Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 4
o o o r X Ot tf. '4 7 v. f VI 11 7 4-MIÐVIKUDAGU R 22. DESEMBER 1999 FRÉTTIR -X^MT' Meðal sendlfulltrúa Rauða krossins sem komu heim á árinu er Helga Þórólfsdóttir, sem sést hér taka á móti hjálpargögnum úr flugvél einhvers staðar íAfríku. Helga hefur - eins og margir sendifulltrúar - mikla reynslu af hjálparstörfum, eftir vinnu í Afríku, á Balkanskaga og í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. 30 sendifulltmar Rauða krossins Metfjöldi sendifuUtrúa hefnr farið utan á þessu ári á vegum Rauða kross íslands. Af 30 á þessu ári eru 9 staddir ytra yfir jóla- hátíðina. Hjúkrunarfræð- ingar og fréttamenn eru áberandi í þessum hópi. Rauði kross íslands hefur sent frá sér yfirlit yfir þá sendifulltrúa sem hafa verið sendir utan til hjáiparstarfa í ár. Aldrei áður í sögu félagsins hafa jafn margir farið á einu ári, eða alls 30. Meðal þeirra sem eru að störfum yfir hátíðirnar eru Þorkell Díego, sem stjórnar dreifingu hjálpargagna í fyrr- verandi Júgóslavíu, Kristín Ólafsdóttir, sem starfar að vernd stríðsfanga og al- mennra borgara í Rúanda, Hlín Bald- vinsdóttir, sem stjórnar skrifstofu AI- þjóðasambands Rauðakrossfélaga í Bagdad, Ómar Valdimarsson, sem vinn- ur að upplýsingamálum fyrir félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Suðaustur-Asíu, og Hólmfríður Garð- arsdóttir hjúkrunarfræðingur er í Norð- ur-Kóreu og vinnur að neyðaraðstoð og uppbyggingu heilsugæslu. SendifuIItrúar Rauða kross Islands starfa á vegum Alþjóðasambands Rauðakrossfélaga og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Þeir hafa frá upphafi komið að 205 verkefnum í þágu Al- þjóða Rauða krossins. „Þetta ár hefur einkennst af stórum og óvæntum verkefnum svo sem átök- unum i Kosovo, sem kröfðust skjótra viðbragða hjálparfélaga," segir Sigríður Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Al- þjóðasviðs Rauða kross Islands. Helstu tilflutningar sendifulltrúa Rauða kross íslands undanfarið eru þessir: Eva H. Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Sigrún Vala Björnsdóttir sjúkraþjálfari komu nýlega frá störfum fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Suður- Súdan. Jón Guðni Kristjánsson fréttamaður er nýlega kominn heim frá Albaníu, þar sem hann starfaði sem upplýsingafull- trúi í aðstoð Rauða krossins við flótta- fólkið frá Kosovo. Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður kom nýverið frá störfum í Hondúras. Hún starfaði þar sem upplýsingafulltrúi í aðstoðinni við fórnarlömb fellibylsins Mitch, sem reið yfir landið á síðasta ári. Nýlega kom einnig heim Susan Mart- in viðskiptafræðingur er vann við fjár- málastjórn sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Tibilisi í Georgíu. í síðustu viku kom Sólveig Ólafsdótt- ir upplýsingafulltrúi heim frá Kína þar sem hún var í tengslum við flóðin í Kína og jarðskjálftana í Tævan. Á svæðiun Kúrda 1 írak Og þessir fóru út nú nýlega: Andri Lúthersson blaðamaður fór ný- lega til starfa til Skopje í Makedóníu fyrir Alþjóða Rauða krossinn, sem upp- lýsingafulltrúi vegna átakanna á Balkanskaga. Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræð- ingur fór í byrjun desember til starfa á Austur-Tímor, vegna ástandsins þar. Þar er einnig starfandi annar íslenskur hjúkrunarfræðingur, Hólmfríður Traustadóttir, og verður hún þar til ára- móta. Aslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræð- ingur er nýlega komin heim frá því að stýra berklavarnarverkefni Alþjóða Rauða krossins meðal fanga í Georgíu - og fór nú í byrjun desember til starfa sem heilbrigðisfulltrúi á svæðum Kúrda í Norður-Irak. í pottinum voru memi að tala um skýrslu norska sendiherrans og þau eftir- mæli umhverfisráðherrans, Sivjar Friðleifsdóttur, um að samskipti íslands og Noregs gætu verið í hættu ef Norsk Hydro bakkaði út úr Reyðar- fjarðarálverinu. Pottverjar fóru að velta því fyrir sér hvort sendiherrann hafi nokkuð misskilið ráð- herrann en komust að þeirri niðurstöðu að það gæti bara ekM verið. Siv væri jú hálfnorsk og með tungumál Norðmanna á tæru. Hins vegar þótti pottverjum líMegra