Dagur - 22.12.1999, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
Af fúlnm og andfulum
Egilsstaðabréf III
Uppbygging og þensla hefur ver-
ið í nágrenni Reykjavíkur. Þar er
búið að byggja tvö álver, eina
málmblendiverksmiðju og stál-
bræðsla var starfrækt þar um
tíma. Það ber vott um mikla
sjálfsblekkingu þeirra sem halda
því fram að enginn vilji vinna á
þannig stað, nema því sé haldið
fram gegn betri vitund. Þegar
verið er að byggja stórar verk-
smiðjur á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, er hvergi talað um „nútíma
kolanámur", loft- eða sjónmeng-
un. Það er hvergi talað um sjón-
rnengun af orkuverinu á Nesja-
völlum. Það er heldur ekki talað
um sjónmengun af öllum sumar-
bústöðunum á helgasta reit
Iandsins, Þingvöllum. Það er
ekki talað um sjónmengum af
húsi sem byggt verður á barmi
Almannagjár innan tíðar. Hver
hefur agnúast út í þessar fram-
kvæmdir? Hvar er „Yellow Stone“
íslands betur komið en á Þing-
völlum og næsta nágrenni. Gull-
foss og Geysir eru í næsta ná-
grenni. Þar er sagan samofin
byggð og lýðræði landsins. Þar er
greið leið inn á hálendið að jökl-
um landsins. Þar er fuglalíf og
fagur íjallahringur. Þar er víð-
ernið við fætur fjöldans.
Fúlir ReykvíMngar
Allar framkvæmdir krefjast
fórna, líka í Reykjavík og ná-
grenni, og þegar litið er til fram-
kvæmda á því svæði er rétt að
minna á að Rauðhólar og önnur
náttúruundur hafa ýmist verið
möluð í vegi eða flutt út. Það er
Reykvíkingum því ekki sæmandi,
að vera með fúkyrði í garð Aust-
firðinga, fyrir að vilja sameina
nokkra polla á fenjasvæði, og
nýta orku sem ella gengur óbeisl-
„Hvar er „Yellow Stone“ Islands betur komið en á Þingvöllum og naesta nágrenni. Gullfoss og Geysir eru í næsta nágrenni?" spyr greinarhöfundur m.a.
„Þar er sagan samofin byggð og lýðræði landsins. Þar er greið leið inn á hálendið að jöklunum landsins. Þar er fuglalíf og fagur fjallahringur. Þar er víð-
ernið við fætur fjöldans."
uð til sjávar, engum til gagns.
Það er athyglivert, hve margir
háskólamenntaðir menn eru á
móti framkvæmdum og nýung-
um og telja það vega þyngra,
mánaðarviðdvöl geldgæsa á Eyja-
bökkum árlega, en viðvarandi
búseta Austfirðinga á Austur-
landi. Það er dapurlegt að verða
vitni að málflutningi lækna, hag-
fræðinga og prófessora gegn ný-
sköpun og framþróun, hvort sem
það eru Eyjabakkarnir eða Is-
lensk Erfðagreining. Er Háskóli
Islands að kenna eitthvað sem
ekki er í takt við atvinnulífið í
landinu? Austfirðingar stóðu fyr-
ir því að fiskistofnarnir voru frið-
aðir og hreindýrum var ekki út-
rýmt hér eins og á Reykjanesinu.
Stærsti skógur landsins er á
Austurlandi vegna þess að hann
var friðaður um síðustu aldamót.
Héraðskógaverkefni hefur verið í
gangi í um tíu ár og er fyrirmynd
sh'kra verkefna víða um land. Er
svo sanngjarnt að Austfirðingar
séu nefndir umhverfissóðar af
fólki sem óhreinkar fjörur sínar.
Aiiillulir Austflrdingar
Svo má brýna deigt járn að bíti,
og nú eru Austfirðingar orðnir
verulega svekktir á linnulausum
áróðri gegn búsetuþróun í fjórð-
ungnum og innistöðulausum til-
lögum um að gera „eitthvað ann-
að“ þegar færi gefst að nýta end-
urnýjanlegar vistvænar orkulind-
ir við bæjardyrnar. Rétt er að
vara sérstaklega við „pólitískum
gúmmítékkum" sem Vinstri
Grænir eru að gefa út til lausnar
í atvinnulífinu. I anda Reykvík-
inga er rétt að velta upp
nokkrum áleitnum spurningum
og athugasemdum. Er Reykjavík
höfuðborg allra landsmanna?
Hvers vegna greiða ekki allir
landsmcnn atkvæði um staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar, sem
þjónar landsbyggðinni og er í
höfuðborg okkar, - eða er hún
höfuðborg Reykvíkinga ein-
göngu? Af hverju greiða ekki all-
ir atkvæði um byggingu í Laugar-
dalnum? Reykjavíkurborg fékk
fulltrúa í nefnd um svæðaskipu-
lag hálendisins. Hvers vegna er
enginn af landsbyggðinni í nefnd
um skipulag Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg telur sig eiga
stóran hlut í Landsvirkjun og
lagði m.a. í „púkldð“ Sogsvirkj-
anir, sem byggðar voru fyrir
stríðsbótafé Marshall.
