Dagur - 28.01.2000, Síða 2

Dagur - 28.01.2000, Síða 2
2 - FÖSTUDAGUR 28. J ANÚAR 20 0 0 rDMftr FRÉTTIR Launahækkun til þingmanna Formaður Hlífar í Hafnarfirði efast um að þingmenn hafi gert sér grein fyrir því að þeir fengu heiminginn af launakröfum Flóabandalagsins í sjálf- virkri launahækkun um áramótin. Þmgmenn fengu 3% hækkun um áramót- in. Tæpar 9 þúsund á mánuði. Hátt í 50% af kröfu Flóabanda- lagsins. Þingmannalaunin hækkuðu um 3% um nýliðin áramót, eða um tæpar 9 þúsund krónur. Þing- farakaupið er því rétt um 304 þúsund krónur á mánuði. Sig- urður T. Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, segir að á sama tíma og verið sé að óskapast yfir því að lægstu kauptaxtar félagsmanna í félögum sem standa að Flóa- bandalaginu hækki úr 70-91 þúsund, séu þingmenn að fá hátt í 50% af því í sjálfvirkum launa- hækkunum. Hann efast um að þingmenn geri sér grein fyrir því sjálfir. Kjaradómur I röksemdum fyrir kröfugerðum samninganefndar Verkamanna- sambands Islands, VMSÍ, og Landssambands iðnverkafólks, LI, annars vegar og hins vegar þeirra félaga sem standa að Flóa- bandalaginu vegna komandi kjarasamninga er m.a. vitnað til þcirra launahækkana sem kjara- dómur úrskurðaði æðstu emb- ættismönnum þjóðarinnar sl. sumar. Þar hækl<uðu margir um tugi prósenta. Síðan þá hefur þessi hópur hækkað í launum frá sl. áramótum um 3%. Aftur á móti hafa Iaun verkafólks á al- mennum markaði ekki hækkað á annað ár, en samningar þeirra renna úr gildi um miðjan næsta mánuð. í fylgiskjali með kröfu- gerð VMSI og LI eru birtar þær launahækkanir á mánuði sein kjaradómur úrskurðaði í sumar og var kunngerður strax eftir þingkosningarnar. Sá listi fylgir hér með fréttinni. -GRH Forseti íslands 129.950 Forsætisráðherra 133.521 Ráðherrar 121.483 Þingmenn 66.796 Forseti Hæstaréttar 72.310 Hæstaréttardómarar 63.256 Ríkissaksóknari 63.256 Ríkissáttasemjari 43.773 Ríkisendurskoðandi 68.775 Biskup Islands 53.988 Dómstjóri Héraðsd. Rvík. 62.358 Dómstjórar aðrir 58.380 Héraðsdómarar 50.572 Umboðsmaður barna 47.748 Meira framboð en eftirspum Vegna offramboðs Iældiaði ál- verð verulega frá 1995 til 1998, en hefur aftur farið hækkandi síðustu mánuðina. 1 ársbyrjun var það orðið 34% bærra en í janúar 1999 - en þá var það líka með því Iægsta sem gerðist á áratugnum. „A undanförnum árum hefur heimsframboð á áli vaxið hraðar en eftirspurnin með þeim afleið- ingum að verð hefur farið lækk- andi,“ segir í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Þannig hefur framboð aukist að jafnaði um 5% á ári 1996-1998, en eftir- spurnin aðeins um tæp 2%. Þessi þróun snérist við 1999 og álverðið hoppaði upp á við í kringum 1.650 USD á tonn í ársbyrjun 2000 úr um 1.200 dollurum ári áður. Álverð rokk- aði gífurlega á fyrri hluta tíunda áratugarins, eða á milli 1.100 og 2.100 dollara. Það var í toppi í janúar 1995 en síðan oftast nið- ur á við þar til í fyrra. -HEI Veftorg á Netinu Sex fyrirtæki hafa stofnað með sér félagið Veftorg hf., sem ætlað er að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum og þróa viðskipti með vörur og þjónustu á Netinu. Martha Eiríksdóttir hefur ver- ið ráðin framkvæmdastjóri lyrirtækisins og er áformað að það hefji starfsemi á Netinu innan skamms. Að Veftorgi standa Landssíminn, Morg- unblaðið, Flugleiðir, Islandsbanki, Landsbankinn Martha °8 Sjóvá-Almennar. Hlutafé fyrirtækisins er 100 Eiríksdóttir. milljónir króna. WAP-símar eru nýjasta æðið á tæknimarkaðnum. Strlk.is á vappi Netþjónusta á