Dagur - 28.01.2000, Qupperneq 6

Dagur - 28.01.2000, Qupperneq 6
6 -FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 Om?u- ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Aöstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.ls Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(k)563-1615 Amundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVÍK) Vofa nasismans í fyrsta lagi Hinir hefðbundnu hægri flokkar eru fylgislitlir og rúnir trausti í mörgum Evrópuríkjum. Þannig gengur breska íhaldsflokkn- um ekkert að rétta úr kútnum eftir áfallið í síðustu kosning- um. Kristilegir demókratar, sem víða voru pólitískt stórveldi á kaldastríðstímanum, eru víða í miklum vandræðum, nú síðast í Þýskalandi þar sem afhjúpuð hefur verið djúptæk og víðtæk spilling flokksforystunnar mörg undanfarin ár. Afallið fyrir þann íhaldsflokk er mikið og óvíst hvort eða hvernig honum tekst að ávinna sér traust almennings á ný. 1 öðru lagi I einstaka ríkjum Evrópu hefur gjaldþrot íhaldsmanna haft í för með sér eflingu öfgaflokka til hægri. Hvergi þó eins og í Austurríki þar sem íhaldsmenn virðast nú ætla að leiða hægriöfgaflokk Jörg Haiders í valdastólana. Stjórnarkreppa hefur verið í landinu síðustu mánuði, en þar berjast þrír nokkurn veginn jafn stórir flokkar um völdin. Jafnaðarmenn og íhaldsmenn hafa hin síðari ár starfað saman í ríkisstjórn, en nú hafna íhaldsmenn að halda því áfram. Þeir stefna þess í stað að myndun hægrisinnuðustu stjórn í Evrópu með þátt- töku stjórnmálaforingja sem hefur aldrei leynt aðdáun sinni á Adolf Hitler og glæpagengi hans sem lagði ekki aðeins Þýska- land heldur mikinn hluta Evrópu í rúst í valdatíð sinni. í þriðja lagi Þótt Jörg Haider hafi síðustu vikurnar reynt að afsaka lofssam- leg ummæli sín um Adolf Hitler og sýna þannig að honum sé treystandi, verður að líta á þá hegðan sem tækifærissinnaða gjörð sem á að auka líkurnar á því að hann komist í ráðherra- stól. Leiðtogi íhaldsmanna segir umheiminum að hafa engar áhyggjur; hann sé maður til að ráða við Haider. Einmitt það sama sögðu þýskir íhaldsmenn um Adolf Hitler á sínum tíma, og allir vita hvílík sjálfsblekking var þar á ferðinni. Með Haider við völdin mun Austurríki vinna það pólitíska skemmdarverk að magna fram á svið evrópska stjórnmála óhugnanlega vofu nasismans. Elías Snæland Jónsson Þögniun þj óðþnfakonur Það hefur löngum verið vitað að konur eru minni fjölmiðla- matur en karlar og hlutur. þeirra heldur rýr í þeim efn- um. Þetta kom m.a. fram í niðurstöðum könnunar á konum og fjölmiðlum sem kynnt var nýverið á ráðstefnu Kvenréttindafélags Islands um kynjaveröld kynjanna. Þar kom m.a. fram að 70% allra þeirra sem koma fram í sjónvarpi eru karlar og aðeins 30% konur. Og sömuleiðis er umfjöllun dag- blaðanna um konur heldur slæleg og körlum Jiar meira hampað. Á ráðstefnunni var haft eftir Þorgerði K. Gunnarsdóttur fyrrverandi handknattleiksdómara (sem var umtöluð sem slík í fjöl- miðlum) og núverandi alþing- ismanni (sem nú er umtöluð sem slík í fjölmiðlum), að „auðveldasta leiðin til að ná athygli blaðanna er að vera ung, kvikmyndastjarna eða dauð eða allt í senn.