Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. D E S E M B E R 1999 - S FRÉTTIR Sverðin úr slíðnim vegna Orkuveitu Ardgreiðslur í borgar- sjóö vegna Orkuveit- unniir. Vaxandi gagn- rýni. Viðræður við ná- grannasveitarfélög og borg. Niðurgreiðsla á rekstri borgarsjóðs. Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að leita eftir við- ræðum við nágrannasveitarfélög- in vegna samskipta við Orku- veitu Reykjavíkur vegna arð- greiðslna fyrirtækisins í borgar- sjóð. I framhaldi af því hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar ritað borgarstjóra bréf út af hita- veitusamningi bæjarins við Orkuveituna þar sem óskað er viðræðna um það mál. Þráðurmn tekiim upp Þessi samþykkt bæjarstjórnar var gerð í framhaldi af fyrirspurn sem Lúðvík Geirsson og Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar Iögðu fram á fundi bæjarráðs fyrir skömmu. Þar spurðu þeir bæjarstjóra hvar viðræður bæjaryfirvalda við ráða- menn Reykjavíkurborgar væru staddar um samskipti sveitarfé- Iaganna vegna Hitaveitu Reykja- víkur. Þeir spurðu einnig hvort einhver fundur hefði verið hald- inn um þetta mál með borgaryf- Lúðvík Geirsson. irvöldum og hvenær bæjarstjóri hyggðist taka þessi mál til frekari umræðu. Kemur ekki öðrum við Þetta mál hefur verið í láginni um nokkurt skeið, eða frá því borgin og Hafnarfjarðarbær fengu sitthvort lögfræðiálitið á stöðu sinni í þessu máli í fyrra. Hinsvegar mun vera vaxandi gagnrýni meðal nágrannasveitar- félaganna vegna málsins, en þau telja að með aukinni arðgreiðslu veitunnar í borgarsjóð sé borgin að skattleggja þá í eigin þágu. Borgarstjóri segir að þetta mál hefði einfaldlega dagað uppi síð- an í fyrra. Ingibjörg Sólrún bendir á að Orkuveitan sé í eigu Reykvíkinga þar sem framleidd sé vara og seld á því lægsta verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. sem þekkist hérlendis. Ná- grannasveitarfélögin hafa ákveð- ið að kaupa þá vöru af Orkuveit- unni, enda sé það hagur þeirra. Borgarstjóri segir að öðru leyti sé það einfaldlega málefni borgar- yfirvalda hvernig Orkuveitan sé rekin og hvernig hennar fé sé ráðstafað. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar borgarsjóðs 2000 kom fram að sóttir verða 3 millj- arðar til Orkuveitunnar til við- bótar við einn milljarð í fyrra. Heildarskuldir veitunnar, að frá- töldum lífeyrissjóðsskuldbind- ingum, hafa sextánfaldast frá ár- inu 1994 og m.a. vegna mikilla fjárfestinga á Nesjavöllum og landakaupa á hitasvæðum. Niðurgreiðsla á rekstri Gunnar I. Birgisson, þingmaður Gunnar I. Birgisson. sjálfstæðismanna og bæjarfull- trúi þeirra í Kópavogi, segir að bæjarstjórnin hafi svo sem ekki verið að nudda neitt í þessu máli að undanförnu, hvað sem síðar kann að gerast á nýju ári. Engu að síður sé það á hreinu að Kópavogabúar og íbúar annarra sveitarfélaga sem skipta við Orkuveituna séu að greiða niður reksturinn hjá borginni og það hafa menn verið að gagnrýna. Meðal annars hefur borgin verið að færa niður eigið fé Orkuveit- unnar með arðgreiðslum og skuldsetja fyrirtækið og þær skuldir þarf einhvern tíma að borga. Þá sé Ijóst að í framtíðinni munu taxtar Orkuveitunnar hækka, svo hægt sé að greiða skuldirnar. - GRH Guöni Ágústsson: Gjörningur fyrirrennarans erstaðreynd. Stefna vegna Kambssels „Þetta eru viðbrögð sem ég hef ekkert að athuga við og eru ekki óeðlileg miðað við dóma sem hafa verið að falla að undan- förnu. En þessi gjörningur fyrir- rennara míns er staðreynd og honum j>et ég ekki rift,“ segir Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra, aðspurður um stefnu Jóhanns Einarssonar og Asgeirs Asgeirssonar til ógildingar á sölu jarðadeildar landbúnaðarráðu- neytis á jörðinni Kambssels í Djúpavogshreppi. Guðmundur Bjarnason, fýrir- rennari Guðna, seldi Helga Jenssyni og Atla Arnasyni, eigin- manni fyrrum varaþingsmanns framsóknarflokksins, jörðina á 750 þúsund krónur 6. nóvember á síðasta ári, án auglýsingar, en stefnendur höfðu jörðina á leigu. Málið þykir ekki ólikt dómsmáli jarðanna Brúna og Tjarna, undir Eyjafjöllum. En súsala var ógild í undirrétti og bíður nú