Dagur - 28.01.2000, Side 12

Dagur - 28.01.2000, Side 12
12 - FÖSTUDAGU H 2 8. JANÚAR 2000 ERLENDAR FRÉTTIR Þrýst á Rússa ÍÞRÓTTIR Úlafur Stefánsson skoraði fjögur mörk gegn Slóvenum í gær. Island á botniim ígor ívanov var í Strasborg í gær að reyna að sannfæra þingmenn Evrópu- ráðsins um að reka Rússa ekki úr ráð- inu. Kofi Annan var hins vegar staddur í Moskvu. Rússneskir ráðamenn se&jast enn vera í þann veginn að vinna Grosní, höfuðborg Téténíu, á sitt vald. Harðir götubardagar geysuðu engu að síður í gær í borginni og fátt sem benti til þess að íslömsku skæruliðarnir væru á undanhaldi. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti rússncska ráðamenn að máli í Moskvu í gær og lét með- al annars í ljós áhyggjur af ástandi flóttamanna frá Tétén- íu í Ingúsetíu. Hvatti hann þá til þess að gera sitt til þess að bæta ástandið þar. Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna og fleiri hjálpar- stofnanin hétu því í vikunni að veita flóttamönnunum í lngú- setfu mun meiri aðstoð en hingað til, en þar cru tugir þús- unda manna scm lifa við ákaf- lega erfiðar aðstæður. Flóttamannastofnunin viður- kenndi að hafa verið sein í gang með að koma flóttamönnunum í Ingúsetíu til hjálpar, en það stæði nú til bóta. ígor Ivanov, utanrikisráð- herra Rússlands, var hins vegar staddur í Strasborg í gær á fundi þings Evrópuráðsins þar sem hann varði stríðsrekstur Rússa í Téténfu og lýsti því yfir að Rússar væru á góðri leið með að ná mikilvægum áfangasigri. Evrópuráðið stóð frammi fyr- ir ákvörðun um það hvort reka eigi Rússland úr samtökunum, sem óneitanlega væri verulegt áfall íyrir stöðu Rússlands á al- þjóðavettvangi. Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan skrif- stofur Evrópuráðsins í París og krafðist þess einmitt að Rússar verði reknir úr Evrópusam- bandinu vegna framferðis þeir- ra í Téténíu. Ivanov sagði þingmönnum Evrópuráðsins hins vegar að Rússar hefðu engan áhuga á að Iáta Vesturlandabúa lesa yfir sér predikanir um nauðsyn þess að pólitísk lausn verði fundin á Téténíudeilunni. Hann sagði Rússa gera sér fulla grein fyrir því að endanleg lausn geti ekki orðið öðru vísi en með pólitísku samkomulagi. Hins vegar hafi Rússar sem stendur engan ann- an kost en að berjast við „hryðjuverkamenn og glæpa- menn" til þess að reyna að koma að nýju á lögum og reglu í Téténíu. ívanov hvatti Evrópuráðið hins vegar til þess að veita Rússum aðstoð við að byggja upp lýðræði í Téténíu að stríð- inu loknu og sagði að Téténía hefði í raun verið nánast sjálf- stætt ríki allt frá í fyrra stríði Rússa þar árin 1994-96. Astandið þar sagði hann ógna öryggi f allri Evrópu. Barak ívanda Ríkissaksóknarinn f ísracl hef- ur hafiö rannsókn á kosninga- fjármögnun Ilokks Ehuds Baraks lorsætisráðherra, Eitt ísrael, með það fyrir augum að komast að því hvort lög hafi verið brotin. Svo gæti farið að rannsóknin nái til æðstu leið- toga flokksins, þar á meðal Baraks. Sjálfur segist Barak ekkert hafa vitað af neinu ólöglegu athæfi í tengslum við fjáröflun flokksins f kosningabarátt- unni, enda hafi hann ekki tek- ið neinn þátt í Ijáröfunarstarf- inu. Hann scgist heldur ekki hafa neitt á móti því að málið verði rannsakað, en bætti því við að ísraels lög um fjármögn- un kosningabaráttu séu um margt óljós. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort um fjár- svik og trúnaðarbrot hafi verið að ræða. Eliezer Goldberg, ríkisendurskoðandi ísraels, sendi frá sér skýrslu um málið sem varð til þess að ríkissak- sóknari sá ástæðu til að hefja rannsókn. Goldberg sagði málið alvarlegt og að greini- lega væri um lögbrot að ræða. I ísraelskum Iögum eru skýr takmörk sett á það hve háar fjárhæðir leyfilegt er að gefa stjórnmálaflokkum. 1 skýrsl- unni segir að flokkurinn, sem nefnist Eitt ísrael, hafi stofnað nokkur félög, sem notuð voru til þess að taka við háum fjár- gjöfum frá útlöndum þannig að hægt var að dreifa upphæð- inni á fleiri en cilt félag. íslenska landsliðið lenti stigalaust í botnsæti B-riðils Evr ópumótsins í Króatíu, eftir eins marks tap gegn Slóvenum í gær- kvöld. Leikur um 11. sætið gegn tJkraínu- mönnum. Riðlakeppni EM í Króatíu lauk í gærkvöld og ljóst að íslenska lið- ið spilar um I 1. sætið í keppn- inni, eftir eins marks tap, 26-27, gegn Slóvenum í síðasta leik liðsins í B-riðli keppninnar í gærkvöld. Það vcrða Ukraínu- menn sem verða mótherjar Is- lands í leiknum um II. sætið, því þeir töpuðu í gærkvöld gegn Norðmönnum og lcntu þar með í neðsta sæti A-riðils með eitt stig. Seiani hálfleikurinn sá besti Islenska liðið, sem náði slakasta árangri allra þjóða í riðlakeppn- inni og er það eina sem kemur stigalaust úr hcnni, náði að sýna sitt besta í keppninni hingað til, þegar liðið vann upp f’imrn marka forskot Slóvena í upphafi seinni hálfleiks í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 12-17 fyrir Slóvena eftir ömurlegan leik fs- lenska liðsins í fyrri hálfleik, en okkar menn mættu tvíefldir til leiks í þeim seinní og skoruðu fyrstu sex mörkin í hálfleiknum ogbreyttu stöðunni í 18-17. Þeir Guðmundur 11 rafnkelsson, markvörður og hornamaðurinn ungi úr KA, Guðjón Valur Sig- urðsson, fóru þá á kostum, þar sem Guðmundur varði eins og berserkur og Guðjón var mjög líflegur í sókninni. Tveimur færri í lokin Islenska liðið hélt svo forystunni lengst af hálfleiksins, en þegar staðan var 26-26 og tæpar tvær mínútur til leiksloka, var Patreki Jóhannessyni vikið af Ieikvelli í þriðja sinn og í kjölfarið Olafi Stefánssyni. Tveimur mönnum færri tókst íslenska liðinu ekki að koma í veg fyrir að Slóvenar næðu forystunni, þegar rétt hálf mínúta var til leiksloka og það sem eftir lifði dugði okkar mönnum ekki til að jafna leik- inn, þrátt fyrir að Slóvenar hafi misst mahn útáf á lokasekúnd- unum. Mörk íslenska liðsins skoruðu: Valdimar Grímsson 7/4, Patrekur Jóhannesson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Gústaf Bjarnason 2, Róbert Sighvatsson 2 og Dagur Sigurðsson 1 Svíar sigurvegarar B-riðils Svíar tryggðu sér í gærkvöld sigur í B-riðli keppninnar þegar þeir unnu Rússa með þriggja marka mun í hreinum úrslitaleik um toppsætið. Frakkar urðu svo sig- urvegarar A-riðils eftir jafntefli við Króata í gærkvöld. Það verða því Svíar og Spánverjar sem leika annars vegar í undanúrslit- um og Frakkar og Rússar hins vegar. Úrslit leikja í A-riðli: 21.01: Fralckl. - Noregur 24-21 21.01: Þýskal. - Úkrafna 24-24 21.01: Spánn - Króati'a 27-22 22.01: Noregur - Spánn 21-25 22.01: Króatía - Þýskal. 