Dagur - 28.01.2000, Síða 9

Dagur - 28.01.2000, Síða 9
8 - FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 - 9 I FRÉTTASKÝRING i. Tkyfir Ttoptr. SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Yfírlæknir á ísafírði bendir á að lögin um miðlægan gagnagrunn gangi þvert á tvenn önnur lög í landinu. Því verði að leita til dómstóla. Formaður Læknafélagsins segir hægt að leysa mál án dómstóla, ef ÍE sam- þykki að leitað sé sam- þykkis allra sjúklinga fyrir afhendingu sjúkraskrár. Stjórn- endur heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa ráðvilltir. Gunnar Ingi Gunnarsson, yfir- læknir Heilsugæslustöðvarinnar í Arbæ varð fyrstur lækna til að Iýsa því yfir að hann myndi ekki, sam- visku sinnar vegna, afhenda Is- Ienskri erfðagreiningu sjúkraskár sjúklinga sinna, eftir að Islensk erfðagreining fékk rekstrarleyfi. Nú koma þeir hver af öðrum læknarnir sem vísa til samvisku sinnar og læknaeiðs um að þeir geti ekki afhent sjúkragögn skjól- stæðinga sinna nema með þeirra samþykki. Þá er alveg Ijóst, hvern- ig sem á málið er litið, að semji Is- lensk erfðagreining ekki við lækna muni málið fara fyrir dómstóla. Svo má ekki gleyma því að að lög- in um miðlægan gagnagrunn ganga þvert á tvenn eldri lög, eins og Þorsteinn Jóhannesson, yfir- læknir á Isafirði bendir á. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Islands, segir að ef Islensk erfðagreining vill semja um að leitað verði samþykkis allra sjúklinga um að afhenda sjúkra- skár þeirra í miðlægan gagna- grunn, þá sé málið leyst og þurfi ekki fyrir dómstóla. Heilagur trúnaður Friðrik Vagn Guðjónsson, læknir við Heilugæslustöðina á Akureyri, hefur sent stjórn stöðvarinnar hréf, þar sem hann segist ekki geta unnið áfram sem læknir við heilsugæslustöðina ef hún af- hendi sjúkragögn, unnin af sér, út af stofnuninni. „Dag hvern á ég í læknastarfi mínu trúnaðarsamtöl við einstak- linga sem hafa valið mig sem heimilislækni, væntanlega að ein- hverju leyti vegna þess að þeir treysta mér fyrir því sem þeir segja mér um persónuieg málefni sín. Þessi trúnaðarsamtöl færi ég, samkvæmt læknalögum, til bókar í sjúkraskrá viðkomandi skjól- stæðings, bæði í textaformi og með tölvutækum hókstöfum og tölum,“ segir Friðrik Vagn. Hann segir ennfremur að trún- aðarsamtal læknis og skjólstæð- inga sé í sínum huga heilagt, að öðru leyti gagnvart skjólstæðingn- um og að hinu leytinu gagnvart samvisku sinni. „Eg finn fyrir því á stundum að ég sé álitinn standa í vegi fyrir læknisfræðilegum framförum með þeirri þvermóðsku minni að vilja ekki láta heilsufarsupplýsing- ar um skjólstæðinga mfna af hendi möglunarlaust," segir Frið- rik Vagn og bendir á nýlegar merkilegar Iæknisfræðilegar upp- götvanir sem sýni að það þurfi ekki miðlægan gagnagrunn til læknisfræðilegra uppgötvana. Hann segir jafnframt það mis- bjóða samvisku sinni og siðferðis- kennd að flytja sjúkragögn í mið- lægan gagnagrunn, án samþykkis sjúklinga. Lög stangast á Þorsteinn Jóhannesson, yfirlækn- ir Fjórðungssjúkrahússins á ísa- firði, segir að vitaskuld muni sjúkrahúsið fara að lögum í þess- um efnum. Hann bendir hins veg- ar á að menn viti ekki enn um hvað verður beðið, því aðeins rekstrarleyfið sé komið. „Mér sýnist aftur á móti þegar maður skoðar málið að þá brjóti þetta í bága við lög sem fyrir eru. Ekki bara siðareglur okkar lækna, sem við getum skýlt okkur á bak við og eru í þá veru að afhenda ekki þriðja aðila nokkrar upplýs- ingar um sjúklinga án þeirra sam- þykkis. En það eru lögin um rétt- indi sjúklinga frá 1997, sem ég vil benda á. Þar segir í 2. kafla 10. gr. „Sjúklingur skal fyrirfram sam- þykkja, með formlegum hætti, þátttöku í vísindarannsóknum“... „Ég er því hræddur um að þing- menn hafi verið að samþykkja Iög um miðlægan gagnagrunn, sem ekki standast