Dagur - 22.12.1999, Síða 1

Dagur - 22.12.1999, Síða 1
Verð í lausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 244. tölublað Afellisdómur yfír rúásstjómtnni Hálaimaaðall hefur verið haunaðiir af stjómvöldiun, ef marka má niðurstöð- ur Þjóðhagsstofnunar. Hinir tekjulægri hafa verið skattpíndir á meðan skattar tekju- hærri hafa lækkað. Samkvæmt samantekt Þjóðhags- stofnunar um tekjur upp úr skattframtölum virðist sem stjórnvöld séu meðvitað að auka bilið á milli þeirra tekjuhæstu og annarra hópa í þjóðfélaginu. Þeir tekjulægri hafa verið skattpíndir og meðan kerfið hefur hyglt þeim ríkari. Undir yfirskyni skattalækkana hafa stjórnvöld undanfarin ár stórum hækkað skattbyrði launa- fólks, nema þeirra allra tekju- hæstu. Skattbyrði þeirra hefur lést um mörg prósentustig. Enda hafa ráðstöfunartekjur tekju- hæstu 10% hjóna eða sambýlis- fólks í landinu hækkað um 130 þús kr. á mánuði að meðaltali, eða um 36% á að- eins tveim árum, 1996 og 1997, í um hálfa milljón á mán- uði. Hækkun þessa hóps er nær tvöfalt meiri en næsta 10% tekjuhóps fyrir neð- an. Má því segja að stjórnvöld hafí með breytingum á skatta- reglum undanfar- inna ára skapað kringum 5 þúsund heimili „hálaunaað- als“ í landinu - með um 1 50 þús. kr. hærri ráðstöfun- artekjur á mánuði en næsti 10% tekjuhópurinn og munaði 90 þús. kr. tveim árum áður og fimm sinnum hærri en þau 10% hjóna sem tekjulægst eru, en sá munur var aðeins fjórfaldur árið 1996. Tölurnar tala sínu máli Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þetta sem fram kemur í samantekt Þjóðhags- stofnunar sé loka- staðfesting á því sem verkalýðshreyf- ingin hefur haldið fram um að skatt- kerfið vinni gegn þeim markmiðum sem verið sé að reyna ná fram við gerð kjarasamninga. Það er að hækka lægstu launin um- fram önnur. „Þetta er augljóst, enda tala tölurnar sínu máli. Þetta er jafnframt rnjög þungur áfellisdómur á stefnu rík- isstjórnarinnar. Sá poki sem verkalýðshreyfingin er að safna í upplýsingum og öðrum áhrifa- völdum í tengslum við gerð kom- andi kjarasamninga er þegar orð- inn margfalt of fullur. Einhver myndi segja eitthvað ef verkalýðs- hreyfingin mundi fara fram á að fá bætur vegna þessa og annað eins t.d. vegna umframhækkana ríkisstarfsmanna, launahækkana ráðherra og þingmanna svo nokk- uð né nefnt. Þessar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun munu bæt- ast í þann þunga hug og þau von- brigði sem félagsmenn aðildarfé- laga ASI verða alltaf fyrir, enda er alltaf verið að níðast á þeim á öll- um stöðum,“ segir Ari. Gunnar Birgisson, þingmaður sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi, segist því miður ekki hafa séð þessa samantekt Þjóð- hagsstofnunar. Hann telur þó fljótt á litið að það þurfi að laga þetta, enda hafa menn ekki áttað sig á því að ástandið sé eins og þar kemur fram. Það er öndvert við það sem hugsandi menn hafa stefnt að, það er að lækka skatt- byrðina hjá þeim tekjulægstu en ekki auka hana. Á sama hátt sé nær lagi að auka skattinn hjá þeim tekjuhæstu. -grh/hei - Sjá fréttaskýringu á bls. 8-9. Tryggingafélögin lánuðu rúmlega tíu milljarda til bílakaupa í fyrra. Lánuðu 24 milLjarða til bílakaupa 1 svari viðskiptaráðherra við fyr- irspurn frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur um fjölda útlána trygg- ingafélaganna til bílakaupa ann- ars vegar og annara Iána hins- vegar kemur fram að árin 1996, 1997 og 1998 lánuðu trygginga- félögin rúma 24 milljarða króna til bílakaupa. Onnur veðlán tryggingafélaganna á þessu þriggja ára tímabili námu 5,4 milljörðum króna. Arið 1996 voru það rúmlega 5,9 milljarðar, tryggingafélögin lánuðu til bílakaupa, árið 1997 voru það rúmlega 8,0 ntilljarðar og í fyrra námu bílalán trygg- ingafélaganna rúmlega 10,0 milljörðum króna. Hér eru ekki inní tölur um lán viðskiptabank- anna til bílakaupa. Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Virkjim samþykkt 'fillaga iðnaðarráðherra um að áfram skyldi haldið með fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir á Fljótsdal var samþykkt á Alþingi í gærkvöld með 39 atkvæðum gegn 20. Tveir greiddu ekki at- kvæði og aðrir voru fjarverandi. Breytingartillögur stjórnarand- stöðu náðu ekki fram að ganga. Hart var deilt um málið á Alþingi í gær og samtal Sivjar Friðleifs- dóttur við norska sendiherrann um Jjetta mál á dögunum. „Ég met stöðu ríkisstjórnarinn- ar eftir þetta miklu veikari en hún var í haust," sagði Stein- grímurj. Sigfússon formaður VG eftir atkvæðagreiðsluna. „Málið hefur verið sýndarmennska frá upphafi og atkvæðagreiðslan styrkir Framsóknarfíokkinn ekki, nema þeim tekst að gera Sjálf- stæðisflokkinn samsekan. Hafa Framsóknarmenn forðað sér út af Iífsháskasvæðinu, en róður þeirra mun þyngjast á síðari stig- 11 m' Sjá bls. 2 og 9. ! 'oLÆL i( bM;, IvSL 1 Ibúd í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund á Akureyri er nánast ónýt og innbú allt eftir eldsvoða um miðjan dag í gær. Reykskemmdir urðu einhverjar í næstu íbúðum en engar vatnsskemmdir og þakkar slökkviliðið það nýjum slökkvibíl með búnaði sem lágmarkar vatnsnotkun. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti, en reykskynjari á stiga- gangi gerði nágrönnum viðvart um eldinn. I íbúðinni bjó móðir með tveimur börnum sínum. mynd: brink 60 milljarðar í önnur lán Ef tekið er mið af því að vísitölu- tjölskyldan á Islandi er 3,8 manns og fjölskyldur í landinu því um 70 þúsund geta menn séð hvað þetta er há upphæð á hverja einustu íjölskyldu í land- inu. A þessu sama tímabili námu útlán og eignaleigusamningar eignaleiguíyrirtækja rúmur 60 milljörðum króna. Þar af til ein- staklinga 18 milljarðar en af- gangurinn til fyrirtækja. - S.DÓR airoi Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.