Dagur - 22.12.1999, Page 11

Dagur - 22.12.1999, Page 11
MIDVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 - 11 Tkyptr--------- ■a DAGSKRÁ Signý Pálsdóttir, menningarmála- stjóri Reykjavíkurborgar. Utilistaverk í Reykjavík Menningarmálanefnd Reykja- víkur efndi í haust til sam- keppni um útilistaverk í Reykja- vík. Akveðið var að fyrri hluti samkeppninnar yrði almenn opin hugmyndasamkeppni en seinni hlutinn lokuð verksam- keppni milli þeirra sem dóm- nelnd veldi til þátttöku úr al- mennu hugmyndasamkeppn- inni. Akveðið var að takmarka á engan hátt með hverjum hætti listamennirnir nálguðust við- fangsefni sitt. Stuðst er við sam- keppnisreglur Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Sam- keppnin var öllurn opin. Alls bárust dómnefnd 147 tillögur. Margar góðar og áhugaverðar tillögur bárust. Dómnefnd hef- ur komist að niðurstöðu um val á tillögum til frekari útfærslu og þátttöku í síðari hluta sam- keppninnar. Menningarmálanefnd mun í dag miðvikudaginn 22. desem- ber kl. 17.00. tilkynna hverjir þessir níu höfundar tillagnanna eru. Kynningin á niðurstöðu dómnefndar fer fram í húsnæði Borgarskjalasafns Reykjavíkur að Tryggvagötu 15. Listamenn- irnir verða viðstaddir þegar nið- urstaða dómnefndar verður til- kynnt. ■krossgátan Lárétt: 1 kássa 5 eiginkona 7 hrina 9 flökt 10skraut 12höfuð 14 fljótið 16 gljúfur 17 fuglinn 18 leiði 19jaka Lóðrétt: 1 karlmannsnafn 2 kvenmannsnafn 3 traðk 4 hraði 6 stétt 8 klampanum 11 dregur 13mjúku 15 bleyta í 5 6 7 B 10 ■ ■ >5 mg/ó 13 a 11 -■ Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 brot 5 rímum 7 æsku 9 læ 10skinn 12autt 14aka 16 rói 17 troll 18ham 19agg Lóðrétt: 1 blæs 2 orki 3 tíuna 4 kul 6 mælti 8 skekta 11 nurla 13 tólg 15arm ■gengio Gengisskráning Seölabanka íslands 21. desember 1999 Dollari 72,09 72,49 72,29 Sterlp. 115,88 116,5 116,19 Kan.doll. 48,67 48,99 48,83 Dönsk kr. 9,788 9,844 9,816 Norsk kr. 9,013 9,065 9,039 Sænsk kr. 8,462 8,512 8,487 Finn.mark 12,2312 12,3074 12,2693 Fr. franki 11,0867 11,1557 11,1212 Belg.frank. 1,8028 1,814 1,8084 Sv.franki 45,5 45,74 45,62 Holl.gyll. 33,0005 33,2061 33,1033 Þý. mark 37,1829 37,4145 37,2987 ít.llra 0,03756 0,0378 0,03768 Aust.sch. 5,285 5,318 5,3015 Port.esc. 0,3628 0,365 0,3639 Sp.peseti 0,437 0,4398 0,4384 Jap.jen 0,7051 0,7097 0,7074 írskt pund 92,3399 92,9149 92,6274 GRD 0,22 0,2214 0,2207 XDR 98,89 99,49 99,19 XEU 72,72 73,18 72,95 iiiölMf/smh:! FRÉTTIR Slæmar horfur í sölu á loðnu Misinuiiuriim eða tapið á milli hráefnis- verðs og verðinu á uimum afurðum hef- ur vaxið. Fréttir um aukinn loðnukvóta (435.000 tonn) í Barentshafi á næsta ári hafa vitaskuld spurst til Japan og þykir mönnum þar þetta mikil aukning á einu bretti. Heildarmagnið af loðnu í Japan í ár er talið hafa numið 56.000 tonnum. Þar af voru flutt inn 9.000 tonn frá íslandi, 22.000 tonn frá Noregi, 6.000 tonn frá Nýfundnalandi en af- gangurinn er birgðir sem fluttar voru á milli ára. í venjulegu ári neyta Japanir um 30.000 tonna af loðnu þannig að gera má ráð fyrir að kringum 26.000 tonn af Ioðnu séu til í Japan og færist sú loðna yfir á næsta ár. Mikið framboð af hráefni hefur orðið til þess að verðið hefur lækkað á unninni loðnu til neytenda. Norska loðnan sem flutt var til Japans er yfirleitt stór (um 90% af henni er stór loðna eða 50 stykki í kílóinu). Norsk loðna í