Striki.is er orðin aðgengileg þcim farsímanotendum sem eru með svokallaða WAP-síma. Þeir sem hafa skráð sig inn á Strikið geta þannig meðal annars náð í og lesið tölvupóst og fylgst með gengi hlutabréfa og gjaldmiðla. Það var Asgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Islandsnets, sem opnaði þessa þjónustu á ráð- stefnu Islandssíma um WAP tækni á Hótel Loftleiðum í fyrradag. Á allra næstu dögum verður WAP þjónusta Striksins aukin enn frekar, að því er segir í tilkynningu frá Íslandssíma,meðal annars með því að bjóða þjónustu banka og fyrirtækja á borð við Gulu línuna, Tal og fleiri. Fjármál stjórnmála- flokka fari á Netið Pétur Blöndal viH ad fjármál flokkaima verði galopin og að- gengileg á Netinu. Jd- haima Sigurðardóttir segir audstöðu Sjálf- stæðisflokks við lög og reglur um fjármál stj ómmálaflokkanna vekja tortryggni. Fjármál stjórnmálaflokkanna hér á landi hafa aldrei lotið neinum sérstökum lögum eða reglum. Sumir flokkanna hafa sfn fjármál opin eins og Alþýðubandalagið, Frjálslyndi flokkurinn og VG. Aðrir, eins og til að mynda Sjálf- stæðisflokkurinn, ríkasti og stærsti flokkur landsins, er með sín fjármál lokuð. Hinsvegar'vill Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, galopna fjármál flokkanna fyrir almenningi. Hann segist alltaf hafa verið tals- maður þess að fjármál þeirra séu sem opnust. „Eg vil að þau líggi alveg á borðinu og hef meira að segja lagt til að þau verði öllum opin á Netinu," sagði Pétur Blöndal. Umræða um fjármál flokkanna hefur nú enn komið upp á yfir- borðið í umræðunni vegna þess hrikalega fjármálahneykslis sem upp er komið hjá Kristilegum demókrötum í Þýskalandi. Jó- hanna Sigurðardóttir alþingis- maður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í fímm ár um þetta mál en það hefur aldrei fengist af- greitt. Síðast lagði hún fram frumvarp um málið í haust. Þá hefur starfað nefnd sem Davíð Oddsson skipaði fyrir 6 árum til að koma með tillögur um hvern- ig skuli farið opinberlega með fjármál stjórnmálaflokkanna. Nefndin hefur engu skilað. Veldur íortryggni „Það er með ólíkindum hve lengi stjórnmálaflokkarnir hafa komist upp með að setja ekki löggjöf um fjárreiður sínar og það er aðal- lega Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur dregið lappirnar í því máli og það vekur auðvitað tortryggni. Öll sú leynd sem verið hefur um stjórnmál flokkanna skapar trún- aðarbrest milli fólksins í Iandinu og stjórnmálaflokkanna. Eg tel að sá trúnaðarbrestur muni verða enn meiri nú eftir fjár- málaspillinguna sem skekur Þýskaland," segir Jóhanna Sig- urðardóttir. Hún segist ætla að mæla fyrir Irumvarpi sínu um lög um Ijármál stjómmálaílokkanna, fljódega eftir að þing kemur saman í næstu viku. Löngu tíniabært Margrét Frímannsdóttir tekur undir með þeim sem setja vilja lög um fjármál stjórnmálaflokk- anna; Hún segir að það sé löngu tímabært að það liggi ljóst fyrir hvernig farið sé með styrki til flokkanna bæði frá fyrirtækjum og almenningi og alveg sérstak- Iega styrki frá fyrirtækjunum. „Eg lýsti því yfir í síðustu kosn- ingabaráttu að ég vildi að það lægi ljóst fyrir hverjir styrktu stjórnmálaflokkanna og við það stend ég,“ segir Margrét. Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að margar tilraunir hefðu verið gerðar til að setja reglur um fjár- mál flokkanna. Hann segir að aldrei hafi náðst samstaða um slíkar reglur, sem sér þætti alveg sjálfsagt að væru til. -S.DÓR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.