Dagur - 11.12.1999, Side 9
8 - LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
Dgptr.
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 - 9
FRETTASKYRING
Bankabréfin á útsölu?
SIGURDÓR
SIGURDORSSON
OG
BJÖRN JÓHANN
BJORNSSON
SKRIFA
Eftir nokkra daga
hefst sala á hréfum í
ríkisbönkimiiin að
andvirði 6,2 milljarða
króna. Almenningi
verður tryggður að-
gangur að hluta þeirr-
ar fjárliæóar en af-
ganginn bítast stóru
fjárfestamir um. Um-
deild sala, að mati
þingmanna jafnt sem
fj ármálamarkaðarins.
Kennitölusöfnun fer
aftur af stað.
Mikil umræða hefur verið um
sölu ríkisins á 15% hlutum í Bún-
aðarbanka og Landsbanka. Um-
ræða um Iagafrumvarp, sem
heimilar söluna, var fjörug á
þinginu í vikunni og sýndist þar
sitt hveijum. Helst var gagnrýnt
af hálfu stjórnarandstöðunnar að
verið væri að selja bankana á
undirverði. Frá Ijármálamarkaðn-
um hefur síðan heyrst sú gagn-
rýni að gengi bréfanna sé of hátt.
Frumvarpið var staðfest í gær á
Alþingi og salan hefst næsta mið-
vikudag. Henni á að vera lokið
tveimur dögum síðar, eða föstu-
daginn 17. desember, þannig að
hamagangurinn verður mikill hjá
fjárfestum í næstu viku. Líklegt
má telja að kennitölusöfnun eigi
sér stað aftur, Iíkt og gerðist með
fyrstu einkavæðingu ríkisbank-
anna í fyrra.
í frumvarpinu, og þar með fyr-
irkomulagi sölunnar, er gert ráð
fyrir að selja 10% hlut í áskriftar-
sölu til almennings, en að 5%
verði seld í tilboðssölu. Gengið á
bréfum Landsbanka var ákveðið
3,8 í áskriftarsölunni og 4,1 í
Búnaðarbankanum. Sama gengi
á að vera að Iágmarki í tilboðssöl-
unni. Þess má geta að í gær stóð
gengi Landsbankabréfa í 4,05 og
4,33 hjá Búnaðarbanka.
Skráð hlutafé Landsbankans
nemur 6,5 milljörðum króna.
Ríkið hefur til þessa átt 85% hlut,
eða sem nemur 5,5 milljörðum,
en ætlar nú að Iækka hlutinn nið-
ur í 70%. Það sama gildir í Bún-
aðarbankanum. Ríkið á þar 85%
hlut af 4,1 milljarða króna nafn-
verði hlutafjár.
6,2 milljarða markaðsvirði
Það sem nú fer í sölu eru því 975
milljónir að nafnvirði f Lands-
bankanum og 615 milljónir í
Búnaðarbankanum. Þar af fara
650 milljónir í áskriftarsölu til al-
mennings í Landsbankanum og
410 milljónir í bréfum Búnaðar-
banka. Markaðsvirði þessa hluta,
miðað við sölugengið í útboðinu,
er því 2,4 milljarðar í áskriftarsöl-
unni í Landsbankanum og 1,7
milljarðar í Búnaðarbankanum.
Markaðsvirði 5 prósentanna í til-
boðssölunni er 1,2 milljarðar í
Landsbankanum og 840 milljónir
í Búnaðarbankanum. Þar er mið-
að við lágmarksgengi. I það heila
tekið er markaðsvirði bréfanna í
báðum bönkunum að lágmarki
6,2 milljarðar króna.
Eins og áður sagði deildu þing-
menn um bankasöluna. Um leið
hafa hugmyndir um sameiningu
banka komið inn í umræðuna og
þar eru skoðanir jafnvel enn
skiptari en vegna sölunnar. And-
stæðingar sölunnar á 15% hlut
ríkisins eru með þau rök helst íyr-
ir sínu máli að nauðsyn beri til að
ríkið eigi einn stóran og sterkan
banka í landinu, sannkallaðan
þjóðarbaka. Þeir segja líka að
með því að selja nú 15% hlut í
Landsbankanum og sameina
hann síðan íslandsbanka sé ríkið
komið í minnihluta og Islands-
banki, sem að meirihluta til er í
eigu „kolbrabbans" svo nefnda,
muni því ráða ferðinni og í raun
yfirtaka Landsbankann.