Til allra landsmaima
Nú ætlar Reykjavíkurborg að
nota Sogsvirkjanir sem skipti-
mynt til að losa sig út úr Lands-
virkjun. Hvað eru þeir kallaðir
sem versla með hluti sem þeir
eiga ekki?
BENEIJIKT
VlLIÍjALMS
SON
RAFEINDAVIRKJAMEIST-
ARIA EGILSSTÖÐUM
SKRIFAR
Ég ákæri! Ég ákæri bifreiðainn-
flytjendur. Gylliboðin þeirra um
ekkert út og allt eftir þörfum
hvers og eins. Ég ákæri þá óraun-
sæju „ráðgjöP sem í því felst að
segja við 100 þúsund krónu
manninn að hann geti með góðu
móti keypt glæsibifreið og borgað
60 þúsund á mánuði til viðbótar
við þessi venjulegu fimm þúsund
lýrir sjónvarpið, sex þúsund fyrir
hlutabréfin frá í hittifyrra og átta
þúsund í námslánin...
Ég ákæri raftækjainnflytjend-
ur. Ég ákæri þá fýrir að telja
landslýð trú um að lífið muni
taka enda nema því aðeins að á
hverju heimili finnist fjögur sjón-
vörp, hljómflutningstæki í hverju
herbergi og yfirleitt raftæki til að
Ieysa öll heimilisins vandamál og
allra heimilismanna. Ég ákæri
tölvuinnflytjendur. Ég ákæri þá
fyrir að segja mér á hverju ári,
jafnvel tvisvar á ári, að tölvan
sem ég keypti af þeim íýrir hálfu
eða einu ári sé ómöguleg og úrelt
orðin og því verði ég að fá mér
nýja til að geta haldið áfram að
vera nýtur þegn í samfélagi
manna. Ég ákæri þá sem segja
mér að ég verði að eiga gsm, nmt,
gps og verði að geta notað sms.
Ég ákæri kaupmenn...
Ég ákæri kaupmenn. Ég ákæri þá
innkaupaferðum til útlanda sem
síðan aftur verður til þess að þeir
verða með öllum tiltækum ráð-
um að troða varningi sínum upp
á mig og aðra sem ekkert hafa
með hann að gera. Ég ákæri þá
íýrir það hvernig þeir hamast í
mér þangað til ég trúi því að ég
hreinlega geti ekki annað en
keypt allt milli himins og jarðar
til að höndla hamingjuna.
Ég ákæri auglýsingastofurnar.
Ég ákæri þær íýrir að bera allan
þennan áróður á borð fyrir sak-
lausa og trúgjarna láglaunamenn
eins og mig þannig að ekki verð-
ur rönd við reist og engin rök
virðast ganga gegn því að kaupa,
kaupa, kaupa.
Ég ákæri þá sem láta plata sig
svona eins og smákrakka. Ég
ákæri þá fyrir að eyða eins og
stefnir beint á borgarísjakann. Ég
ákæri þá fyrir að trúa því að til að
geta lifað áfram verði þeir að
kaupa, kaupa, kaupa.
Ég ákæri þá sem sigla þjóðar-
skútunni beint á borgarísjakann
sem þó sést svo vel í radar að
meira að segja ég hef séð hann.
Ég ákæri sjálfan mig...
Síðast en ckki síst: Ég ákæri sjálf-
an mig fyrir að trúa þessu
kjaftæði um beint samband milli
verslunarvarnings og hamingj-
unnar. Ég ákæri sjálfan mig fyrir
að kaupa sjónvarp, hljómflutn-
ingstæki, ryksugu, brauðrist,
straujárn, stofuborð, eldhúsborð
og stóia, rúm, sófasett, farsíma
og bókahillur - á afborgunum
sem ég get ekki staðið við. Ég
ákæri sjálfan mig fyrir að taka
neyslulán í bankanum, seni ég
tók af því að ég gat tekið það. Ég
ákæri sjálfan mig fyrir að langa í
jeppa en fer til vara fram á mild-
un refsingar af því að það er sú
eina kaupæðislöngun sem ég hef
ekki enn látið undan. Ég ákæri
sjálfan mig fyrir að setja stöðug-
leikann í stórhættu.
Ég ákæri þjóðina alla fyrir sukk
og svínarí. Fer þó fram á mildun
refsingar, því við hverju er svo-
sem að búast af þjóð sem ekki
virðist kunna að telja upp að
hundrað og ætlar að halda upp á
alda- og árþúsundamót núna um
áramótin? Hvernig er hægt að
ætlast til að þjóð sem telur sum-
ar aldir hafa aðeins 99 ár og sum
árþúsund aðeins 999 ár geti
reiknað út hvort og hvernig hún
getur staðið við afborganir nokk-
ur ár fram í tímann?
fyrir kaupæðið sem grípur þá í bjánát- á meðan þjóðarskútán