stærðarflokknum 46 til 50 stykki í kílóinu seldist á 278 jen f neyt- endabökkum með tólf loðnum í júnf í sumar en samkeppnin hef- ur verið mikil og verð hefur fall- ið og nú seljast þessar sömu pakkningar á 210 til 220 jen. Sala á norskri Ioðnu á tiltölulega Iágu verði hefur haft vfðtæk áhrif á markaðinn og þar með á sölu á íslenskri loðnu og loðnu frá Nýfundnalandi. Og mismun- urinn eða tapið á milli hráefnis- verðs og verðsins á unnum af- urðum hefur vaxið. Japanskir framleiðendur fullyrða að þeir hafi einungis þörf fyrir um 1 5.000 tonn af loðnu á næsta ári í mesta lagi. Eftirspurn eftir loðnu frá íslandi og Nýfundna- landi virðist þvf vera mjög lítil enda von á miklu framboði af norsku loðnunni eftir áramótin. Þó er vitað að sumir innflytjend- ur eru tilbúnir að kaupa eitthvað umfram það sem framleiðendur þarfnast eingöngu til þess að halda góðu sambandi við birgj- ana í viðkomandi landi. — GG Hlutahréfasala fyrir 37 milllarða Hlutabréfavelta á Verðbréfaþingi 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Sprenging hefur orðið í hlutabréfaviðskiptum á árinu. Algjör sprenging hef- ur orðið á hlutahréfa- markaðnum á þessu ári. Viðskipti með hlutabréf í við- skiptakerfi Verðbréfaþings á þessu ári eru eru orðin tæpir 37,2 milljarðar króna, sem er meira en samanlögð velta allra fyrri ára síðan þingið hóf starf- semi. Þann 21. júní síðastliðinn voru viðskiptin þegar orðin meiri á einu ári en nokkru sinni áður. Viðskipti á Verðbréfaþingi með hlutabréf hófust árið 1991 og eins og sést á meðfylgjandi grafi hefur þróunin tekið stökkbreyt- ingum. Frá árinu 1991 til 1994 aukast hlutabréfaviðskiptin um 26 þúsund prósent! Jafnt og þétt aukast viðskiptin til ársins 1997, þegar þau námu 13,3 milljörð- um króna. Síðan dragast þau saman um 4% í fyrra og lækka niður í 12,7 milljarða. Hluta- bréfasprengjan verður svo á þessu ári og stefnir í að þau nálgist 40 milljarða þegar árið er liðið. Á árunum 1991-1998 námu hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi 37.141,5 milljónum króna og fyrir helgina náðu viðskipti þessa árs að toppa þá tölu nieð 37.176,0 milljóna króna við- skiptum. — BJB Fossberg flytur GJ Fossberg vélaverslun er þessa dagana að flytja frá Skúlagötu í nýtt og glæsilegt húsnæði að Sy^urlandsbraut 14 í Reykjavík, þar sem Bifreiðar & Landbúnað- arvélar voru í eina tíð. Um leið verður nafni fyrirtækisins breytt og það stytt í Fossberg. Fyrirtæk-. ið hefur þjónustað fslenskan málmiðnað samfleytt síðan 1927 eða í 72 ár. Opnað verður í nýju húsnæ.ðí; tpilli jóla og nýárs. illJluBj illtli I InlDlnll til.J QI ni 3(j ? 0 Lífci, ILHKFflAG AKIfRPYRARI Miðasala: 462-1400 mLESS JOLAFRUMSYNING -eftir Arnmund Backman. Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Tryggvason, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Maria Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Siguröur Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórhallur Guðmundsson, Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlin Agnarsdóttir þriðjud. 28. des. kl. 20.00 miðvikud. 29. des. kl. 20.00 fimmtud. 30. des. kl. 20.00 í!/ GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg jólagjöf Gleðileg jól! |Lil. ill jIuBiiif5tiiMuJiiilL-ll.li IELldLT3í~H'.l,:H,,l,l;l ?6)látel,rBð IIIIKFU.Afi AKIIDIVPAB Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.