Sameining nauðsynleg
Kristinn H. Gunnarsson er for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins og hann á einnig sæti í
efnahags- og viðskiptanefnd.
Hann segir að það væri rétt að slá
eigi 7-9% af markaðsverði bréf-
anna en það væri gert til að fá
einstaklinga til að kaupa bréf og
að þeir eigi smá hagnaðarvon.
„Það má eflaust deila um hvort
yfir höfuð eigi að gera þetta en
þar sem ekki er um mikið frávik
frá væntanlegu markaðsverði að
ræða tel ég þetta ekki skipta
neinu máli,“ sagði Kristinn.
Hann var spurður hvort hann
óttist ekki að bréfin í ríkisbönk-
unum safnist á fárra hendur á
eftir markaði?
„Þróunin á undanförnum árum
bendir ekki til þess að svo verði.
Islandsbanki, sem er einkabanki,
er í dreifðri eignaraðild þótt eng-
ar reglur eða hömlur séu settar á
eignaraðild. Eg fæ ekki séð að
það séu nein öfl í gangi sem stef-
na að því að ná yfirráðum yfir
stórum banka. Það er hins vegar
önnur spurning sem menn eiga
eftir að velta fyrir sér hvort það sé
nokkuð slæmt að einhver stór að-
ili eigi banka,“ segir Kristinn H.
Gunnarsson.
/ tengslum við söluna á 15% hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka hefur umræðan um sameiningu banka skotið upp kollinum. Á að sameina ríkisbankana fyrst og selja svo? Á Landsbanki að
sameinast ísiandsbanka eða Búnaðarbanka? Áfram verður rifist yfir svörum við þessum spurningum. - samsett mynd: pjetur
Efasemdir uni samemingu
Einar Oddur Kristjánsson alþing-
ismaður segir það tvímælalaust
rétt að selja þessa 15% hluti í rík-
isbönkunum. Hann segir að það
hefði mátt selja fyrr og þess vegna
segist hann vona að fljótlega verði
meira selt.
„Hins vegar verðum við að gæta
okkar dálítið í umræðunni, ekki
bara um banka, heldur almennt,
um þessar sameiningar. Að mínu
viti hljóta þær að hafa sín tak-
mörk. Við verðum að gæta okkar
vegna þess að þetta er svo Iítið
hagkerfi, samkeppni þarf að ríkja,
við verðum að gæta þess að sam-
keppni ríki á markaðnum. Við
megum ekki ganga of langt í sam-
einingu fyrirtækja almennt séð.
Samþjöppunin má ekki vera of
mikil og þvf er það engin töfra-
lausn að sameina," segir Einar
Oddur.
Hann segist ekki hafa skoðað
það sérstaldega hvernig staðan á
bankamarkaðnum yrði ef íslands-
banki og Landsbanki yrðu sam-
einaðir og þess vegna ekki vilja tjá
sig um það. Hann sagðist bara
vilja ítreka efasemdir sínar um
sameiningu fyrirtækja.
Gengur ekM upp
Jóhann Ársælsson alþingismaður
átti lengi sæti f bankaráði Lands-
bankans. Hann segir að á Alþingi
sé í einfaldleika sínum verið að
skipta á heimild sem bankamála-
ráðherrann hefur til að auka
hlutafé sitt og heimild til þess að
selja hlutabréf. Það sé því ekki
hægt að selja stærri hlut í bank-
anum en menn hafi heimildir til
og það sé Alþingi sem ákveður
heimildirnar.
„Umræðan hér á Alþingi er í
gangi fyrst og fremst vegna þess
að menn þykjast sjá vísbendingar
um að til standi að fara að sam-
eina banka. Afstaða mín til þcss
er sú að ég tel að ríkið eigi að eiga
ráðandi hlut í stærsta Ijármálafyr-
irtæki landsins á meðan það á
annað borð á í fjármálafyrirtækj-
um. Eg vil kalla slíkan banka
Þjóðbanka. Einhvern tíma getur
komið að því að ferlinu ljúki en
það er ekki strax. A meðan það
varir á rfkið að eiga ráðandi hlut í
þjóðbankanum. Ef menn sam-
eina Islandsbanka og Lands-
banka, eftir að ríkið hefur selt
15% hlut í Landsbankanum, er
ríkið komið í minnihluta í þess-
um sameinaða banka. Því er ég
andvígur. Eg vil einnig benda á að
menn eru búnir að reikna það út,
og þótt ráðherra viðurkenni ekki
að til sé skýrsla um málið, hafa
samt komið tölur úr skýrslunni
sem segja að tæpir tveir milljarð-
ar sparist með því að sameina
þessa tvo stærstu banka. Hvernig
á þá Búnaðarbankinn að keppa
við þennan risa? Það gengur ekki
upp,“ segir Jóhann Ársælsson.