önnur lög. Þetta er því allt hið klaufalegasta mál og að mínu viti unnið með lftilli for- sjá. Menn vildu keyra þetta í gegn af krafti án þess að hlusta á þá sem höfðu safnað upplýsingum um lög og reglur. Það er hægt að nefna fleiri lög sem þetta stangast á við,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á í því sambandi Iög varðandi heilbrigðismál frá 22. april 1991 en þar segir: “Yfirlæknir á deildum eða ódeildarskiptum heilbrigðisstofn- unum her áhyrgð á vörslu og með- ferð sjúkraskráa meðan sjiíklingur dvelur þar“... “Það er því eðlilegt að það sé kurr í læknum yfir þessu. Menn sáust ekki fyrir þegar þeir ráku þetta í gegn á þinginu og það var bara eitt sem vantaði upp á að allt væri í Iagi með lögin um miðlæg- an gagnagrunn en það var að hafa þar lausnarorðin - upplýst sam- þykki sjúklings. Það þurfti ekki meira til þess að allt væri í himna- lagi en þetta var ekki gert, því miður," sagði Þorsteinn Jóhann- esson. Yrði að beita okkur valdi „Ég vitna í yfirlýsta stefnu heilsu- gæslustöðvarinnar varðandi það hvort afhenda skuli sjúkragögn í miðlægan gagnagrunn," segir Pét- ur Pétursson, yfirlæknir Heilu- gæslustöðvarinnar á Akureyri. Hin yfirlýsta stefna er á þessa Ieið: „Tölvutækur gagnagrunnur HAK er orðinn mikill að vöxtum, því í hann hafa safnast gögn frá 1 987, þótt ekki hafi verið um al- tæka skráningu að ræða. Stórir það verði eflaust gert í samráði við okkur, lögin kveða á um það. Og ekki síst vegna þess að samkvæmt Iögum er hægt er að afhenda gögnin án okkar samþykkis, er nú hafin undirbúningur að málsókn," segir Björn. „Læknafélagið hefur alveg skýra stefnu í málinu og bendir á að höfuð ágallinn á þessu öllu sé að ekki er leitað eftir samþykki sjúk- linganna til þess að koma þessu í kring. Læknafélagið hefur ekki enn rætt viðbrögð lækna þessu síðustu daga, sem þó voru fyrir- sjánaleg öllum sem hlut eiga að máli. Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu sérstaklega vegna þess að fátt eða ekkert hefur komið fram sem eykur trú á að einhver Iausn sé í sjónmáli," segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Islands. Hann segir ótímabært að full- yrða að málið fari lyrir dómstóla vegna þess að til séu aðrar lausnir en dómstólaleiðin. „Lausnin er sú að Ieitað verði eftir samþykki sjúklinga. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi. Ef menn vilja virða grundvallarat- riði og vera samferða í þá átt sem þróun persónuréttar og friðhelgi einkalífsins þróast á Vesturlönd- um, þá leysa menn svona fram- kvæmdaatriði. Ég ætla öllum mönnum góðan vilja þar til annað kemur í Ijós og ég trúi því að hægt sé að ná samkomulagi um þetta, þótt það blasi ekki við. Meðan svo er vil ég ekki ræða um dómstóla- leiðina til lausnar deilunni,11 segir Sigurbjörn Sveinsson. Milli steins og sleggju Stjórnendur heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa í landinu virðast vera ráðvilltir í málinu. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnar Ríkisspítalanna, sagðist alls ekkert vilja um þetta mál segja. Það hafi ekki verið tekið fyr- ir í stjórn spítalanna þann mánuð sem hún hafi verið þar formaður. Hún sagðist búast við því að stjórnin fjalli um þetta mál innan tíðar. Bolli Ólafsson, framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, vildi heldur eld<ert segja um andstöðu lækna við að af- henda sjúkragögn í miðlægan gagnagrunn eða hvað stjórn heilsugæslustöðvarinnar ætli að gera. Varðandi bréf Friðriks Vagns Guðjónssonar, læknis heilsu- gæslustöðvarinnar, sagði hann að því hefði verið visað til bæjarlög- manns til umsagnar. Að öðru leyti sagði hann það ótímabært að lýsa yfir hvað stjórn heilsugæslustöðv- arinnar myndi gcra í þessu máli, þar sem ekkert erindi hefði komið frá lE um að fá sjúkragögn. Hann sagðist ekki hafa