 61% allra lands- manna voru þó búsettir í lok síðasta árs. Vinnusemi meiri úti á landi Síðustu Qögur ár hefur fólki á vinnualdri, 16-74 ára, fjölgað um 7.500 á höfuð- borgarsvæðinu en fækkað um 2.100 á landsbyggðinni. Þeir sem eftir eru virð- ast reyna að bæta það upp með að vinna meira. Því þrátt fyrir mikla fækkun hefur vinnuafli landsbyggðarinnar (59.200 manns) ekkert fækkað, heldur atvinnu- þátttaka einfaldlega aukist úr rúmlega 82% upp í 84% á þessum fjórum árum - og er orðin um um 3% hærri en á höíuð- borgarsvæðinu. Þar jókst vinnuafl um 6.800 manns en atvinnuþátttaka hins vegar sára lítið, og var rúmlega 81% í fyrra. Munurinn er mestur meðal 65-75 ára fólks. Um 47% þess aldurshóps er í vinnu á landsbyggðinni en 38% syðra, þar sem hlutfall vinnandi er líka lægra meðal 25-45 ára fólks. — HEI Sérfræðingar heita pottsins í innanhússmál- efnum RÚV segja mikla fléttu í uppsiglingu varð- andi yflrmannamál stofn- unarinnar. Sem kumiugt er þá mun Sigurður Valgeirsson hætta sem deildarstjóri innledrar dagskrár um ára- mót og við brotthvarf hans byrjar kapallinn að rekja sig. Við starfi Sigurðar mun sam- kvæmt þvi taka Rúnar Gunn- arsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, en í starf Rúnars mun svo Bogi Ágústsson fara, en starf aðst. framkvæmdastjóra er ekki talið eins stressandi og fréttastjórastarfið og Bogi er að ná sér eftir vægt hjartaáfall sem kunnugt er. Við þetta losnar starf fréttastjóra og yrði þá Elín Hirst sett í það starf, en pottverjar segja það lengi hafa legiö fyrir að hún ætti frama vísan á fréttastofu Sjónvarps... Sigurður 1/algeirs- son. í pottinum þenda menn líka á að öll þessi flétta verði í raun til bráðabirgða, vegna þess að í undirbúningi er að búa til sameiginlegt fréttasvið út- vaips og sjónvarps hjá RÚV. í umræðunni um þessa sam- einingu liefur verið talað um hvor þeirra fréttastjóra, Kári Jónasson eða Bogi Ágústsson, yrði settur yfir sviðið. Samkvæmt kenmngum pottverja yrði það þá Bogi - enda bæði í réttum flokki og lipur í samskiptum þegar fléttur eru annars vegar... Bogi Ágústsson. í framhaldi af „ókeypis" - keppni bankanna og síma- fyrirtækjanna um viðskiptavini fram- tíðarinnar, netverjana, veltu pottverjar því fyrir sér hvert framhaldið yrði ef Landsbanki og ís- landsbanki sameinuðust. Niðurstaðan lá auðvit- að í augum uppi en af samkeppnisástæöum þorðu pottveijar varla að segja það upphátt: Landssíminn og Íslandssími hljúu að sameinast FRÉTTA VIÐTALIÐ Haraldur Bríem sóttvamalæknir Inflúensa afstofniA erkomin til landsins. Bólusetningar mikilvægar fyrireldrafólk og þá sem veikirerufyrir. ”*HL'fiMrfdlídffi Bólusetningar margborga sig - Hver eru helstu einkennin semfólkfær? „Það komu þrjú tilfelli í röð hérna fyrir nokkrum dögum hjá Islendingum sem ekki hafa verið að ferðast. Það þýðir að inflúens- an er komin. Einkenni inflúensunnar eru beinverkir, hiti og höfuðverkur stundum í tengslum við það. Einnig hósti, hálssærindi og almenn vanlíðan. Eldra fólk getur orðið veikt lengi og verið lengi að jafna sig og oft er hætta á lungnabólgu í kjölfar inflúensu