Lög um dreifða eignaraðild
Steingrímur J. Sigfússon, eins og
aðrir þingmenn VG, er á móti söl-
unni á hlut ríkisins í ríkisbönkun-
um. Hann segist telja að það eigi
ekki að hreyfa við eignarhlut ríks-
ins í bönkunum að svo stöddu.
„Fyrst þarf að fá botn í það hvað
menn ætla sér með þennan hlut.
Er vænlegur kostur að huga að
sameiningu Landsbanka og Bún-
aðarbanka? I öðru lagi á hér fyrst
að setja í Iög ákvæði um dreifða
eignaraðild í fjármálastofnunum
áður en menn hrófla frekar við
eignarhlut ríkisins. I þriðja lagi er
ég þeirrar skoðunar að í landinu
eigi að vera einn öflugur þjóð-
banki. Það verður best tryggt með
meirihluta eignaraðild ríkisins.
Augljóslega eru Landsbankinn og
Búnaðarbankinn eðlilegur stofn í
öflugan þjóðbanka," segir Stein-
grímur Jóhann.
Hann segir að huga þurfi að
samkeppninni á bankamarkaðn-
um. En með sameiningu ríkis-
bankanna yrði til minni banki en
ef menn slá saman Landsbanka
og Islandsbanka.
„Það vill nú svo til að talsmenn
Islandsbanka höfðu af því áhyggj-
ur þegar hugmyndin um samein-
ingu ríkisbankanna kom fram fyr-
ir nokkrum árum. Rök þeirra voru
þau að sá banki yrði svo stór á
markaðnum. Það virðist hins veg-
ar ekki halda aftur af mönnum
núna Jvegar viðæður um samein-
ingu Islandsbana og Landsbanka
eru í farvatninu sem yrði enn
stærri banki. En samkeppni verð-
ur að tryggja á markaðnum með
öllum ráðum,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon.
Kristinn H. Gunnarsson:
Ég fæ ekki séð að það séu
nein öfl í gangi sem stefna að því
að ná yfirráðum yfir
stórum banka.
il '
Jóhann Ársælsson:
Tel að ríkið eigi að eiga ráðandi
hlut í stærsta fjármálafyrirtæki
landsins á meðan það á annað
borð á í fjármálafyrirtækjum.
Steingrímur J. Sigfússon: Það vill
nú svo til að talsmenn íslandsbanka
höfðu afþví áhyggjur þegar hug-
myndin um sameiningu ríkisbank-
anna kom fram fyrir nokkrum árum.
Einar Oddur Kristjánsson:
Hins vegar verðum við að gæta
okkar dálítið í umræðunni, ekki
bara um banka, heldur almennt, um
þessar sameiningar.
•Mr.Wp. ^iiv11HIÖjkíí^,rht*iHölá^HíIrj • 'Hyúhlilifíd ft!Hu
‘HffHu
ðiUlfv iríWfHiVi*/• ihiií’SSiS’Wr^', ',rWíiitT->í4ri‘‘flÍífy.,*Híf4<Jr,ii'.F'AHíK-
Hreinn Loftsson:
Markaðsgengi ríkisbankanna hefur
tvöfaldast á rúmu ári og eðlilegt að
ríkið reyni að ná í hluta afþeirri
verðmætaaukningu.
1 t|f—-- -
Sigurður Einarssón: Þarna er um
stóra upphæð að ræða / dreifðu út-
boði og því þarf meiri hvata fyrir
fjárfesta og aðra einstaklinga til að
kaupa þessi bréf.