“ Þögli meiriMut- inu Garri starfaði í mörg ár sem blaðamaður og var ekki síst í „mjúku“ fréttunum. Hann tók hinsvegar aldrei viðtal við kvikmyndastjörnu, talaði aldrei við dauða konu (þó miðlar hafi annað veifið verið viðmælendur hans) og hann forðaðíst viðtöl við ungar kon- ur af því að þær höfðu fátt upplifað og því lítið að segja. Hinsvegar falaðist hann oft eftir viðtölum við eldri konur sem margt höfðu séð og lifað V og voru sannkallaðar hetjur og mikilmenni. Og viðbrögðin kvennana oftar en ekki þessi: „Eg hef nú eiginlega ekki frá neinu að segja væni minn.“ Ómerkilegustu karlhlunkar, landeyður og aumingjar voru afturámóti alltaf tilbúnir í við- töl og töldu sig hafa frá nógu að segja frá viðburðarríkri ævi. Konur geta sem sé sjálfum sér um kennt, a.m.k. að hluta, að dómi Garra, fyrir það hve hlutur þeirra er rýr í fjölmiðlum. En þarf endilega að tala um þetta sem eitthvað neikvætt? Engar fréttir eru góðar fréttir, stendur þar. Sport eöa list? Það kom líka fram í þessari könnum á konum og fjölmiðl- um að hlutur kvenna í íþróttaþáttum fjölmiðlanna er aðeins 8%. En hlutur þeirra í umfjöllun um menningu og listir er hinsvegar 55%. Er þetta neikvætt fyrir konur? Hvort vilja þær heldur láta fjalla um sig sem heilarýra og spriklandi sportidjóta eða skapandi listamenn og menn- ingarvita? Niðurstöður könnunarinn- ar sýna einmitt að konur eiga að fagna rýrri fjölmiðlaum- fjöllun um sig og sín málefni. Því hún staðfestir líka það sem löngu var vitað; að konur hafa sig lítið í frammi á glæpabrautinni, þær koma sjaldan nálægt gjaldþrotum oe misheppnuðum rekstri. GAItRI Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Hann var ekki á neinu gráu svæði, pilturinn í 10-11 búðinni sem greip pepsíflösku á vinnu- stað sínum á leið í kaffi. Hann ætlaði að láta aurinn í kassann eftir kaffitímann. Hann var stað- inn að verki og látinn fjúka á stundinni. Það er ekkert leyndarmál að skattsvikarar stela nokkrum millj- örðum á ári hverju. Ráðherrar hafa staðið í pontu á Alþingi og kvartað yfir ósómanum. Það er heldur ekkert leyndarmál, að verulegur hluti þýfisins er undan- dráttur vegna virðisaukaskatts. Það mun ekki vera kurteisi að gruna kaupmenn um að eiga þar einhvern hlut að máli. Þegar upp kemst um einhvern skattaþjófinn eru viðurlögin að láta hann skila jjýlinu og lítið annað. Hins vegar munu þess fá dæmi að verslunar- Ieyfi sé tekið af nokkrum manni eða að virðisaukaskattsþjófur sé látinn gjalda jiess í starfi sínu að hann hafi brotið eitthvað af sér. Hvenær stelur maður pepsí...? 1 skjóli RÍKISINS Þeir sem vinna í bönkum og fjár- málafyritækjum starfa á víðlendu dökkgráu svæði. Þeir sem ein- hvers mega sín í þeim atvinnu- greinum stunda margir hverjir mismunandi víðtæk innherjavið- skipti. Þeir nota að- stöðu sína og skort á lagafyrirmælum til að auðgast á miður viðkunnan- legan hátt. Þar sem ríkið sjálft stundar víð- tæk verðbréfavið- skipti og hluta- bréfabrask í gegn- um fyrirtæki sín og peningastofnanir heldur það vernd- arhendi sinni yfir starfsfólkinu á dökkgráa svæðinu og þykir ekk- ert athugavert við gróðabrallið, fremur en bankastjórunum sem aldrei hafa tekið eftir hugtakinu siðgæðí. Enda vill svo til að þeg- ar ríkisbankar eru einkavina- væddir sitja bankastjórar gjarnan uppi með dágóða hlutabréfaeign upp á rússneskan móð. Það er auðvitað í stíl við það, að verið er að breyta Sovét-Is- landi í Jeltsín-Rússland. Átæru Heiðarleiki er af- stætt hugtak eins og ófrómleiki er raunar líka. Seint verður svarað spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Hann vissi ekki einu sinní sjálfur hvort hann hafði drepið böðulinn eða ekki, hvað þá aðrir. En það er alveg á tæru hvenær ungur starfsmaður í verslun leggur út á glæpabrautina. Það er þegar hann hremmir pep- síflösku og borgar ekki áður en tappinn er skrúfaður af. Og hver veit hvort hann ætlaði að borga hana yfirleitt. Það verður aldrei sannað eða afsannað, fremur en hvort Jón á Rein drekkti böðlin- um í ölæði eða bvort það var slys. Það er ekki sama hvernig stað- ið er að verki þegar menn eru að auðga sjálfa sig á óviðurkvæmi- legan hátt og viðurlögin fara gjarnan eftir jiví hver liturinn er á umhverfi gróðafysnarinnar. En það er á hreinu að umdeilanleg gripdeild í 10-11 verslun varðar tafarlausum brottrekstri úr starfi og Jrar með óhjákvæmilegum mannorðsmissi deilikventsins. Um mörg önnur umdeilanleg auðgunarbrot eru framin á grá- um svæðum og eru löggjafanum og landsfeðrum þóknanleg. Enda standa þeir f sporum jeltsíns og kumpána hans. Þú skalt ekki stela gosi, er boðorð gróða samféiagsins. Lýsirþað vantrausti á leihhússtjóra Leihfélags Reyhjavíhur hvemig staðið hefur verið að aug- lýsingu á stöðunni? Páll Baldvin Baldvmsson formaður leikhiísráðs Leikfélags Reykjavíkur. “Ég ætla ekkert að fara að kom- mentera á það meðan þessi pró- sess er í gangi og Jrið á Degi hljótið að skilja það.“ Gunnar Stefánsson leiklistargagnrýnandi Dags. “Það að staðan er auglýst, sem ekki þurfti að gera, sýnir að menn vilja skipta um leikhússtjóra, enda hefur Páll Baldvin formaður Ieikhússtjórn- ar lýst yfir þeirri skoðun sinni. Og sækir síðan sjálfur um stöð- una, sem er sérkennilegt. Ég held að Leikfélag Reykjavíkur þyrfti ekki á svona uppákomu að halda í dag, þegar fá ár eru liðin síðan síðast sauð uppúr; þegar Viðar Eggertsson var rekinn. Að ýmsu leyti hefur mér þótt Þór- hildur standa sig vel og þar nefni ég sérstaklega að hún hafi tvisvar sinnum fengið rússneska leik- stjórann Alexei Borodín til þess að setja upp sýningar, Feður og syni og nú síðast Djöflana - en mikill fengur var af þeim báð- um.“ Þórarinn Eyfjörð forsvarsmaðurísienska leikhússins. “Auglýsingin lýsir því að forystu- menn leikfélags- ins séu tilbúnir í samskonar stríð og var hjá L.R. fyrir fjórum árum. Þeir telja félagið nógu sterkt fyrir slíkt stríð, en um jiað eru skiptar skoðanir í leikhús- heíminum. Sjálfur tel ég að af- leiðingarnar gætu orðið þær að borgin endurskoði stuðning sinn við félagið, sem það er algjörlega háð. Þórhildur hefur komið L.R. á kortið á nýjan leik og starfað þannig að félagið hefur öðlast virðingu almennings á ný. Ef for- ystusveit L.R. vill fórna þessari virðingu telja þeir hinir sömu að staða leikfélagsins sé sterkari en hún er að mínu mati.“ Guðrún Ásmundsdóttii leikkona hjá L.R. “Persónulega finnst mér að auglýsing hafi verið óþörf, því Þórhildur hefur staðið sig vel sem leikhússtjóri. Á hennar tíma hafa fjárveitingar frá borginni til fé- lagsins hækkað, sem sýnir að starfsemi félagsins hefur vakið áhuga og traust. Mér finnst sjálfsagt að við fáum að njóta starfskrafta Þórhildar í að minnsta kosti fjögur ár til við- bótar - því ella væri hún fyrsti leikhús- stjórinn í leiklistarsögu landsins sem fengi ekki átta ár til að koma sinni stefnu í fram- kvæmd."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.