21-20 22.01: Úkrafna - Frakkl. 22-24 23.01: Spánn - Úkraína 27-24 23.01: Þýskal. - Frakkl. 19-25 23.01: Króatía - Noregur 27-23 25.01: Frakkl. - Spánn 28-22 25.01: Þýskal. - Noregur 22-22 25.01: Úkraína - Króatía 26-18 27.01: Noregur - Úkraína 19-16 27.01: Spánn - Þýskal. 27-25 27.01: Frakkl. - Króatía 26-26 Úrslit leikja í B-riðli: 21.01: Svíþjóð - ísland 31-23 21.01: Portúg. - Slóven. 28-27 21.01: Rússl. - Danm. 27-26 22.01: Slóvenía - Rússl. 23-27 22.01: ísland - Portúgal 25-28 22.01: Danm. - Svíþjóð 22-29 23.01: Svíþjóð - Portúg. 29-21 23.01: Rússl. - ísland 25-23 23.01: Danm. - Slóven. 24-27 25.01: Svíþjóð - Slóven. 26-24 25.01: Portúgal - Rússl. 20-24 25.01: ísland - Danmörk 24-26 27.01: Slóvenía - ísland 27-26 27.01: Rússl. - Svíþjóð 25-28 27.01: Portúg. - Danm. 26-28 Úrlsit leikja í gærkvöld Körfubolti Úrvalsdeild karla UMFG- ÞórAk. 99 - 82 Hamar - IA 91-54 Haukar - Keflavík 77 - 76 Snæfcll -Tindastóll 70 - 73 1. deild karla Breiðablik - ÍS 72 - 63 HEIMURINN Síðasta stefnuræða Clintons BANDARÍKIN - Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær síðustu stefnuræðu sína, en hann lætur af embætti í lok þessa árs. Clint- on lýsti meðal annars yfir stuðningi við varaforseta sinn, A1 Gore, sem sækist eftir að komast í forsetaembættið eftir að Clinton hætt- ir. Að vanda var Clinton með langan lista af hugmyndum að nýjum lögum, sem hann vill láta þingið samþykkja. Úrskurður á mánudag BRETLAND - Dómstóll í Bretlandi skýrði í gær frá því að úrskurð- ur í máli Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, verði felldur á mánudaginn. Dómstóllinn hefur til meðferðar kær- ur frá Belgíu og sex mannréttindasamtökum á hendur Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, og vilja með því koma í veg fyrir að hann láti Pinochet lausan af heilsufarsástæðum. Akærendurnir krefjast þess að fá að sjá læknaskýrslu um Pinochet, þar sem full- yrt er að hann sé orðinn of ellihrumur til þess að geta tekið þátt í réttarhöldum, og vilja að hann gangist að nýju undir læknisskoð- un. Meira felufé fundið ÞYSKALAND - Sífellt eru að koma fram nýjar upplýsingar um Ijár- málaóreiðu Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi. Wolfgang Schauble, formaður flokksins, var ekki fyrr búinn að lýsa því yfir í gær að þess væri ekki að vænta að frekari upplýsingar um feluleik með fjármuni komi fram í dagsljósið, þegar fréttir bárust af því að flokksdeildin í sambandslandinu Hessen hafi laumað um það hil 20 milljónum marka inn á reikninga í Sviss, en það er meira en helmingi hærri upphæð en áður var vitað um. Stjóm að fæðast 10 KROATÍA - Samsteypustjórn vinstri- og miðflokka í Króatíu var í þann veginn að komast á laggirnar í gær. Forsætisráðherra vcrður sósíaldemókratinn Racan. Sex flokkar standa að stjórninni, þeir sömu og stóðu að kosningabandalagi sem bar sigur úr býtum í þingkosningunum fyrir þremur vikum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.