ef maður fer ekki vel með sig. Það sem við ger- um alltaf á haustin er að leggja til að allir sem eru yfir sextíu ára láti bólusetja sig, bæði fyrir inílúensu og gegn þeim lungna- bólgubakteríum sem geta komið í kjölfarið." - Borga bólusetningar sig? „Þær borga sig aldeilis tvímælalaust. Allir kostnaðarútreikningar sýna það. Jafnvel eru til tölur um að það borgi sig að bólusetja yngra fólk vegna þess að það dregur úr fjar- vistum úr vinnu. Við höfum líka lagt til að allir sem starfa til dæmis í heilbrigðisþjón- ustunni og umgangast gamalt og Iasið fólk láti bólusetja sig og sjúkrahúsin hafa boðið upp á þetta. Þá er tilgangurinn bæði að vernda starfsmanninn en líka sjúklingana þannig áð ‘itarfsfólkið sé ekki a$ bera flens- r\/l< tcf : r • fytívt i:. ifiíí í$t*í .I;i n rrunv / i una inn á sjúkrastofnanir. Á hverju ári koma samt upp efasemdir um gagnsemi bólusetn- inga vegna þess að einhver sem fékk bólu- efni fékk flensu og það mun alltaf gerast. Heildaráhrifin eru samt mjög hagkvæm." - Eru breytingar ú milli úra ú eðli inflú- ensunnar? „Já, á hverju ári kemur ný samsetning af bóluefni. Þetta gerist þannig að inflúensan á oftast upptök sín í suð-austur Asíu, þar er það tölfræðilega Iíklegast af því að þar er flest fólkið. Síðan fer hún yfir á suðurhvelið þegar þar er vetur og kemur svo hingað þeg- ar fer að hausta hér. Við höfum alltaf um hálft til eitt ár til að undirbúa okkur lýrir þessa venjulegu inflúensu. Það gerist yfir- leitt í febrúar eða mars að Alþjóða heilbrigð- isstofnunin gefur út tilskipun um hvað eigi að nota næst. Það hefur gengið eftir.“ - Getur inflúensa samfara öðrum veik- indum dregið fólk til dmtðo? „Já, ef maður er mjög gamall eða lasburða eða er með einhverja undirliggjandi sjúk- dóma þá getur flensan verið dropinn sem fyllir mælinn. Þessvegna erum við að bólu- setja fólk sem hefur undirliggjandi sjúk- dóma, er gamált og svo framvegis. ,En bólu- setningar eru mjög óvenjuleg heilbrigðisað- gerð að því leyti að þær vernda aðra um leið.“ - Hvað þatfmaður að reikna með löngum tíma ef tnaður fær flenstma? „Það er misjafnt en má alltaf búast við einhverjum dögum, upp í viku eða hálfan mánuð í sumum tilvikum. Því eldri eða veik- ari fyrir sem þú ert því lengri verður tíminn. Það hafa verið til lyf gegn inflúensu en þau hafa haft talsverðar aukaverkanir og það hefur ekki verið venja að nota þau hér. En það eru að koma sennilega mjög fljótlega á markaðinn, hvort sem það næst fyrir þenn- an inflúensufaraldur eða ekki, lyf sem eru ntjög öflug í að draga úr einkennum inflú- ensunnar. Þau stytta veikindatímann veru- lega og gera það þannig að þau eru sérhönn- uð á þessa veiru. Ef þú finnur að þú ert að fá flensueinkenni þá geturðu stoppað fjöl- földun veirunnar og lnin fjarar út og þú verður ekki mikið veikur. En ég held að eng- inn myndi segja að það ætti að hætta bólu- setningum. Þetta lyf er hins vegar mjög verðmætt að hafa fyrir fólk sem er í áhættu og þolir illa veikindin." — Hi ‘ fújöd Ti!ýt‘ iúl'i'filöi"<fi’itlr1bbló ‘ffl;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.