neina skoðun á því hvort skila bæri sjúkragögnum ef ósk um það berst frá IE. Enginn má tala annar en Kári Guðjón Brjánsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði, var sama sinnis. Hann sagði það ekki tímabært að svara neinu um þetta að svo komnu máli. Það væri lækna að svara til um þetta núna. Hjá Islenskri erfðagreiningu var sagt að Kári Stefánsson væri úti f löndum á fyrirlestraferð og enginn annar í fyrirtækinu mætti svara spurningum varðandi deiluna við lækna. Úhætt er að segja að læknar ætli i uppreisn gegn heilbrigðisyfirvöldum vegna gagnagrunnsins. Deiian er á leiðinni tii dómstóia, þ.e. hver eigi að afhenda sjúkraskrár sjúklinga fyrst iæknar neita að gera það. gagnagrunnar eru afar lítils virði, ef ekki er vandað til skráningar og ef ósamræmi er í skráningu starfsmanna í milli. A HAK verða í framtíðinni einstakar aðstæður til verðmætrar gagnaöflunar. Æskilegt væri að nýting þessara gagna væri í höndum starfs- manna, sem bundnir eru trúnaði við sjúklinga sína. Afhending gagnasafnsins alls eða að hluta, til aðila utan stöðvarinnar, má ekki undir nokkrum kringum- stæðum rýra traust sjúklinga gagnvart lækni sfnum eða öðrum starfsmönnum HAK cllegar brjóta gegn alþjóðasamþykktum, sem Is- lendingar hafa gerst aðilar að og gera ráð fyrir upplýstu samþykki fólks, þegar um afhendingu trún- aðargagna er að ræða.“ „Það er ljóst að við afhendum ekki nein gögn og það verður ekki lokið við neina samninga hér fyrr en dómstólar eru búnir að skera úr um málið. Ef það fer ekki dóm- stólaieiðina er Ijóst að beita verð- ur okkur lækna valdi, sem myndi hafa það í för með sér að að lækn- ar hætta hér störfum. Það þarf mikið að ganga á áður en maður fer að brjóta gegn samvisku sinni. Ég hef því ekki trú á öðru en að þeir verði fleiri en Friðrik Vagn sem myndu hætta,“ segir Pétur. Hann segir að þá verði menn að huga að því hvert læknar fari og séu ýmsar Ieiðir færar. Heimilis- læknar ættu að vísu ekki auðvelt með að setja upp einkastofu því heilbrigðisyfirvöld geti gert þeim það erfitt. „Hins vegar eigum við leiðir inn í aðrar sérgreinar og umfram allt Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ: Fyrstur lækna til að lýsa þvíyfir að hann myndi ekki afhenda íslenskri erfðagreiningu sjúkraskár sjúklinga sinna. erum við gjaldgengir í nágranna- löndunum. Ég sá í sænska lækna- blaðinu í morgun að það vantar 300 heimilislækna í Stokkhólmi og átak í gangi til að fá lækna til starfa. Kjör þar eru náttúrulega miklu betri en þau sem við búum við. Ég get því ekki hugsað þá hugsun til enda, ef þetta fer í hart, vegna þess að það er svo Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á ísafirði: „Ég er hræddur um að þing- menn hafi verið að samþykkja lög um miðiægan gagnagrunn, sem ekki standast önnur iög.“ auðvelt fyrir okkur að fara annað. Þar með væri stöðin hér óstarfhæf og það tæki mörg ár að ná upp aft- ur sambærilegum gæðum og nú eru fyrir hendi," segir Pétur Pét- ursson. Lausnin er til Björn Magnússon er yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands Pétur Pétursson, yfirlæknir hjá FSA: „Það er Ijóst að við afhend- um ekki nein gögn og það verður ekki lokið við neina samninga hér fyrr en dómstólar eru búnir að skera úr um málið." í Neskaupstað. Hann segir að málið hafi ekki verið rætt á lækna- fundi í stofnuninni en sitt álit sé ljóst. „Ég tel það brot á trúnaði mín- um gagnvart sjúklingum að af- hcnda sjúkraskrár þeirra, en ég á von á því að það verði stjórn stofn- unarinnar sem tekur ákvörðun um þetta en ekki við læknarnir þótt Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins: „Lausnin er sú að leitað verði eftir samþykki sjúk- linga. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi." Hiutfaii aldurshópanna meðal atvinnulausra hefur mikið breyst. Atvinnu- lausum yngri en 25 ára fækkaði um 3/4 frá 1995 til W99. Margir í vinnu eftir langt „frí“ Laugtíma-atvinnu- lausir hafa fengið vinnu í góðærinu líkt ogaðrir -enimgum án vinnu þó fækkað miklu meira en eldri. Þegar draga tók úr atvinnuleysi, eftir 6.900 manna hámarkið 1995, saxaðist íyrst á þann hóp sem aðeins hafði verið fáa mán- uði frá vinnu. En undanfarin tvö ár hefur langtíma-atvinnulaus- um, þeim sem hafa verið án atvinnu lengur en hálft ár, fækk- að hlutfallslega svipað og öðrum, samkvæmt Hagvísuni Þjóðhags- stofnunar. Þegar atvinnuleysið náði há- marki höfðu 70% verið frá vinnu skemur en hálft ár. Arið 1997 hafði atvinnulausum aðeins fækkað um 17% og þá aðallega f fyrrnefnda hópnum. En með stöðugum hagvexti yfir Iangan tíma fara langtíma-atvinnulausir að komast í vinnu ekki síður en aðrir. Milli 1997 og 1999 fækk- aði atvinnulausum um 50% nið- ur f 3.000 að jafnaði á sfðasta ári. Tæpur helmingur þeirra hafði verið frá vinnu skemur en þrjá mánuði, tæplega fimmti hver 3-6 mánuði og þriðji hver hálft ár eða lengur. Fyrirtæki vilja ungt fólk Hlutfall aldurshópanna meðal atvinnulausra hefur á hinn bógin mikið breyst. Atvinnulausum yngri en 25 ára fækkaði um 3/4 frá 1995 til 1999, úr 1.780 nið- ur f 480 að meðaltali og voru mun færri á síðasta ári en nokk- urt annað ár á tíunda áratugn- um. Fækkunin er síðan hlut- fallslega minni eftir því sem ald- urinn liækkar. - HEI Stórt bandalag aftur til iimræðu Mjólkurframleiðendur á Norð- austurlandi hafa samið við KEA um eignaraðild að mjólkursam- lögunum á Akureyri og Húsavík sem sameinaðar verða undir einn hatt. Benedikt Hjaltason, bóndi að Hrafnagili var spurður hvort þetta samkomulag mundi hafa þau áhrif að bændur í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum mundu gera kröfur um eignaraðild að nýju kjötbandalagi á Norður- og Austurlandi, ef af stofnun þess yrði? „Þar eru allt aðrar forsendur en hvað varðar mjólkurfram- leiðsluna. Þegar mjólkursamlag- ið var stofnað gengu menn í fé- Iagsskap til þess að reka mjólkur- stöðina, en aldrei var samkomu- lag um slíkan félagsskap um rekstur sláturhússins og kjötiðn- aðarstöðvarinnar. Því höfum við engan rétt til þess að krefjast þess þar því þar er allt önnur saga að baki. Mér finnst það hins vegar ekki fráleit hugmynd að bændur muni reyna að kaupa sér hlut í kjötiðnaðinum, bjóðist hann,“ segir Benedikt Hjaltason, bóndi á Hrafnagili. Landsbyggðarmeim sjálfum sér verstir Benedikt segist vona að sam- komulag náist um stórt kjöt- bandalag milli KEA, Kaupfélags Héraðsbúa, Norðvesturbanda- lagsins, ogjafnvel fleiri, þótt upp úr viðræðunum hafi slitnað um síðustu áramót. Benedikt segist vona að þcir landsbyggðarmenn sem vildu hafa höfuðstöðvarnar í Reykjavík taki sinn málflutning til alvarlegrar endurskoðunar. Það megi furðu sæta að þegar landsbyggðin sé að reyna að ná einhverri starfsemi frá Reykjavík og út á landsbyggðina, þá skuli alltaf einhverjir íbúar annars landsbyggðarsvæðis en þess sem starfsemin á að flytjast til leggj- ast gegn því. Fái viðkomandi svæði ekki starfsemina skuli hún frekar vera í Reykjavík. Benedikt scgir að landsbyggðin sé verst sjálfri sér með þetta sundurlyndi og að geta ekki unnt öðrum því að fá til sín fyrirtæki eða aukin önnur atvinnutækifæri. Það sé t.d. táknrænt að geta ekki unnt Selfossbúum því að fá til sín Lánasjóð landbúnaðarins úr Reykjavík. Þar séu gagnrýnis- raddir á Norðurlandi síst lág- værastar en Benedikt segist hæstánægður að starfsemin skuli komin út í sveitina þar sem vettvangurinn sé. Hann segist auðvitað hafa verið því fylgjandi að Lánasjóðurinn flytti til Akur- eyrar, en sáttari við að hann skyldi flytja lit á land. Um það ættu íbúar landsbyggðarinnar að vera einhuga um. - GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.