afgreiðslu í Hæstarétti. - FÞG Tíu ára nemendur úr 5. bekk E í Melaskóla gengu til fundar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær með þá ósk í farteskinu að 1. janúar árið 2000 verði dagur friðar í Reykjavik Ingibjörg varð við erindinu og lýsti borgarstjórnin þessu yfir á fundi sínum í gær. mynd: eól. Góð færð um allt land Færð er nú víðast góð um landið og nokkuð góðar horfur fyrir næstu daga en breytmgar á færð fara þó að sjálfsögðu nokkuð eft- ir veðrinu. Miðað við veðurspá er þó tilefni til nokkurrar bjartsýni. Víða er orðið lítið um hálku um sunnan- og vestanvert landið. Jeppafært er um Dynjandisheiði en ófært um Hrafnseyrarheiði. Syðri leiðin til Patreksfjarðar er fær en mikil hálka frá Króksfjarð- arnesi til Brjánslækjar. Hálka og hálkublettir eru víða á Norður- og Austurlandi en hálkan er þó á undanhaldi. Auður vegur er frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal en hálkublettir austan Víkur. Að sögn Björns Svavarssonar vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð- inni verður mokað að morgni að- fangadags aðeins framyfir há- degi. Allur mokstur liggur niðri á jóladag en hefðbundinn mokstur á annan dag jóla. Bakvakt verður þó hjá vegaeftirlitinu alla jóla- dagana. - HI RíMð lokar á gamlársdag Ákveðið hefur verið að hafa fjár- hagskerfi ríldssjóðs lokuð á gaml- ársdag. Er það gert til þess að lágmarka vandamál sem geta skapast í tölvukerfum vegna ár- talsins 2000. Á gamlársdag verð- ‘ ilr því hvorki greitt úr ríkissjóði," né tekið við greiðslum, auk þess sem engar tollafgreiðslur verða þann dag. Síðasti greiðsludagur opinberra gjalda og síðasti dagur tollafgreiðslna á þessu ári verður því 30. desember. Afgreiðslur Ríkisféhirðís* isýsltrfnáhfiiéfnhí 1 ætta, Tollstjórans í Reykjavík og Tryggingastofnunar ríkisins verða lokaðar á gamlársdag. Venjubundin starfsemi allra þessara stofnana hefst síðan á ný mánudaginn 3. janúar 2000. - HI i 6i; ,igíU Ut>,jiaq þ'im ,Ác).ynþi ? Flugleiðir selja hlut í Equaut Flugleiðir hafa selt 34% af hlut sínum í alþjóða fjarskiptafélaginu Equant. Sölu- verð bréfanna að frádregnum sölukostn- aði er 430 milljónir króna, sem er beinn hagnaður félagsins og kemur í rekstrar- reikning og efnahagsreikning ársins 1999. - Equant varð til út úr starfsemi SITA, fjarskiptafélags flugfélaga, og er alhliða Ijarskiptafyr- irtæki á alþjóðamarkaði. Hlut SITA í Equant var skipt milli aðildar- flugfélaga SITA í hlutfalli við viðskipti félaganna við SITA árunum 1990 til 1998. Þannig komu liðlega 200 þúsund hlutir í Equant í hlut Flugleiða fyrr á þessu ári. - SBS. Á funmta tug þúsimda undirskrifta ÁTimmta tug þúsunda undirskrifta hafa safnast undanfarna daga í undirskriftarsöfnun Um- hverfisvina til stuðnings kröfunni um lögform- legt mat á umhverfisáhrifum Fljótdalsvirkjunar. Segir í frétt frá Umhverfisvinum að söfnunin hafi tekið kipp síðustu daga sem þeir segja að megi „ ... rekja til vaxandi andúðar almennings á vinnubrögðum Alþingis í þessu þýðingarmikla máli og endurtekinna ábendinga virtra fræði- manna um að Fljótsdalsvirkjun sé óarðbær fram- Jakob Frimann er í k''æmd,“ eins og orðrétt segir. Umhverfisvinir fotystu umhverfisvina. lalda undirsknftarsöfnun smm afram, að minna —— ------- kosti tn loka januar. - SBS. Skattar hækka um 0,03% Staðgreiðsluhlutfall skatta á árinu 2000 verður 38,37%, samanborið við 38,34% á þessu ári og hækkun milli ára verður því 0,03%. Þetta er samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins sem tekur úrskurðar skv. lögum um tekju- og eignarskatt. Á næsta ári verður tekjuskatts- hlutlall 26,41%, sem er hið sama og í ár. Meðalútsvar er skv. ákvörð- unum sveitarstjórnar 11,96%, en þetta hlutfall er 11,93% í ár og hækkunin er því 0,03%. - Sveitarfélög geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til 12,04%. Af 124 sveitarfélögum nota 81 hámarkið, en 34 sveitarfélög eru með útsvar frá 11,60% og upp að hámarkinu. Níu sveitarfélög eru með útsvar Iægra en 11,60% og sex þeirra halda sig jtjliííeyfíjÁgt fágfpá.jjír - sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.