að Siv yrði nú múl- bundin af forkólfum ríMsstjómarinnar enn frekar en áður í þessu virkjanamáli en pottverj- ar höfðu teMð eftir því hvað hún færi varlega í öllum ummælum þessa dagana og sæist sjaldan í þingpúltinu. Pottveijar tóku llka eftir því í fréttum í gær hvað Siv gerði lítið úr þessum vangaveltum sendiherrans eftir stuttan fund þeirra á dögunum. Sett var fram sú tilgáta að hér hafi verið á ferðinni ósköp saMaust sivjar- spjall... Siv Friðleifsdóttir. Annars vora pottverjar komnir í jólaskap þennan morguninn og sögðust vera orðnir leiðir á virkjanabrölt- inu á Alþingi. Voru þeir sam- mála Kolbrúnu Halldórsdótt- ur um að mál til komið væri að hætta að tala. Þetta þýddi ekM lengur þar sem knýja ætti ETjótsdalsvirkjun í gegnum þingið, hvað sem tautaði og raulaði. Pottverjar komu með þá tillögu að heiðra ætti Kollu fyrir hreinsMInina. Að viðurkenna það fyrir alþjóð að þetta raus í stjómarandstöðunni væri vita gagnslaust. Lengi lifi lýðræðið, segjum við bara... Kolbrún Halldórs- dóttir. Ónákvæm skýrslu- gerð er lenska Skúli Eggert Þárðarson skattrannsóknarstjóri. Meint tolla- og skattasvik í útflutningi á íslenskum hross- um eru til rannsóknar. Afdrátt- arlausar yfirlýsingar þýsks tollara hafa vakiðundran hér- lendra rannsakenda. - Hvað eru mörg svona hestamúl til rannsóknar hjd ykkur? „Eg vil ekki svara um fjölda mála.“ - Mú rekja upphaf þessara mála hjá ykkur til hefðbundins eftirlits eða bárust kærurfrá einhverjum? „Þetta er samstarfsverkefni Ríkislögreglu- stjóra, Skattrannsóknarstjóra og Ríkistoll- stjóra. Þessi embætti hafa verið í viðræðum um ýmis mál og þá meðal annars um hvort skattskil í útflutningi á hrossum hafi verið í lagi. Einng kom ákveðin fyrirspurn erlendis frá, sem ég vil ekki greina nánar frá, en allt þetta leiðir til þess að þessi embætti fara að ræða saman um þessa hluti. Það má segja að Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hafi stýrt þessu að nokkru leyti, en þeir ásamt Ríkistollstjóra hafa fengið gögn sem við höfum sannreynt hvort séu í Iagi og þannig myndast rannsóknartilefni." - Eru uppi grunsemdir urn einhverja tiltekna tegund af skattalagabrotum um- fram aðrar? „I sjálfu sýr ekki- Þetta jer eins og með annað að rannsóknin beinist að því hvort tekjur vegna útflutnings hafi skilað sér á framtal. I ákveðnum tilvikum hefur það gengið eftir, en í öðrum ekki.“ - Er búið að enduráleggja í einhverjum tilvikum? „Nei, það er ekki svo. Málið er á við- kvæmu stigi og ekki rétt að tjá sig nánar um einstakar rannsóknir." - Er grunur uppi um að þetta séu meint brot sem framin eru af mörgum aðilum með skipulögðum hætti, jafnvel þannig að þau nái yfir alla eða nær alla atvinnu- greinina? „Það er ekkert hægt að segja til um það, í hve miklum mæli menn hafa sammælst um þetta. Enda beinist rannsóknin ekki sérstak- lega að þeim þætti. Það má segja að það hafi verið ákveðin lenska í sambandi við hrossa- málin hér á landi, að menn hafa ekki verið mjög nákvæmir í skýrslugerð. En ég held að menn geri sér alltaf betur og betur grein fyr- uppi á borðinu. Samband milli ríkja er orð- ið svo náið, ekki síst í Evrópu, þannig að annað gengur ekki upp. Brot í einu landi þarf að vísu ekki að þýða að það eigi sér stað brot annars staðar. Einnig eru til dæmi um að menn hafi flutt út hross á lágmarksverði í einhverri óvissu, og síðan hafi viðhótar- greiðslur komið síðar.“ - Þú og menn Ríkislögreglustjóra hafið undrast yfirlýsingagleði þýska tollarans sem kom hingað til lands vegna þessara mála. Hví? „Þetta eru vinnubrögð sem þetta embætti tíðkar ekki, svona yfirlýsingar. I íyrsta lagi þjónar það ekki almennum rannsóknarhags- munum að upplýsa á hvaða stigi rannsókn er. I öðru lagi er þetta mjög ineiðandi gagn- vart þeim sem rejmast ekki með jafn óhreint mjöl í pokahorninu og menn skyldu ætla. í þriðja lagi er meginreglan um að sérhver maður sé saklaus þar til hann er dæmdur sekur. Rannsóknaraðilar hafa einfaldlega ir því, menn sem eru í atvinnurekstri af ekki stöðu að lögum að lýsa því yfir að menn þessu tagi, að hann ,i'i iu .ní'jú: MVohí ‘ 11,(;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.