Dagur - 28.01.2000, Side 4

Dagur - 28.01.2000, Side 4
4 — FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 FRÉTTIR 20% fæm legurými á Landsspítalaiiujn Skráðum riíimun á legu- deildum ROdsspítala fækk aði um 200 eða um 20% milli 1991 og 1998. Skráðum sjúkrarúmum á legudeildum Ríkisspftala fækkaði jafnt og þétt um alls 200 rúm, eða iim 20%, á umliðn- um áratug, það er úr 1.015 árið 1991 niður í 813 árið 1998. Þetta kemur fram í ársskýrslum spítalanna. Legu- dögum fækkaði að vonum í leiðinni. Innlögnum á Iegudeildirnar fækkaði hins vegar aðeins um 5%, það er í 20.900, svo hver og einn Iá að jafnaði mun skemur. Meðallegutími á deild- um, sem var 1 5 dagar í byrjun áratug- arins, styttist því jafnt og þétt og var aðeins orðinn 1,8 dagar árin 1997 og 1998. Þriðjungi fleiri sjiítór í færri rimium A hinn bóginn íjölgaði rúmum á dag- deildum nokkuð eftir 1994. Alls fækkaði því skráðum sjúkrarúmum úr 1.110 í rúmlega 930 á þessum sjö árum, eða um 16%. Dagvistarsjúklingum fjölgaði þó miklu meira en rúmunun, eða nær tvö- falt og bráðainnlagnir tvöfölduðust ein- nig. Allt í allt íjölgaði legum, það er inn- lögðum sjúklingum, um þriðjungá tíma- bilinu, úr 36 þúsund í 48 þúsund. Eru þá meðtaldir um 2.900 nýburar ár hvert. Mikil fækkun varð þó á heildarfjölda legudaga, eða um 20%. Flestir voru þeir 1992 um 400.600 en fór síðan fækkandi og langmest árin 1997 og 1998 þegar 322 þúsund legudagar voru skráðir hjá Ríkisspítölum. Fjórðungs laimaliækkun Rekstrarkostnaður Ríkisspítalanna var rösklega 10 milljarðar króna árið 1998 og hækkaði um 20% frá árinu áður. Þar af fóru um 7 milljarðar f launa- kostnað, sem hækkaði um nær 1,4 milljarða eða 24% milli ára, og þó er gífurleg hækkun lífeyrisskuldbindinga á árinu ekki meðtalin. Hlutfall launa- kostnaðar af rekstrargjöldum hækkaði í 68% árið 1998 en þetta hlutfall var 62 til 64% á árunum 1990 til 1996. Þessi hlutfallslega hækkun samsvaraði á bilinu 1,1 til 1,4 milljörðum króna í fyrra, og er þá miðað við að launa- kostnaðurinn hefði hækkað í takt við annan rekstrarkostnað spftalanna. Ársverkum á Ríkisspítölunum hafði þó heldur fækkað milli ára og voru 2.550 árið 1998. Breytingar virðast þó ekki mjög miklar frá ári til árs því árin 1993 til 1996 voru stöðugildi á milli 2.620 og 2.520 á ári. Um 32 þúsutid kr. á dag Sé legudögunum deilt í heildarkostnað verður útkoman 32 þús. kr. á legudag, en tvær deildir skera sig mjög úr. Á handlækningadeild, það er skurðdeild, virðist meðalkostnaður tvöfalt meiri eða um 63 þús. kr., en nær helmingi minni á geðdeildunum 18.600 kr. Rekstur Ríkisspítala, sem kostar rúmlega 150 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, er tæpur helmingur af rekstrarkostnaði allra sjúkrahúsa í landinu, en fjórðungur af heildarútgjöldum hins opinbera renn- ur til heilbrigðismála, sem voru rúm- lega 40 milljarðar árið 1988. -HEl FRÉTTA VIÐTALID Pottverjum létti er þeir upp- götvuðu að hamförunum í Króatíu væri loksins að ljúka. Þessir strákar, sem eitt sinn voru „okkar“, eru nú orðnir aö athlægi um allt land, og þótt víðar væri leitað. Flestir eru þeir atvinnumenn í Þýskalandi og prísa sig senni- lega sæla fýrir að þurfa ekki að koma heim til íslands með skottió á milli lappanna. Rafvirkinn Þorbjöm Jensson þarf hins vegar að koma heim, hvort sem honum líkar betur eða verr, og töldu pott- verjar t.d. ólíklegt að hann fengi þjálfaratilboð frá Þýskalandi eftir að hafa sagt að þar færi fram „bullþjálfun"... Vegna fyrri umfjöllunar í vik- unni um sönghæfileika Guð- laugs Tryggva Karlssonar, liag- fræðings og uppeldisbróðurs Álftagerðisbræðra, fengu pott- verjar viðbótarupplýsingar um kappann. Hann var nefni- lega ekkert slor, söngskólinn í Evrópu sem Guðlaugi stóð til hoða þegar Sigurður Dementz var að reyna að lokka hann út til söngnáms og frekari frama á listasviðinu. Þetta var hinn rómaði og ítalski skóli, Academia di Sancta Cecilia í Róm. Pottverjar vora einnig minntir á það að Guðlaugur hefur stjómað fjöldasöng á að minnsta kosti tveim- ur landsmótum hestamanna sem haldin hafa verið á Vindheimamelum í Skagafirði, svo ekki sé minnst á hópsöng við réttarvegginn í Lauf- skálarétt. Taugar Guðlaugs liggja norður og pottverjar bíða spenntir eftir því hvenær hann treður næst upp með söngbræðram sínum... Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Benedikt Hjaltason, bóudi að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit KEA hefursamið við mjólk- urframleéendur á Norðurlandi eystra um alltað 34% hlut hænda í hlutafélagi um rekst- urmjólkursamlaganna áAk- ureyri og Húsavík. Sáttnr þótt ekki næðist meirihluti Benedikt Hjaltason, bóndi að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, er með 495 þúsund lítra mjólkurkvóta og er þar mcð stærsti mjólkur- framleiðandi landsins. Hcildarframleiðslan í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum er um 26 millj- ónir lítra. Benedikt er með 104 mjólkandi kýr sem stendur en alls 134 mjólkurkýr. Benedikt er einn þeírra bænda sem gerðu kröfu um að bændur eignuðust meirihluta í mjólkursam- lögunum. - En er hnnn sáttur við þessi málalok? „Eg er sáttur við þetta í heild sinni en það eru ýmis smáatriði sem gætu staðið eitthvað í manni, eins og t.d. hvernig verðið er fundið og hvernig við bændur megum kaupa restina. Það er söíuskylda hjá kaupfélaginu ef við vilj- um kaupa meirihlutann í lyrirtækinu en ég hef ekki séð útfærsluna á því hvernig á að meta fyrirtækið ef til kaupa kemur. Það er miklu sterkara bæði fyrir okkur bændur og eins fýrirtækið að mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík skuli vera sameinuð undir einum hatti en ég á von á að verkefni samlagsins á Húsavík verði mun sérhæfðari í framtíðinni." - Ntí hafa sumir bændur sagt að þeir sætti sig ekki við að ná eliki meirihluta ífélaginu, muni ekki sltrifa undir biiulandi viðskipta- samninga og jafnvel leggja mjólkina inn annars staðar og leita réttar síns með mála- ferlum. Attu von á því að það verði eitthvað um það? „Við verðum að sætta okkur við það að við erum búnir að spila þetta út úr Kóndunum á okkur. Mjólkurinnleggjendur á þessu svæði eiga ekkert mjólkursamlag meðan kollegar okkar á Suðurlandi og Vesturlandi eru með fyrirtæki sem er með eigið fé upp á um 4 milljarða króna. Við erum búnir að láta kaup- félagið hafa okkur að féþúfu í 70 ár svo 34% eign er ásættanlegt til að byrja með, en engu að síður gremjulegt. Það er búið að sólunda arðinum af þessari mjólkurvinnslu í kaupfé- lagshítina og til viðbótar mun KEA skerða eig- ið fé mjólkursamlagsins um 500 milljónir ltróna. Bændur hafa engan arð haft þennan tíma að undanskildum tveimur síðustu árum en þá var KEA nauðbeygt til þess vegna þess að afurðastöðvarinar fyrir sunnan borga yfir- verð.“ - Framleiðendasamvinnufélag kúabænda í Eyjafirði og Þingeyjarsjslum mun eignast allt að 34% t félaginu gegn þvt að leggja fram bindandi viðskiptasamninga fyrir 1. ágúst nk. um a.m.k. 99% af þeirri mjólk semframleidd er á svæðinu. Fyrir hvert pró- senttislig sem eltki ttæsl samkomulag um minnkar eignaraðild bænda um 1%. Teltst að ná þessum 99%7 „Við höfum enga vissu um það en vonum það besta. Þetta skiptir ekki bara okkur bænd- ur máli heldur einnig starfsmenn fyrirtækis- ins og þjónustuaðila á Al<ureyTÍ. Neytendur hafa frekar óhag af því að málið skyldi vera komið svona og þessi fjármunir teknir úr rekstri samlagsins. Bændur hjá Mjólursam- sölunni eiga innistæður eins og arðurinn af innistæðunni er að greiða yfirverðið á mjólk- inni þar. Þar eru uppsafnaðar eignir og Ijár- magnstekjur sem gera það að verkum að bændur eru að fá hærra verð. Þar eru bænd- ur að njóta arðsins af því að fyrirtækið er vel rekið og þeir hafa átt það alla tíð. Þess höfum við ekki notið hér en ef arðurinn væri ekl<i færður frá okkur væri hægt að greiða okkur einnar króna hærra verð fyrir mjólkina." GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.