Markaðsgengið hefur
tvöfaldast
Hreinn Loftsson, formaður einka-
væðingarnefndar bendir á, í til-
efni af gagnrýni sumra þing-
manna um að afsláttur á gengi
bréfanna væri veittur í áskrifarsöl-
unni til almennings, að á rúmlega
einu ári hafi markaðsgengi hluta-
bréfa i bönkunum tveimur nærri
tvöfaldast. Ríkið væri með vænt-
anlegri sölu að ná til sín hluta af
verðmætisaukningu eignar sinnar
í bönkunum. Jafnframt væri al-
menningi gefinn kostur á að taka
þátt í einkavæðingu þessara öfl-
ugu fyrirtækja. Slíkt væri til þess
fallið að auka sparnað og slá á
þenslu um leið og verðmyndun
hlutabréfanna yrði vonandi
traustari þar sem stærri hluti
þeirra yrði í umferð úti á mark-
aðnum.
„Ovarlegt hefði verið að líta ein-
ungis til síðustu viðskipta með
hlutabréf í bönkunum við ákvörð-
un gengisins þar sem miklar
sveiflur hafa verið á markaðsgengi
þeirra að undanförnu. Því var Iit-
ið til viðskipta yfir lengri tíma eða
yfir allt að 30 daga tímabil. Gengi
hlutabréfa í áskriftarsölu verður
u.þ.b. 7% lægra en meðalgengi
hlutabréfa í bönkunum síðustu 7
daga og 9% lægra en meðalgengi
bréfanna síðustu 30 daga,“ segir
Hreinn.
Hreinn segir að einhugur hafi
verið í einkavæðingarnefndinni
um tillögugerðina. Gengisákvörð-
unin styddist við skýr og málefna-
leg sjónarmið. Af hálfu bankanna
hefði einnig komið stuðningur við
hana, til að mynda frá ýmsum sér-
fræðingum á markaðnum. „Til-
gangur útboðsins er að hvetja sem
flesta til að taka þátt. Jafnframt er
lögð áhersla á að fólk eigi ekki Iíta
á fjárfestingu í hlutabréfum sem
möguleika til skyndigróða heldur
sem langtímaljárfestingu. Engu
að síður er þetta mjög góður kost-
ur,“ segir Hreinn.
Gengið hátt, að mati
Kaupþings
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, segir að almennt séð
fagnaði hann einkavæðingu ríkis-
fyrirtækja. Samt fannst honum að
gera hefði mátt hlutina á vandaðri
og skipulagaðri hátt. Leggja ekki
fram frumvarp sem keyrt væri í
gegn á nokkrum dögum í Alþingi.
Sigurður sagðist vera á þeirri
skoðun að gengi bréfanna í út-
boðinu væri hátt.
„Gengið á bönkunum hefur
hæltkað mjög skart og er orðið
nokkuð hátt. Þegar verið er að
selja hlutina í smáskömmtum til
almennings þá hefði verið eðli-
legra að gefa meiri afslátt frá nú-
verandi markaðsgengi bréfanna
en gert er. Þarna er um stóra upp-
hæð að ræða í dreifðu útboði og
því þarf meiri hvata fyrir fjárfesta
og aðra einstaklinga til að kaupa
þessi bréf,“ sagði Sigurður.
Aðspurður bvernig hann teldi
útboðið nú þróast sagði Sigurður
ómögulegt að segja til um. Hann
taldi líklegt að kennitölusöfnun
fari í gang en hvort Kauþþing
myndi taka þátt í því sagðist Sig-
urður ekki geta fullyrt um á þessu
stigi. „Við munum að sjálfsögðu
skoða þann möguleika að taka
þátt, líkt og í öllum útboðum,"
sagði Sigurður Einarsson.
FRETTIR
INNLENT
’&sx&áJ
10 þúsimd á isl.is
Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka og Íslandssíma hafa ríflega
10 þúsund manns skráð sig fyrir ókeypis netáskrift á isl.is. Skráning
hófst fyrir viku þannig að rúmlega þúsund manns á dag hafa kosið að
nýta sér tilboðið. Opnað verður fyrir tengingar á vefnum 10. janúar
næstkomandi.
Síminn leigir af Aco
Samningur hefur verið undirritaður milli Landssímans og Aco um
tímabundið samstarf fyrirtækjanna. I samningnum felst að til ára-
móta mun Síminn leigja Aco innréttingar og aðstöðu í Kringlunni til
að selja tölvubúnað. Samninginn á að endurskoða fjanúar og ef sam-
starfið gengur vel er stefnt að því að auka það og bjóða upp á tölvu-
búnað og lausnir frá Aco hjá fleiri þjónustumiðstöðvum Símans. Aco
hefur þar á boðstólum nokkrar tegundir af PC og Macintosh-tölvum
auk margvíslegs tölvubúnaðar.
