Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 16
Eins og allir vita er skotveiði mikið stunduð á íslandi. Algengt gæsaskot inniheldur rúm 40 g af blýi en blý er þungmálmur sem er reyndar enn óæskilegri en kadmíum. Þetta þýðir að eitt haglaskot mengar álíka mikið og 32 tonn af Folduáburði. Til landsins eru flutt árlega um 30 tonn af blýi til innlendrar skotframleiðslu en þau 30 tonn valda álíka mikilli mengun og um 23 milljónir tonna af Folduáburði. Ef árleg notkun Folduáburðar væri 60 þúsund tonn, sem er það sama og heildamarkaðurinn er á íslandi, þyrfti 387 ára notkun Folduáburðar til að menga jafn mikið og árleg skotveiði á íslandi gerir. Þetta dæmi er sett fram til að vekja bændur til hugsunar um hvar mörkin fyrir skaðsemi kadmíum liggja. Hvaða raunverulegu áhrif hefur það t.d. hvort áburður inniheldur 10 eða 20 mg/kg fosfórs? Meðan vísindalegar niður- stöður liggja hvergi fyrir um þessi áhrif, er hægðarleikur að fara offari í þessari umræðu. Við hvetjum bændur til að fylgja dómgreind sinni og hrista af sér það haglél hræðsluáróðurs sem dunið hefur yfir að undanförnu. Meta sjálfir hvort þær staðreyndir sem fyrir liggja nægi til að koma í veg fyrir að þeir geti tryggt sér gæðaáburð frá ísafold á góðu verði - og spara þannig umtals- verðar fjárhæðir í þessum stóra útgjaldalið sem áburðarkaup eru. Nú þarf að bregðast við eins og skot því 12% afslátturinn gildir aðeins út janúar. þegar sparsemin ræður símar 482 3767 og 482 3768 INGVAR VÍKINGSSON / fÍT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.