Samhentir ráðherrar
Samstarfsráðherr-
ar Norðurlanda
áttu með sér fund í
Reykjavík í vik-
unni. Þar voru
sameiginleg mál-
efni Norðurlanda
til umræðu, upp-
lýsinga- og tækni-
mál samstarfsins
og norræn fjárlög
fyrir árið 2001. Siv
Friðleifsdóttir Iét
af formennsku
samstarfsráðherr- ” MYN°: ÞÖK
anna á fundinum og Marianne Jelved, efnahagsráðherra Danmerkur,
tók við. Samhugur var mikill eins og sést á myndinni. Frá vinstri eru
það Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grænlands, Mari-
anne Jelved, Siv, Jan Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands,
og Högni Hoydal, ráðherra í landsstjórn Færeyja.
Þrír umsækjendiir um Ólafsvíkur-
prestákall
Sr. Friðrik J. Hjartarson, sem gegnt hefur embætti sóknarprests í
Ólafsvíkurprestakalli frá árinu 1987, hefur verið skipaður í embætti
prests í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Þrír umsækjendur
eru um Ólafsvíkurprestakall, þau Auður Inga Einarsdóttir, cand
theol; sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir og Óskar H. Óskarsson, cand
theol. Kirkjumálaráðherra skipar í dag í embætti sóknarpresta til
fimm ára. — GG
Netveitur fá hlutdeild í gjöldum
Landssíminn hefur ákveðið að bjóða netveitum, sem eru í viðskipt-
um hjá fyrirtækinu, samninga um hlutdeild þeirra í símagjöldum
vegna notkunar Netsins. Greidd verður ákveðin upphæð fyrir hverja
mínútu, sem notendur í almenna símakerfinu eru í sambandi við
innhringinúmer viðkomandi netveitu. Þessari ráðstöfun er ætlað að
gera netveitum kleift að Iækka mánaðargjöld sín fyrir netaðgang
mjög verulega og tryggja þannig rekstrargrundvöll fjölda smærri
þjónustufyrirtækja á þessu sviði. Landssíminn gerir ráð fyrir að
samningar við netveitur geti tekið gildi innan tveggja vikna. I tilkynn-
ingu frá Símanum segir að þetta sé liður í heildarendurskoðun á
verðskrám fyrirtækisins og aðlögun þeirra að nýju laga- og sam-
keppnisumhverfi.
María Sigríður á Café
Karólínu
I dag laugardag opnar María Sigríður Jóns-
dóttir málverkasýningu á Café Karolínu í
Listagilinu á Akureyri. María fæddist á Ak-
ureyri 1969. Undanfarin ár hefur hún
búið á Italíu og stundað nám við Accadem-
ia di Belle Arti í Flórens. Verkin eru öll
unnin með olíu á striga. Engin boðskort _ ______
eru send út vegna opnunarinnar en allir
sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir. Sýningin stendur til 31.
desember.
Frjálslyudir vilja sameiuingu
ríhishankanna
Guðjón A. Kristjánsson og Gunnar Ingi Gunnarsson, þingmenn
Frjálslynda flokksins, hafa lagt fýrir Alþingi þingsályktunartillögu
, „um sameiningu ríkisbanka áður eri þéir verða seldir“.
Þeir vilja að Alþingi álykti „að fela ríkisstjórninni að láta kanna
hagkvæmni þcss að sameina ríkisbanka áður en til sölu þeirra kem-
ur til að tryggja þjóðinni hámarksarð af eign sinni". Vísa þeir til þess
að í stefnu ríkisstjórnarinnar komi fram að við sölu ríkisbanka „verði
þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum." Kom-
ið hefur fram opinberlega í viðtölum við stjórnendur banka að þeir
telji að bankar verði sameinaðir þegar ríkið á ekki lengur meirihluta.
„Því er rétt að sameina bankana fyrst til að þjóðin fái hámarksarð af
eign sinni". \\\ ~ HjG
María Sigriður Jónsdóttir,
myndlistarkona.
I